Þjóðviljinn - 05.03.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Page 5
Nýgerðir kjarasamningar úr Garðastræti hafa fengið óblíðar viðtökur á fundum þeirra félaga sem enn hafa um vélt. Tvö af hverjum þremur félögum hafa fellt samninginn, og svipað hlut- fall er uppi þegar lagðar eru sam- an atkvæðatölur frá fundunum. Petta er einhver allra harkaleg- asta útreið sem samningar hafa fengið í elstu manna minnum. Um helgina verða samningarn- ir afgreiddir í flestöllum þeim fé- lögum sem enn eiga eftir að kveða upp dóm sinn, en þær nið- urstöður sem þegar hafa fengist eru afar athyglisverðar og gefa ýmsar vísbendingar. Andstaðan við samningana er miklu öflugri en menn óraði fyrir, og atburðir síðustu viku hafa nánast hlaupið frammúr þeim sem gerst þykjast vita, ekki síst þeim sjálfum mönnum sem samningana gerðu. Þegar niðurstöður atkvæða- greiðslu á fundunum eru athug- aðar allar saman kemur í ljós að andstaðan við samningana er víð- tæk. Þau félög sem fella samning- ana gera það yfirleitt með mikl- um atkvæðamun, og alstaðar þar sem samningarnir hafa verið samþykktir kemur fram veruleg andstaða, svo mikil í Dagsbrún og Hlíf að á öðrum staðnum kom upp ágreiningur um talninguna, á hinum voru greidd atkvæði tvisv- ar. Það segir líka sína sögu að samningarnir eru felldir í þremur stórum félögum þarsem forystu- menn hafa lengi verið tengdir Al- þýðuflokknum, þótt kratar í verkalýðshreyfingu og ríkisstjórn hafi verið einir helstu hvatamenn að samningagerðinni. Síðan blasir við að kjarna and- stöðunnar við samningana er að finna meðal fiskverkafólks. Þar sem fiskverkafólk myndar upp- istöðu í félögunum eru samning- arnir kolfelldir, og fiskverkafólk flykkir sér neimegin í þeim fé- lögum sem að lokum hafa sam- þykkt. En andstaðan er þó víð- tækari, einsog sjá má á Dags- brúnartölunum þarsem fleiri koma sýnilega við sögu en kapp- arnir úr frystihúsunum, og enn skýrar kemur það í ljós í „land- luktu“ félögunum á Hellu og Sel- fossi, en verkafólk þar um slóðir býr raunar, þegar allt kemur til alls, við sviplík láglaunakjör og félagar þess við ströndina, kjör sem ekki voru í samningunum bætt með neinum sérsamningum einsog hér og þar á Reykjavíkur- svæðinu. Niðurstöðurnar í einu félagi hafa óhjákvæmilega áhrif á næsta félag. Ekki er að efa að hitinn frá Dagsbrúnarfundinum á mánu- daginn hefur hvesst andstöðuna hjá þeim sem á eftir komu, - enn einusinni hafa Dagsbrúnarmenn gefið tóninn, þótt með öðrum hætti væri en forystumenn á þeim bæ ímynduðu sér. Þessi sterki straumur eykur líkur á að mjög mörg þeirra félaga sem funda um helgina hafni samningunum. Sennilega þeim mun ákafar sem forsvarsmenn samninganna koma oftar grátbólgnir í fjölmiðl- ana. Þjóðarsáttin gjaldþrota Þótt atburðarásin í þessari viku hafi á ýmsan hátt komið á óvart reyna menn eðlilega að finna skýringar. Formaður Verka- mannasambandsins hefur til dæmis bent á matarskattinn, gengisfellinguna, hækkun bfla- trygginga, umræðu um gífurleg forstjóralaun, nú síðast stjarn- fræðilegar tölur í launaumslagi Guðjóns B. Ólafssonar SÍS- stjóra, en SÍS er einmitt annar af tveimur viðsemjendum verka- manna gegnum Vinnumálasam- bandið. Hér í Þjóðviljanum hefur verið bent á undarlegt misræmi milli samningsniðurstöðunnar annars- vegar og hinsvegar yfirlýsinga og framgöngu forystumanna VMSI vikurnar og mánuðina fyrir samningana. Einnig hefur verið bent á að leyndin í lokaviðræðun- um sjálfum og hinn táknræni fundarstaður hafi haft sitt að segja, bæði um samningsniður- stöður og samningsviðtökur, og ekki síður það að ýmsir helstu oddvitar launamanna virðast þjást af svo sjúklegum fjölmiðla- ótta að þeir ná ekki til umbjóð- énda sinna nema endrum og eins, meðan atvinnurekendur og ráð- herrar ýmist steyta hnefa eða gráta af sér andlitið (fréttatímum og á forsíðum. Að auki eiga hér auðvitað ólítinn þátt flokkspólitískir hags- munir Alþýðuflokksins sem reynir að telja sér og öðrum trú um að hann sé að búa til velferð- arþjóðfélag í samvinnu við Þor- stein Pálsson og SÍS, en því þús- undáraríki virðist ætlað að spretta úr síaukinni skattheimtu og á sér sjáanlega þær forsendur að halda láglaunahópunum sem allra lengst niðri. Það má efalaust tína til ýmsar fleiri skýringar sem byggjast á gangi samningaviðræðnanna og undanfara þeirra, á viðburðum síðustu daga, vikna og mánaða. Með slíku lagi er hinsvegar hætt við að mönnum sjáist yfir þær or- sakir sem kynnu að rista dýpst, og liggja í djúpstæðri óánægju margra launamanna með kjara- og samningastefnuna síðustu fjögur til fimm ár, og raunar enn lengra aftur í tímann, kjarastefnu sem ranglega hefur verið kennd við þjóðarsátt. Á fundum VMSÍ-félaganna þessa daga eru menn ekki ein- ungis að greiða atkvæði gegn nýju samningunum úr Garða- strætinu, heldur einnig gegn vinnubrögðum sem leitt hafa til þess að litið er á láglaun sem nátt- úrulögmál og hafa skapað fimmtánfaldan launamun í landinu. Þeir eru að greiða at- kvæði gegn þeirri hagfræði sem kennir að launamenn eigi að bera byrðar af búmmertunum í land- stjórn og fyrirtækjarekstri, gegn samningum um að fórna kjara- bótum fyrir óskýr loforð um al- mennar úrbætur, úrbætur sem stundum eiga fátt skylt við hagsmuni launamanna, loforð sem allajafna eru svikin. Lög um lágmarkslaun Fundirnir í vikunni benda til þess að launamenn séu reiðubún- ir að binda enda á Garðastrætis- skeiðið í kjaramálum undanfar- inna ára, leggja niður það „kjara- málaráðuneyti“ sem samningaf- undirnir þar ásamt skrifstofum „aðila vinnumarkaðarins" hafa myndað, og tekur meira mið af svokölluðum þörfum atvinnu- vega og duttlungum ríkisstjórna en af búreikningum heimilanna, lífi fólksins í landinu. Það verður að leita nýrra leiða. Þáttur í slíkri endursköpun gæti verið að lögbinda lágmarkslaun, sem hefur mistekist hvað eftir annað að hífa upp við samninga- borðið. Það þarf einnig að athuga þá tillögu Stefáns Jónssonar sem formaður Alþýðubandalagsins hefur nýlega endurvakið, að ákvarða einnig launamun með þaki á hæstu laun og skapa þann- ig samningsramma fyrir viðsemj- endur um laun. Laun verða að duga fyrir venjulegri framfærslu, en það þarf líka að hefja upp kröfu sem snýr að kjörunum í víðara sam- hengi og á að hljóma bæði á fag- legum vettvangi og pólitískum, kröfu um mannsæmandi kjör. Slík krafa felur meðal annars í sér styttingu vinnutímans og aukna velferð fjölskyldunnar, hún snýr að aðbúnaði barna og aldraðra, að áhrifum launafólks á vinnu- stöðum, að pólitískum völdum þess í landinu. Samningarnir og viðtökur þeirra hljóta einnig að beina sjónum að því brýna verkefni að endurskipuleggja alla hreyfingu launafólks, skapa þar nauðsyn- lega samstöðu, eyða sem verða má þeirri sífelldu tortryggni milli bræðrahópa sem nú er uppi, væða hana lýðræði í stað sam- tryggingar, flokkahæðis og smák- óngaveldis. Hvað gerist nú? Það er sumsé ekki ólíklegt að viðtökur samninganna nú marki þáttaskil, að við séum á leiðinni inní nýja tíma í kjaramálum. Þessar aðstæður gera það líka að verkum að félögin sem ákváðu að fella Garðastrætissamningana nýju hljóta að athuga sérstaklega vel sinn gang um framhald kjara- deilunnar. Hugsanlegt er að fela forystu Verkamannasambandsins að halda viðræðum áfram, þeirri sömu og skrifaði undir hina felldu samninga, og einnig hafa heyrst spár um að samningamálin endi í höndum heildarsamtakanna, ASÍ, og yrði þá samflot við versl- unarmenn, Iðju og fleiri. Þessir kostir hafa báðir þann galla að hætt er við að samning- arnir rynnu fljótlega í gamla Garðastrætisfarið. Það liggur einnig nærri að hver reyni fyrir sig á heimaslóðum, og mundi þá sennilegt að fram næð- ust „staðbundin" baráttumál að einhverju marki, sum mikilvæg. Fljótt á litið virðist þessi leið að því marki ógreið að atvinnurek- endur nytu samstöðu sinnar en verkalýðsfélögin hefðu lítinn styrk hvert af öðru og næðu varla fram teljandi almennum kjara- bótum. Þriðji kosturinn er nú í umræð- um manna á milli í félögunum, sá að þau félög sem felldu samning- inn sameinist í nýjum viðræðum með verkfallsvopnið tiltækt, ann- aðhvort félögin öll eða þau sér sem einkum eru skipuð fisk- verkafólki. Slík samstaða gæti hugsanlega einnig náð til félaga sem ekki sömdu með VMSÍ um daginn, til dæmis til Sóknar í Eyjum og Vöku á Siglufirði. Þessar hugmyndir eru bæði eðlilegar og athyglisverðar. Slíkt samflot kynni að njóta tilstyrks frá öðrum félaga, þar á meðal nokkurra þeirra sem samþykktu naumlega, og með þessum hætti væri hægt að krækja í kringum þær keldur sem fyrri samninga- viðræður lentu í til að knýja fram umtalsverðar kjarabætur. Samstarf þessara félaga í nýj- um samningum mundi færa þeim dýrmæta reynslu til framtíðar. Það yrði jafnframt prófsteinn á væntanlega samvinnu þeirra, hvort heldur í nýrri fiskvinnslu- deild Verkamannasambandsins eða sjálfstæðum samtökum fisk- vinnslufélaganna. Verði þessi kostur ofaná kynni einnig að verða bjartara yfir þeirri nýsköpun í kjaramálum sem óskað var hér að ofan, - vegna þess að í félögunum sem felldu samninginn er helst að vænta þeirra nýju hugmynda, þess kjarks og þess þróttar sem undanfarið hefur skort svo sár- lega í hreyfingu launafólks. Mörður Árnason Laugardagur 5. mars 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5 Eftir því sem næst verður komist hafa samningarnir nú verið af- greiddir á fundum í sextán verkalýðsfélögum. Fimm þeirra hafa sam- þykkt samningana, ellefu félög hafa fellt hann. Samtals hafa 659 félagar greitt atkvæði með samningnum, 1211 hafa greitt atkvæði gegn honum. Úrslit i einstökum félögum: með móti Dagsbrún, Reykjavík 240 217 samþ. Framsókn, Reykjavík 113 134 fellt Stjarnan, Grundarfirði 1 37 fellt Eining, Eyjafirði 109 348 fellt Vlf. Stöðvarfjarðar 12 26 fellt Jökull, Höfn 3 83 fellt Rangæingur, Hellu 2 26 fellt Þór, Selfossi 4 70 fellt Vlf. Vestmannaeyjum 6 17 fellt Vlf. Grindavík 37 42 fellt Vl-sjómf. Miðneshreppi 30 18 samþ. Vl-sjómf. Gerðahreppi 6 13 fellt Vl-sjómf. Keflav./Njarðv. 29 18 samþ. Verkakvf. Keflav./Njarðv. 37 25 samþ. Hlíf, Hafnarfirði 33 32 samþ. Framtíðin, Hafnarfirði 8 94 fellt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.