Þjóðviljinn - 21.02.1988, Side 4

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Side 4
íslendingar hafa verið feimnirvið manneskjuna í málverkinu Ég er aö fást við manneskj- una í mínum myndum og þessi túlkunarmáti er mér ein- faldlega eölilegur út frá þeim forsendum, segirSigurður Þórir, þar sem ég hitti hann á vinnustofu hans inni í Vogum nú í vikunni. Þetta er gamalt fiskverkunarhús, rúmgóð vinnustofa með þakbirtu og það eru málverk í hverju horni, endaætlarSigurðurað fylla vestursal Kjarvalsstaða með myndum sínum. Og myndirnareru allaraffólki: maður eða kona eða maður og kona og sums staðar sjáum við náttúruna sem bak- grunn eða áminningu eða jafnvel Ijúfsára endurminn- ingu. Myndir Sigurðar Þóris minna á það sem var að ger- ast í evrópskri myndlist á 3. áratugnum, og litanotkunin, sem oft er óvænt og áhrifa- mikil, minnir á ýmsa síðimpr- essíonista eins og Gaugain eða jafnvel Matisse. Og ég byrja á því að spyrja Sigurð að því hvort það séu meðvituð tengsl í myndum hans við 3. áratuginn eða árin á milli stríða. einhverja fegurð í manneskjunni og þar með höfðað til jákvæðra eðlisþátta í þeim sem skoðar myndir mínar, þá er ég fyllilega ánægður. Ég tel að það hljóti að vera eftirsóknarvert ef maður getur haft góð áhrif á aðra. Manneskjan er ekki algengt við- fangsefni í íslenskri myndlist. Ef við lítum aftur í tímann, þá sjáum við að fáir af eldri málurum okkar hafa haft hana að viðfangsefni. Kannt þú skýringu á því? Nei, ekki get ég sagt það. En gömlu brautryðjendurnir festust í landslaginu. Landslagsmálverkið þjónaði ákveðinni þörf og átti kannski sínar eðlilegu forsendur. Það kemur upp á þeim tíma þegar ekki var nein borgarmenning komin hér á íslandi, en bændurn- ir voru þó í óðaönn að flytjast á mölina. Þeir vildu gjarnan flytja heimahagana með sér inn á stofu- vegginn. Það var eðlileg róman- tík á þeirra tíma vísu. Eg sakna þess hins vegar að þessi mikla og skemmtilega landslagshefð í ís- lensku málverki skuli ekki hafa skilið meira eftir í myndlistarupp- eldi þjóðarinnar. Fólk virðist ekki kunna að gera greinarmun á venjulegri landslagsmynd og landslagsmynd sem jafnframt er gott málverk og felur í sér merki- lega túlkun. Ég held að Jón Engilberts hafi verið brautryðjandi hér á landi í að gera manneskjuna að megin- viðfangsefni málverksins. Og hann átti líka erfitt uppdráttar fyrst í stað. Mér er sagt að þegar hann gerði veggmálverkið sem er í Búnaðarbankanum í Austur- stræti hafi hann fyrst haft konuna í málverkinu nakta. En banka- stjórarnir óttuðust að þessi nakta kona myndi fæla viðskiptavini frá bankanum og fyrirskipuðu hon- um að klæða konuna í föt, sið- seminnar vegna. íslendingar voru á þessum tíma feimnir við manneskjuna í málverkinu og vildu alls ekki sjá hana nakta, jafnvel þótt slíkt hafi tíðkast er- lendis allt frá endurreisnartíman- um. Ef við lítum á fleiri íslenska málara sem haft hafa manneskj- una að meginviðfangsefni þá kemur Gunnlaugur Scheving í hugann, og svo auðvitað Alfreð Flóki. Annars er það varla fyrr en á síðari árum að manneskjan kemur fram í myndlistinni sem þungamiðja. Hjá yngri málurum sjáum við þetta til dæmis í verk- um Gunnars Arnar, Jóhönnu Yngvadóttur, Jóns Axels, Helga Þorgils og fleiri. Hér hefur orðið greinileg breyting og það eru á- kveðnar aðstæður í samtímanum sem kalla á þetta. Aðstæður sem kannski eiga sér einhverja hlið- stæðu við 3. áratuginn sem þú minntist á. Þú talar um Jón Engilberts sem brautryðjanda í þessu sambandi. Stundum má kannski sjá vissan skyldleika við hann í myndum þín- um. Er það meðvitað? Nei, ég hef ekki sérstaklega lært af Jóni. Ég held til dæmis að ég hafi lært meira af Svavari Guðnasyni. En þegar ég mála, þá læt ég fyrst og fremst tilfinning- arnar ráða. Ég geng til verks með tóman hugann og er ekki að hugsa um einhvern ákveðinn stfl eða lit, heldur læt ég myndina vaxa fram. Stfllinn kemur eftirá, hann er ávöxtur þeirrar vinnu sem á undan er gengin. Kúbist- arnir voru ekki að finna upp ein- hvern stfl stflsins vegna. Hann varð til af nauðsyn. Það er eitthvað í samtímanum sem kall- ar á þessar breytingar og gerir þær nauðsynlegar. Annars er það athyglisvert að þótt manneskjan hafi átt erfitt uppdráttar í íslenskri myndlist allt fram á þennan áratug, þá hef- ur hún alltaf verið miðpunktur bókmenntanna. Það gæti verið fróðlegt að rannsaka orsakir þessa nánar, en ég hef enga skýr- ingu á reiðum höndum. Annars finnst mér mjög gaman að sjá þessa þróun myndlistarinn- ar á sýningu Listasafnsins, sem nú stendur yfir. Þar kemur þetta glöggt í ljós. Fyrst höfum við landslagsmálarana. Svo koma abstraktmálararnir með módern- ismanum. Abstraktmálverkið var ávöxtur stríðsins. Svo sjáum við nútímann, þar sem öllu ægir saman og algjör glundroði ríkir. Við lifum greinilega á rótlausum tímum, og mér finnst það mikil- vægt í málverkinu að benda nú á þau verðmæti í manneskjunni sem geta orðið til þess að varð- veita menninguna og það sem okkur er mikils virði. Að tefla hinu jákvæða fram gegn eyðing- aröflunum í kringum okkur. Það er málið. -ólg. segirSigurð- urÞórirlist- málari, sem opnarmál- verkasýn- ingu á Kjar- valsstöðum um þessa helgi Nei, það er ekki meðvitað, en þó er hugsanlegt að finna megi einhverja hliðstæðu við þá tíma og tímann sem við lifum nú. Á millistríðsárunum bjuggu menn við óvissuástand ekki ósvipað og nú, þar sem stríðsógnun nasism- ans var að vaxa rétt eins og kjarn- orkuógnin í dag. Ég hef hins veg- ar legið yfir málurum eins og Cez- anné, Matisse og Picasso og er kannski eitthvað andlega skyldur þeim, en aðalatriðið er þó að ég er að fást við manneskjuna, og út frá þeim forsendum varð þetta eðlilegur túlkunarmáti fyrir mig. Abstraktlistin hefur reyndar aldrei höfðað til mín sem tjáning- arleið, þótt ég kunni vel að meta marga abstraktlistamenn og hafi lært af þeim, eins og til dæmis Svavari Guðnasyni. En þegar ég var að mótast var það annað sem kallaði á mann en formfræðin og stfllinn. Víetnamstriðið og aðrar hörmungar sem gengu yfir á 7. og 8. áratugnum kölluðu beinlínis á það að maður leitaði út fyrir formfræðina og formalismann sem verið hafði grundvallarat- riðið í skólanum. í fyrstu leitaðist ég við að túlka hráan og kaldan veruleika hversdagsins, en nú er ég farinn að túlka manneskjuna á mun Ijóðrænni hátt. Ég er í myndum mínum að fjalla um á- kveðna fegurð í manneskjunni og náttúrunni, verðmæti sem eru andhverfa þeirrar efriishyggju og tæknihyggju sem einkennir samtímann. Ég er hættur að hugsa þannig að hægt sé að bjarga heiminum með myndlist- inni, en mér finnst hins vegar að málarinn þurfi að vera meðvitað- ur um það sem hann er að gera og hafa ákveðinn hugmyndafræði- legan grundvöll. Ef ég get túlkað Ljósm. Sig. 4 SlÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 21. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.