Þjóðviljinn - 05.02.1988, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 05.02.1988, Qupperneq 7
Ronald Reagan brá sór í flestra kvikinda bandarísku almannafé. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti náði ekki uppí nefið á sér fyrir reiði í gær og veittist harka- lega að fulltrúadeild þingsins fyrir þá ósvinnu að felia tillögu um að veita málaliðum sínum, Kontraliðum, 36 miljónir dala til hryðjuverka í Nicaragua. Málsvari höfuðpaurs Hvíta hússins í Washington, Marlin nokkur Fitzwater, sagði hús- bónda sinn sárt leikinn og hefði hann sagt ákvörðun fulltrúa- deildarinnar „grafa undan hetju- legri framgöngu þessara hug- rökku karla og kvenna á örlaga- stundu.“ Fréttir frá því í gær- morgun herma að ákvörðun meirihluta fulltrúadeildarinnar hafi ekki verið „þessum hug- rökku körlum og konum“ að skapi því þá gerðu nokkur þeirra árás á þorp í Nicaragua og myrtu ellefu manns, þar af þrjú börn. Fyrirmenn málaliðanna sögðu í Honduras í gær að þrátt fyrir þessa niðurstöðu myndu þeir halda „bardögum" áfram. Ríkisstjórn Nicaragua fagnaði málalyktum mjög í gær og fór lofsamlegum orðum um þá 219 fulltrúardeildarþingmenn er Fjórir snáðar á götu í Managua. Vonandi fá þ©ir frið fyrir Reagan á næstunni. greí(j(ju atkvaeði gegn fjáraustri í ífyrrakvöldfelldu bandarískirfulltrúar- deildarþingmenn með 219 atkvœðum gegn 211 beiðniforseta síns um 36 miljón dala fjár- styrk til Kontraliða Bandaríkin/Nicaragua „Sárt ert þú leikinn Sámur fóstri“ líki er hann í örvæntingu reyndi að tryggja málaliðum sínum 36 miljónir dala af Kontrahítina. Engu að síður vöruðu ráðamenn þjóðina við að búast nú við því að borgarastyrj- öldin sem geysað hefur í sex ár sé þar með á enda. Enn ættu Kontraliðar umtalsvert magn vopna og vista. „Þetta er sigur fyrir nikarösku þjóðina," sagði sendiherra henn- ar í Washington, Carlos Tunner- mann, í gær og bætti við: „Þetta er sigur réttlætisins og heilbrigðr- ar skynsemi.“ En menn sáu ekki ástæðu til þess að efna til hátíða- halda í Managua og fjölmiðlar vöruðu stjórnarherinn, sem skip- aður er 75 þúsund manns, við því að sofna á verðinum. Dagblaðið „Nuevo Diario“ sagði í leiðara að vissulega færu nú í hönd betri tímar en bætti við að þeir væru til sem „ekki vilja og aldrei munu vilja frið.“ Ýmsir stjórnmálaskýrendur sögðust í gær fullvissir um að Re- agan myndi leita annarra leiða til þess að fá framlengt einkastríð sitt og málaliða sinna við þjóð Nicaragua. Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar væri að sönnu mikill ósigur fyrir hann og utanríkis- stefnu hans en nú gæti hann til að mynda reynt að veita fjármagni til Kontraliðanna fyrir milligöngu leppstjórna. Flestar ríkisstjórna í Róm- önsku Ameríku fögnuðu málal- yktum í gær. Miguel de la Madrid forseti Mexíkó er algerlega and- vígur því að Bandaríkjamenn séu að slettirekast í málefnum ríkja Mið-Ameríku. Mexíkanskir fjöl- miðlar lofuðu einróma niður- stöðu atkvæðagreiðslu fulltrúa- deildarinnar í gær. Dagblaðið Excelsior túlkar sjónarmið stjórnvalda. Leiðara- höfundi þess fórust svo orð í gær: „Nú er öllum ljóst að strengbrúð- ustefna Bandaríkjamanna hefur farið út um þúfur.“ Hann sakaði ráðamenn í Washington um að hafa á umliðnum árum farið of- fari í ofsóknum sínum á hendur íbúum Nicaragua og ekki vflað fyrir sér að grípa til ólöglegra að- gerða til þess að fá vilja sínum framgengt. Þeir hefðu ennfremur beitt ríkisstjórnir annarra Mið- Ameríkuríkja ósæmilegum þrýst- ingi í því augnamiði að fá þær til þess að taka þátt í framlengingu ófriðar í Nicaragua er þegar hefði kostað 40 þúsund manns lífið. Reuter/-ks. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna Enn og aftur ,hnýta þeir í Israer Yitzhak Shamir sannar hugrekki sitt með því að ferðast til Gaza Fjöldi fulltrúa á fundi Mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna í Genf fordæmdi í gær framferði ísraelsstjórnar á herteknu svæðunum. Þar á meðal voru fulltrúar fjögurra ríkja sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði alþjóðasamtakanna, Kína, Frakklands, Bretlands og Sovétr- íkjanna. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum sté í ræðustól á fundinum í gær og hvöttu þeir ráðamenn í Jerúsalem óspart til þess að halda alþjóðalög og virða sjálfsögð mannréttindi palestínsku þjóðar- innar. Ennfremur skoruðu þeir á ísraelsmenn að taka þátt í alþjóð- legri ráðstefnu á vegum Samein- uðu þjóðanna um frið í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Fulltrúi ísraelsmanna á fundin- um var ekki allskostar ánægður með málflutning þorra ræðu- manna. Kvað hann ekki einleikið hvað menn hefðu sýknt og heilagt mikla ánægju af því að hnýta í ísrael og sagði óspektirnar á her- teknu svæðunum stafa af því að öfgamenn hefðu hrært uppí hóf- semdarmönnum og ruglað þá í ríminu. Allt félli í ljúfa löð þegar hugsun þeirra skýrðist á ný. Yitzhak Shamir, ármaður ísra- elskra hægrimanna, fór í óvænta heimsókn til Gaza í gær. Hrósaði hann dátum sínum í hástert fyrir að hafa unnið gott starf við erfið- ar aðstæður. Málpípa Shamirs kvað hann hafa lagt uppí reisu þessa til þess að sýna og sanna fyrir umheiminum að ísraelskum forsætisráðherra væri óhætt að ferðast um herteknu svæðin. Fréttamenn bentu þó á að eitthvað væri þetta málum blandið því öryggisgæsla hefði verið gífurleg og auk þess hefði þeim verið óheimilt að flytja fréttir af atburðinum fyrr en Shamir var löngu kominn heim til Jerúsalem á ný. Reuter/-ks. Riddarinn hugprúði. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Apartheid 10 ára gamall píslarvottur Drepinn eftir að hafa borið vitni umpyntingar ífréttamynd. Lög- reglan bannar aðgang að jarðarförinni Sicelo Dlomo var ekki nema 10 ára en hafði þó reynt sitt af hverju. Nýlega kom hann ásamt mörgum öðrum þekktum og óþekktum S-Afríkumönnum fram í heimildarmyndinni Children of Apartheid sem CBS- fréttastofan gerði um líf blökku- barna í S-Afríku. Þar sagði hann frá pyntingum sem hann hafði mátt sæta af hálfu lögreglunnar á árunum 1986 og 1987. Eftir birtingu myndarinnar var hann handtekinn af lögregl- unni eina ferðina enn og yfir- heyrður um þátttöku sína í gerð hennar. Fimm dögum síðar fannst hann drepinn á víðavangi. En Sicelo Dlomo fær ekki fnð fyrir lögreglunni, þótt búið sé að drepa hann. í gær umkringdi her og lögregla samkomu þar sem nokkur þúsund blökkumanna höfðu komið saman í Soweto til þess að minnast Sicelo. Þátttak- endur í minningarathöfninni sungu frelsissöngva umkringdir vopnuðu liði hermanna og lög- reglu, en ekki kom til átaka. Lög- reglan hefur fyrirskipað að ekki fleiri en 200 fái aðgang að jarðar- förinni sem fara á fram á laugar- dag. -ólg/reuter.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.