Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 10
____________________ERLENDAR FRÉTTIR_______________ Bangladesh Bömin stritaen farast ella Ráðamenn í Bangladesh viðurkenna að afl07 miljón- um landsmanna séu 35 miljónir þrœlkuð börn Börn fátæklinga í Bangladesh eru fátækari en þorri annarra fátæklinga í heiminum. Örbirgð- in er slík að margar þúsundir æskumanna fara á vonarvöl á ári hverju. Þeirra bíður aumt hlut- skipti því auk dauðans stendur þeim þrennt til boða; þrælkun við ómenskar aðstæður, glæpir og vændi. Fjölda barna er rænt og þau seld úr landi. Stjórnvöld í Dakka „ætlast ekki til þess“ að unglingar gangi til erfiðisvinnu fyrr en þeir hafa náð fimmtán ára aldri. En það vita það allir, jafnt opinberir sem óopinberir, að börn af fátæku foreldri eru farin að strita frá morgni til kvölds strax sjö ára gömul. Fyrir andvirðið geta þau með herkjum skrimt frá degi til dags. Embættismenn vinnumála- ráðuneytisins í höfuðborginni viðurkenna að af um 107 miljón- um landsmanna séu 35 miljónir stritandi börn og unglingar sem ekki hafa enn lifað fimmtánda aldursár sitt. Þeir kveðast hins- vegar ekki sjá nein ráð til bóta, í Bangladesh búi alltof margir á of litlu svæði og skipti of litlum þjóðartekjum á rnilli sín. í Dakka eru æskumenn úr fá- tækum fjölskyldum taldir lukk- unnar pamfílar sjái þeir sér far- borða með því að bursta skó á götum úti, selja allskyns smávöru Örbirgð alþýðu manna er landlæg í Bangladesh. 35 miljónir barna þurfa að erfiða dags daglega fyrir lífsviðurværi sínu eða ganga um beina á heimilum stöndugri samborgara sinna. Þeir sem strita við þungaburð ellegar vinna í verksmiðjum eru lakar settir. íllt þykir að þurfa að betla. En þeir sem ógæfan hefur gleypt með húð og hári fremja glæpi eða selja öfuguggum hold sitt en far- ast ella. Abdul Barek er tólf ára gamall Þing sveitarstjórnarmanna Alþýðubandalagsins Á laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. febrúar efna byggðamenn Alþýðu- bandalagsins til þings sveitarstjórnarmanna í Þinghól í Kópavogi. Dagskrá: Laugardag 6. febrúar ki. 13.00. 1. Setning. Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins. 2. Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga. Framsögumenn: Magnús Jón Árnason, Hafnarfirði, Unnar Þór Böðvarsson, Biskupstungnahreppi, Margrét Tryggvadóttir, Borgarnesi og Þórður Skúla- son, Hvammstanga. Umræður. Sunnudag 7. febrúar kl. 10.00. 3. Stjórnsýslustigin. Framsaga Adda Bára Sigfúsdóttir, fyrrverandi formaður byggðamanna. Um- ræður. Síðdegis sama dag. 4. Starf byggðamanna næstu misseri. Framsaga: Þorvarður Hjaltason, formaður byggðamanna. Ráðstefnustjórar verða Heiðrún Sverrisdóttir og Þorvarður Hjaltason. Áætlað er að þinginu Ijúki kl. 16.00 á sunnudag. Tilkynnið þátttöku til skrif- stofu Alþýðubandalagsins, sími 17500. Svanfrfður Magnús Unnar Margrét Þóröur Adda Bára Þorvarður Helðrún Stjórn byggðamanna. og vinnur í litlu veitingahúsi í bænum Kaliganj, steinsnar frá Dakka. Launin eru óbreytt fæði og 11 krónur á viku. „Þetta er eina leiðin til þess að komast lífs af,“ segir hann tíðindamanni Re- uters og fjórir félaga hans á svip- uðu reki kinka kolli til samþykk- is. Nýlega gerðu námsmenn við háskólann í Dakka könnun á hlutskipti fátækra barna og ung- menna úti á landsbyggðinni. í niðurstöðum þeirra kemur meðal annars í ljós að það er mjög al- gengt að stúlkubörn á aldrinum 8-12 ára vinni 40 stundir á viku á heimili sökum þess að foreldrarn- ir eyða allri vinnuorku sinni í lág- launastrit. Ráðamenn reyna ekki að draga fjöður yfir stöðu mála en segjast ráðþrota öndvert þessum tröllvaxna vanda. Því miður séu þessi ólánsböm ekki fædd á rétt- um jarðarbletti. Mohammad Shamsul Huq félagsmálaráð- herra kveður hina öru fólksfjölg- un útiloka að hægt sé að vinna gegn barnaþrælkuninni og vænta árangurs af því starfi. Þjóðinni fjölgi um 2,5 af hundraði á ári hverju. Huq skellir skuldinni á fátæka foreldra sem skeyti ekki um föðurlegar áminningar ráða- manna og ali barn á barn ofan í hungraðan heim. En ekki eru á allir á sama máli og Huq félagsmálaráðherra. Fyr- irmenn félagasamtaka er vinna að bættum hag berfætlinga í Bangladesh segja stjórnvöld bera ábyrgð á ástandinu. „Hver ríkis- stjórnin á fætur annarri hefur lagt áherslu á nauðsyn róttækra að- gerða í efnahags- og félagsmálum til þess að afnema barnaþrælkun- ina en látið síðan sitja við orðin tóm,“ sagði starfsmaður samtaka er vinna að menntun og starfs- þjálfun fátækra barna og ung- linga (UCEP). Mozammel er fjórtán ára gam- all. Fyrir fáeinum árum vafraði hann um götur Dakka, át leifar hunda og lét nótt sem nam. Einn góðan veðurdag gekk hann beint í fangið á starfsmanni UCEP og skipti sá árekstur sköpum í lífi hans. Nú er hann fullnuma raf- virki og frá honum stafar sjálfsör- yggi og lífsgleði. Hann segir fréttamanni Reuters frá óskum sínum, að einn góðan veðurdag geti hann sett á stofn eigið verks- tæði og ráðið bamunga umrenn- inga í vinnu fyrir gott kaup. Reuter/-ks. El Salvador Þrir myitir Dauðasveitir stjórnarhers E1 Salvador virðast vera að auka umsvif sín að nýju eftir að hafa látið fremur lítið til sín taka und- anfarin ár. í fyrradag fundust Ifk þriggja karlmanna, tveggja full- orðinna og eins unglings, á svæði þar sem þessir morðingjar ráða- manna eru vanir að skilja fórnar- lömb sín eftir, nærri bænum Panchimalco. Eiginkona eins hinna myrtu kvaðst fullviss um að stjómarher- menn hefðu verið að verki, nánar tiltekið dátar úr bandarísk þjálf- aðri sérdeild (PRAL). Hún greindi fréttamanni Reuters frá því að þau hjónin hefðu fyrir skömmu verið á leið heim í þorp- ið sitt er sex vopnaðir menn klæddir grænum stuttermabolum dáta stöðvuðu þau og handtóku mann hennar. Honum var ásamt tveim öðmm mönnum skipað að stíga uppí vöruflutningabifreið og þeim ekið á brott. Hún var fullviss um að Pral lið- ar hefðu framið morðin því fyrir mánuði hefðu nokkrir þeirra boðið manni sínum fé ef hann ljóstraði upp um ferðir vinstri- skæruliða í nágrenni heimilis síns. Hann neitaði og það kostaði hann lífið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.