Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 17
EYLANDSPÖSTURINN Orri Jónsson og Rúnar Gestsson skrifa Bjössi basti Hverjum gauksklukkan glymur Hljómleikar E-X, Bleiku bastanna og S.H. Draums ÍMenntaskólanum við Hamrahlíð þann 25.2. '88 S.H. Draumur Þaðvarfimmtudagskvöld. Úti var grámyglaður rigningar- suddi og brúnleðjóttir drullu- pollar uxu eins og frímerki og hreiðruðu um sig í skjóli vega- skemmda. Aldna gauksklukk- an gerði tilraun til að slá níu. Ég drap í sígarettunni og teyg- aði seinasta sopann áður en ég steig upp í '71 módelið af VW-bjöllu. Ferðinni var heitið að Menntaskólanum við Hamrahlíð áfyrirhugaða hljómleika E-X, Bleiku bast- annaog S.H. Draums. Ég lagði „bílnum" fast upp að dyrunum, til að hlífa velpúss- uðu lakkskónum mínumfyrir ágangi aurs. Ég hratt uppdyr- unum, gekk föstum og ákveðnum skref um í gegnum „mannþröngina" og tók mér sæti úti horni hjá „barnum". Andrúmsloftið var óbvingað, svo að augljóst var að enginn gerði sér grein fyrir því að út- sendari Eylandspóstsins var mættur á svæðið. Eftir u.þ.b. tvo hálftíma steig hljómsveitin E-X á sviðið og hóf leik sinn með miklum tilþrifum. Leitt er frá því að segja, en þó að hljómsveitin sé hröð, kraftmikil og melódísk, þá eru lög og útsetn- ingar með afbrigðum ófor- skammaðar. Lagasmíðar sveitar- innar eru ódýrar eftirapanir af lögum bestu rokkhljómsveitar Bandaríkjamanna, R.E.M., og allur hljóðfæraleikur einnig. Söngvari E-X beitir svo og rödd sinni á mjög svipaðan hátt og M. Stipe söngvari R.E.M., reyndar svo nákvæmlega, að heyra mátti greinilegan amerískan framburð í söngnum. Ófrumlegheitin gengu svo langt, að jafnvel mátti heyra þrælstolna lagabúta í sumum lögum þeirra, hvort sem það var vísvitandi eður ei. Fljótlega eftir að E-X hafði lokið Ieik sínum hófu Bleiku bast- arnir upp raust sína með látum. Tónlist Bleiku bastanna er nokk- E-X uð hefðbundið rokk og ról, en soldið blúsað og kryddað með áhrifum frá 7. áratugnum. Hljómsveitin er nokkuð líflegt og skemmtilegt tónleikaband þótt hljóðfæraleikur sé dálítið ungæðingslegur, og lagasmíðarn- ar nálgist ekki að vera stórkost- legar. Um þetta leyti var stemmningin í salnum ennþá í sitjandanum á fólki, enda náðu Bleiku bastarnir sér aldrei al- mennilega á strik þetta kvöldið. Nokkur bið var á því að S.H. Draumur, sú hljómsveit sem lík- lega flestir biðu eftir, stigu inn á sviðið, en þegar þeir loks létu sjá sig hafði fólki soldið fækkað, enda bara fimmtudagskvöld og orðið nokkuð áliðið. Draumur- inn fjölgaði desibelunum áður en hann hóf hljómleik sinn með geysiöflugum slagara, Dauð hola, og í kjölfarið fylgdu svo nokkrar splunkunýjar tónsmíðar ásamt eldri lögum í bland. Tónlist hljómsveitarinnar er, eins og greint var frá í síðasta helgarblaði Þjóðviljans, kraftmikið og ferskt „ribbaldarokk", þar sem bassinn fer með aðalhlutverkið. Nokkuð tóku hýrar brúnir að lyftast er líða fór á tónleikana, enda er S.H. Draumur feikikraftmikið og skemmtilegt hljómleikaband. I u.þ.b. þrjú korter lömdu þeir þau fáu eyru tónleikagesta sem enn voru á svæðinu með hverju laginu á fætur öðru, þó að stemmningin hefði ekki enn látið á sér kræla. Pað var ekki fyrr en hljómsveitin sagðist vera hætt að spila, að upp- hófst lófaþytur mikill og ákveð- inn hópur aðdáenda fór að kasta stólum og dansa einhverskonar trúðadans fyrir framan sviðið. Hljómsveitin var klöppuð upp þrisvar sinnum og spilaði í u.þ.b. hálftíma í viðbót, þar sem stemmningin var orðin gríðarleg. Petta eru einir bestu hljóm- leikar S.H. Draums sem ég hef orðið vitni að til þessa og er eng- inn vafi á því að hér er á ferðinni ein öflugasta hljómleikasveit landsins. Þakkir til S.H. Draums fyrir eftirminnilegan hljómleik. Illur fnykur Stranglers - All'Live And All Of The Night Árið 1975 kom hljómsveitin The Stranglers fram á sjónar- sviðið og hefur starfað sleitu- laust síðan. (upphafi vartón- list sveitarinnar plantað undir hatt pönkbylgjunnar, en á löngum starfsferli hefur sveitin gengið í gegnum mörg byltingarkennd breytinga- skeið. Telja má það líklega ástæðu fyrir því að sveitin er enn starfandi, þó hún sé nú orðin nokkuð þreytt og lúin. Hljómsveitin, sem hefur hald- ið heiðri sínum á lofti lengur en margar aðrar framtakssamai sveitir, virðist loks vera endan- lega fallin ofaní pott auðvalds- hyggju og aurasöfnunar, en þessi nýi afrakstur gömlu kempnanna lyktar illa af einhverskonar pen- ingafnyk. Skífa þessi sem ber heitið „All Live and all of the Night" var hljóðrituð á hljóm- leikaferðalagi sveitarinnar haust- ið 1986, og mun ytri tilgangur hennar vera sá að gefa kaupend- um færi á að heyra hvernig The Stranglers hljóma á tónleikum nú. Ef sá er tilgangurinn (og ég get með engu móti rekið eyru eða augu í nokkurn annan heiðar- legan) er þetta gjörsamlega mis- heppnuð skífa, því það sem gefur að heyra er að þessu fyrrum fers- ka og hráa pönk-rokk sveit, sem þótti ein af betri hljómleikabönd- um Breta, er orðin stöðnuð, þreytt og áhugalaus poppma- skína. Einnig veldur fáguð hljóðblöndun og lakari útsetn- ingar laganna því að plata þessi er enn síður spennandi og áhuga- vekjandi. Lagaval á „All Live and all of the Night" er nokkuð misjafnt. Mörg bestu lög The Stranglers má finna á þessari skífu, lög á borð við: „No More Heroes", „Golden Brown", „European Female", „Strange little Girl" og „Nice'n'Sleazy" prýða þessa plötu, en megnið af öðrum laga- smíðum skífunnar er nýrra og mun lakara. Sem sagt, eftir þessa plötu langar mig engan veginn lengur á hljómleika með The Stranglers. Breska hljómsveitin Every- thing but the Girl er nýbúin að senda frá sér sína 4. breiðskífu sem nefnist „Idlewild" og í kjöl- farið mun hún halda í hljómleika- ferð um Bretland til kynningar á þessari smartskífu. Hin velþekkta skoska neðan- jarðarhljómsveit, The Fabulous Cuckoo clock, sendi í síðustu viku frá sér sína 13. dvergskífu sem nefnist „You're a Nigger, Mama". Eins og flestir ættu að vita, er sveit þessi reist úr rústum hinnar víðfrægu hljómsveitar Bananas Are Ugly in Africa, sem sló svo eftirminnilega í gegn árið 1972 með laginu „I'm Your Hairy Man". Ástralska hljómsveitin Go- Betweens er um þessar mundir að bola bassaleikaranum, Robert David Thomas, feiti kallinn í Pere Ubu. jVickers, úr bandinu. Sveitin er að hefja upptökur á nýrri breið- skífu sem mun verða útgefin ein- hvern tíma, en í millitíðinni mun hún spila á hljómleikum með fyrrverandi forsprakka hljóm- I sveitarinnar Birthday Party, Nick Cave, sem nú leiðir sveitina The Bad Seeds. Feiti kallinn sem heimsótti okkur í haust, David Thomas, hefur endurreist gömlu sveitina sína, Pere Ubu, og munu þeir gefa út nýja breiðskífu innan skamms sem ber heitið „The Tenement Years". Jim Reid, söngvari og annar lagasmiða bresku „sækó-popp" sveitarinnar The Jesus And Mary Chain var nýlega fundinn sekur fyrir að hafa lamið tvo óþekkta 1 áhorfendur í höfuðið með „míkrafónstatífi". Reid var dæmdur til að greiða hjálpræðis- hernum sem samsvarar 35.000 ísl. kr. í skaðabætur, en iðrunar- fullur skrifaði hann einnig prökkurunum bréf þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu ! og lofaði að gera þetta aldrei oft- ar. Sunnudagur 6. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.