Þjóðviljinn - 21.02.1988, Side 17
PIPAR
Echo and the Bunnymen
voru rétt í þessu að senda frá sér
smáskífu með gamla Doors
laginu People are strange. Aft-
aná skífu þessari flytja Bunny-
men hljómleikaútgáfu af Velvet
Underground „slagaranum",
„Run, run, run,“ en tólftomman
inniheldur einnig „læf“ útgáfu af
Rolling Stone laginu „Paint it
black" og „Friction" eftir hljóm-
sveitina Television.
Primitives hafa einnig sent frá
sér dvergskífu með laginu
„Crash". Er þettafjórða smáskífa
sveitarinnár og hvíslaði að okkur
lítil fluga, að breiðskífu væri að
vænta frá þessari efnilegu ung-
liðasveit í mars eða apríl.
Housemartins eru að spekú-
lera í að halda útfarartónleika
sína á heimaslóðum í Hull á Eng-
landi innan skamms. Blóm og
kransar eru vinsamlegast af-
þakkaðir.
Stanglers hafa sent frá sér
hljómleikaplötu sem ber heitið
„All Live and All of the Night" og
inniheldur hún 13 sýnishorn af 11
ára starfsferli sveitarinnar.
Profab Sprout hafa loksins
látið heyra í sér eftir 2 ára þögn
(sem hafði nærri sent undirritaða
í gröfina), með því að senda frá
sér lagið, „Cars and girls". Lag
þetta er undanfari þriðju breið-
skífu sveitarinnar sem kemur út í
næsta mánuði og nefnist „From
Langley Park to Memphis".
Fyrrum prakkarinn úr Smiths,
Stephen Morrisey hefur nú sent
frá sér sína fyrstu sóló smáskífu
sem heitir „Suedehead". Lagið
er samið af Morrisey og Stephen
Street og er þetta undanfari
breiðskífu sem þeir félagar
hyggjast senda frá sér með vor-
inu.
Madness hafa ákveðið að
koma saman að nýju eftir nokkrar
mannabreytingar. Hljómsveitin
hefur þó gert byltingarkenndar
breytingar á nafni sínu og ákveð-
ið að bæta hinum fádæma sjald-
gæfa „THE“-greini fyrir framan
það. Þessi „nýja“ sveit hefur
tekið upp fyrstu breiðskífu sína,
en undanfari hennar verður smá-
skífa sem gefin verður út 7. mars
næstkomandi.
Um þessar mundir er mjög í
tísku aö sulla saman hinum
ólíkustu tónlistarstefnum svo
úr verða hinarfurðulegustu
blöndur og má þar nefna
stefnureinsog;Soul-popp,
djass-popp, sýru-pönk,
sækadelíu-popp, og svo það
nýjasta, steinaldarrokk, sem
virðistvera einhverskonar
„heví“ blanda af rokki og
pönki. Enfyrirumþaðbil4
árum kom fram sveit sem spil-
ar ansi hreint frumlega blöndu
af pönki og írskri þjóðlagatón-
list, en það er hljómsveitin
The Pogues.
Sveitin er írsk að uppruna og
inniheldur (þessa stundina) 8
bjórþambara og villimenn sem
eiga það sameiginlega áhugamál
að glamra á hina þjóðlegustu
hljóðgjafa við hin ýmsu tækifæri.
Þegar hljómsveitin kom fyrst
fram á pöbbum á írlandi vakti
hún mikla athygli fyrir ófágaðan
og kröftugan flutning á þjóð-
legum lögum; ásamt því að útlit
Shane McGovan, söngvara og
forsprakka sveitarinnar, þótti í
meira lagi sjokkerandi. Gekk
það svo langt, að þegar breska
tannlæknafélagið sá hina óhugn-
anlegu sviðakjamma hans, var
því svo brugðið að það bauðst til
þess að lagfæra góminn, honum
að kostnaðarlausu. En Shane af-
þakkaði gott boð þar sem hann
áleit að það gæti skaðað ófágaða
rödd hans.
í maímánuði 1984 gerðust The
Pogues svo djarfir að gefa út á
eigin ábyrgð lagið „Dark streets
of London“ á dvergskífu. Vakti
þessi vasklega framganga þeirra
athygli breskra útgáfufyrirtækja
og aðeins fáum dögum síðar
undirrituðu The Pogues samning
við Stiff records. Upptökur hóf-
ust nú á fyrstu breiðskífu sveitar-
innar, sem var útgefin í septemb-
er sama ár og nefndist Red Roses
For Me“. Tónlist The Pogues
svipar nokkuð til hinnar virtu
þjóðlagasveitar The Dubliners,
en er á allan hátt villtari og
kröftugri, sem er bein afleiðing af
því að meðlimir sveitarinnar voru
pönkarar á árum áður. Þessi
frumburður sveitarinnar fékk al-
mennt jákvæðar viðtökur og þótt
ljóst hafi verið að ekki væri um
neitt meistaraverk að ræða, þótti
skífa þessi lofa góðu um ’fram-
haldið.
Meðal þeirra sem hrifust af
tónlist sveitarinnar var enginn
annar en Gunni Þórðar þeirra
Englendinga, sjálfur Elvis Cos-
tello, en engu minni hrifningu
sýndi hann bassaleikara sveitar-
innar, Cait O’Riordan (sem er
kvenmaður). Til að geta dvalið
flestum stundum í návist hennar,
tók hann að sér að annast upp-
tökur á 2. breiðskífu The Pogues
sem gefin var út í ágústmánuði
1985. Platan hlaut hið ruddalega
nafn „Rum, Sodomy and the
Lash“, en þrátt fyrir það er hér
um mun fágaðri grip að ræða en
fyrri skífu sveitarinnar. Að okkar
mati var um þó nokkra framför í
lagasmíðum að ræða og á snill-
darleg „pródúserun“ (hljóð-
blöndun) Elvis Costello einnig
stóran þátt í auknum gæðum
þessarar skífu. Sem fyrr eru lag-
asmíðarnar á þjóðlegu nótun-
um“, og á plötunni má finna
nokkra gamla írska „pöbba-
slagara" eins og „Dirty old town“
og „The Band Played Waltzing
Mathilda". Skömmu eftir út-
komu „Rum, Sodomy and the
Lash“, gerðust örlagaríkir at-
burðir innan sveitarinnar: Elvis
Costello gerði sér lítið fyrir og
kvæntist hinni tælandi Cait O’Ri-
ordan, bassaleikara sveitarinnar,
og Shane McCowan var nær
dauða en lífi, eftir að óforskamm-
aður leigubílstjóri gerði sér lítið
fyrir og keyrði hann í klessu.
Vegna þessara ógurlegu atburða
var The Pogues í lamasessi næstu
mánuði, eða allt þar til í ág-
ústmánuði árið 1986, þegar þeir
sendu frá sér lagið „Haunted“ úr
kvikmyndinni, „Sid and Nancy“.
Á tólftommunni er einnig að
finna lagið „Hot dogs with ever-
ything,“ sem upphaflega var sam-
ið fyrir þessa sömu kvikmynd.
Þótti framleiðendum myndarinn-
ar texti lagsins ekki vera innan
velsæmismarka, svo ákveðið var
að það yrði ekki inni í myndinni.
Fyrir nokkrum dögum sendu
The Pogues svo frá sér sína þriðju
breiðskífu og ber hún heitið, „If I
should fall from Grace with
God“. Þessi plata er án efa sú
besta sem The Pogues hafa sent
frá sér, og með henni hafa þeir
skipað sér í hóp með bestu hljóm-
sveitum okkar samtíma, en í
næsta helgarblaði verður þessi
plata krufin til mergjar.
Sgt. Pepper var
góðkunningi
föður míns
Orri Jónsson og Rúnar Gestsson skrifa
DISKÓGRAFÍ
Útgefnar plötur The Pogunes til þessa
Hið virta breska tónlistartíma-
rit New Musical Express stendur
um þessar mundir fyrir endur-
vinnslu hinnar margumtöluðu
bítlaplötu, „Sgt. Pepper’s Lonely
Hearts Club Band“, undir nýju
nafni: „Sgt. Pepper knew my fat-
her“. Ekki munu þó Bítlamir
sjálfir flytja lög sín (ekki heldur
Bee Gees), heldur er það hópur
virtra nýbylgjusveita og skörunga
sem munu sjá um flutninginn.
Farandtrúboðinn Billy Bragg
mun flytja lagið „She’s Leaving
Home“, Iagið „Getting Better"
verður flutt af nýliðasveitinni The
Wedding Present og ástralska
hljómsveitin The Triffids spreytir
sig á John Lennon „slagaranum“,
„Good Morning, Good Morn-
ing“, einnig má finna framlag
söngkonunnar Michelle Shocked
og fleiri góðra manna. En án efa
verður eflaust einna áhugaverð-
ast að heyra The Fall syngja og
leika lagið „A Day in The Life“
og bandarísku framúrstefnusveit-
ina Sonic Youth reyna við George
Harrison lagið, „Within You,
Without You“.
Ef einhver girnist gripinn getur
sá hinn sami fundið allar upplýs-
ingar í tveimur síðustu tölu-
blöðum breska tónlistartímarits-
ins NME.
Smáskífur
Maí 1984 Dark streets of London........(Pogue Mahone PM1)
Jún 1984 Dark streets of London...............(Stlff BUY 207)
Okt 1984 The Boys f rom the country hell......(Stiff BUY 212)
Mar 1984 A Pair of brown eyes.................(Stlff BUY 220)
Jún 1985 Sally MacLannane.....................(Stlff BUY 224)
Ágú 1985 Dirty old town.......................(Stiff BUY 229)
Feb 1986 Poguetry in motion EP...............(Stiff BUY 243)
Ágú 1986 Haunted................................(MCA1084)
Mar 1987 The Irish rover (ásamt Dubliners)...(Stiff BUY 258)
Nóv. 1987 Fairytale of New York........(Pogue Mahone NY 7)
Feb 1988 If I should fall from grace with god .... (Pogue Mahone NY?)
Breiðskífur
Sep 1984 Red roses for me.....................(Stiff SEEZ 55)
Ágú 1985 Rum, sodomy and the lash.............(Stiff SEEZ 58)
Jan 1988 If I should fall from Grace with God (Pogue Mahony NYR1)
Sunnudagur 21. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - s(pA 17