Þjóðviljinn - 21.02.1988, Qupperneq 9
sendi- og móttökutækjum og sæti
ekki miklu fleiri en fyrir áhöfnina
sem er 11 manna sérþjálfuð sveit
til kafbátaleitar. Sama áhöfnin
vinnur alltaf saman og hefur 6
mánaða þjónustuskyldu á íslandi
f einu. Vélin er lítið upphituð,
hávaðasöm og nær gluggalaus og
var vel hægt að hugsa sér þægi-
legri ferðamáta, en ferðin til
Briissel var að öðru leyti tíðinda-
laus og við náðum þangað eftir
um fjögurra klukkustunda flug.
Við lentum reyndar á herflugvelii
fyrir utan borgina og gerðum
ekki annað en að koma okkur á
hótel og kíkja í bæinn það kvöld-
ið. í bítið morguninn eftir byrjaði
svo alvara lífsins í aðalstöðvum
NATO.
í aðalstöðvunum
Aðalstöðvar NATO voru flutt-
ar frá París til Brussel árið 1967 í
kjölfar þess að Frakkar hættu
þátttöku í hernaðarsamstarfi
bandalagsins. Aðalstöðvarnar
eru í gríðarstórri byggingasam-
stæðu í útjaðri borgarinnar, sem
lætur þó lítið yfir sér þar sem
byggingin er öll á einni hæð með
löngum ranghölum og göngum.
Fyllsta öryggis er gætt, sem vera
ber, og eru öryggisverðir og ör-
yggishlið víða, auk þess sem Ijós-
myndun er bönnuð jafnt innan
dyra sem utan. Á göngum bygg-
ingarinnar er stöðugur straumur
fólks og auk óteljandi skrifstofu-
álma má finna þarna bæði
veitingahús, banka, pósthús,
verslanir, rakarastofu og aðra
þjónustu, allt undir einu þaki.
Æðstu völd f málefnum Atl-
antshafsbandalagsins eru í hönd-
um NATO-ráðsins, sem er
skipað fulltrúum aðildarríkjanna
16, og fara allar meiriháttar
ákvarðanir fyrir ráðherrafund
ráðsins, þar sem forsætis-,
utanríkis- og varnarmálaráðherr-
ar aðildarríkjanna fara með um-
boð sinnar þjóðar eftir ástæðum.
Aðildarríkin hafa líka fastanefn-
dir starfandi í höfuðstöðvunum,
og er íslenska fastanefndin næst
minnst (5 fulltrúar) en þær stær-
stu eru með um eða yfir 100 full-
trúa. Fastanefndirnar lúta for-
ystu sendiherra og eru hluti af ut-
anríkisþjónustu hvers ríkis. Is-
lenski sendiherrann hjá NATO
er Einar Benediktsson. Auk
fastanefndanna er starfandi í
höfuðstöðvunum alþjóðlegt
starfslið sem lýtur stjórn fram-
kvæmdastjórans, og minnir mig
að það væri talið nálgast 800
manns. Starfslið þetta vinnur að
áætlanagerð, upplýsingaöflun og
daglegum rekstri bandalagsins.
Tveir íslenskir sérfræðingar eru
nú í alþjóðlega starfsliðinu, þeir
Gunnar Pálsson stjórnmálafræð-
ingur og Arnór Sigurjónsson,
sem menntaður er í herstjórnar-
list. Alls munu hátt í 3000 manns
starfa í höfuðstöðvunum í Brúss-
el, og var á íslensku fastanefnd-
inni að heyra að starfsálagið væri
mikið, þ.ótt aðkomumaður ætti
erfitt með að ímynda sér hvað all-
ur sá mannfjödi sem gekk um
ganga byggingarinnar gæti verið
að gera.
Hjá US-Mission
Eins og fram hefur komið, var
þessi heimsókn okkar skipulögð
af Bandaríkjamönnum, og strax
við komuna í aðalstöðvarnar tók
á móti okkur aðlaðandi banda-
rísk kona sem leiddi okkur í „The
US-Mission“, sem er bækistöð
bandarísku fastanefndarinnar.
Þar vorum við leiddir í fundarsal
þar sem við hlýddum á fjóra
stutta fyrirlestra háttsettra
manna af fjórum þjóðernum, og
var einn þeirra flotaforingi en
hinir borgaralegir sérfræðingar í
pólitískri og hernaðarlegri stefnu
bandalagsins. Spunnust af
ræðum þeirra hinar fróðlegustu
umræður sem verða að bíða
síðari frásagnar. Að fyrirlestrun-
um loknum var okkur boðið í að-
setur íslensku fastanefndarinnar,
þar sem Einar Benediktsson og
tveir samstarfsmenn hans sátu
fyrir svörum. Var sá blaða-
mannafundur snautlegri en efni
stóðu til og fór út um þúfur þegar
sendiherrann var spurður um þær
fimm ratsjárstöðvar sem okkur
hafði verið tjáð að NATO hygð-
ist byggja á íslandi á næstu 10
árum. Það hentaði greinilega
ekki sendiherranum að ræða þau
mál á þessari stundu.
Eftir fundinn með sendiherr-
anum tók við hin hefðbundna
samverustund yfir glasi í lok
heimsóknar okkar, þar sem sam-
an voru komnir íslenskir starfs-
menn hjá NATO, nokkrir fslend-
ingar í Brússel, fastanefndin og
nokkrir góðkunningjar hennar úr
hópi starfsmanna NATO, sem
sýndu okkur íslendingunum
þann heiður að lyfta með okkur
glasi. Þessi samverustund, sem
lagsins og óbilandi vörnum þess.
f fundarhléi heyrði ég offísera
þennan ræða í gamansömum tón
við hollenskan kollega sinn sem
hafði fylgt okkur á fundarstað-
inn. „Það er með ólíkindum hve
fáfræði almennings á Vestur-
löndum er mikil um herstjórn-
arlistina,“ sagði hann. „Ég var til
dæmis að lesa pistilinn minn yfir
nokkrum samlöndum mínum
breskum hér fyrir skömmu. Þeg-
ar ég var að segja þeim frá kjarn-
orkuvígbúnaðinum þá sagði ég
þeim frá því að í þjónustu minni í
Vestur-Þýskalandi hefði ég haft
aðgang að hnappnum til þess að
skjóta kjarnorkuflauginni aust-
uryfir, og það var eins og ætlaði
að líða yfir fólkið! Hnappurinn
var þarna!" sagði hann, og það
færðist yfirlætisfullt og sjálfum-
glatt bros yfir andlitið um leið og
hann benti með vísifingrinum
eins og hann sæi hnappinn fyrir
sér í hillingum...„en ég mátti
bara ekki þrýsta á hann nema
með leyfi stjórnmálamannanna.
Það eru þeir sem ráða!“
Þetta augnablik minnti mig á
þá viðkvæmu staðreynd að auk
Bandaríkjamanna eru það bara
Bretar og Frakkar sem njóta
þeirra forréttinda í Evrópu að
- Hversu margir vinna hjá
SHAPE? var spurt.
- Við erum vanir að segja að
það séu 50%, var svarið, og auð-
vitað ekki meint í alvöru. Borða-
lagðir starfsmenn hjá SHAPE
eru um 2800, en með eiginkon-
um, börnum og þjónustuliði eru
það nærri 13000 manns sem búa í
þessum herbúðum og hafa alla
þjónustu, meira að segja barna-
heimili og skóla. En einn viðmæ-
lenda okkar tjáði okkur að þriðj-
ungur starfsliðsins væri örinum
kafinn, þriðjungur ynni eðlilegan
vinnutíma en þriðjungurinn lítið.
Og það ætti sér þá eðlilegu skýr-
ingu að hér væru 13 þjóðir sem
ynnu saman (Frakkar, Spánverj-
ar og íslendingar taka ekki þátt í
sameiginlega heraflanum), og
þótt allar þjóðirnár væru mikil-
vægar, þá væru sumar þjóðirnar
mikilvægari en aðrar og fulltrúar
minni þjóðanna gerðu oft lítið
annað en að fylgjast með. Og við
fengum að vita að sumum
reyndist dvölin erfið í iðjuleys-
inu, ekki síst reyndi þetta á
eiginkonurnar, en mikilvægast
væri þó að hér lifðu allir í hinu
mesta bróðerni. Maturinn í off-
íseraklúbbnum bragðaðist vel, og
vínið ekki síður, og eftir góðan
heiminum vekja margar nýjar
spurningar sem enn er ósvarað.
Hemaðarbandalögin tvö hafa nú
í fyrsta skipti viðurkennt það í
verki að fækkun kjamorkuvopna
sé leið til aukins öryggis. Getum
við vænst þess að það leiði til þess
að kjamorkuvopnum verði út-
rýmt í Evrópu? Er alvarlegur
klofningur í aðsigi á milli Vestur-
Þýskalands og annarra aðildar-
ríkja NATO? Taka Bretar og
Frakkar við hlutverki Banda-
ríkjamanna sem kjamorkuveldi í
Evrópu? Eiga hugmyndir Gor-
batsjovs og Vestur-Þjóðverja um
gagnkvæmt öryggi eftir að leysa
upp járntjaldið? Mun glas-
nost-stefna Gorbatsjovs skapa ó-
tryggt ástand eða upplausn í
Austur-Evrópu? Hvernig á
NATO að bregðast við henni?
Hver verður framtíð hernaðar-
bandalaganna og hvaða áhrif
hafa breyttar aðstæður á stöðu ís-
lands? Þetta eru stórar og erf-
iðar spurningar og við þeim eru
engin einhlít eða einföld svör. En
í framhaldi þessarar greinar verð-
ur reynt að rýna í hugsanlega
möguleika og valkosti, meðal
annars í ljósi þeirra upplýsinga
sem NATO-ferðin veitti. En mál
er að linni.
Á leið til Brússel. Það er kapteinninn sem er með sólgleraugun. Ljósm. ólg.
var hin ánægjulegasta, og fundur-
inn með sendiherranum vom
einu afskipti íslensku fastanefnd-
arinnar af þessari heimsókn okk-
ar í höfuðstöðvar NATO. Og
daginn eftir tók við heimsókn til
yfirstjórnar herafla bandalagsins.
í Supreme
Headquarters
„Supreme Headquarters Al-
lied Powers“, skammstafað
SHAPE (hjá NATO er allt
skammstafað), eru aðalstöðvar
herafla Atlantshafsbandalagsins,
í námunda við Mons, um klukku-
stundar akstursleið frá Brússel.
Þar ræður John R. Galvin hers-
höfðingi ríkjum, en hann tók við
af Rogers hershöfðingja sem æð-
sti yfirmaður herafla NATO og
æðsti yfirmaður herafla Banda-
ríkjanna í Evrópu í júní á síðasta
ári. Ekki fengum við að sjá Gal-
vin þennan, en vorum fyrst
leiddir fyrir einkennisklæddan og
borðalagðan breskan offísera,
sem var eins og sniðinn út úr
sápuóperunni „Carry on soldi-
er“. Af mikilli leikrænni innlifun
og tungulipurð lýsti hann fyrir
okkur hernaðarviðbúnaði banda-
hafa aðgang að hnappnum.
Jafnvel þótt vopnin séu í Vest-
ur-Þýskalandi eða Hollandi. Og
það var engu líkara en að þessi
sperrti og borðalagði „Carry on -
offíseri" væri með þessari sögu
sinni að gefa hinum hollenska
kollega sínum til kynna hver
hefði yfirhöndina í þessu banda-
lagi. „Þetta fólk veit ekkert um
lífið," sagði hann og glotti svo að
skein í hvítar tennurnar.
Eftir þetta skemmtilega fund-
arhlé komu þrír háttsettir herfor-
ingjar á okkar fund og sátu fyrir
svörum. Þeir voru af hollensku,
vesturþýsku og norsku þjóðerni
og allir hinir viðkunnanlegustu
menn og áttum við við þá fróðleg-
ar samræður þar sem fram kom
meðal annars hin mikilvæga þýð-
ing íslands fyrir NATO sem ós-
ökkvandi flugvélamóðurskip. Og
var þá komið að lokaþætti ferðar-
innar, hádegisverðarboði í off-
íseraklúbbnum.
í offíseraklúbbnum
og Waterloo
Það voru veisluréttir á hlað-
borði í offíseraklúbbnum og þar
var tekið upp léttara hjal.
viðurgjöming kvöddum við off-
íserana með virktum og héldum
til herflugvallarins þar sem kaf-
bátaleitarflugvélin beið okkar
reiðubúin til flugtaks. Gerðum
þó lykkju á leið okkar og komum
við í Waterloo, þar sem stórveld-
isdraumar Napóleons voru rúst-
aðir blóði drifnum akri árið 1815.
Uppi á hárri grasigróinni keilu
sem rís yfir marflötu akurlendinu
í kring trónir breska ljónið steypt
í járn og horfir út yfir sléttuna.
Það var holl áminning að koma á
þennan stað eftir tveggja daga
fundasetur um herstjómarlist og
valdatafl stórvelda sem hafa lífið
á jörðinni í hendi sér með mann-
drápsvopnum sínum. „When will
they ever leam...?“
Meira seinna
Hér hefur lítið sem ekkert ver-
ið gerð grein fyrir þeim umræð-
um og skoðanaskiptum sem áttu
sér stað í þessari ferð. Þær voru
um margt lærdómsríkar og vöktu
margar spumingar. Það var rétt
sem bandaríski prófessorinn
sagði í upphafi ferðarinnar, að
þetta væru spennandi tímar til
þess að heimsækja höfuðstöðvar
NATO. Breyttar aðstæður í
Blaðamaður
Þjóðviljans í
höfuðstöðv-
um NATO í
boði Banda-
ríkjastjórnar
Fyrsta grein
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9