Þjóðviljinn - 21.02.1988, Page 19

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Page 19
Ný aðferð við lœkningu Parkinsonveiki Mexíkanskir lceknar hafa fiutt heilavef úr fóstri í heila Parkinsonsjúklinga með árangri Mexíkanskir læknar hafa flutt heilavef úr fóstri í heila sjúkl- inga með Parkinsonveiki á háu stigi og náð umtalsverðri lækningu. Frá þessu er skýrt í janúarhefti vísindaritsins New England Jour- nal of Medicine, þar sem dr. Ign- acio Madrazo og félagar hans segja frá undraverðum bata sem fimmtugur karlmaður og 35 ára gömul kona hlutu eftir frumu- flutninginn. Sjúklingarnir höfðu báðir haft veiki þessa á háu stigi um árabil og voru háðir daglegri hjúkrun. Parkinsonveiki orsakast af skorti á efninu dopamin í heilan- um. Efni þetta myndast í þeim hluta heilans sem kallast Su- bstantia nigra í miðheilanum (sjá mynd) og gegnir mikilvægu hlut- verki við miðlun taugaboða. Ef framleiðsla efnisins er ekki nægi- leg kemur það fram í vöðvatitr- ingi, ósjálfráðum hreyfingum eða stífum vöðvum og í alvarlegum tilfellum geta sjúklingar orðið ó- færir um að hreyfa sig. Læknarnir notuðu 13 vikna ga- malt fóstur, sem móðirin hafði misst við fósturlát, til lækningar- innar og tóku úr heila þess efni það sem heitir substantia nigra auk þess sem nýrnahetturnar voru einnig teknar, en þær mynda hormón sem örvar dop- aminmyndun. Efnið substantia nigra var sett í þann hluta heilans sem stjórnar hreyfingum og kall- aður er Nucleus caudatus og nýrnahettur fóstursins voru sett- ar á sama stað í heila konunnar. Eftir aðgerðina hafa báðir sjúklingarnir nú snúið heim til sín og sjúkdómseinkenni Parkinson- veikinnar hafa að sögn læknanna stórlega minnkað. Stjórnlaus vöðvatitringur er nær hættur, báðir sjúklingarnir geta aftur skrifað, klætt sig og hlaupið um. Aðgerð þessi hefur vakið ýms- ar siðferðilegar spurningar. Læknavísindin hafa fyrir löngu sýnt að auðveldara er að flytja frumur úr fóstri en fullvaxinni manneskju yfir í annan líkama. Fósturfrumur vaxa hraðar, vekja síður höfnunareinkenni. Flins vegar hefur verið bent á að lækni- ngar af þessu tagi geti orðið ti- lefni verslunar með lifandi fóstur. Læknarnir í Mexíkó svara þeirri gagnrýni á þann hátt að þeir segj- ast aðeins vilja nota látin fóstur til lækninganna og eingöngu með samþykki foreldra fóstursins. Segja þeir að andlát fóstursins hafi verið staðfest áður en þeir tóku vefinn, og sömuleiðis hafi samþykki beggja foreldra þess legið fyrir, enda þótt slíkt hefði ekki verið nauðsynlegt sam- kvæmt mexíkönskum lögum. Læknarnir segjast reiðubúnir að framkvæma fleiri aðgerðir af þessu tagi en það sé undir ytri aðstæðum komið hvenær það verði hægt. Læknar hafa einnig bent á aðra hættu. sem fylgt geti frumuflutn- ingum af þessu tagi. Oft stafa fósturlát af því að fóstrið hefur haft erfðagalla, og slíkur vefur getur haft hættu í för með sér fyrir frumuþegann. Læknarnir í Mex- íkó gerðu sér einnig grein fyrir Parkinsonsjúklingar hafa ekki stjórn á hreyfingum sínum vegna þess að skortur myndast á efninu dopamin í heilanum. Dopamin er efni sem greiðir fyrir taugaboðum og myndast í “suPstantia nigra" í heilastúkunni (thalamus). Mexíkönsku læknarnir fluttu „substantia nigra'' úr 13 vikna fóstri í þann hluta heila sjúklinganna sem kallast Nucleus caudatus á lat- ínu. Frumuflutningurinn endurvakti hreyfigetu sjúklingsins. Sömu lækningaráhrif urðu af því að flytja nýrnahetturfóstursins í sömu heila- stöðvar parkinsonsjúkrar konu. Nýrnahetturnar framleiða einnig hor- món sem greiða fyrir taugaboðum. Læknarnir hafa hins vegar gert úr konu sem hafði áður misst sér vonir um það að í framtíðinni fleiri fóstur vegna veiklunar í verði hægt að rækta umræddar legi. Líkur voru því miklar á að fósturfrumur og sækja þannig fósturlátið hafi stafað af veikleika efni til ígræðslu úr frumuræktun á móður en ekki fósturs. heilbrigðum vef. ólg /Die Zeit þessari hættu og völdu því fóstur Risaeðlur í belgískri kolanámu Forsögulegar dýraleifar í þús- unda tali bíða þess að vera grafnar úr jörðu í kolanámunni Bernissar í Belgíu. Steingerv- ingafræðingarfundu þegar árið 1878 29 heilar og vel varðveittar beinagrindur af risaeðlunni Iguanodonen í námunni auk leifa lítilla krókó- díla, skjaldbaka og hluta af beinagrind úr annarri tegund risaeðlu. Uppgreftri ástaðn- um var síðan hætt af lögfræði- legum og pólitískum ástæð- um, en nú hyggjavísinda- menn á frekari uppgröft, þar sem talið er að í námunni sé að finna þúsundir vel varð- veittra dýraleifa f rá forsögu- legum tíma. var allt að 5 metra há og 9 metra Leifarnar liggja í leirlagi á 322- löng frá höfði til hala. Hún gekk á 365 m dýpi undir yfirborði jarðar. afturfótunum, studdi sig við sver- Risaeðlan Iguanodonen lifði an halann og lifði á jurtum. fyrir 69-135 miljón árum. Hún Miðað við það magn sem Steingerv- ingafræð- ingar reikna með að finnaþús- undir Peina- grindaaf risaeðl- unni og- uanodon- ensem hér sóstá botni kola- námunnar í Bernissar fannst við uppgröftinn 1878 er Vísindamennirnir leita nú fjár búist við að í námunni sé að finna til framkvæmdanna, en kostnað- þúsundir forsögulegra dýraleifa ur við uppgröftinn mun skipta og steingervinga af forsögulegum hundruðum miljóna króna. jurtum. ólg./IHustreret videnskab Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 36.900.- stgr. FC-5 kr. 39.900.- stgr. Skrifvélin simi 685277 Canon Rétti tíminntil reiknivélakaupa. Mikið úrval. Lækkað verð. krifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S:685277 - 685275

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.