Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Kiðlingapels til sölu sem nýr, nr. 44. Verð kr. 22 þús. Nýir kosta 39-49 þús. kr. Sími 16034. íbúð Áreiðanleg kona óskar eftir 2ja herþergja íbúð tímabundið, helst í Kópavogi eða nágrenni. Fyrir- framgreiðsla. Uppl. s. 41043. íbúð óskast Ungt par, verðandi foreldrar, óska eftir íbúð á leigu sem fyrst. Uppl. s. 20185 eftir kl. 19. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. s. 19239. Nagladekk á felgum á Citroen GS til sölu. Bíll getur fylgt. Árgerð 1978. Skoðaður '87. Sími 667262. Plötuspilari fæst gefins Upplýsingar í síma 46227. Til sölu Ignis sambyggður kæli/ frystiskápur. Hæð: 165 sm, breidd 55 sm. Verð kr. 15.000,- Sími 23171 eftir kl. 16. Eldhúsinnrétting U-laga til sölu. Verðhugmynd 25.000 kr. Vaskur og blöndunar- tæki fylgja. Nýleg Rafha eldhús- vifta á kr. 5000. Husqvarna hellu- borðkr. 4.000. Sími 23171 eftirkl. 16. Skíði til söiu Stærð 150 sm, með bindingum, stöfum og skóm. Kr. 3 þús. Stærð 165 sm kr. 1.500. Gönguskiði með bindingum og stöfum 185 sm kr. 1.500. Uppl. s. 38575. Til sölu Fiat 131 árg. ’78 Ekinn 78.000 km. Skoðaður '87. Gott verð fyrir góðan bíl. Uppl. s. 42430 eftir kl. 19. Fjárhundar 2 hvolpar (tíkur) af góðu fjár- hundakyni til sölu. Uppl. s. 93- 47787 eftir kl. 20. Vönduð, finnsk mokkakápa til sölu. Einnig Moulinex grillofn. Uppl. S. 681884. Óska eftir notaðri eldavél Simi 21181 eftir kl. 18. Stefán. Fjórhjól til söiu Til sölu vel með farið Suzuki LT 250 m/fjórhjóladrifi. Uppl. s. 32961 á kvöldin þriðjudag og fimmtudag. Kettlingar fást gefins Uppl. s. 688034. Skíðaskór til sölu Sangiorgio, nr. 35 kr. 1000. Á sama stað óskast vel með farnir skíðaskór nr. 38. Sími 75605. Til sölu Ford Cortina '78, 4ra dyra, rauð. Sumar- og vetrardekk. Sími 72024, Sigurður Svavarsson, eða í vinnusíma 687891. Ársgamalt, Ijósgrátt snöggt ullarteppi, 50-70 m2 til sölu. Verð samkomulag. Get keyrt teppið heim til kaupanda. Vinsamlegast hringið í s. 35373. Til sölu Skíði, skíðaskór (nr. 34) og bind- ingar til sölu. Hægindastóll með skammeli (eldri gerð). Uppl. s. 72750 eftir kl. 20. ísafjarðarkaupstaður Forstöðumaður- Fóstrur ísafjarðarkaupstaöur óskar eftir forstöðumanni til starfa við dagheimilið og leikskólann Eyrarskjól. Staðan er laus frá 15. febrúar 1988. Einnig vantar fóstrur til starfa. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi eða félags- málastjóri í síma 94-2722. Dagvistarfulltrúi j|f&j Listskreytingasjóður SJI ríkisins Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun opinberra bygginga með listaverk- um. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem ríkissjóður fjármagn- ar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina, þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin um List- skreytingasjóð ríkisins taka til, ber arkitekt mannvirkisins og bygg- inganefnd sem hlut á að máli að hafa samband við stjórn Listskreyt- ingasjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga sem ráðlegar teljast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til listskreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er, að umsóknir vegna framlaga 1988 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. ágúst n.k. Reykjavík, 21. janúar 1988 Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Gamalíels Sigurjónssonar Suðurgötu 13, Sauöárkróki Jón Gamalíelsson Jóna Guðbergsdóttir Ragna Gamalíelsdóttir Karl Sæmundsson Barnabörn og barnabarnabörn ai L<ö*J Starfsmaður óskast á sambýli aldraðra Sambýli aldraðra, Skjólbrekka, sem starfrækt er í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf sem fyrst. Um vaktavinnu er að ræða. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 45088. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skjól- brekku, Skjólbraut 1a, Kópavogi. Félagsmálastjóri Bókavörður Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða bókaverði nú þegar. Um er að ræða hálft starf og hlutastarf. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf send- ist bókasafninu fyrir 4. febrúar. Upplýsingar veitir yfirbókavörður í síma 50790. Vesturgötu 3 Aðalfundur Vesturgötu 3 hf. (Hlaðvarpans) verð- ur haldinn laugardaginn 6. febrúar n.k. kl. 16.00 að Vesturgötu 3. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Hluthafar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin Byggðastofnun auglýsir starf forstöðumanns miðstöðvar stofnunarinnar áAkureyri Leitað er að manni með háskólapróf og starfsreynslu. Mikil samskipti við atvinnufyrirtæki, sveitarfélög og lánastofnanirfylgja þessu starfi. Miðstöðin tekurtil starfa sumarið 1988 en áður en tekið er við starfinu þarf forstöðumaðurinn að starfa í Byggðastofnun um nokkurn tíma. í miðstöðinni verða auk Byggðastofnunar útibú frá ýmsum opinberum og hálfopinberum stofnunum og fyrirtækjum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Umsóknarf restur um stöðuna er til 12. febrúar 1988 og berað skila umsóknum til Byggðastofnunar. Upplýsingarveita: Guðmundur Malmquist forstjóri og Bjarni Einarsson aðstoðarforstjóri. Byggðastofnun RAUÐARÁRSTlG 25 • SlMI. 25133» PÓSTHÓLF 5410*125 REYKJAVlK Hafnarfjörður - forstöðumaður Forstöðumaöur óskast á nýtt dagheimili/leik- skóla í Hafnarfirði. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði ERLENDAR FRÉTTIR Upphlaups- menn fyrir rétt Upp reisnarforinginn Aldo Rico ofmat vin- sældir sínar meðal kol- lega í Argentínuher. Yfirmaður sveitanna er yfirbuguðu upphlaups- menn andvígur tafar- lausri sakaruppgjöf Um 300 hermenn munu verða dregnir fyrir herrétt og látnir sæta ábyrgð vegna hlutdeildar sinnar í uppreisninni fyrir viku sem leidd var af Aldo nokkrum Rico, aflóga hershöfðingja er tel- ur sig eiga sitthvað vantalað við yfirstjórn hers og ríkis. Yfirstjórn argentínska hersins greindi frá því fyrir skömmu að 60 herforingjar af ýmsum stigum og gráðum og að minnsta kosti 222 óbreyttir dátar hefðu verið teknir höndum með forsprakkan- um á mánudaginn. Ennfremur var lýðum tjáð að stuðningsmenn Ricos hefðu verið úr fjölmörgum deildum hersins og ekki færri en 300 alls. Yfirmaður hersveitanna er knúðu Rico og fylgismenn hans til uppgjafar, Juan Ramon Ma- bragana hershöfðingi, sagðist í gær andvígur því að upp- reisnardátum yrðu gefnar upp sakir án þess að réttað væri í mál- um þeirra. Hitt væri síðan annar handleggur hvað gert væri að undangengnum herréttarhöld- um, þá yrði að meta mál hvers og eins fyrir sig. Einsog menn rekur minni til gafst uppreisnarforinginn upp án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Daginn áður hafði hann þó talað mjög digurbarkalega og sagt fréttamönnum að hann og menn sínir „vildu sigra og ætluðu að bera sigur úr býtum.“ En forseti argentíska herráðs- ins, Dante Carridi hershöfðingi, hótaði Rico því að ef hann legði ekki niður vopn án skilmála myndi hann knýja hann til upp- gjafar með vopnavaldi. Það virð- ist hafar nægt. Stjórnmálaskýrendur í Arg- entínu telja fullvíst að Rico hafi ofmetið vinsældir sínar og mál- staðar síns í hernum. í apríl í fyrra stýrði hann annarri uppreisnartil- raun og þá hreiðruðu hann og 600 stuðningsmenn hans um sig í Campo de Mayo herbúðunum nærri höfuðborginni Buenos Air- es. Þá veigruðu drottinhollir dát- ar sér við því að leggja til atlögu við upphlaupsmenn. Nú voru þeir hinsvegar ekkert að tvínóna við hlutina og létu til skarar skríða um leið og Raul Alfonsin forseti fyrirskipaði árás. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.