Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Sparisjóösvextir á téKKareiKninga meö ISjp hávaxtaKjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Kvennalistinn Aukningin er tímanna tákn Guðrún Agnarsdótt- ir: Fylgisaukning Kvennalistans hlýtur að knýjaflokkana til að huga að vinnu- brögðum sínu, eink- um þegar þeir velja áhafnir ábátanafyrir nœstu kosningar „Ég veit ekki nákvæmlega hvað veldur þessu, hinsvegar vona ég og hlýt að halda að það sé skiln- ingur og stuðningur við þann málstað sem við stöndum fyrir og viðurkenning fólks á málflutningi okkar og vinnubrögðum, sem skilar sér í þessum niðurstöðum,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir þing- maður um fylgisaukningu Kvennalistans í skoðanakönnun- um, en samtökin fengu yfir 20% í tveimur könnunum sem birtust í gær. „Vissulega hlýtur eitthvað af þessu fylgi beinh'nis að koma vegna viðbragða fólks við síðustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hinsvegar tel ég að þetta sé tím- anna tákn í íslenskum stjórnmálum," sagði Guðrún. Guðrún telur að kjósendur vilji aðra forgangsröð í áherslum og fjármögnun og önnur vinnu- brögð en hingað til hafa tíðkast, auk þess sem enginn vafi leiki á því að vaxandi fjöldi fólks vilji konur og kvenleg sjónarmið í stjórnmálin. „Þessi fylgisaukning kvenna á undanförnum mánuðum hlýtur að knýja stjórnmálaflokkana til að huga að vinnubrögðum sínum almennt og áherslum á málefni. Ekki síst á þetta við hvernig þeir velja áhafnir á bátana fyrir næstu kosningar. Þetta er að vísu bara skoðana- kannanir og þó við séum ánægðar með niðurstöðurnar tökum við þessu með jafnaðargeði og höld- um okkar strikí -Sáf Sjá síðu 3 Siglufjörður/Húsavík Verkfallsheimild fengin Hafþór Rósmundsson, formaður Vöku: Förum okkur hægt ísakirnar meðan VMSÍer í viðrœðum. Samningaviðrœður við bœinn og síldarverksmiðjurnar. Húsvíkingar hugsa sér til hreyfings Við erum nú kanski ekki til stórræðanna einir og óstudd- ir, en við reynum að þreifa fyrir okkur með samninga, sagði Haf- þór Rósmundsson, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- flrði, en stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins hefur verið veitt heimild til að boða vinnustöðvun hjá ófaglærðu verkafólki gerist þess þörf til að knýja á um samninga. Vaka hefur frá 1986 samið sér og sagði Hafþór að sú yrði einnig raunin núna, enda væri reynsla Vökumanna sú að í samflotum í kjarasamningum væri lítið svig- rúm fyrir sérkröfur minni félag- anna. Ég á frekar von á því að við förum hægt í sakirnar meðan ekki er ljóst hvað kemur út úr viðræðum Verkamannasam- bandsins, sagði Hafþór. Vaka hefur hafið viðræður um gerð nýrra kjarasamninga fyrir ófaglært starfsfólk hjá Siglufjarð- arbæ og á sjúkrahúsinu. Hafþór sagði að Vaka hefði einnig annast samninga við sfld- arverksmiðjurnar á Norðurlandi fyrir hönd Alþýðusambands Norðurlands og sú yrði einnig á raunin núna. Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur hefur einnig verið veitt heimild til boð- unar vinnustöðvunar, en félagið hefur rætt í tvígang við atvinnu- rekendur um gerð nýs kjara- samnings, en lítt orðið ágengt. Þær upplýsingar fengust í gær á skrifstofu félagsins að atvinnu- rekendur hefðu boðið uppá 4% kauphækkun á árinu, 2% hækk- un frá janúar og 2% aftur síðar á samningstímabilinu. -rk Hálka Tíð beinbrot í hálkunni 5-10á Slysadeild daglega. Aðallega konur. Eftir að tók að frysta hafa dag- lega 5-10 manns ieitað á Slysa- deild Borgarspítalans, vegna slysa er rekja má til hálku. Mannbroddar hafa á sama tíma selst vel og virðist áróður fyrir notkun þeirra vera að bera ár- angur. Ágúst Kárason læknir á Slysa- deild, segir að mest sé um að kon- ur slasist í hálkunni. Sérstaklega eru eldri konur viðkvæmar fyrir beinbrotum. Algengustu meiðslin eru úlnliðsbrot, en á eftir fylgja ökla- og lærleggsbrot. Þeir sem brotna á fótum þurfa að dvelja á spítala frá tveimur dögum uppí hálfan mánuð. Ef fólk þarf að ferðast mikið fótgangandi við þessar aðstæður, er vænlegast að vera vel útbúinn Jónína í Skóvinnustofu Sigur- björns, sýnir mismunandi gerðir mannbrodda. -Sumir koma beint af Slysadeildinni til að kaupa þá. Mynd E.ÓI. til fótanna. A skóvinnustofum fást ýmsar gerðir af mannbrodd- um og er verðið á bilinu 400-700 kr. Einnig er hægt að láta negla skóna líkt og bfldekk og kostar það um 1700 krónur. Nýlega kom á markaðinn sérstök límkvoða, sem smurt er undir skóna og gerir þá stamari í snjó. Gömlu góðu gaddarnir eru þó það eina sem dugir vel á glerhálku. Það er einkum eldra fólk sem kaupir mannbroddana. Unga fólkið vill frekar taka áhættuna á að detta, en að vera með svona öryggis- búnað. Það þykir kannski hálf- hallærislegt. Hjá aðstoðargatnamálastjóra fengust þær upplýsingar, að reynt væri að bera sand á flesta stíga og gangstéttir í borginni. Forgang hafa þau svæði sem talið er að mest mæði á og þar sem halli eykur hættu á slysum. Þegar á- standið er verst vinna 40-50 manns við sanddreifinguna._ mj Miðstjórn Alþýðubandalags Umræðuna inn á vinnustaðina Alþýðubandalagið hvetur til verðtryggðra samninga til skamms tíma. Undirbúningur hafinn að varanlegum kjarasamningum. Lágmarks- laun verði 45-50.000 Brýnasta verkefni íslenskrar launþegahreyfíngar er að aukinn skiiningur og samstaða takist milli alls launafólks. Við lýsum yfir stuðningi við tilraunir Verkamannasambandsins sem standa yflr til að ná samningum til skamms tíma, sögðu varafor- maður og formaður Alþýðu- bandalagsins, þau Svanfríður Jónasdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, á blaðamannafundi í gær, þar sem ályktanir mið- stjórnarfundar, sem fram fór um helgina, voru kynntar. í ályktun um kjaramál hvetur miðstjórn Alþýðubandalagsins til þess að verkalýðshreyfingin geri verðtryggðan skammtíma- samning til að vega upp á móti kjaraskerðingu undanfarinna mánuða. Lagt er til að samnings- tíminn verði notaður til að undir- búa varanlega kjarasamninga, þar sem stefnt verði að lágmarks- laun verði eigi lægri en 45-50.000 á mánuði, launagreiðslur verði verðtryggðar, yfirborganir felld- ar innf umsamda kauptaxta, ákvæði úr samningum 1980 um átak í dagvistarmálum verði hrundið í framkvæmd og nýtt lífskjaramat verði lagt til grund- vallar mati á afkomu og tekjum launafólks. Miðstjórnin hvetur launafólk um land allt til að taka saman höndum í yfirstandandi kjarabar- áttu og að leitað verði nýrra bar- áttuleiða þar sem virk og milli- liðalaus þátttaka launþega sitji í fyrirrúmi. - Samstaðan skapast ekki í Garðastrætinu, heldur úti á vinnustöðunum. Við leggjum til að umræðan verði flutt út á vinnustaðina og nýjum og sveigjanlegri aðferðum verði beitt í kjarabaráttunni, sögðu þau Svanfríður og Ólafur Ragn- ar, sem töldu að ef ekki fengist viðunandi niðurstaða fljótlega úr samningaviðræðum Verka- mannasambandsins við atvinnu- rekendur stefndi í harðvítug átök á vinnumarkaði. Ólafur og Svanfríður sögðu að með ályktun miðstjórnar væri ekki tekin afstaða gegn samn- ingnum á Vestfjörðum. - Það veit enginn ennþá hvað hlutask- iptakerfið færir fiskverkafólki. Meðan svo er verður hvorki tekin afstaða með eða móti þeim samn- ingi. Það er þó fullljóst að Vest- fjarðasamningurinn er sérhæfður samningur fyrir fiskverkafólk og getur því ekki verið yfirfærður á aðra hópa launafólks. Sjá tíðindi af miðstjórnarfundi Ab. bls. 6-7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.