Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 2
Dándimaður vikunnan í rósa- garðinum MÖRG ER KOMMA- KÆNSKAN Ef einhverjir hafa ætlað að ganga af málinu dauðu voru það hinir gömlu aðdáendur esper- antó er vildu gera það að al- heimsmáli og vilja kannski enn. Þetta voru mestan part vinstri menn og kommúnistar og þeir höfðu í þann tíð engar áhyggjur þótt íslenskunni yrði fórnað á alt- ari esperantistanna. Lesendabréfí DV MIKIÐ SKAL TIL MIKLS VINNA SKAÐI SKRIFAR Yrki ég mér til hugarhœgðar Tomba fékk eitt stykki Ferrari bifreið eftir sigurinn í stórsviginu. Þó fylgdi það skilyrði gjöfinni að hann yrði að vinna svigið líka til að fá gjöfina. Þjóðviljinn GLEÐIFRÉTTIR EFTIR KJARA- SAMNINGA Reyklaus sæti framarlega i flugvélinni, bílaleigubíll til reiðu á flugvellinum, kampavín og kavíar í hótelherbergi með suðursvölum á uppáhaldshótelinu og blóm handa draumadísinni sem bíður í framandi borg. Allt þetta verður hægt að panta á örskotsstund á ferðaskrifstofunni hér uppi á ís- landi eftir að Flugleiðir verða búnir að tengjast Amadeus upplýsinga- og dreifingakerfinu. Tíminn BOTNINN ER SUÐUR í BORGARFIRÐI Ekkert um kynlíf í eyðni- fræðslu. Tíminn Tilbrigði við Sköpunarsöguna Nú riðar allt til falls og hruns; ríkisstjórnin, SÍS, bjór- leysið og Skíðasambandið svo að fátt eitt sé nefnt. Og þá verð ég, Skaði, að finna mér haldreipi og traust í tilverunni og ég kýs þá að fara að ráðum Halldórs Laxness sem segir að menn lifi ekki af nema í skáldskap. Því skyldi ég ekki geta ort eins og aðrir? Ég ætla að yrkja hér af fingrum fram nokkur Ijóð sem byggja á göfugu yrkisefni, sjálfri Sköpunarsögunni í Bibl- íunni. Ég ætla að hella nýju víni á þá gömlu belgi ykkur til uppfræðslu, gleði og yndis. Og ég ætla að skýra kvæðin um leið, því að það er ekki á það hættandi að tossar og öfundaróbermi (gagnrýnendur) fari að fitla við þau upp á eigin spýtur og veit enginn fyrirfram hvernig það fer. Fyrsta kvæðið er heimspekilegt, eiginlega exístensíalt. Það hljómar svo: Meðan Drottinn var annars hugar skapaði Satan himin og jörð og myrkur og angist grúfðu yfir djúpinu. Drottinn leit yfir það sem Hinn hafði gjört og sá að það var harla illt. Sagan verður erfið andvarpaði hann mæðulega. Vilt þú ekki taka hana að þér, Adam? Við stöndum höllum fæti Andskotinn stendur á hleri þetta er vatn á hans myllu. Þú skalt fá yfirborgun. En segðu Evu ekki frá því. Þarna síðast er í leiðinni komið svolítið inn á kvenna- ^rrillin, því ég hefi alið með mér þann skáldþroska sem Tellir mörg tré í einu höggi. Þó geri ég mér vel grein fyrir því, að það er ekki nóg nú á tímum að rétt aðeins geta um jafnréttismálin eins og fyrir siðasakir. Því hefi ég enn og aftur frumleg endaskipti á Sköpunarsögunni í næsta kvæði, sem kveður niður þá bábilju sem lengi hefur verið uppi, að Adam hafi orðið til á undan Evu, hún sé „eitt rif úr mannsins síðu annað ekki“ eins og íslendingar hafa sungið um fullir í marga áratugi. Kvæðið ber hið beinskeytta nafn „Sköpun Adams“ og hljóðar svo: Á sjöunda degi vikunnar þegar Eva var stigin upp úr hafinu gekk til berja í aldingarðinum og lét sér leiðast Tók Drottinn apakött ofan úr trjánum teygði fram á honum nefið sveið af honum hárin braut af honum rófuna og sagði: UNDUR ÍSLANDS Fákar á efri hæð en þorskur niðri. Fyrirsögn í Tímanumn ORÐ í TÍMA TÖLUÐ Ekki læknarðu mislinga með því að velta þér upp úr hveiti. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Hér er, eins og sjá má, frumlega farið með efniviðinn: það er gert ráð fyrir því að Satan hafi skapað heiminn og það þarf ekki annað en benda á heimstetrið eins og það er til að allir skilji að þessi kenning er rétt. Hugmynd kvæðisins er líka mannsækin eða anþróposentral, ef svo mætti segja, hún gerir þolandasköpunarverksins (mann- inn) að geranda þess á einkar röklegan og tilfyndinn hátt. Næsta kvæði er um stéttabaráttuna og tekur með ýsmeygilegum hætti mið af hinu eilífa spili valdhafanna, sem deila og drottna og ráðskast með okkur, um leið og hinn hvassi ádeilubroddur kvæðisins nístist í hjarta ný- gerðra kjarasamninga, eða þá heldur samningaaðferða nú og hér. Takið nú vel eftir: S>EL!R ERU HÓGV>ÍRIR Ég held ég geti sagt aö miðað við Bandaríkin hafi launakjör mín verið lág, í það minnsta ekki há. Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS Eftir sjötíu og sjö daga kom Adam til Drottins ojg mælti: Eg þræla ekki lengur upp á þessi kjör. Góði talaðu variega, hvíslaði Drottinn. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mars 1988 Fyrirgefðu kæra dóttir: Eg fann engan betri. Þetta kvæði er óviðjafnanlega snjallt í tvíræðni sinni. Konursem það lesa munu viðurkenna, að þetta karlskáld hér hafi lært af kvennasögunni, hafi yfirgefið sína for- dóma og hafnað þeim reynsluheimi karla sem er heima verstur og spillir öllum skáldskap í fæðingu. Yfirborðsles- endur úr hópi karla munu svo kannski sumir hverjir ásaka skáldið fyrir bókmenntalega hentistefnu: Sko til, Skaði vill koma sér í mjúkinn hjá bókmenntagagnrýninni nú til dags sem er öll upp á kvenhöndina, hugsa þeir. En þeir átta sig ekki á því, þeir góðu menn, að um leið er í kvæðinu laumuleg ádrepa á konuna ( Evu). Henni leiðist án karl- manns .stendur þar, rétt eins og hún geti ekki verið sjálf- stæð og sjálfri sér nóg! Hún er látin sætta sig við hæpna bragðvísi Drottins, sætta sig við fegraðan apakött, þótt hún viti vel að Drottinn getur skapað handa henni hvað sem er ef hann barasta nennir. Og svo er hún kölluð „dóttir" Drottins, takið eftir því, og hann er náttúrlega karlkyns, og þar með vorum við eiginlega á undan, hehe...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.