Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Bjargvætturinn Sigmar Þröstur átti stórleik í marki Stjörnunnar Það mátti ekki miklu muna að KA tækist að nappa öðru stiginu á síðustu sekúndunum en þeir voru með boltann þegar 40 sek. voru eftir og einu marki undir en Sigmar Þröstur Óskarsson kór- ónaði stórkostlega markvörslu sína þegar hann varði skot á síð- ustu sekúndu leiksins og tryggði þannig Stjörnunni sigur 23-22. Leikurinn fór mjög hægt af stað og var sem leikmenn væru ekki búnir að átta sig á því að íslandsmótið væri hafið að nýju. Um miðjan fyrri hálfleik var Stjarnan yfir 8-5 og var Erlingur Kristjánsson búinn að skora öll mörk KA. Þá fyrst tóku hinir leikmenn KA við sér, en náðu þó ekki að minnka muninn og var Stjarnan 4 mörkum yfir í hálfleik. KA-menn komu mjög ákveðn- ir til leiks í síðari hálfleik og um miðjan hálfleikinn voru þeir bún- ir að jafna leikinn. Á þessum tíma var mikið fát í sóknarleik Stjörnunnar og var líkt og þeir ætluðu að skora tvö mörk í hverri sókn. f síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum og var leikurinn mun líflegri en í þeim fyrri. Stjarnan skoraði sitt 23 mark þegar rúm mínúta er til leiksloka. KA-menn gátunújafnaðen vörn Stjörnunn- ar var föst fyrir og Sigmar Þröst ur varði á síðustu sekúndunni við mikinn fögnuð grænlensku aðdá- endanna sem létu vel í sér heyra. Leikmenn Stjörnunnar geta þakkað Sigmari Þresti fyrir þessi stig því markvarsla hans var stór- kostleg. Einnig átti nýskipaður fyrirliði Stjörnunar Skúli Gunn- steinsson góðan leik. Erlingur Kristjánsson og Pétur Bjarnason áttu ágætan leik og Guðmundur Guðmunsson átti góðan endasprett. Ó.St. Digranes 24. janúar Stjarnan-KA 23-22 (14-10) 1-1, 5-2, 5-5, 9-6, 12-8, 14-10, 16-12, 17-17, 19-20, 22-20, 22- 22, 23-22. Mörk Störnunar: Gylfi Birgirs- son 6, Skúli Gunnsteinsson 6, Sigurður Bjarnason 5(1 v), Sigur- jón Guðmundsson 2, Hermundur Sigmundsson 2, Einar Einarsson 1, Hafsteinn Bragason 1. Mörk KA: Erlingur Kristjáns- son 7(4v), Guðmundur Guð- mundsson 5, Pétur Bjarnason 4, Eggert Tryggvason 3, Axel Björnsson 2, Friðjón Jónsson 1. Dómarar: Rögnvald Erlings- son og Guðmundur Kolbeinsson- góðir. Maður leiksins: Sigmar Þröstur Óskarsson. París-Dakar rallið Tvö dauðsföll í viðbót Ari Vatanen dæmdur úr leik Nú þegar fer að líða að lokum hins illræmda París-Dakar ralls heldur dauðinn áfram að taka sinn toll. Á föstudagskvöidið létust móðir og barn þegar þau voru keyrð niður. Einnig meiddust nokkrir áhorfendur í slysinu og hafa nú sex manns látið lífið í sambandi við rallið. Er talið lík- legt að næsta ár verði talsverðar breytingar á fyrirkomulagi rallsins og eru veigamestar þær að aðeins atvinnuökumönnum verður leyft að keppa. Undanfar- in röll hafa atvinnumenn einokað fremstu sæti í rallinu enda koma þeir til leiks með viðgerðamenn og þjónustubíla á hverjum fingri. Einnig er ætlunin að takmarka fjölda ökutækja við 500. Á fimmtudaginn var Ari Vat- anen endanlega vikið úr keppni. Eins og áður hefur verið sagt frá var bfl hans stolið og krafist lausnargjalds fyrir hann. Hann fannst þó skömmu síðar en ekki nógu snemma því búið var að ræsa keppendur þegar að því kom. Stjórnendur rallsins sögðu að ef keppandi kæmi 30 mínútum og seint bæri að víkja honum úr keppni, sama hvaða ástæður væru fyrir seinkuninni. Ari fékk að halda áfram daginn sem bfln- um var stolið á meðan fundað var um málið en niðurstaðan var eins og áður sagði að honum skyldi vikið úr keppni. í fyrsta sæti er nú landi Vatan- ens Finninn Juha Kankkunen og er forskot hans á næsta bfl nærri þrjár klukkustundir. „Það verður að vera áhætta annars er engin spenna,“ sögðu skipuleggjendur rallsins. En þeir virðast ekki gera sér grein fyrir afföllum keppnisbfla, auk slysa og dauðsfalla. Einn þriðji af öku- tækjunum datt út á fyrsta fjórð- ungi rallsins, einn þriðji var eftir þegar búið var að aka fjóra daga í Sahara-eyðimörkinni og minna en einn fjórði var eftir þegar kom að síðasta fjórðungi leiðarinnar. Þegar hafa látist 26 manns frá því að rallið var stofnað fyrir tíu árum: 1979: Mótorhjólamaður fórst. 1980: Þrír ítalskir fréttamenn týndust í eyðimörkinni. 1982: Frönsk fréttakona keyrð niður og barn sem var áhorfandi einnig. 1983: Franskur mótorhjólakappi og barn sem var áhorfandi keyrð niður. 1984: Kona meðal áhorfenda keyrð niður. 1985: Barn keyrt niður og þyrla hrap- aði og einn iét lífið. 1986: Japanskur mótorhjóiamaður ekinn niður af ölvuðum ökumanni. Stofnandi rallsins Thierry Sabine og xjórir aðrir létust þegar þyrla þeirra hrapaði. ítalskur mótorhjólakappi lést af sárum sem hann hlaut við fall af hjóli sínu. 1987: Franskur fréttamaður lést við árekstur. 1988: Hollenskur aðstoðarökumaður lét lífið er vörubfll hans valt. Frakki sem ók þjónustubfl lést eftir árekstur í sandbyl. Barn meðal áhorfenda lét lífið. Frakki dó af sárum sem hann hlaut í árekstri. Mæðgur meðal áhorf- enda létu lífið þegar keppnisbfll ók á þær. ste Jakob Jónsson í skotstöðu. Handbolti Hörkuspenna að Hlíðarenda Valsmenn Frammarar óheppnir að ná ekki í annað stigið en það máttu Valsmenn þakka Einari Þorvarð- arssyni sem átti stórleik og varði meðal annars tvö víti á mikilvæg- um augnablikum. Áhorfendur sem troðfylltu íþróttahúsið að Hlíðarenda fengu mikið fyrir sinn snúð. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Frammarar komu sterkir til leiks og eftir góðan kafla náðu þeir þriggja marka forystu 2-5. Vals- menn komust þá í gang og minnkuðu muninn í eitt mark, síðan var jafnt á flestum tölum þar til Valsmenn náðu góðum kafla og komust þremur mörkum yfir 14-11. Frammarar skoruðu þá eitt mark og fengu víti á lokas- ekúndu fyrri hálfleiks. Einar Þor- varðarson gerði sér þá lítið fyrir og varði frá Agli Jóhannssyni. í síðari hálfleik hélt sama bar- áttan áfram og leiddu Valsmenn máttu þakka fyrir mest með þremur mörkum 16-13 og 17-14. Frammarar voru ekkert á því að gefa eftir, skoruðu tvö mörk í röð og staðan varð 17-16. Þegar fimm mínútur voru eftir jafnaði Hannes Leifsson 20-20. En það voru síðan hornamenn- irnir snjöllu Valdimar Grímsson og Jakob Sigurðsson sem gerðu út um leikinn með þremur mörk- um í röð. Það má segja að Fram hafi ver- ið óheppnir að ná ekki í annað stigið. Liðið er orðið allt annað og miklu betra, Atli Hilmarsson er að komast í sitt gamla form og gekk Valsmönnum erfiðlega að stöðva hann. Birgir Sigurðsson var góður á línunni og Hermann Björnsson átti frábæran leik, skoraði gullfalleg mörk og gaf ótrúlegar sendingar. Valsliðið spilaði vörnina ekki eins sannfærandi og í fyrri um- ferðinni en þar sem Einar varði mjög vel kom það ekki að sök. bœði stigin Lítið bar á Jakob Sigurðssyni í fyrri hálfleik en þess í stað fór hann á kostum í þeim síðari. Valdimar Grímsson var drjúgur svo og Jón Kristjánsson sem er mjög vaxandi leikmaður. íþróttahús Hlíöarenda 24. janúar Valur-Fram 23-21 (14-12) Mörk Vals: Valdimar 6(1v), Jakob 5, Jón 4, Júlíus 4(3v), Geir 2, Einar 1 og Gísli 1. Varið: Einar 18 skot (2v). Útaf: Geir 4 mín, Valdimar 2 mín, Júlíus 2 mín, Jón 2 mín. Mörk Fram: Atli 7, Hermann 4, Birgir 4, Egill 2, Sigurður 2, Hann- es 2. Varið: Guömundur 6 skot (1 v) og Jens 7 skot. Útaf: Hannes 2 mín, Egill 2 mín og Ólafur Vilhjálmsson 6 mín og fékk hann að líta rauða spjaldið. Dómarar: Gunnlaugur Hjálm- arsson og Óli Ólsen dæmdu erf- iðan leik sæmilega. -ia/ste Frjálsar Er kast Vésteins ólöglegt? Vegna frétta um að Vésteinn Hafsteinsson hafi misst íslands- met sitt í kringlukasti frá í fyrra hefur FRÍ sent frá sér fréttatil- kynningu þess efnis að enn sé ver- ið að meta kastsvæðið þar sem Vésteinn átti metkastið. Tildrög þessa máls eru þau að Vésteinn Hafsteinsson tók þátt í frjálsíþróttamóti í Klagshamn í Svíþjóð 17. júlí s.l. Þar setti Vé- steinn nýtt íslandsmet. Um ára- mótin var kastsvæðið í Klags- hamn skoðað og kom þá í ljós að hluti svæðisins var ólöglegur þar sem það hallaði of mikið. Þrír hringir eru á svæðinu og er það misjafnt eftir svæðum hversu hallinn er mikill. í frétt frá sæn- ska frjálsíþróttasambandinu er sagt að árangur þeirra sem köstu- ðu úr þriðja hringnum væri ör- ugglega ólöglegur. Vésteinn kastaði úr öðrum hringnum og segir í fréttinni að árangur þeirra sem þaðan köstuðu ætti einnig að vera skráður ólöglegur. „Stjórn FRÍ þykir sem hér sé ekki kveðið nægilega sterkt að orði þannig að hægt sé að taka met Vésteins af skrá. Var því ákveðið að fara þess á leit við Svíana að þeir skæru úr um það óyggjandi hvort hér væri um ól- öglegan árangur að ræða eða ekki. Fyrr mun laganefnd FRÍ ekki taka afstöðu til þess sem er utan hennar lögsögu" segir í fréttatilkynningu frá FRÍ sem Þjóðviljanum barst í gær. -ih Þriðjudagur 26. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.