Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 9
Fíknivamir um á tilverunni Tilrauna- kennsla með nýttnámsefni um fíknivarnir hafið í nokkrum grunn- skólanna. Samstarfs- verkefni Lions- hreyfingar- innar, Vímu- lausrarœsku og mennta- málaráðu- neytisins þessu sambandi samþykkt skóla- stefnu Kennarasambandsins, en gífurlegt grasrótarstarf kennara liggur henni til grundvallar. Þar segir að stóraukið uppeldishlut- verk skólanna sé án efa ein mesta breytingin sem orðið hafi á starfs- grundvelli þeirra hin síðari ár. „Nú er skólunum frekar en áður ætlað að sinna verkefnum sem áður var einkum sinnt af heimil- um eða vinnustöðum. í þessu sambandi má nefna þætti eins og almennan aga og umgengnisvenj- ur, einbeitingu og máluppeldi,“ stendur þar. Sænsk hliöstæöa Fyrir áramótin gaf skólaþróun- ardeild menntamálaráðuneytis- ins út Fíknivarnir í grunnskólum, og er þar að finna yfirlit yfir verk- efni sem unnið er að á þessu sviði. Þar segir að þar sem óvíst sé um útbreiðslu Lions Quest-námsefn- isins í skólum landsins, einkum vegna skilyrða um notkun þess, hafi deildin beitt sér fyrir útgáfu á öðru námsefni samhliða því. Þar er um að ræða sænskt námsefni, Aktion mot droger, en það bygg- ir á mjög svipuðum kennsluað- ferðum og bandaríska efnið. Það er mun styttra, og námskeið fyrir kennara er ekki skilyrði fyrir kennsluréttindum. Þó heyrast raddir meðal kennara sem telja námskeið æskilegt. Námsefni þetta er nú í vinnslu hjá Náms- gagnastofnun og mun liggja fyrir mjög fljótlega. Lions Quest-námsefnið sam- anstendur af: lesbók nemenda, vinnubók nemenda, lesbók foreldra, handbók kennara, kennsluleið- beiningum, foreldrafyrirlestrum - fræðslu- fundum fyrir foreldra. Hér á Námsgagnastofnun einnig hlut að máli; gefur út það lesefni sem hér er um að ræða, að Foreldrabókinni undanskilinni, en Lionshreyfingin ber kostnað af þýðingum. Kennslubók fyrir foreldra Foreldrabókin sætir nokkrum tíðindum fyrir þá skuld að hún er í rauninni kennslubók fyrir for- eldra, en sá hópur hefur ekki ver- ið ofhaldinn í námsefni hingað til. Foreldrasamtökin Vímulaus æska kosta útgáfuna að öðru leyti en því að Lionessuklúbburinn Kaldá í Hafnarfirði kostaði þýð- ingu. Það verk vann Bogi Arnar Finnbogason, og sagði hann for- eldrasamtökin binda miklar von- ir við það fræðslustarf sem nú væri að fara af stað. Lionshreyfingin hefur starfað að vímuefnavörnum um árabil. Ingi Ingimundarson, fjölum- dæmisstjóri, telur að áminnst námskeiðshald fyrir kennara í Munaðarnesi í fyrrahaust marki tímamót í því starfi, þar sem þeim árangri hafi verið náð að náms- efnið verði nú fært inn í skólana og kennt í tilraunaskyni. Ingi segir að undirbúningsstarfið hafi til þessa hvílt á herðum fárra ein- staklinga, en nú sé komið að hreyfingunni allri. Starfiö á aö styrkja Þá er þess að geta að starfandi er samráðsnefnd til að vinna að fíknivörnum í skólum. Sæti í henni eiga fulltrúar menntamála- ráðuneytisins, Kennaraháskól- ans, Lionshreyfingarinnar, Vímulausrar æsku, Kennarasam- bands íslands og Námsgagna- stofnunar. í starfsáætlun núverandi ríkis- stjórnar er lögð áhersla á að styrkja ávana- og fíkniefnavarn- ir. Forsætisráðherra skipaði í fyrrahaust sérstaka samstarfs- nefnd þeirra ráðuneyta sem þessi mál heyra undir, en það eru ráðu- neyti menntamála, félagsmála, dómsmála, heilbrigðis- og fjár- mála. Verkefni nefndarinnar er að samræma og éfla aðgerðir á þessu sviði, fyrst og fremst með auknu fræðslu- og uppeldisstarfi. Amenið eftir efninu kemur svo frá Daníel Gunnarssyni, Kenn- arasambandi íslands. Á blaða- mannafundinum þar sem fíkni- varnaátakið í grunnskólunum var kynnt sagði hann að fjölmiðlar sinntu helst tveimur hópum ung- linga, hinum verst settu sem leiðst hefðu út í notkun fíkniefna og aðra óreiðu, og á hinn bóginn þeim hópnum sem skaraði fram úr á einhverju sviði, til dæmis íþróttum. Lýsti Daníel eftir um- fjöllun um hinn stóra hóp venju- legra unglinga sem sinnir sínu og ekki gefur tilefni til rokufrétta. Ekki nema satt og rétt, og mega þeir gjarnan hirða sneið sem eiga. HS Þrtðjudagur 2. febrúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.