Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 15
SKÁK Svartur dagur í St. John Það var sannarlega svartur dagur hjá Jóhanni Hjartarsyni í gær þegar sjötta og síðasta skák einvígis hans við Viktor Korchnoi fór fram. Jóhann var gersamlega óþekkjanlegur frá fyrri skákum; missteig sig hrapallega í byrjun- inni og varð að játa sig sigraðan eftir aðeins 26 leiki. Menn leita skýringa á þessari furðulegu framvindu mála. Jó- hann virtist hafa ráðið niður- lögum Korchnois sem er þó þekktur fyrir að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann nær að rétta sinn hlut með svo eftir- minnilegum hætti. Þannig minn- ast menn einvígis hans og Karp- ovs á Filipseyjum 1978 er Karpov komst í 5 -2, en Korchnoi jafnaði metin 5-5. Svipað hefur gerst hér: Korchnoi hefur jafnað úr 1 - 3 í 3 - 3. Nokkur misskilningur var uppi um fyrirkomulag aukakeppninn- ar. Undirritaður stóð þannig í þeirri meiningu að þeir myndu tefla tvær klukkutímaskákir til að útkljá málin, og hélt því fram á Stöð 2 í gærkvöldi. Þetta er ekki rétt, og leiðréttist hér með. Nú taka við tvær skákir með sömu tímamörkum og sex þær fyrstu og verður sú fyrri tefld á miðviku- daginn. Urslit annarra skáka í gær: Timman vann Salov og kemst því áfram með sigri 3,5 - 2,5. Portisch og Vaganian gerðu jafntefli, og kemst Ungverjinn áfram með sama vinningshlutfall og Tim- man. Þá gerðu þeir Sokolov og Spraggett jafntefli, og munu því halda áfram á morgun, miðviku- dag. 6. skákin Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur 1. RÍ3 - Rf6 2. c4 - b6 3. g3 - c5 4. Bg2 - Bb7 5.0-0 - e6 6. Rc3 - Be7 7. d4 - cxd4 8. Dxd4 - d6 9. b3 - Rd7 10. Rb5 (Að öllum líkindum nýr leikur. Hér er venjulega leikið 10.e4, Hdl eða jafnvel Bb2). 10... - Rc5 11. Hdl - d5 12. cxd5 - exd5 (Erfið ákvörðun sem bendir til þess að Jóhann eigi í nokkrum vandræðum. Hann fyllir ekki flokk þeirra skákmanna sem er um stök peð gefið). 13. Bh3 - 0-0 14. Bb2 - a6 15. Rc3 - He8 ló.Hacl - Re6? (Tvímælalaust afar óná- kvæmur leikur, en staða Jóhanns er þegar orðin erfið. Korchnoi hrifsar nú til sín frumkvæðið). 17. Bxe6 - fxe6 18. Ra4! (Það kann að vera að Jóhanni hafi yfirsést þessi leikur. Hann stendur nú frammi fyrir feiknar- lega erfiðum vandamálum). Viktor grimmi. Hann hefur nú jafnað metin og endurtekið þar með ótrúlegt afrek sitt frá einvíginu við Karpov á Filipseyjum 1978. Sjálfsmark hjá Jóhanni Slysalegt tap Jóhanns Hjartar- sonar í 5. skákinni við Korchnoi á iaugardagskvöldið galopnaði þetta einvígi sem á tímabili virtist ætla að verða hrein einstefna. Tapið var sérstaklega gremjulegt vegna þess að Jóhann var með ágæta stöðu þegar hann missti þráðinn. Síðan kom hrikalegur afleikur og staða hans breyttist í rjúkandi rúst. Það er sagt að heppni og óheppni jafni sig upp á skákmótum. Jóhann var dálitið heppinn að vinna 4. skákina, en að öðru leyti hefur Korchnoi átt í vök að verjast í þessu einvígi. Eftir skákina á laugardaginn jókst spennan í einvíginu. Kepp- endur áttu frí á sunnudaginn og undirbjuggu sig af kostgæfni. Hins vegar lauk þremur einvígj- um þetta kvöld; Englendingurinn Jónatan Speelman vann Banda- ríkjamanninn Yasser Seirawan í 5. skákinni og er kominn áfram í áskorendakeppninni, sigraði 4 - 1. Englendingurinn Nigel Short samdi jafntefli á vinningsstöðu gegn Ungverjanum Guyla Sax og er kominn áfram með öruggum sigri, 3,5 - 1,5. Þá gerðu Sovét- mennirnir Jusupov og Ehlvest einnig jafntefli, og kemst sá fyrr- nefndi áfram með sama hlutfall vinninga og Short. Jóhann gat tryggt sér sigur í einvíginu með einu litlu jafntefli, en nú stendur allt og fellur með 6. skákinni. Það bar helst til tíðinda á frí- deginum að Kanadamaðurinn Spraggett vann biðskák sína gegn Sokolov og jafnaði þar með metin í einvígi þeirra. Flestir voru búnir að afskrifa Kanadamann- inn, en nú á hann hina prýðileg- ustu möguleika. Staðan í einvígj- unum fjórum sem enn er ólokið var þessi, fyrir skákimar í gær- kvöldi: Timman - Salov 2,5 - 2,5 Portisch - Vaganian 3-2 Jóhann - Korchnoi 3 - 2 Sokolov - Spraggett 2,5 - 2,5 5. skákin Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Korchnoi Sikileyjarvörn l.e4 - c5 (Það kom fáum á óvart að Korchnoi skyldi velja Sikileyjar- vörn í þessari mikilvægu viður- eign. Eftir ófarirnar í 1. skákinni kom opna afbrigðið í spænska leiknum ekki til greina, og franska vörnin sem Korchnoi hefur beitt allan sinn feril hentar ekki vel undir þessum kringum- stæðum). 2. RJ3 - Rcó 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - e5 6. Rdb5 - d6 (Korchnoi hefur valið Lasker- afbrigðið af Sikileyjarvörn, sem stundum er kallað Svesnikov- afbrigðið. Hann teflir það nú í fyrsta skiptið á skákferlinum. Þetta kom mönnum á óvart, en Jóhann hafði þó svar á reiðum höndum). 7. Rd5 (Eitt traustasta afbrigðið sem hvítum stendur til boða. Skarp- ara er 7... -Bg5, en þannig tefld- ust tvær skákir Shorts og Sax hér í St. John). 7.. .. - Rxd5 8. exd5 - Re7 9. c4 - Rf5 10. Bd3 - Be7 11.0-0 - 0-0 12. a4 - a6 13. Rc3 - o5 14. Rb5 - g6 15. b3 (Hér og síðar kom sterklega til greina að leika Bxf5, og tefla síð- an stíft upp á veikleikann á d6. Hvítur hefur þá örlítið betri stöðu og tekur litla áhættu. En leiðin sem Jóhann velur er einnig góð). 15.. .. - Bd7 16. Ha2 - Rg7 17. Khl - f5 18. Bd2? (Alltof hægfara leikur. Hvítur má vel við una eftir 18.f4. Nú hrifsar Korchnoi til sín frum- kvæðið með nokkrum hnitmið- uðum leikjum). 18.. .. - e4 19. Bbl - Bxb5 20.oxb5 - Bg5 (Uppskipti á svartreitabiskup- unum þjóna hagsmunum svarts. Því verður Jóhann að bregðast hart við). 21.b4 - Bxd2 Vinningstölurnar 30. janúar 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.474.470,- 1. vinningur var kr. 2.743.592,- og skiptist hann á miili 2ja vinningshafa, kr. 1.371.796,- á mann. 2. vinningur var kr. 821.160,- og skiptist hann á 360 vinningshafa, kr. 2.821,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.909.718,- og skiptist á 9.694 vinningshafa, sem frá 197 krónur hver. Upplýsingasími: 685111. 18.... - b5 19. Rc5 - Bc8 20. Re5 (Frá strategískum sjónarhóli er staða svarts töpuð. Þá má næst- um einu gilda hverju Jóhann leikur; staða hans er hartnær von- laus). 21. Hc2 - a5 22. Hdcl - Db6 (22.... - b4 var skárra). 23. Df4 - Be7 24. Bd4 - Dd6 25. Rcd3 - Hf8 26. Bc5 - og Jóhann gafst upp. Eftir 26.... - Dc7. 27.Rg6! vinnur hvítur mann. (Korchnoi uggir ekki að sér. Hann gat tryggt sér heldur betri stöðu með22.... - axb4. 23.Hxa8 - Dxa8.24.Dxb4 - Db8 (eða Re8), og ef nú 25.c5, þá 25... - dxc5. 26.Dxc5 - Re8, og svartur fær fót- festu á d6-reitnum). 23. c5! (Það er eins og Korchnoi hafi sést yfir þennan öfluga leik. Nú strandar 23.... - dxc5 á 24.d6! og svo framvegis). 23... - axb4 24. c6 - Hxa2 25. Bxa2 - Da5 26. Bc4 - b6 (Svartur hefur reynt að lappa upp á afleita stöðu, en framtíðar- horfumar eru ekki bjartar þegar litið er til hvíta peðsins á c6). 27. Dd4 (Sennilega ónákvæmur leikur. Betra var að lofta út með 27.h3, eða leika Hbl. Þessi ónákvæmni á þó ekki að koma að sök). 27.. .. - b3 28. Hal (Önnur ónákvæmni. Mun betra var 28.Bxb3 - Dxb5. 29. Dc4 og þessari stöðu getur Jó- hann aldrei tapað). 28.. .. - Db4 29x7?? (Hrikalegur afleikur. Það er ljóst að Jóhanni hefur sést yfir einhverjar máthótanir í borðinu. Sjálfsagt var 29.h3 eða g3, með mikilli baráttu framundan. Stað- an er feiknarlega flókin eftir 29. f4, og það er margt sem bendir til þess að Jóhann hafi misst þráðinn þegar í 27. leik. Hann er ekki með betra tafl eftir 28 fyrstu leikina, og að mínu mati eru möguleikarnir nokkuð jafnir). 29... - b2 30. Hbl - Hc8 (Nústrandar 31.Hxb2á31.... - Del og svo framvegis. Hvíta staðan er vonlaus, svo að Jóhann gafst upp. Þar með minnkaði Korchnoi muninn í einvíginu í 2 - 3. 22.Dxd2 - Dc7 20.... - Bf8 HELGI ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ ST. JOHN Illíll **■ ■ a t ci m wxm m m mám&m s.. aiisi&s s mm . Lokastaðan wk Þrlðjudagur 2. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.