Þjóðviljinn - 07.02.1988, Side 13

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Side 13
Pað verður gaman að flytja Þar sem Vörumarkaðurinn var áður til húsa við Ármúl- ann, er nú verið að leggja síð- ustu höndáinnréttingarfyrir veirurannsóknardeild. Deildin hefurveriðtil húsa, þarsem áður var þvottahús Ríkissþíta- lana á Landspítalalóð. Var starfsemin búin að sprengja af sér húsnæðið fyrir 10 árum. Eftir að hafa barið báða stað- ina augum er hægt að nota samlíkinguna um hreysi og höll, til að lýsa aðstöðumun og rými á þessum tveimur stöðum. Margrét segir Ragnhildi Helgadóttur, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, hafa gengið rösklega til verks við að útvega deildinni nýtt húsnæði, þegar eyðnivandinn kom upp. Draum- urinn um fullkomna veirur- annsóknadeild sé orðinn að veru- leika. „Rannsóknafjöldinn hefur tuttugufaldast frá 1974 og í Ár- múla höfum við aðstöðu til að gera allt sem þarf til að greina veirusýkingar. Það er okkar hlut- verk í heilbrigðisþjónustunni og sinnum við sjúkrahúsum, heilsu- gæslustörfum og starfandi lækn- um í landinu.“ Fjölþœtt starfsemi Fyrir leikmann er erfitt að koma nema lauslega inn á þá starfsemi sem fram mun fara í öllum þeim herbergjum, er blaðamaður var leiddur um í nýja húsnæðinu. Margrét hefur til um- ráða um 1400 fermetra á tveimur hæðum. Stærstur hlutinn fer undir rannsóknir og til greininga á veirusóttum. í afmörkuðum hluta hússins er áhættudeildin, þar sem mótefni gegn eyðni verða mæld. Mótefnamælingar vegna rauðra hunda voru eitt stærsta verkefni deildarinnar, árin 1976- 1983. Rauðir hundar geta valdið fósturskaða. Allar 12 ára stúlkur eru mótefnamældar og þær mót- efnalausu eru bólusettar. Síðan er árangur bólusetninga mældur eftir nokkur ár. Sýni er einnig tekið úr öllum óléttum konum. Á síðasta ári gerði þetta um 6000 rannsóknir. Sýni úr hátt á 4. þús- und sjúklingum berast einnig ár- lega frá sjúkrahúsum og læknum. Eru þau rannsökuð til sjúk- dómsgreiningar. Til veirurannsókna þarf fleira en smásjá. Ræktaðar eru lifandi frumur bæði úr mönnum og dýr- um, sem æti fyrir veirur. Manna- frumur eru stundum fengnar úr vefjum sem falla til á sjúkrahús- um t.d. fylgjum. Frumurnar þurfa líka æti og er fengið blóð í sláturtíðinni til að vinna úr því blóðvatn, sem þær nærast m.a. á. Algengast er að rækta hvert sýni í nokkrum frumugerðum í nokkra daga við líkamshita, áður en hægt er greina hvaða veirur eru í því. Ein af nýjungunum sem verða í Ármúlanum, er notkun geisla- virkra efna sem bæta injög að- stöðu til greiningar á ákveðnum sjúkdómum. Ætlunin er að í framtíðinni framleiði þau sjálf mörg efni til mótefnamælinga og næst með því umtalsverður sparnaður. Fyrirhugað er að Hollustu- vernd ríkisins flytjist síðar inn í efri hæðir hússins og næsta haust mun öll verkleg kennsla í veiru- fræði við Háskólann flytjast þangað. Eyðnirannsóknir Eini hluti hússins, sem byrjað er að vinna í er Áhætturann- sóknadeildin. Engar eyðniveirur eru þó mættar til leiks, en mótef- namælingar munu hefjast af full- um krafti, þegar Vinnueftirlit ríkisins hefur samþykkt húsnæð- ið. Eina skilyrðið sem eftir var að uppfylla til að fyllsta öryggis væri gætt, var skipulagning viðgerða- vaktar. Við þjóðviljamenn rétt sluppum því inn á rannsóknarstofurnar áður en að- gangur verður lokaður öllum nema starfsmönnum. Hvert sýni, sem á að mótefna- mæla verður skoðað á tvenns konar hátt. Ef eitthvað óeðlilegt kemur fram er skoðunin endur- tekin og bætt við viðbótar- prófum. í byrjun verður aðeins mótefnamælt gegn algengasta af- brigði veirunnar (HIV 1). Varð- andi spurningu um hvort mót- efnamælingarnar væru 100% ör- uggar, svaraði Margrét að svo væri ekki. Stafar það af því að yfirleitt tekur það líkamann nokkrar vikur og jafnvel mánuði að mynda mótefni. Sýktur ein- staklingur getur því fengið neikvætt svar ef mótefni hefur ekki náð að myndast. Margrét telur að eyðnisjúkdómurinn se einn af mörgum illkynja sjúk- dómum og upplýsingar um hann á sjúkrastofnunum séu jafnsjálf- sagðar og upplýsingar til heilbrigðisstarfsmanna, um berklasýkingu eða syfilis. Fólk verði að geta treyst því að þagn- arskylda heilbrigðisstétta sé hald- in og starfsmenn segi ekki frá því sem þeir heyra eða sjá í starfi. Nauðsynlegt sé fyrir lækna að vita ef einstaklingur er með eyðni, til að beita réttri meðferð gegn öðrum sjúkdómum. Einnig þurfa þeir sem taka á móti börn- um að vita það. Nú fæða um helmingu eyðnisýktra mæðra, böm sem ekki eru með fæðing- argalla og jafnvel án smits. Ef heilbrigt barn er lagt á brjóst er öruggt að það smitist. „Það er kominn tími til að eyða þeim fordómum að smitaðir hafi hegð- að sér ósiðsamlegar en aðrið.“ Mikið lagt í öryggisbúnað Flókið loftræstikerfi er í hús- inu, sem tryggja á bæði öryggi starfsfólks og umhverfis. Fyrir hverja rannsóknarstofu er sjálf- stæð lofthreinsisamstæða og fer allt útsog þaðan gegnum þéttar síur. Með því á að vera tryggt að ekki sé verið að blása allskyns veirum út í andrúmsloftið. Langan tíma hefur tekið að stilla kerfið þannig að mismunandi loftþrýstingur sé í herbergjum, eftir því hve hættulegar rann- sóknir eru stundaðar á hverjum stað. Þannig á loft ekki að geta borist út úr hættusvæðum nema þá leið er liggur að hreinsibúnað- inum. Þessi öryggisútbúnaður hefur kostað á bilinu 25-30 milljónir króna og uppfyllir mjög strangar kröfur Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Sérstök hlífðarborð vernda fólk að vinnu og eiga m.a. að hindra að veirur lendi framan í starfsfólkinu ef eitthvað fer úr- skeiðis. Starfsfólk sem við hittum í eyðnirannsóknarstofunni gerði ekki mikið úr áhættunni sem starfinu fylgdi. Þau vissu hvað þau væru að vinna með og gættu því fyllstu varúðar. Starfsmenn við sorphirðingu hjá borginni ættu ekki að þurfa að hafa neinar áhyggur heldur. Allt rusl sem frá rannsóknarstof- unum fer er látið beint í sótth- reinsunarofna. Þá er síðan ekki hægt að opna utanfrá fyrr en eftir hreinsun. Það má segja að ekkert fari út af hættusvæði án þess að Nýtt húsnœði Rannsóknarstofu Hóskólans í veirufrœði skoðað í fylgd Margrétar Guðnadóttur prófessors ganga í gegnum sótthreinsun á leiðinni. Starfsfólkið er auðvitað ekki hægt að baka við 100 gráðu hita, en það skilur öll sín hlífðarf- öt eftir við útganginn og þau fara dauðhreinsuð í þvottinn. Auðheyrt er á Margréti, að hún er ánægð með innréttingar á húsnæðinu, enda hefur hún verið höfð með í ráðum við hönnun. Sagðist hún harma að slegið hefði verið upp frétt um óvönduð vinnubrögð og ófullnægjandi öryggisútbúnað, sem ætti ekki við rök að styðjast. Þó enn séu iðnaðarmenn að störfum er hægt að fara að hefja flutning á næstunni. Það verða mikil viðbrigði fyrir þá 18 starfs- menn, sem búið hafa við þröng og léleg húsakynni í mörg ár. Þeir taka örugglega allir undir orð Margrétar Guðnadóttur, þar sem hún stóð í yfirfullu anddyri gamla vinnustaðarins, „Það verður gaman að flytja.“ ny Sunnudagur 7. febrúar 1938 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.