Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Þarf að lögbinda lágmarkslaun? í fyrradag lagöi Verkamannsambandið fram mótaðar kröfur um skammtímasamning. Fyrstu fréttir bentu til að markið hefði verið sett á að koma lægstu launum upp í skattleysismörkin, rúmar 42 þúsund krónur á mánuði. Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að leggja beina skatta á lægri tekjur og flestir munu sammála að ekki megi laun fyrir fulla dagvinnu vera lægri en 42 þúsund krónur. Það hefði því engan undrað þótt við þá tölu hefði verið miðað. Lægstu taxtalaun fyrir fulla dagvinnu eru nú 29.975 krónur á mánuði. Þótt mörgum þyki það ótrúlegt, er til launafólk sem ber ekki meira úr býtum fyrir að selja vinnuafl sitt hvern einasta virkan dag mánaðarins. Verkamnnasmbandið krafðist þess að öll laun undir 50-70 þúsund á mánuði hækkuðu um 9%. Ef allægstu iaunin hefðu til viðbótar því hækkað sérstaklega um 10 þúsund krónur hefðu þau orðið 42.673 krónur á mánuði, nánast alveg við þau nauðþurftarmörk sem ríkisstjórnin er búin að viðurkenna í verki með skattleysismörkunum. En Verkamannsambandið gerði ekki kröfu um 10 þúsund króna hækkun lægstu mánaðar- launa ofan á kröfuna um 9% hækkun. Það fór fram á að þeir sem hafa nú laun undir 35 þús- und fengju eina greiðslu upp á 10 þúsund krón- ur. T æpast væri unnt að líta á slíka greiðslu sem hluta af venjulegum launum. Hún kæmi bara einu sinni, svipað og jólagjöf eða öllu heldur gullúr á starfsafmæli. Við útreikning meðal- launa mætti auðvitað skipta slíkri greiðslu jafntl niður á alla mánuði samningstímans. Gallinn er bara sá að enginn veit hvað er rétt útkoma í slíku reikningsdæmi. Það mun fara eftir því hvað lengi verða greidd laun samkvæmt því taxta- kaupi sem samið yrði um. Því miður er ekki alltaf búið að ná nýjum kjarasamningi um leið og annar rennur út. í gærkvöldi slitnaði upp úr samningaviðræð- unum. Atvinnurekendur töldu framsettar kröfur Verkamannasambandsins óaðgengilegar. Vinnuveitendasambandið vildi stefna að heils- árssamningi og hafa hliðsjón af Vestfjarða- samninaunum hvað hækkun á kaupliðum snertir. í hugmyndum þeirra er gert ráð fyrir 8% iaunahækkunum nú í febrúarbyrun, 3% í apríl- byrjun og 2,5% í ágústbyrjun. Undir lokin voru atvinnurekendur þó farnir að tala um 5% hækk- un nú og samningstíma fram í júní. í uppphaflegu dæmi atvinnurekenda er reiknað með að verðlag samkvæmt vísitölu framfærslukostnaðar hækki um 18,7% á einu ári sé mælt frá desember 1987 til desember 1988 en þá er reiknað með að vísitala fram- færslukostnaðar verði orðin 267,2 stig. Aftur á móti er ekki reiknað með að taxtalaun sam- kvæmt þessurfi hugmyndum verði þá orðin nema 14% hærrri en þau voru síðastliðinn des- ember. Miðað við þessar tölur atvinnurekenda ætti meðalverðlag á yfirstandandi ári að verða nær ,26% hærra en á síðasta ári. Meðallaun ársins fyrir dagvinnu yrðu þó ekki nema tæpum 20% hærri en á síðasta ári, verði samið á þessum nótum. Þetta þýddi meðalskerðingu á kaup- mætti þessa árs upp á tæp 5% miðað við með- alkaupmátt taxtakaups í fyrra. Samkvæmt þessum hugmyndum atvinnu- rekenda færu laun samkvæmt lægstu töxtum, sem verið hafa 29.975 á krónur mánuði frá því 1. október, nú upp í 32.373 og yrðu í lok ársins komin í rúm 34.178 krónur á mánuði. öll efnahagsleg rök hníga til þess að lægstu laun verði að hækka miklu meira. Um siðferði- leg rök þarf ekki að tala. í öðrum löndum þekkj- ast þess dæmi að svokölluðum aðilum vinnu- markaðarins hafi gengið svo illa að hækka lægstu laun að ríkissvaldið hafi séð sig tilknúið að taka fram fyrir hendur þeirra og setja lög um lágmarkslaun. Þekktasta dæmið um slíka lög- gjöf er frá Bandaríkjum Norður-Ameríku en þar hafa stjórnvöld sett markaðsöflunum stólinn fyrir dyrnar að þessu leyti. Nú hafa íslensk stjórnvöld viðurkennt í verki að lágmarkstekjur þurfi að vera 42-43 þúsund krónur á mánuði. Telji menn eðlilegt að unnt sé að ná þessum nauðþurftartekjum án nætur- og helgidagavinnu, verða lægstu dagvinnulaun að ná 42 þúsund krónum á mánuði. Náist þetta lágmark ekki í kjarasamningum, hlýtur ríkisvald- ið að taka til athugunar að lögbinda lágmarks- laun í landinu. ÓP KLÍPPT OG SKORK) Grænfriðungar vígbúast Grænfriðungar tilkynntu á blaðamannafundi í gær að þeir væru nú búnir að skera upp herör gegn íslenskum hagsmunum og á næstunni mundu félagsmenn í Bretlandi, Þýskalandi og Banda- ríkjunum einbeita sér að því að hvetja almenning í þessum löndum til að sniðganga íslensk- an fisk í innkaupum sínum. Enn er ekki ljóst hversu kröft- uga herferð grænfriðungar ætla sér að setja af stað, en veggspjald samtakanna lofar ekki góðu: Ekki kaupa fiskinn þinn af slátr- urum. -fslendingar drepa hvali, sniðgöngum fiskinn frá þeim. Það er rétt að átta sig á því strax við hverja er að fást, -hér er allt annað á ferð en Watson og sjáv- arhirðar hans, sem í raun eru fá- mennur og hálfeinangraður öfga- hópur í hreyfingu umhverfis- verndarmanna. Grænfriðungar eru hinsvegar alþjóðasamtök þarsem félagar eru taldir í tug- þúsundum, sem hafa fjölda launaðra starfsmanna í höfuð- stöðvum sínum í fimmtán þjóð- löndum, njóta gífurlegs fjár- stuðnings og hafa prýðilega gott veður í fjölmiðlum um öll Vestur- lönd. Ráðstefnan meginhvatinn? Stríðsáætlun af þessu tæi mun hafa verið í undirbúningi alllengi, en beðið með að hefjast handa þangaðtil fullvíst þótti að íslensk stjórnvöld ætluðu að sitja við sinn keip í hvalamálinu. Margt bendir til að ráðstefnan sem sjávarút- vegsráðherra stóð fyrir hér um daginn um „nýtingu sjávarspen- dýra“ hafi verið sá dropi sem mælinn fyllti hjá Grænfriðung- um, enda var það ráðstefnuhald einn allra vitlausasti afleikur sem DON’T BUY Y0UR FISH FR0M A BUTCHER. til var í taflstöðunni. Með ráðstefnunni var nefni- lega á táknrænan hátt verið að falla frá þeim rökstuðningi að ís- lendingar hefðu sérstöðu í hópi hvalveiðiríkja, og í staðinn bauð Halldór Ásgrímsson sig fram í fararbrodd þessarar óvinsælu fylkingar. Sem auðvitað var tekið með húrrahrópum af til dæmis Japönum og Sovétmönnum, sem telja vart bætandi á orðspor sitt, -til dæmis á mörkuðum í Bandaríkjunum-, og fagna inni- lega þeirri íslensku heimsku að bjóðast til að taka að sér kross- burðinn. Vörumerkið ísland Grænfriðungár vita mjög ná- kvæmlega sínu viti, og afleikir gegn þeim geta hefnt sín grimmi- lega. Þeir vita til dæmis að milli 70 og 80 prósent af útflutningi ís- lendinga er fiskur, og þeir vita líka hvar dýrmætustu markaðir okkar liggja. Þeim er einnig kunnugt um að vegna ímyndar ís- lands í umheiminum (hreint vatn, tært loft, menntuð þjóð, ómeng- uð náttúra) hafa fisksöiufyrir- tækin gert nafn landsins að meiri- háttar vörumerki á afurðir okkar, þannig að neikvæð umræða tengd Islandi er markaðshagsmunum okkar þeim mun hættulegri. íslensk stjórnvöld, hvorki pól- itíkusar né embættismenn, virð- ast hinsvegar ekki hafa áttað sig á því við hverja er að fást. Því var til dæmis slegið upp á sínum tíma að íslenska sendiráðinu í Washing- ton hefðu á tíma ekki borist nema fáein bréf þegar græningja- samtök vestra stóðu fyrir bréfa- skriftum, -ekki nema fjörutíu þúsund, eða áttatíu, minnir klippara. Það fannst þeim lítið í sendiráðinu vegna þess að til eru 240 milljónir af Bandaríkja- mönnum. Fjörutíu þúsund kanar jafngiltu hlutfallslega fjörutíu ís- lendingum. Síðan hefur komið í ljós að þessi 40 þúsund -eða 80- geta sagt Washington-stjórn að sitja og standa, að bréfritararnir gætu bannað Japönum að kaupa af okkur h valinn, -að þessir örfáu gætu hengt upp aðvörun gegn ís- lenska þorskinum í hverri kjör- búð í Ameríku. Kaupum bara auglýsingu! Og íslensk stjórnvöld hafa loksins brugðist við. Með því að ráða sér auglýsingastofu og lobbí- fyrirtæki í Bandaríkjunum, -hetjurnar í ráðuneytunum ætla sér ódeigar að vinna áróðurs- stríðið gegn umhverfisverndar- mönnum á heimavelli og ætlast til að íslendingar líti á stjórnvisku sína sem endurbætta sjálfstæðis- baráttu eða nýtt landhelgismál. Hvalamálið er flókið, viða- mikið, margþætt. Þarinn blandast ýmis viðhorf, hug- myndastraumar, hagsmunir. Hér heima hefur ekki síst verið virkj- að eðlilegt stolt smáþjóðar sem stundum hefur þurft að láta al- varlega í minnipokann og ber þess ýmis merki í þjóðarsálinni. Meðal umhverfisverndarmanna hefur hvalverndarmálstaður hinsvegar vaxið að mikilvægi langt umfram raunveruiegt gildi hvalastofna í jafnvægi lífríkisins og baráttu fyrir virðingu við nátt- úruna. Hvalverndin er að verða einn af gunnfánum hreyfingarinnar, -meðal annars vegna þess að hugsuðum hennar líst svo á að hér sé á ferð einstakt mál þarsem hægt er að sýna árangur. Stríð sem hægt er að vinna, og sýni þarmeð frammá gagnsemi barátt- unnar, mál sem hægt er að fá útúr fé til annarra verka, og mál þar- sem hægt er að stilla upp skýrum og einföldum andstæðum (fjár- sterkur veiðiiðnaður gegn sak- lausum vitrum dýrum) og virkja þannig nýja félaga og afla samúð- ar meðal almennings. Umhverfisverndarmenn eru þessvegna ekki líklegir til að glúpna fyrir amerískum auglýs- ingameisturum á íslenskum launum. Tími til að tengja? Enn veit enginn hvernig Græn- friðungum mun ganga herferðin, hvaða afleiðingar hún hefur á markaði okkar, ímynd eða þjóð- artekjur. Margt bendir þó til að ákvörðun Greenpeace um her- ferð gegn íslenskum markaðs- hagsmunum í Bretlandi, Vestur- Þýskalandi og Bandaríkjunum geti orðið vendipunktur í málinu. Og enn er ekki of seint fyrir ís- lenska ráðamenn að snúa við og reyna að ná áttum og sáttum, jafnvel þótt sumir þeirra hafi nánast sett að veði pólitískan frama sinn. Málið er einfaldlega að komast á það stig að persónumetnaður og nesjamennskuhagsmunir eiga að víkja. Sárgrætilegast við þetta klandur alltsaman er svo auðvit- að það að við höfum búið okkur til hatramma andstæðinga úr samtökum sem að öllu eðlilegu ættu að vera helstu baráttufé- lagar okkar í þeim alþjóðamálum sem íslendinga varða öðru frem- ur og snúast um það að halda landi og hafi hreinu af vopnum og mengun. Fer ekki hvað úr hverju að verða kominn tími til að tengja? þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rlt8t|órar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvaomdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastlórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu- og afgreiðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrót Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgroiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. •Verðílausasölu:55kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuðl: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 4. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.