Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 8
þJÓOVIUINN Happdrœtti Þjóðviljans Vmningsnúmer Vinningar í happdrætti Þjóðviljans komu á þessi númer: 1. Subaru Justy bifreið frá Ingvari Helgasyni hf., að verðmæti 370 þús. kr. kom á miða nr. 26410. 2. -4. Island PC tölvur frá Aco hf., að verðmæti 65 þús. kr. hver, komu á miða nr 5138, nr. 23415 og 29928. 5.-6. FerðavinningarfráSamvinnuferðum Landsýn hf., að verðmæti 50 þús. kr. hvor, komu á miða nr. 6705 og nr. 10896. 7.-8. Húsbúnaður frá Borgarhúsgögnum hf., að verðmæti 30 þús. kr. hvor, kom á miða nr. 12225 og nr. 22477. 9.-10. Vöruúttekt frá Japis, að verðmæti 40 þús. kr. hvor, kom á miða nr. 15596 og nr. 25764. 11. Sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf., að verð- mæti 50 þús. kr. kom á miða nr. 19201. 12-14. Ritvélar frá Borgarfelli hf., að verðmæti 25 þús. kr. hver, komu á miða nr. 13063, nr. 15385 og nr. 16924. 15.-24. Bókaúttekt frá bókaforlagi Máls og menn- ingar, að verðmæti 7 þús. kr. hver, kom á miða nr. 2150, nr. 3264, nr. 5185, nr. 10588, nr. 18990, nr. 23819, nr. 24083, nr. 27245, nr. 28560 og nr. 28884. 25.-29. Bókaúttekt frá bókaforlaginu Svart á hvítu, að verðmæti 5 þús. kr. hver, kom á miða nr. 9780, nr. 14956, nr. 16671, nr. 19020 og nr. 30124. 30.-34. Vöruúttekt frá Nýjabæ, að verðmæti 5 þús. kr. hver, kom á miða nr. nr. 3699, nr. 8364, nr. 24557, nr. 25219 og nr. 27175. Vinningshafar geta snúið sér til skrifstofu Þjóð- viljans, Síðumúla 6, til að vitja vinninga sinna. Þjóðviljinn þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir góð viðbrögð við sölu happdrættismiðanna og umboðs- mönnum happdrættisins um land allt fyrirþeirra fram- lag. Auglýsing Athygli söluskattsgreiðenda er vakin á því að 20% álag fellur á söluskatt vegna desember- mánaðar sé hann ekki greiddur í síðasta lagi hinn 3. febrúar nk. Fjármálaráöuneytið, 1. febrúar 1988. Auglýsing Húsavík Leitað er eftir kaupum á hentugu íbúðarhúsnæði fyrir héraðsdýralækni á Húsavík. Tilboð sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir föstudaginn 12. febrúar 1988. jw Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafsfirði. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, fyrir 15. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veita eftirtalin: Formaður stjórnar í síma 96-62151 Forstöðumaður Hornbrekku í síma 96-62480 Hjúkrunarforstjóri Hornbrekku í síma 96-62480. Ólafsfirði, 28/1 1988 Móðir okkar, tengdamóðir og amma Skúlína Th. Haraldsdóttir Efstasundi 6 lést á öldrunardeild Landspítalans laugardaginn 30. janúar. Fyrir okkar hönd og barnabarnabarna Börn, tengdabörn og barnabörn „Það skrítna við að vera þrettán ára er það aðfólk segir að maður eigi ekki að láta eins og krakki en samt kemur það ekki fram við mann eins og maður sé orð- inn fullorðinn. Nú er maður að breytast og þá er eins og maður sé ekki neitt. For- eldrar okkar vilja að við höldum áfram að vera lítil börn og kennararnirvilja að við hegðum okkur eins og við séum orðin 25 ára. Hvað á maður eiginlega að halda?“ Þetta tilbrigði við stefið Að verða unglingur er fengið að láni úr nýlegu námsefni um fíknivarn- ir sem þýtt hefur verið og staðfært að frumkvæði Lionshreyfingar- innar á íslandi og ber yfirskriftina Að ná tökum á tilverunni. Á veg- um Menntamálaráðuneytisins er nú hafin tilraunakennsla á þessu efni í nokkrum grunnskólum landsins. Áherslan er orðin önnur Þetta námsefni er bandarískt að upþruna, en heiðurinn af vinnslu þess á Alþjóðahreyfing Lions í samvinnu við Quest- International stofnunina í Bandaríkjunum. Lionshreyfing- in á íslandi bauð fram námsefnið í árslok í hittifyrra og tekur þátt í þýðingu þess og staðfærslu hér á landi ásamt foreldrasamtökunum Vímulaus æska, í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Á blaðamannafundi í tilefni þessa sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson menntamálaráðherra að námsefnið væri verulega frá- brugðið því sem áður hefur verið notað; horfið væri frá einhliða fræðslu um efnin sjálf og skað- semi þeirra, en þess í stað væri Iögð áhersla á einstaklinginn sjálfan og félagslegt og siðferði- legt samhengi neyslu ávana- og fíkniefna. Viðfangsefnin Námsefninu er skipt í sjö kafla eða einingar þar sem fengist er við ákveðin viðfangsefni sem varða unglinga: 1. Unglingsárin: Að takast á við það sem er framundan. 2. Að byggja upp sjálfstraust með betri tjáskiptum. 3. Að læra um tilfinningar, þroska og færni í sjálfsmati og sjálfsaga. 4. Vinir: Að bæta tengsl við fé- laga. 5. Að styrkja fjölskyldutengsl. 6. Að efla færni í gagnrýninni hugsun fyrir ákvarðanatöku. 7. Að setja sér markmið fyrir heilbrigt Iíferni. Einn kaflinn, sá sjötti, fjallar sérstaklega um ávana- og fíkni- efni, en að öðru leyti er lögð áhersla á alhliða uppbyggingu og sjálfsstyrkingu einstaklingsins. Þá er mikið lagt upp úr því að þjálfa nemendur í að taka ábyrg- ar ákvarðanir og standast hópþrýsting, segir í námsefnisiýs- ingu. Ennfremur að gert sé ráð fyrir verkefni til lengri tíma sem nemendur vinni að, og er sá kúrs settur á ýmiss konar sjálfboða- vinnu. Þjálfun kennara skilyröi Quest-International stofnunin setur það skilyrði fyrir notkun námsefnisins að þjálfun kennara komi til, og vill fólk þar á bæ meina að kennslan komi fyrir lítið að öðrum kosti. Eitt slíkt námskeið var haldið t Munaðar- nesi í fyrrahaust og sóttu það 16 kennarar úr 12 skólum auk ann- arra sem málið er skylt. Fram- hald verður á slíku námskeiðs- haldi í sumar að sögn Aldísar Yngvadóttur, námsstjóra í fíkni- efnavörnum. Aldís sagði að kennarar hefðu sýnt þessu fram- taki mikinn áhuga. Tilraunakennsla fór fram í 8. bekk í þremur skólum á síðasta ári, og frekari tilraunakennsla er nú hafin í 5. til 8. bekk í 7 grunn- skólum í þremur fræðsluumdæm- um; Reykjanesi, Reykjavík og Vesturlandi, og hafa 10 kennarar úr Munaðarneshópnum veg og vanda af henni. Kennslan nær til um það bil 270 nemenda og nemur að jafnaði tveimur stundum á viku. Þarna er ekki um að ræða viðbót við þær kennslustundir sem fyrir eru, heldur fléttast umfjöllunin inn í það nám eða skólastarf sem fyrir er. Uppeldishlutverk og skólastefna Á kynningarfundinum var ekki ýkja mikil stemmning fyrir því að gera námsefni á borð við þetta að sérstakri námsgrein. Ýmiss kon- ar uppeldismál í víðum skilningi og mannrækt hafa orðið æ fyrir- ferðarmeiri í starfsemi grunn- skólanna hin seinni ár, og sagði Birgir ísleifur að leita yrði jafnvægis til að eiginleg fræðsla sæti ekki á hakanum. Daníel Gunnarsson, Kennara- sambandi íslands, áréttaði í 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 2. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.