Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 10
Þriðja greinin um Þann 8. janúar síðastliðinn skrifaði ég grein hér í blaðið, þar sem vakin var athygli á nokkrum spurningum um utanríkismál, sem Svavar Gestsson hafði bryddaö á í viðtali við Þjóðviljann fyrirára- mótin. Setti ég þarfram nokkrar aökallandi spurning- ar um utanríkis- og öryggis- málastefnu Alþýðubanda- lagsins. Þótt grein þessi hafi greinilega valdið nokkrum titringi og við- brögðum, þá ollu viðbrögð þau sem fram komu hér í blaðinu mér nokkrum vonbrigðum, en þó fyrst og fremst furðu. Því allir þeir sem töldu sig vera að svara grein minni leiddu meðvitað eða ómeðvitað hjá sér þær spurningar sem þar voru lagðar fram, að ég held á einföldu og skýru máli. Þessar spurningar vörðuðu brottför Bandaríkjahers frá ís- landi og úrsögn fslands úr NATO, eða öllu heldur í hvaða alþjóðlega samhengi Alþýðu- ibandalagið hugsaði sér þessi stefnumál, hver væri framtíðar- |sýn þess og hvernig stefna þess samræmdist nýjum aðstæðum í samskiptum austurs og vesturs. Vígbúnaðar- eftirlitið og herstöðin Ég benti á það í grein minni að þróunin í samskiptum austurs og vesturs væri á góðri leið með að gera vígbúnaðareftirlitið að mik- ilvægari öryggisþætti en sjálf vopnin og varpaði fram þeirri spurningu hvort það gæti verið heppilegt framlag íslands til friðar og öryggis í heiminum að allt vígbúnaðareftirlit yrði lagt niður hér á landi, eða hvort taka ætti upp samvinnu við aðra aðila en Bandaríkjamenn um fram- kvæmd slíks eftirlits. Hvers vegna hefur enginn af þeim sem svöruðu tilskrifum mínum, ekki einu sinni Svavar Gestsson, treyst sér til þess að svara þessari spurningu? Alþýðubandalagið hefur að minnsta kosti í orði fylgt þeirri stefnu að Norðurlöndin yrðu lýst kjarnorkuvopnalaust svæði með samningum sem tryggðir yrðu af kjarnorkuveldunum og hernað- arblokkunum báðum. Ljóst er að slíkt samkomulag verður ekki gert nema fram fari eftirlit með framkvæmd þess frá íslandi. Hver á að framkvæma slíkt eftir- lit? Hvernig hugsar Alþýðubanda- lagið sér að væntanlegu samkomulagi hernaðarblokk- anna um takmörkun vígbúnaðar í Norðurhöfum verði framfylgt? Er það liður í „víðtækari þátttöku í að tryggja öryggi og frið" eins og Svavar Gestsson orðaði það, að 10 StoA - WÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mars 1988 girða fyrir allt slíkt eftirlit hér á landi? Ég held að enginn geti af heil- indum svarað slíkri spurningu játandi, og það er með ólíkindum að innan Alþýðubandalagsins skuli það vera talið tilefni brigsl- yrða um svik að vekja athygli á jafn augljósum vanda sem stafar einfaldlega af landfræðilegri stöðu íslands í Norður-Atlants- hafinu miðju. Ég vil hins vegar halda því fram að þeir sem halda fram kröfunni um brottför hers- ins án þess að svo mikið sem huga að því hvert framhaldið skuli vera geri sig seka um annað af tvennu: hreina glópsku, eða þá að krafan sé alls ekki meint í alvöru, heldur sé hún bara upp á punt. Inf-samning- urinn og Evrópa Annað atriði sem ég vakti at- hygli á í grein minni og hafði komið fram í viðtalinu við Svavar Gestsson fyrir áramótin voru þau breyttu viðhorf sem skapast hafa með samningum stórveldanna um eyðingu allra meðaldrægra kjarnorkuvopna. Þótt Birna Þórðardóttir virðist ekki hafa frétt af þessum samningum (sbr. grein hennar „Er nokkuð nýtt í NATO?"), þá gerði Svavar Gestsson sér grein fyrir því að þessir samningar marka tímamót í samskiptum austurs og vesturs og að þeir munu hafa mótandi áhrif á alla öryggismálaumræðu í framtíðinni. Þessir samningar, sagði Svavar, „opna fyrir nýjum viðhorfum og nýjum mögu- leikum, einnig fyrir okkur sem smáþjóð, og geta haft í för með sér að við þurfum að nálgast Evr- ópu markvissar en við höfum gert til þessa. Bæði til þess að koma í veg fyrir að annað hvort stórveld- ið gleypi okkur - eða þau bæði [ sameiginlega - og einnig til þess! að taka þátt í því að styrkja V-| Evrópu almennt í alþjóðlegu; samhengi." Það sem Svavar á væntanlega j við með þessum orðum er að ör-: yggishagsmunir okkar f ari að ein- ] hverju leyti saman með ná- j grannaþjóðum okkar í V-Evrópu \ og þá jafnframt að Inf-samning-i urinn um brottflutning banda-1 risku meðaldrægu eldflauganna j frá Evrópu hafi orðið til þess að : þrýsta Evrópuþjóðunum frekar saman í kröfunni um áframhald-, andi afvopnun og slökun spennu. Og að Alþýðubandalagið eigi að taka þátt í því að styrkja þennan sameiginlega vilja. Alþjóðahyggja eða þjóðernis- hyggja Með þessu er jafnframt gengið út frá því að grundvöllur öryggis- og utanríkisstefnunnar sé alþjóð- legur en ekki þjóðlegur, og að þau markmið sem hún beri að stefna að séu áframhaldandi af- vopnun og slökun spennu. En það þýðir jafnframt að sagt yrði skilið við þá þjóðernisrómantík sem löngum hefur verið rík í Al- þýðubandalaginu og rekja má allt aftur til Bjarna Thorarensen og sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld- inni. Bjarni Thorarensen taldi ís- landi best vörn búin í úfnu hafinu allt í kring og einangrun þess langt í norðri. Nú erum við í þjóðbraut vopnanna og þessar röksemdir duga ekki í öryggis- málaumræðu 20. aldarinnar. í grein minni benti ég á að fljótt á litið virtist það þversögn að ætla sér að gera það tvennt í einu að . styrkja V-Evrópu í alþjóðlegu samhengi og um leið að segja skilið við NATO og girða fyrir allt vígbúnaðareftirlit í N- , Atlantshafinu. Ekki síst á tímum þegar loksins virðist vera kominn samningsgrundvöllur fyrir hern- aðarblokkirnar um frekari fækk- un vopna og virkara vígbúnaðar- eftirlit. Það kann að vera að þetta sé ekki þversögn, en hvorki í viðtal- inu né í síðari skrifum sínum hér í blaðinu hefur Svavar Gestsson leyst úr þessari spurningu. Að vísu sagði Svavar í grein sinni frá 25. janúar að hinar breyttu að- stæður væru enn frekari röksemd fyrir réttmæti kröfunnar um úr- sögn úr NATO, og að hún væri „í betra samræmi við þróunina en nokkrar aðrar tillögur sem uppi eru í alþjóðamálum". Þessi fullyrðing skýrir sig ekki sjálf, og sjálfum finnst mér Svav- ar vera þarna að falla ofan í hug- myndaheim Bjarna Thorarensen og missa af því meginmarkmiði sem utanrikisstefnan hlýtur alltaf að hafa að leiðarljósi: raunveru- legan árangur í eyðingu vopna og minnkun spennu. Eg held til dæmis að tillögur þær sem komið hafa fram innan NATO og Var- sjárbandalagsins um eyðingu allra skammdrægra kjarnorku- vopna séu í betra samræmi við þróunina. Eða tillögur um sam- drátt og jafnvægi í hefðbundnum herafla í Evrópu. Og það er alls ekki sjálfgefið að úrsögn íslands úr NATO við núverandi aðstæð- ur yrði til þess fallin að hrinda þeim mikilvægu áföngum til friðvænlegri heims í framkvæmd. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að frekari árangur í samning- um hernaðarblokkanna um af- vopnun og slökun spennu sé for- senda þess að hernaðarbandalög- in verði í framtíðinni úrelt eða það breytt að við geti tekið nýtt öryggiskerfi, þar sem hvort tveggja sé betur tryggt en nú, fullveldi þjóðanna og samvinna þeirra á milli. Á grundvelli sam- eiginlegra öryggishagsmuna. Það þarf ekki að fjölyrða um það hér í blaðinu hvernig Banda- ríkin hafa á undangengnum ára- tugum notfært sér Atlantshafs- bandalagið í þeim tilgangi að kynda undir vígbúnaðarkapp- hlaiipinu á kostnað Evrópuríkj- anna. Það hefur gerst í krafti þess að Evrópa hefur verið sjálfri sér sundurþykk og í sárum eftir heimsstyrjöldina síðari. Nú eru teikn á lofti um að þarna sé að verða á breyting. Ein forsenda hennar er efling Evrópubanda- lagsins. önnur er þau breyttu viðhorf sem nú eru uppi í Sovét- ríkjunum og hafa til dæmis gert Inf-samninginn um eyðingu með- aldrægu kjarnorkuvopnanna mögulegan. Þriðja og afdrifarík- asta forsendan er kannski sú að nú er komin fram ný kynslóð í álfunni sem er ekki mótuð af styrjaldarárunum að sama skapi og sú sem kynti undir kalda stríð- inu. Hvarvetna í álfunni tala menn nú um nauðsyn samstöðu og sámvinnu, og þótt forsendurn- ar séu auðvitað misjafnar, þá væri það glópska að taka ekki mið af þessum breyttu viðhorf- um. í reynd komu þessi breyttu viðhorf fram á NATO-fundinum í Briissel í vikunni þar sem Frakk- ar og V-Þjóðverjar komu í veg fyrir að NATO hrynti í fram- kvæmd endurnýjun skamm- drægu eldflauganna í álfunni, svo dæmi sé tekið. Meginatriðið í þessu máli er þó það, að ef afvopnunarmálin hafa forgang í utanríkismálaumræð- Full lenginq og útvikkunbeina á sér oftaststað tiÍ20ára aldurs. Mesta vaxtarskeið drengja er í kringum 12-14 ára aldurinn og stúlkna um 10-12 ára. Fólksem hreyfir sigmikið hefurmeiri beinmassa á efriárum enþeirsem hreyfa sig lítið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.