Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 2
SKÁK Magnús Valdimarsson, verksmiðjustjóri. Mjög vel. Þörfin var orðin mikil fyrir þetta safn og þar sem það á að standa lengi, var rétt að vanda vel til þess. Elín Sigurðardóttir, nemi. Þetta er falleg bygging, en ég efast um að ég fari að skoða safnið. -SPURNINGIN — Hvernig iíst þér á Lista- safn ísiands? Einar Einarsson, ellilífeyrisþegi. Hlýtur það ekki að vera sjálf- sagt að eiga gott safn. Þeim pen- ingum er ekki illa varið. Guðríður Erlingsdóttir, húsmóðir. Bara vel og mér finnst allt í lagi að kosta nokkru til þess. Ellen Ludvíks, húsmóðir. Ég hef ekki skoðað það, en leist vel á það sem sýnt var í sjón- varpinu. Það er orðin venja hér á landi að allur kostnaður fari fram úr áætlun. Raftœkjaviðgerðir Stórfelldur verðmunur Mikill verðmunur á viðgerðarkostnaði á milli verkstæða á höfuðborgarsvœðinu. Ódýrast íHafnarfirði. Verðlagsstofnun: Brýnt að vita hvað viðgerðin á að kosta Viðurstöður í nýrri verð- könnun Verðlagsstofnunar á viðgerðarkostnaði heimilstækja sýnir að brýnt er fyrir fólk að kanna hvað viðgerð muni kosta áður en hún er framkvæmd. Kostnaður vegna sambærilegra viðgerða er allt að 150% á milli einstakra verkstæða. Mestur er verðmunurinn vegna viðgerða í heimahúsum. Ódýrast er að fá viðgerðarmenn frá Rafha í Hafnarfirði í heim- sókn en þeir taka 796 kr. fyrir klukkustundarviðgerð á heimilis- tæki. Heimilistæki hf. vilja fá 2.025 kr. fyrir sömu viðgerð eða 154% meira. Klukkustundarviðgerð á verk- stæði er ódýrust hjá Raftækja- vinnustofu Skúla Þórssonar í Hafnarfirði, 689 kr. en er dýrust hjá Rafmagnsverkstæði Sam- bandsins, Ármúla, kostar 74% meira eða 1.200 kr. Viðgerð á myndbandstæki eða sjónvarpi kostaði 800 kr. hver klukkustund hjá Radíóbæ en er 50% dýrari hjá Heimilistækjum, kostar þar 1200 kr. Utan höfuðborgarsvæðisins er lægsta verð á viðgerðum hjá Ljósvakanum á Bolungarvík en dýrast hjá Rafvélaverkstæði Unnars á Egilsstöðum. Ódýrast er að gera við myndbönd og sjón- vörp hjá Pólnum á ísafirði en dýr- ast hjá Rafeyri á Reyðarfirði. -Ig- Listasafn íslands Fjölmenni við vígslu A 4. þúsund manns sáu safnið um helgina Fjölmenni var við vígslu hinnar nýju og glæsilegu byggingar Listasafns Islands á laugardag- inn, og rúmaðist vart fleira fólk þar inni meðan á athöfninni stóð. Hrafnhildur Schram listfræðing- ur sagði í samtali við blaðið að álitið væri að gestir hefðu verið um 1200 á laugardaginn, og var mikil hátíðarstemning í húsinu. Gestagangurinn var þó enn meiri á sunnudaginn, en þá komu á 3. þúsund gestir og var stöðugur straumur fólks frá kl. 11.30 til 17. Safninu bárust margar og veg- legar gjafir í tilefni þessara tíma- móta, en þær voru málverk eftir Þórarinn B. Þorláksson gefið af dóttur hans Guðrúnu og Sigur- jóni Guðjónssyni fyrrverandi prófasti, málverk eftir Svavar Guðnason frá ónefndum velunn- ara, málverk eftir Kjarval frá Sig- ríði Helgadóttur, verk eftir Hörð Ágústsson og Valtý Pétursson Frá vígsluhátíð Listasafns Islands: á myndinni sjást meðal annars þeir Hringur Jóhannesson listmálari og Daði Guðbjörnsson formaður Félags íslenskra myndlistarmanna lyfta glösum í tilefni dagsins. JL '1 gefin af höfundum, skúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson gefinn af List- asafni Sigurjóns, og dönsku mál- ararnir Egil Jakobsen og Mogens Andersen gáfu safninu annars vegar grafík og hins vegar stórt olíumálverk. Safnið verður í framtíðinni opið alla daga nema mánudaga kl. 11.30-17.00, en Hrafnhildur sagði að hugsanlega yrði fram- vegis opið lengur um helgar vegna mikillar aðsóknar, þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um það ennþá. -ólg. Fyrirlestur Hugarheimur Araba Hussein Shehadeh þekktur blaðamaður í boði BÍ „Arabískt lífsform og afstaða og skilningur eða misskilningur Vesturlanda á hugarheimi Ar- aba“ er yfirskrift fundar, sem Blaðamannafélag íslands efnir til í Norræna húsinu miðvikudags- kvöldið 3. febrúar og hefst kl. 20.30. Fyrirlesarinn Hussein She- hadeh er þessa dagana gestur Blaðamannafélagsins, og sýnir hann skýringarmyndir með fyrir- lestrinum. Öllum er heimill að- gangur á fundinn og kaffistofa Norræna hússins verður opin gestum. Hussein Shehadeh er þekktur blaðamaður og fyrirlesari um ar- abísk málefni og auk þess að skrifa í ýmis blöð á Norður- löndum og í Arabaríkjum, ferð- ast hann um og heldur fyrirlestra og einatt ljósmyndasýningar. Hann er fæddur í Jerúsalem og er af palestínsku foreldri. Hann stundaði nám í London og lauk prófi í hagfræði og stjórnun, en sneri sér að blaðamennsku og vann við hana um hríð. Árið 1967 fékk hann námsstyrk til Dan- merkur og lagði stund á kvik- myndafræði og kvikmyndagerð og lauk prófi í þeirri grein. Hann settist að í Danmörku, þar eð hann gat ekki snúið heim eftir sex daga stríðið. Hann hefur verið Hussein Shehadeh. danskur ríkisborgari síðustu tólf ár. Blaðamannafélagið telur feng að því að hafa fengið Shehadeh til íslands vegna yfirgripsmikillar þekkingar hans á málefnum, sem margir eru lítt fróðir um, svo og sakir þess að málefni þessa heimshluta eru nú sem oftar efst á baugi í heimsfréttum. Áburðarverksmiðjan Heildarsalan minnkar Hefur dregist saman um 20% s.l. 5 ár Sala Áburðarverksmiðjunnar á tilbúnum áburði s.l. ár nam 57.532 lestum en 59.878 lestum árið áður. Nemur samdrátturinn um 4%. Sé hinsvegar miðað við áburðarsöluna eins og hún var fyrir 5 árum þá er samdrátturinn um 20% Áburðarkaup bænda og ann- arra til ræktunar á túnum og út- haga voru 51.491 lest á móti 53.611 lestum 1986. Helst sá sam- dráttur í hendur við minnkandi heildarsölu. Grænfóðurverk- smiðjur notuðu einnig minni áburð en áður eða 251 lest í stað 385 lesta árið 1986. - mhg Ég skal segja þór hvert vandamálið jÞaö eru of mar9ir er í launamálunum... ) sem si,Ía 0hir 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 2. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.