Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 7
Ísland-Palestína Ofbeldisverkin fordæmd í ályktun frá stjórn félagsins Ísland-Palestína, sem stofnað var í nóvember á síðasta ári, eru ofbeldisverk (sraelshers for- dæmd og hvatt til þess að (slend- ingar leggi fram sinn skerf til friðar og sátta í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Félagið hefur að markmiði að kynna málefni Palestínumanna, vinna gegn hverskonar þjóða- og kynþáttaandúð, skapa jákvæð viðhorf til þjóðanna sem búa í Palestínu og efla vináttu við þær. í stjóm félagsins eru Rögnvaldur Finnbogason, prest- ur á Staðarstað (formaður), Elías Davíðsson Ólafsvík, Svava Ósk Jónsdóttir Reykjavík, Sveinn Rúnar Hauksson Reykjavík og Samir Daglas Hafnarfirði. Ályktun félagsins um málefni Palestínu nú hljóðar svo: „Félagsmenn fordæma þau of- beldisverk sem ísraelskir her- menn eru nú að vinna á óbreyttum borgurum á hinum hernumdu svæðum Palestínu, sem ísraelar hafa hersetið ára- tugum saman í trássi við lög og rétt og þrátt fyrir ítrekuð and- mæli og fordæmingu Sameinuðu þjóðanna. Grimmdaræði ísrael- skra stjórnvalda og fúlmannleg framganga herstaula þeirra vekur ugg og andúð í brjósti hvers sið- aðs manns. Við viljum minna á þá stað- reynd, að hér er farið með hern- aði gegn vopnlausu fólki, jafnt konum sem körlum, ungbörnum sem öldungum. Öllum svívirðil- egustu brögðum er hér beitt til að kúga þetta fólk og berja niður hverja frelsishræringu meðal þess og hverja kröfu um sjálfsögðustu mannréttindi. Beitt er skotvopn- um og táragasi þegar það þykir henta en einnig útgöngubanni og svelti ásamt barsmíðum og lim- lestingum þegar það er talið sig- urstranglegra og heppilegra gagnvart umheiminum. Ætlun ís- raelskra yfirvalda er að kæfa í fæðingu alla frelsis- og mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar með þessum misk- unnarlausu ofbeldisverkum og hrekja í útlegð alla forystumenn þjóðarinnar. Við skorum á alla þá sem hafa í huga að ferðast um þessar slóðir að kynna sér milliliðalaust það sem þarna er að gerast og láta ekki áróður hinnar ísraelsku herraþjóðar villa sér sýn. Einnig skorum við á hvern þann sem kann að fá boð frá ísraelskum yfirvöldum um að heimsækja ís- raelsríki að hugsa sig vel um áður en boði er tekið frá núverandi valdhöfum. Við skorum á íslensk stjórnvöld að þau íhugi vandlega afstöðu sína tii Ísraelsríkis á vett- vangi S.Þ. í ljósi þeirra atburða sem nú eru að gerast á hinum hernumdu svæðum Palestínu. Við teljum tímabært að hefja við- ræður við réttmæta fulltrúa Frels- issamtaka Palestínumanna PLO, um öll þau mál þar sem þjóð okk- ar getur stuðlað að friði og sátt- um. Einnig vonumst við til þess að íslensk stjórnvöld láti ekki sinn hlut eftir liggja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, eða innan Norðurlandaráðs, og stuðli þar að alþjóðlegri friðarráðstefnu um málefni Austurlanda nær með þátttöku allra deiluaðila og fast- afulltrúa Öryggisráðs S.Þ. Við beinum þeirri áskorun til allra er starfa að fréttaþjónustu og fjölmiðlun að þeir kynni sér sem best sögu Palestínumanna á þessari öld og láti ekki yfirborðs- legar staðhæfingar um foman biblíulegan rétt Israelsmanna til Palestínu villa sér sýn. Það er skoðun okkar sem í fé- laginu erum að friðsamleg lausn verði ekki fundin á deilumálum ísraela og Palestínumanna fyrr en réttur Palestínumanna til lands síns hefur verið viður- kenndur og stofnað hefur verið lýðræðisríki í Palestínu þar sem öllum íbúum eru tryggð borgara- leg réttindi. Ofbeldisverk ísraelsmanna nú hafa það markmið að koma í veg fyrir allar friðarumleitanir á þess- um slóðum, tryggja til frambúðar hemám sitt og undirbúa frekari útþenslustefnu á komandi árum.“ rV' Technics . SONY. DFNDKI 1 Panasonic • cgSAMSUNG l! 0-4( % afí sláttur Hljómtækjasamstæður frá kr. 11.600,- Magnarar (Sony) frá kr. 9.950,- • Geislaspilari (Technics) 14.700,- Kassettutæki (Denon) frá kr. 12.700,-Plötuspilarar (Panasonic) frá kr. 4.810, Útvarpstæki (Sony) frá kr. 7.500,- • Hátalarar (Sony) frá kr. 8.800,- Vídeómyndavélar VHS-C frá kr. 81.700,- • Myndbandstæki VHS 24.900,- Sjónvarpstæki frá kr. 17.600,- • Férðaútvarp m/kassettu frá kr. 3.800,- VHS spólur 3ja tíma frá kr. 380,- • Kassettur 60 mín. 3 stk. frá kr. 295,- Heyrnartól frá kr. 850,- • Vasadiskó-útvarpfrá kr. 1.980,- • og margt fleira. Góð greiðslukjör. JAPISS BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SÍMI 27133

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.