Þjóðviljinn - 21.02.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Qupperneq 3
Hryðjuverkakona vekur ástir í Suður-Kóreu Kim Hyon Hui, 26 ára kona frá Norður-Kóreu, sem játaði það fyrir framan sjónvarpsvélarnar í Seul í S-Kóreu þann 15. janúar síðastliðinn, að hún hefði komið fyrir sprengju í farþegavél frá Korean Air Lines þann 29. nóv- ember á síðasta ári með þeim af- leiðingum að 115 manns fórust, hefur skapað sér gífurlegar vins- aeldir meðal suðurkóreanskra karlmanna fyrir auðmjúka fram- komu sína frammi fyrir sjón- varpsvélunum. Fréttir herma að konunni hafi borist þúsundir ást- arbréfa og bónorðsbréfa, en fjöl- miðlar í S-Kóreu hafa jafnframt notað sér mál þetta til þess meðal annars að skrifa langar og hugð- næmar sögur um hvílíkt dásemd- arlíf hefði beðið þessarar fögru konu hefði hún notið þeirrar náð- ar að vera fædd fyrir sunnan land- amærin en ekki fyrir norðan. Þá hafa kvikmyndafélögin einnig brugðist við þeim sterku við- brögðum sem kona þessi hefur vakið með karlþjóðinni, og er nú væntanleg á markaðinn kvik- mynd um hið ævintýralega líf þessarar dularfullu konu. Er sagt að myndin verði frumsýnd fyrir opnun ólympíuleikanna í sumar. Glæpurinn sem Kim Hyon Hui játaði á sig eftir að fylgdarmaður hennar hafði svipt sig lífi með blásýru, varðar líflát samkvæmt suðurkóreönskum lögum. Þó er talið að Kim verði hlíft við gálg- anum, þar sem hún kaus að vinna með dómsyfirvöldum, og játning hennar hefur haft mikla þýðingu fyrir stjórnvöld í Seul í áróðursst- ríðinu við grannann í Norður- Kóreu. -ólg Kim Hyon Hui með 115 mannslíf á samviskunni. Dúkur Veróníku í rannsókn Einn merkasti helgigripur rómversk-kaþólsku kirkjunn- arerVeróníku-dúkurinn.en dúk þennan notaði heilög Veróníkatil þess að þerra svitann af andliti Krists á písl- argöngunnitil Golgata. Dúkur þessi er varðveittur í dómkirkj- unni íTorinoá Ítalíu, og telja menn sig hafa séð mótafyrir andlitsmynd Krists í dúknum af svitanum sem fór í hann. Nú hefur Vatíkanið ákveðið að láta fara fram aldursgreiningu á dúknum til þess að sannprófa hvort ekki sé um hinn uppruna- lega svitadúk að ræða. Reyndar var ákveðið fyrir tveim árum að sjö rannsóknastofum yrði falið þetta verkefni, en það kom þó ekki til framkvæmda. Nú hfefur hins vegar verið ákveðið að fela þrem rannsóknastofum að annast verkið, og munu þær hver um sig fá agnarlítið sýni úr hinu dýrmæta klæði, sem er 4,50 metrar á lengd og 1,10 ábreidd. Aldursgreining- Veróníkudúkurinn með andlitsmynd Krists. in leiðir hins vegar einungis í ljós aldur dúksins en lætur ósvarað um hina dularfullu andlitsmynd sem í honum hefur sést. -ólg Bein lína til Ingva Hrafns Það vakti óskipta athygli hvernig ríkissjónvarpið tók á frétt útvarpsins um Moskvuheim- sókn forseta íslands á þriðjudags- kvöldið, eftir að Atli Rúnar hafði „skúbbað" í kvöldfréttum út- varpsins. Lesin var upp frétt um að forseti íslands færi seinna á árinu í heimsókn til Moskvu og var greinilegt að sá sem skrifaði fréttina hafði bara haft samband við einn aðila málsins, forsætis- ráðherra landsins. Frétta- mönnum á útvarpinu sárnaði þessi málsmeðferð fréttastofu sjónvarpsins, einkum þar sem hér er um sömu stofnun að ræða, RÚV. Frétt Atla Rúnars var gerð mjög tortryggileg, þótt seinna hafi komið í ljós að hún var í öllum aðalatriðum hárrétt. Þótti fréttastofu útvarpsins einkum bagalegt að fá þennan út- úrsnúning sjónvarpsins núna beint í kjölfarið á dómi siða- nefndar Blaðamannafélagsins í Tangen málinu. En hver skyldi svo hafa skrifað frétt sjónvarps- ins? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans var það sjálfur fréttastjórinn, Ingvi Hrafn Jónsson, sem hafði haft beint samband við Þorstein. Eyvindur Eiríksson J J Partur Einhvern veginn einhvern tíma einhvers staðar lét ég eftir part af sjálfum mér upprunalegan lífsnauðsynlegan. Síðan hef ég gengið og treyst því að ég fyndi hann og glataðist annars. Varð hann ekki eftir hjá þér kannski? Ef þú skyldir finna hann alveg óvart í tuskum í sultukrukkum eða í skóskápnum máttu henda honum láttu mig endilega ekki vita. Konan sem vökvar Kemur hún konan sem vökvar blómin mín hún sker hratt af öruggri festu á œðina og blóðið rennur lífrautt í hvíta könnuna með bláum blómunum vökvar rósirnar rauðar og dökkar stálhvassir broddarnir glitra í brosleiftri. Tíminn er blöð - tíminn er blöð dagatalsins sem ég fleygi kuðluðum í bréfakörfuna mína - tíminn er blöð gœrdagsins sem ég sting undnum í ofninn minn - tíminn er blöð haustsins sem ég raka sölnuðum í sorptunnuna mína eins og visnuð lauf mannlífsins sem við smokrum samanskroppnum í jörðina okkar Þú boigar alltaf sama gialdið, hvort sem þú ert einn eða meófíeirum í bílnum! Hreyfill bvður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn i Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri simhringingu, óskir þú þess. HREVFIU. 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.