Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 8
....- , —11 ■í
Dagvistun fatlaðra barna -
Fötluöu börnin fara
á biðlista
Þaö er Ijóst að sú dagvistun
sem í boði er fyrir fötluð börn
er engan veginn fullnægjandi
og að henni er ekki sinnt sam-
kvæmt því sem lögin segja til
um.
Þetta sagði Stefán
Hreiðarsson, forstöðumaður
Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins fyrir fötluð
börn, en stöðin er til húsa við
Sæbraut á Seltjarnarnesi og
hefur það hlutverk að greina
getu og vangetu barna sem
ekki aðlagast dagvistar- og
skólakerfinu meðeðlilegum
hætti og finna þessum börn-
um stað í kerfinu, þar sem
hægt er að mæta þörfum
þeirra.
Fyrir utan þá biðlista sem nú
eru eftir lögboðinni dagvist fyrir
þessi börn frá tveggja ára aldri,
þá finnst okkur hér að nauðsyn-
legt sé að mörg fötluð börn fái
dagvist frá eins árs aldri, sagði
Stefán.
Hvaöa börn eru það sem hér um
rœðir?
Þetta eru börn sem ýmist eru
hreyfihömluð eða hafa aðra
líkamlega eða andlega fötlun eða
hvorttveggja. Þetta eru börn sem
hafa sérstakar og einstaklings-
bundnar þjálfunarþarfir sem hið
almenna dagvistarkerfi fær ekki
fullnægt án sérstakrar aðstoðar.
Hér á Reykjavíkursvæðinu eru
nú í boði tvær leiðir fyrir þessi
böm: annars vegar er framboð á
10 dagvistarplássum á sérdeild
fyrir fötluð börn að Múlaborg.
Hins vegar er sérstakt stuðning-
skerfi fyrir fötluð börn á hinum
almennu dagheimilum, þar sem
þroskaþjálfí, fóstra eða annar
starfskraftur fylgir viðkomandi
barni til stuðnings. Menntamála-
ráðuneytið greiðir 1-2 klst. af 4
fyrir slíka séraaðstoð eftir að-
stæðum.
Hvar er þörfin fyrir úrbcetur
brýnust?
Það hefur sýnt sig að þetta kerfi
fullnægir á engan hátt þeirri þörf
sem er fyrir hendi. í fyrsta lagi
vantar fleiri sérdeildarpláss fyrir
þau börn sem við sjáum að muni
ekki geta aðlagast venjulegum
leikskóla. í öðru lagi þurfa þau
börn sem fá pláss á dagheimilun-
um oft að bíða mánuðum saman
eftir því að komast inn þar sem
ekki fæst starfskraftur til þess að
veita þeim þann sérstuðning þar,
sem þau hafa þörf fyrir.
í þriðja lagi þarf að mæta þörf-
um flestra þessara barna fyrr en
nú er gert og taka þau inn á dag-
heimili eða dagvist þegar þau eru
orðin eins árs.
Þetta er nauðsynlegt bæði
vegna barnanna og foreldranna.
Það er mikilvægt fyrir þessi börn
að þau fái markvissa þjálfun þeg-
ar frá upphafí.
Þjóðfélagið gerir ráð fyrir því
nú til dags að báðir foreldrar
vinni úti, og foreldrar þessara
barna verða að gera það ekki
síður en aðrir.
Yfirleitt er ekki hægt að nýta
dagmömmukerfið fyrir þessi
börn, þar sem þau þurfa sérhæfða
og krefjandi umönnun.
Þá má einnig segja að það sé
nægilega krefjandi reynsla fyrir
foreldra að eiga þroskaheft börn
þó að það bætist ekki ofan á að
þeir þurfi að eiga í stríði við kerf-
ið árum saman.
Hvaða aðili er það sem á að sjá
til þess að þessari brýnu þörf sé
fuUnœgt?
Í26. grein laga um málefni fatl-
aðra frá 1983 segir að „sveitarfé-
lög útvega rými fyrir fatlaða á
dagvistarstofnunum fyrir börn-
...og koma á fót sérdeildum..."
Við teljum því að hin lagalega
Steíán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
ábyrgð á þessu máli hvíli á dag-
vistarstofnunum. Og samkvæmt
okkar skilningi á Iögunum eiga
þessi börn lagalegan forgangsrétt
á dagvistun.
Hvernig er þessum málum hátt-
að úti á landsbyggðinni?
Böm á landsbyggðinni koma
til okkar í greiningu eins og önnur
börn, og við höfum reynt að
koma þeim fyrir á dagheimilum
þar með sérstuðningi. Það hefur
sýnt sig að sveigjanleiki hefur
verið meiri í þessum málum úti á
iandi, og vandamálið er því erfið-
ast hér í Reykjavík.
Hversu stór er þessi vandi í
tölum talinn?
Það fer eftir því hvernig á málið
er litið. Nú eru kannski 10-15
böm sem bíða eftir sérdeildarúr-
ræði. Þessi biðlisti er nokkuð
stöðugur, þannig að þegar rætist
úr fyrir einum þá er venjulega
annar eða fleiri komnir á listann.
Þá eru nú kannski 10-20 minna
fötluð börn á biðlista eftir því að
komast inn á almennu dagheimil-
in. Vandi þeirra tengist stærra
máli sem er skortur á sérhæfðu
starfsfólki við dagheimilin al-
mennt. Þótt börnin hafi fengið
úthlutað plássi á þessum dag-
heimilum þurfa þau oft að bíða
mánuðum saman vegna þess að
ekki fæst fyrir þau stuðningsfólk.
Og það gegnir sama máli um
þennan biðlista, það bætist
stöðugt við hann þótt einhverjar
úrlausnir fáist.
f þriðja lagi má segja að hluti
vandans felist í því að mæta þarf
þörfum allra þessara barna ári
fyrr en nú er gert.
Getur þú sagt okkur dœmi af
vanda sem fólk hefur lent í vegna
skorts á þjónustu við fötluð börn
þess?
Jú, dæmin eru auðvitað fjöl-
mörg um foreldra sem hafa þurft
að standa í baráttu við kerfið
mánuðum og árum saman til þess
að fá þessa sjálfsögðu þjónustu
fyrir börn sín. Ég get til dæmis
nefnt foreldra sem eiga þroska-
hefta stúlku, sem nú er 5 ára. Þau
bjuggu í Kópavogi, þar sem
stúlkan hafði dagheimilispláss
með stuðningi frá 2 ára aldri þar
til foreldrarnir fluttu til Reykja-
Algengt er aðfötluð
börn komist ekki inn
á dagheimili fyrr en
þau eru orðin þriggja
ára þótt þau hafi laga-
legan forgang, segir
Stefán Hreiðarsson
forstöðumaður
Greiningar- og ráð-
gjafastöðvar ríkisins
fyrirfötluð börn
víkur, þegar stúlkan var 3 ára. Þá
var strax sótt um dagheimilispláss
með sérstuðningi og þurftu for-
eldrarnir að bíða eitt og hálft ár
eftir því að fá pláss. Vistun á dag-
heimilinu fékkst þó ekki nema
slitrótt fyrstu mánuðina vegna
skorts á starfsfólki, og sérstuðn-
ingur fyrir stúlkuna hefur ekki
fengist fyrr en nú í febrúar. Þetta
er ljót saga en því miður dæmi-
gerð fyrir marga foreldra. Það má
segja að algengt sé að fötluð börn
komist ekki inn á dagvist fyrr en
þau eru orðin þriggja ára, þótt
brýn þörf hafí verið á slíku plássi
tveimur árum fyrr.
Er skortur á faglœrðu fólki tU
þess að annast þessi bönt?
Ég er ekki viss um þáð. Við
eigum nefnilega heilmikið af
menntuðu starfsfólki sem skilar
sér ekki í störfin. Svörunin við
auglýsingum Dagvistar er ekki í
samræmi við þann fjölda sem
hlotið hefur sérmenntun á þessu
sviði. Það fólk fer heldur í störf
sem eru ekki eins krefjandi til-
finningalega og miklu betur borg-
uð. Til dæmis afgreiðslustörf í
Kringlunni! Það hvarflar stund-
um að manni að kannski þurfí að
skella á efnahagskreppa til þess
að þessum málum verði kippt í
lag, því reynslan sýnir, að ég
held, að aldrei hefur meira verið
gert fyrir þá sem minna mega sín
en einmitt þegar harðnar á daln-
um.
-61g.
Böm sem
greinastmeð
tíkamlega
eðaanðkga
jödun þurfa
að bíða íl-2
áreftirþvíað
fáplássá
dagheimiti
eðaásér-
detid
Við ætluðum ekki að trúa því,
þegar okkur var sagt að barn-
ið okkarfengi hvergi aðgang
að meðferðarstofnun eða
dagheimili eftir að það hafði
verið greint með alvarlega
andlegaog líkamlegafötlun,
sögðu foreldrarfatlaðs barns
sem bíða nú eftirdagvistar-
plássi fyrir barn sitt, þegar
Þjóðviljinn ræddi við þau nú í
vikunni.
Það kom blaðamanni Þjóðvilj-
ans líka á óvart þegar hann frétti
að svo væri komið íslenska vel-
ferðarkerfinu að fötluðum unga-
börnum væri synjað um þá þjón-
ustu sem þau eiga bæði siðferði-
Iegan og lagalegan rétt til. En
staðreyndin er sú að bæði alvar-
lega fötluð börn og börn sem
þurfa sérstakan stuðning inni á
almenna dagvistarkerfinu þurfa
nú að bíða til þriggja ára aldurs
eða lengur eftir því að fá pláss á
dagheimili þótt þau njóti lagalegs
forgangs frá því að þau eru orðin
tveggja ára og þótt sérfræðingar
haldi því fram að þessarar þjón-
ustu sé þörf strax frá eins árs
aldri. Bæði vegna þess hversu
mikilvæg markviss þjálfun er
fyrir þessi börn á fyrstu aldursár-
unum og einnig vegna foreldr-
anna sem eiga allan rétt á aðstoð
við uppeldi fatlaðra barna sinna.
Þegar leitað er orsaka þessa
ástands í kerfinu verður fátt um
skír og ótvíræð svör. Heldur er
eins og stigið sé á súrdeig sem
gefur eftir í allar áttir, og enginn
kannast við ábyrgð.
Gerður Steinþórsdóttir hefur
nýlega tekið við sem formaður
Svæðisstjórnar um málefni fatl-
aðra í Reykjavík, en samkvæmt
lögunum um málefni fatlaðra frá
1983 ber Svæðisstjórninni að gera
tillögur um þjónustu og samræma
aðgerðir þeirra er með málefni
fatlaðra fara á svæðinu. Gerður
þekkir vanda þennan af eigin
raun, og var því fús til að viður-
kenna hann, einkum hvað varð-
aði mikið fötluð börn. Hún sagði
að Svæðisstjórn um málefni fatl-
aðra hefði gert tillögur um úrbæt-
ur í apríl 1987, en síðan hefði ekk-
ert gerst í málinu. í raun hefði
ekkert verið gert til þess að leysa
þennan vanda síðustu 4 árin,
sagði Gerður.
Deilt um lagalega
skyldu
Um það virðist nokkur ágrein-
ingur á milli borgarinnar og ríkis-
ins hverjum beri að veita þessa
þjónustu. Þannig sagði Bergur
Felixson framkvæmdastjóri Da-
gvistar barna hjá Reykjavíkur-
borg að það væri ekki ótvírætt í
lögum, hverjum bæri að standa
að því að veita þessa þjónustu.
Lögin ætluðust fyrst og fremst til
þess að sveitarfélögin mættu da-
gvistarþörf þeirra barna sem
væru heilbrigð eða gætu haft gott
af því að vera á almennu dag-
heimilunum. Hins vegar væri það
ríkisins að reka meðferðarstofn-
anir. Það hvílir því ekki fortaks-
laus skylda á okkur í þessum efn-
um, sagði Bergur, en hins vegar
hefur borgin gert sitt besta til þess
að mæta þessum þörfum, sérstak-
lega inni á dagheimilunum en þar
eru nú um 90 fötluð börn með
sérstakan stuðning.
Gerður Steinþórsdóttir sagði
hins vegar að það væri ótvírætt
gagnvart lögunum að sveitar-
stjórnum bæri að sinna dagvistun
fyrir öll börn, einnig þau sem eru
fötluð. Sama segir Stefán
Hreiðarsson, forstöðumaður
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar
ríkisins og vitnar í lög um málefni
fatlaðra, 26. grein: „Sveitarfélög
útvega rými fyrir fatlaða á dag-
vistarstofnunum fyrir börn ... og
koma á sérdeildum.." Hins vegar
ber ríkinu að greiða stofnkostnað
þessara stofnana samkvæmt
sömu lagagrein.
Þegar Bergur Felixson var að
því spurður hvort hér væri ríki og
borg að kasta þessum bömum á
milli sín, sagði hann að svo væri
ekki, en hins vegar sagði hann að
ef þeim bæri lagaleg skylda að
sinna þessum málum hjá Dagvist
bama þá hefði hann viljað benda
sínum yfírmönnum á þörfina, en
sú skylda lægi hins vegar ekki
borðföst.
Semsagt: Dagvist barna telur
sig ekki bera ábyrgð á þessu máli
og hefur því eicki farið fram á
fjárveitingu til úrlausnar.
Greiningarstöð ríkisins og Svæð-
isstjórn fatlaðra líta hins vegar
svo á að ábyrgðin hvfli á Dagvist.
Önnur hlið þessa máls er svo
það ástand á dagvistarstofnunum
borgarinnar að þar fæst ekki
starfskraftur vegna krefjandi
vinnu og lélegra launa. Uppeldis-
störf, og þá ekki síst fóstmstörf-
in, eru ekki metin til hárra launa
hjá borginni eins og öllum er
kunnugt, og hefur borgin undan-
farið skotið sér undan ábyrgð á
uppbyggingu dagvistarheimila á
þeim forsendum að ekki fengist
sérmenntað starfsfólk. Þessi
stefna í iaunamálum fóstra bitnar
ekki hvað síst á fötluðum börnum
sem þurfa á sérstökum stuðningi
að halda.
Þegar Gerður Steinþórsdóttir
var að því spurð hvort hún teldi
það ekki hneisu að ekki væri boð-
ið upp á dagvistarpláss fyrir öll
fötluð börn var svarið: „Ég tel
það hneisu að ekki skuli boðið
upp á dagvistarpláss fyrir öll böm
sem á því þurfa að halda.“
Þeim mun meiri er smánin, að
ekki skuli séð fyrir þörfum fatl-
aðra barna í þessu efni. Því verð-
ur ekki trúað að kjörnir fulltrúar í
borgarstjórn láti mál þetta af-
skiptalaust öllu lengur.
-6lg
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mars 1988