Þjóðviljinn - 07.02.1988, Síða 12

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Síða 12
BURT REYNOLDS maðurinn og kyntáknið Um næstu jól kemur út hjá bókaútgáfunni Prentvali í Kópavogi bókin BURT REYNOLDS, maðurinn og kyntáknið eftir Leslie Cunn- ingham. Hún er þriðja bókin í bókaröðinni um fræga Holly- woodleikara, en áður komu út bækurnar um Barböru Streisand og bókin um Elísa- betiTaylor. Þjóðviljinn birtir hér kafla út síðari hluta bókar- innar um Burt Reynolds. Hann fjallar mest um það þeg- ar fór að hægjast um hjá hon- um í ferlinum. Við gefum nú bókarhöfundinum orðið: 23. kafli Breytinga að vœnta hjó Burt Já, það má sannarlega segjast að skin og skúrir hafi skipast í lofti yfir lífi Burts að undanförnu þegar hér er komið við sögu og sjálfsagt ekki um einn að sakast í þeimefnum. Samningurinn ernú runnin út þegar hér er við sögu komið og satt að segja voru yfir- mennirnir hjá Warner-Brother búnir að afskrífa Burt í sambandi við meiri hlutverk. Hann hafði nú þegar leikið í rúmlega 29 kvik- myndum og þá flest í hlutverkinu sem hann kunni alltaf einna best við sig í hlutverki einkaspæj arans eða lögreglumanns sem tekið hefur lögin í sínar hendur og enda vart þá við öðru að búast en að endingu fari vel að leikslokum. Hefur hann nú enda, ef svo má segja, komið vel undir sig fótun- um og fest sig í sessi sem einn af ábyggilegustu leikurunum í Hollywood. En eins og fólki er kunnugt er ekki alltaf um sjö dagana sæla að ræða hjá fræga fólkinu og það vafalaust síst en ekki síðast í kvik- myndaheiminum þar sem stjörn- ur í dag eru ekki stjörnur á morg- un. Burt hneigðist nú aftur til vín- hneigðar frekar en áður og átti við áfengismál að stríða um hríð þó varla væri hann talinn í hópi alkóhólista. Það koma einmitt þá til kastanna hjá gömlu vinkon- unni hans Loni Anderson að hjálpa upp á sakirnar hjá Burt, gamla vini sínum og hún bjó hjá honum á meðan hann var að reyna að ná sér upp úr þessum öllum vandamálum. Altalað var samt í Hollywood, höfuðborg kvikmyndaiðnaðarins í heimin- um í dag, á þessum tíma að þau gömlu skötuhjúin væru komin aftur í eina sæng og var jafnvel oft nefnd hjónasængíþessu tilefni. Þetta var auðvitað skiljanlegt, einkum út af því að sem hinn frægi leikstjóri Hugh Melville junior lét eitt sinn þau orð falla um Loni Anderson að ef hún hefði getað fæðast fyrr þá hefði hún ein getað stöðvað rússnesku byltinguna og það með brjóstun- um einum. Hvað sem hæft var í þessum sögusögnum veit nú enginn en alla vega var Burt nú kominn á fullt aftur og farinn að leika þá um vorið. Hér var um að ræða nýja mynd sem Menam og Golan voru producerar fyrir og fjallaði um lögreglumann sem rík ekkja leigir til að koma upp um erfða- svikamál og afleiðingar þess. Þessi mynd hét Legið á svik- ráðum (Between the eyes) og gekk hún sæmilega vel, eða nóg til að koma Burt upp úr smávægi- legum fjárhagsvandamálum í sambandi við sjónvarpsþætti sem NBC sjónvarpsstöðin hafði hætt við að sýna þá um vorið. Það var því bjart framundan hj á Burt þegar árinu lauk og það kórónaði hann með því að kynn- ast yndislegri stúlku sem var ung leikkona á framabraut, Stacy Stephens að nafni. Þau kórónuðu það hjá sér með því að gifta sig strax á gamlárskvöld í glæsihóteli í Las Vegas-borg. Það var líka ekki smá veisla sem gestunum var boðið upp á það kvöld. Burt gat sannarlega glaðst með sér og sín- um vinum sem fjölmenntu þarna á þetta glæsilega hótel. Sem dæmi um trakteringarnar var 15 hæða stór terta úr dýrasta marsipani og limosine-þjónusta fyrir hvern og einn heim til sín og það upp að dyrum. Sagði enda Burt sjálfur eftir á að þetta hefði verið sín besta brúðkaupsnótt til þessa. Og nú tóku tilboðin að streyma til Burts um ný hlutverk í mörg- um kvikmyndum. Burt gat nú beinlínis valið, þegar hér er kom- ið við sögu, úr öllum þeim ara- grúa af tilboðum sem honum höfðu borist úr öllum áttum. Það var því erfitt að velj a bara eitt hlutverk úr en endirinn var samt sá að úr varð að Burt tæki hlut- verki í nýrri mynd með Lizu Min- elli sem mótleikara, aðallega af þeirri ástæðu að hann hafði ekki nema einu sinni áður verið svo heppinn að fá að starfa með henni. Myndin fjallaði um lög- reglumann sem rík ekkja leigir til að komast fyrir um dularfulla at- burði sem gerst höfðu í sambandi við erfðamál. Hún fékk að end- ingu nafnið Lögreglumaður til leigu og fékk ágætar viðtökur hj á gagnrýnendum. Það var því bjart framundan í lífi Burts, þessa fjölhæfa leikara í Hollywood, og lífið virtist brosa við honum. Allt var nú fallið í ljúfa löð og minn komin með nýja mynd og ný kona og glasið á bak og burt. En yfirvaraskeggið var samt enn á sínum stað og kven- fólkið fór ekki varhluta af því. N.Y.C 20. jan. 88 - Hallgrímur , vatnshelciar vogir TOLEDO 3025 yfir/undir vog ISHIDA LC-WP21 með verðútreikn. ISHIDA MS 60 kg vog ISHIDA MS 1 50 kg og 300 kg TOLEDO GÓLFVOG 300 til 1 500 kg ___________________>

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.