Þjóðviljinn - 07.02.1988, Síða 14
Sverrir Krisljánsson
sagnfrœðingur
eftir Aðalgeir Kristjánsson
í dag eru liðin 80 ár frá fæð-
ingu Sverris Kristjánssonar,
ennær8 árfráþvíhannlést.
í röska þrjá áratugi átti þjóðin
þess kost að hlýða á mál hans
í útvarpinu eða lesa eftir hann
greinar í blöðum og tímaritum,
þýddar skáldsögur og rit um
söguleg og bókmenntaleg
efni, og í einum af skólum
borgarinnargátu nemendur
setið við fótskör hans og num-
ið mál hans og hugsun.
Mestra sérréttinda nutu þeir
sem kynntust honum per-
sónulega. Sá sem þetta ritar
átti því láni að fagna og í
mynda- og minningasafni frá
liðinni ævi skiþar hann
heiðurssess sem einn
skemmtilegasti og fjölhæfasti
persónuleikinn, þó að marga
beri háttsakirvitsmuna, list-
rænna hæfileika eða
mannkosta.
Sturla Þórðarson komst svo að
orði um Snorra Sturluson að
hann hafi verið „fjöllyndur“.
Hann átti þar eingöngu við
kvennamál Snorra, en með réttu
hefur verið bent á að orðið lýsi
Snorra í miklu víðtækari merk-
ingu. Mér kæmi ekki á óvart að
Sturla hefði valið Sverri Krist-
jánssyni svipuð einkunnarorð ef
þeir hefðu þekkst. Sverrir Krist-
jánsson átti margt sameiginlegt
með Sturlungum, en hann sóttist
ekki eftir auði og völdum og
stundum fannst mér hann líta á
allt stjórnmálabröltið eins og
gamanleik. Þó að hann fylgdi fast
ákveðinni stjórnmálastefnu gat
hann gert gys að samherjum og
talað af hálfkæringi um þann
hálfsannleik sem einkennir allt
stjórnmálavafstur, en hann skorti
karlmennsku til að afhjúpa hinn
pólitíska loddaraleik samherj-
anna, en gerði það því rækilegar
þegar andstæðingar áttu í hlut,
því að hann var einn af þeim fáu
sem hafði listræna blaðamennsku
á valdi sínu. Með því greiddi
hann lífsskoðunum sínum þá tí-
und sem þeim bar. Mér er það
minnisstætt að dr. Björn Karel
Þórólfsson viðhafði einhverju
sinni þau orð um Sverri Krist-
jánsson að hann væri „religiös".
Mér fannst þetta eins og hvert
annað óráðshjal um sanntrúaðan
marxista, en við nánari athugun
sannfærðist ég um að þetta var
ekki fjarri lagi því að stjórnmála-
skúmunum hefur oftar en ekki
tekist að virkja trúarþörf ein-
staklingsins í þágu ákveðinna
stjórnmálaskoðana.
Á efri árum mátti skynja það
að Sverri þótti nóg um hvað hann
og samherjar hans höfðu verið
bláeygðir og auðtrúa þó að hann
léti það ekki opinberlega í ljós.
Pað var mála sannast að hann
unni borgaralegum breyskleika
leynt og ljóst. í>ó að hann ætti til
að hneykslast á flatneskjunni og
yfirborðsmennskunni, hvarf
hann til borgaralegra lífshátta
eins og ungur elskhugi í faðm
sinnar heittelskuðu. Hér hefir
mikið verið rætt um lífsskoðanir
Sverris Kristjánssonar og það
kemur til af því að það er trú mín
að þær hafi ráðið miklu um örlög
hans. Þær voru ekki þess eðlis að
þær greiddu götu hans til met-
orða og settu hann á stall í þjóðfé-
laginu þar sem gáfur hans og
hæfileikar gætu notið sín sem
best. Miklu frekar voru þær hon-
um fjötur um fót að því leyti að
ástríða hans til fróðleiks og
skrifta varð lengstum tómstunda-
starf frá slítandi og leiðigjarnri
kennslu í gagnfræðaskóla. Því
meira undrunarefni má það vera
hve miklu hann kom í verk og
hvað það var gert með miklum
glæsibrag. Nægir í því sambandi
að minna á 4 binda ritsafn sem
Mál og menning hefur gefið út, er
það þó ekki nema brot af því sem
eftir hann liggur.
Kynni okkar Sverris Kristjáns-
sonar urðu úti í Kaupmannahöfn
fyrir röskum þrem áratugum.
Hann var þá í leyfi frá kennslu við
að skrá og safna heimildum í
dönskum söfnum sem varða ís-
lenska sögu og bókmenntir.
Hann gekk þar grónar götur stúd-
entsáranna, lifði upp aftur í
minningunni sorg þeirra og gleði,
sigra og ósigra, sælustundir og
syndagjöld. Sakir yfir-
gripsmikillar þekkingar var hann
frábær leiðbeinandi og öll hans
ræða um menn og málefni var
borin uppi af glöggskyggni og yf-
irsýn. Skaldskapur Heines, Jón-
asar eða Matthíasar, að ekki sé
talað um þá sem höfðu gerst
Brandesi handgengnir, var uppá-
halds umræðuefni hans á góðri
stund yfir glasi.
Sverrir Kristjánsson var Hafn-
arstúdent. Hann talaði oft um þá
og skildi manna best örlög þeirra
og þekkti margt af eigin raun sem
skapaði þeim örlög.
í bókaflokki, sem ber heitið ís-
lenskir örlagaþættir, eru nokkrir
þættir sem fjalla um íslenska
stúdenta á Hafnarslóð sem Sverr-
ir ritaði. Þeir lýsa af næmum
skilningi kjörum þeirra og svip-
ulu gengi. Glöggur lesandi er
tæpast í vafa um að höfundur lýsir
eigin reynslu að nokkru marki að
breytanda breyttu þegar aðrar
heimildir þrýtur. Þeir eru að vissu
leyti sjálfsævisaga hans, en hon-
um entist ekki ævin til að rita
hana eftir kvið norna.
A.K.
GLEYMT
Vorið 1837 skrifaði Heine
greinaflokkinn Úber die französisc-
he Btihne, sem birtist sama ár í
Theater-Revue, tímariti, er August
Lewald, hinn þýzki leikhúsmaður og
rithöfundur gaf út. Greinaflokkur
þessi er í bréfaformi og er tíu bréf
alls. í 4. bréfinu standa þessi orð:
„Ég er á þessari morgunstundu
undarlega klökkur í geði, vinur minn
kær. Ég verð oft æði kynlegur á vor-
in. Alla daga er ég ringlaður, og sál
mín sefur. En um nætur er mér angur
í geði og ég sofna ekki fyrr en undir
morgun, vafinn ljúfsárum draumum.
Ó, sára sæla, hvað þú þrýstir mér
kvíðafull að hjarta þínu fyrir nokkr-.
um stundum! Mig dreymdi um hana,
sem ég vil ekki elska og má ekki
elska, þótt ást hennar veiti mér dulda
sælu. Það var á sveitasetri hennar, í
litlu, skuggsælu dyngjunni, þar sem
villtur olíuviðurinn rís upp yfir svala-
gluggann. Glugginn var opinn, og
bjartur máninn skein á okkur inn í
herbergið og varpaði silfruðu skini á
hana, er vafði mig hvítum ástarörm-
um. Við vorum hljóð og hugsuðum
ekki um annað en okkar ljúfu kvöl.
Á veggnum bærðust skuggarnir af
trjánum, sem ilmuðu þungri angan
laufsins. Úti í garðinum ómaði litla
fiðla löngum, hægum tónum, fyrst í
fjarska, síðan nokkru nær, fyrst dap-
urlega, þá glaðlega og fjörlega, nú
líktust þeir angurværum ekka,
stundum beiskjublandnir, en alltaf
þýðir, fagrir og hreinir... „Hver er
þetta?“ hvíslaði ég lágt. Og hún svar-
aði: „Það er hann bróðir minn, sem
leikur á fiðlu.“ En brátt þagnaði fiðl-
an fyrir utan og í stað hennar
heyrðum við blíða, hljóðnandi
flaututóna, sem ómuðu með biðj-
andi grátstaf, blæðandi, svo dul-
mögnuð andvörp, að sál manns fyllt-
ist vitstola hrolli, að skelfilegustu
hugsýnum brá fyrir vitundina, lífi án
ástar, dauða án upprisu, tárum án
gráts... „Hver er þetta?" hvíslaði ég
lágt. Og hún svaraði: „Það er maður-
inn minn, sem leikur á flautu.“
„Kæri vinur, verri draumförum er
vakan.“ (Heines Werke, XI. Teil,
bls. 86-87.)
Þessi bréf Heines, Um franska
leiklist, eru allólík að blæ öðrum rit-
um hansfrá þessum árum. Um margt
minna þau á hin yndislegu æskuverk
hans í óbundnu máli, Die Reisebild-
er, sem hann skrifaði fyrir 1830, áður
en hann hvarf frá Þýzkalandi að fullu
og öllu og settist að í Parísarborg.
Sérstaklega er það eftirtektarvert
hve mjög hann beitir fyrir sig
draumum í þessum bréfum - en á
eirri listtækni kunni Heine góð skil.
tíunda bréfinu segir hann August
Edwald vini sínum aftur frá draumi.
Hann dreymir nú að hann hefur
misst af hinni fögru lagskonu sinni.
Undir fótum hans er ekkert nema
gulur sandurinn, hann leitar ákaft
konunnar, „og ég fann í sandinum
undurfagra líkneskju af konu, en
handleggirnir voru brotnir af henni
eins og hjá Venus frá Mfló“. (Heines
Werke, XI. Teil, bls. 137.)
Árið 1854 gaf Heine út hina frægu
bók sína Lutezia, safn blaðagreina
og ritgerða, er hann hafði skrifað um
frönsk stjórnmál, þjóðlíf og list í hið
suðurþýzka blað „Augsburger All-
gemeine Zeitung“. Greinar þessar
eru skrifaðar á árunum 1840-1844,
en þegar hann gaf þær út í bókaformi
hafði hann heflað þær og fægt, bætt
ýmsu við. sem fellt hafði verið út í
blaðinu. I 5. greininni, er hann sendi
hinu suðurþýzka stórblaði, segir
hann m.a. frá frumsýningu á fyrsta
leikriti George Sand, hins fræga
franska kvenrithöfundar. Það hafði
fengið mjög harða gagnrýni í Frakk-
landi, en Heine gekk fram fyrir
skjöldu til að verja leikrit hinnar
mikilvirku konu, sem Heine kallar
„mesta rithöfund, er Frakkland nú-
tímans hefur eignazt, hinn óhugnan-
lega einmana snilling...“ (Heines
Werke, XIII. Teil, bls. 24.)
Þegar Heine gaf út allar þessar
blaðagreinar 14 árum síðar í bókinni
Lutezia, bætti hann við þessa fyrr-
nefndu grein „síðari athugasemd“,
persónulegri lýsingu á skáldkon-
unni. Hann getur þess, að viðbótina
hafi hann skrifað fyrir „allmörgum
árum“. Heine-skýrendur hafa kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að hann
muni hafa ritað þessa persónulýs-
ingu að mestu leyti árið 1834. (Frie-
drich Hirth: Heinrich Heine und
seine französischen Freunde, bls.
190.) Heine lýsir hinum franska
kvenrithöfundi á þessa leið:
„George Sand er ekki aðeins af-
burða rithöfundur, heldur einnig
fögur kona. Hún er meira að segja
forkunnarfögur. Um andlit hennar
gegnir hinu sama og um listina, sem
birtist í verkum hennar; fremur verð-
ur það talið fagurt en sérkennilegt;
hið sérkennilega er jafnan unaðslegt
eða andríkt frábrigði frá hefðarlög-
máli fegurðarinnar, og andlitsdrættir
George Sand eru einmitt steyptir í
regluföst mót grískrar listar. Þó er
andlitsfallið ekki skarpleitt, en mild-
að viðkvæmni, sem hjúpar það allt
eins og línblæja sorgarinnar. Ennið
er ekki hátt, og dásamlegt dökkt hár-
ið hrynur í frjálsum lokkum niður á
axlirnar. Augu hennar eru örlítið
dauf, að minnsta kosti eru þau ekki
geislandi, kannski hafa mörg tárin
slökkt eld þeirra eða hann hefur
eyðzt í skáldverkum hennar, sem
hafa þeytt logum sínum um heim all-
an, borið birtu inn í marga vonlausa
dýflissu og kannski einnig kveikt í
mörgu hljóðlátu musteri sakleysis-
ins. Höfundur „Lelíu“ hefur róleg,
blíð augu, sem minna hvorki á Só-
dómu né Gómorru. Hún hefur
hvorki arnarnef kvenfrelsiskonunn-
ar né kátlegt nabbanef, hún hefur
bara venjulegt, beint nef. Um munn
hennar leikur venjulegt góðlátlegt
bros, en er ekki sérstaklega aðlað-
andi; þroskamikil neðri vörin ber
vott um þreytta hneigð til
lífsnautnar. Hakan er fullholda, en
fagurlega löguð. Axlir hennar eru
einnig fagrar, já dásamlegar. Sömu-
leiðis handleggir hennar og hendur,
sem eru smáar, og svo eru fætur
hennar. Aðrir samtíðarmenn munu
kunna að lýsa töfrum brjósta henn-
ar; þar játa ég fákunnáttu mína. Að
öðru leyti virðist líkami hennar vera í
gildara lagi, að minnsta kosti of lág-
vaxinn. Höfuðið eitt ber mark hinn-
ar fullkomnu fegurðar, minnir á
göfugustu menjar grískrar listar, að
minnsta kosti gat einn vinur vor líkt
hinni fögru konu við marmaralíkn-
eskju Venusar frá Míló, sem stendur
í neðri sölum Louvrehallarinnar. Já.
George Sand er fögur sem Venus frá
Mfló, hún er henni jafnvel fremri um
margt: hún er til að mynda miklu
yngri.“ (Heines Werke, XIII. Teil,
bls. 46-47.)
Heine-rannsóknir síðustu ára hafa
leitt í Ijós, að draumurinn, sem
Heine segir frá í 4. bréfinu Um
franska leiklist, er búinn til úr sann-
sögulegum viðburði í ævi skáldsins.
Sveitasetrið, sem hann getur um, var
í Nohant, og hin ljósa kona, sem
vafði hann örmum, var engin önnur
en hin nafntogaða skáldkona, Ge-„
orge Sand. Þá verður einnig strax
ljóst sambandið milli líkneskjunnar í
draumi 10. bréfsins og þeirrar mynd-
ar, er hann dregur upp af George
Sand í Lutezia, er hann líkir henni
við hina grísku gyðju ásta og fegurð-
ar. Ef ekki væri vitað, að ástir hefðu
tekizt með Heine og George Sand á
einu skeiði ævi þeirra beggja, mundi
samlíkingin með George Sand og
Venus frá Mfló annars vegar og
draumlíkneskjan hins vegar verða
talin einskær tilviljun. En bréfin Um
franska leiklist eru samin um það
leyti, er Heine hafði tekizt að vinna
ástir hinnar frönsku skáldkonu, þótt
skammvinnaryrðu. Heinefór jafnan
dult með þetta ástarævintýri, enda
fólst í því mikill persónulegur harm-
ur og vonbrigði. En hann gat ekki
með öllu þagað yfir þessari ást, hann
varð að lifa hana öðru sinni í list
sinni, gera henni full skil, og það
gerði hann bæði í óbundnu máli og
ljóði, svo sem síðar verður greint.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. febrúar 1988