Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 20
Nýjungar
Ginseng (panax ginseng C.A.
Meyer) af hæsta gæðaflokki
frá Kóreu. Ginseng er m.a.
notaö til að styrkja mót-
stöðuafl líkamans gegn
streitu og sjúkdómum.
„Sífellt fleiri rannsóknir á efn-
um til varnar sjúkdómum
benda til þess að nokkur
næringarefni dragi úr tíðni
krabbameins í þekjuvef lík-
amans. Meðal þeirra eru A, C
og E vítamín, /3-karótín (for-
veri A vítamíns) og selen".
Hennekens CH„ M.J. Slampfer & W. Willett:
Channing Laboratory, Department of
Medicine, Harvard Medical School and
Brigham and Women's Hospital, and the
Department of Epidemiology, Harvard
School of Public Health, Boston, MA
Cancer Detection and Prevention 1984 7,147.
Hollar Omega-3 fitusýrur
fyrir hjarta og æðakerfi. Ekk-
ert annað lýsisþykkni á ís-
landi er auðugra af omega-3
fitusýrum, þ.e. 50% innihald
af EPA og DHA. Hylkin inni-
halda ekki A- og D-vítamín.
Jifi TÓRÓ HF
Síöumúla 32, 108 Reykjavik, tx 686964
Quisling og Hitler.
Var Quisling
íslenskur?
Eins og Þjóðviljinn og f leiri blöð
hefur norska Dagblaðið þann sið
að spyrja fólkið á götunni spum-
ingar dagsins. Spurning Dag-
blaðsins þann 25. f ebrúar síð-
astliðinn var sú, hvort vegfarend-
Með 100 króna
VISA f ramlagi
á mánuði gerir þú
Krabbameinsfélaginu
kleíft að vinna
rannsðknarstarf
sjúklingum
mikílvægan stuðning
Kæru korthafar VISA. Krabba-
meinsfélag íslands leitar tilykkar um
styrk. Vinsamlegast kynnið ykkur
bæklinginn sem barst með VISA
sendingu nú um mánaðamótin.
Framlag til baráttunnar gegn
krabbameini er íraun framlag til
okkar sjálfra, þviþriðji hver íslend-
ingur fær krabbamein einhvern-
tíma á lífsleiðinni!
Við væntum þess að margir
bregðist vel við erindi okkar og fylli út
VISA svarseðilinn eða hringi í síma
91-62 11 00.
ur vissu hver Quisling hefði verið,
en hann myndaði eins og kunn-
ugt er leppstjórn nasista í Noregi
þegar Þjóðverjar hernámu Noreg
ástríðsárunum.
Spurt var í tilefni af því að þá voru
að hefjast sýningar í norska sjón-
varpinu á nýjum myndaflokki um
Quisling. Aðspurðir voru á aldr-
inum 13—15 ára. Af 5 aðspurðum
var aðeins einn sem vissi að Quis-
ling hafði unnið með Þjóð-
verjum. Annar vissi að hann
hafði verið forsætisráðherra en
ekki fyrir hvaða flokk. Sá þriðji
vissi ekkert, en.tveir þeir sfðustu
tengdu Quisling við ísland: „Var
hann ekki landkönnuður sem
hafði eitthvað með ísland að
gera?" spurði annar. Hinn sagð-
ist ekki vera viss um hvort hann
væri lifandi enn, en trúlega hefði
hann eitthvað tengst íslandi.
Spurningin er; hvað fær norska
unglinga til þess að tengja Quis-
ling við ísland?
IHeilabörkurinn myndast á 4.-7. mán-
uði fósturskeiðsins.
Lesblinda
stafaraf
heilaskaða
Vísindamenn í Boston í Banda-
ríkjunum hafa komist að því að
þeir sem þjást af lesblindu hafa
af brigðilegar f rumumyndanir í
heilanum sem hafamyndast
snemmaáfósturskeiðinu.
Hjá flestum er málþroska og
málnotkun stýrt frá málmiðstöð í
vinstra heilahveli. Hjá hinum
lesblindu og orðblindu hefur hins
vegar myndast jafnsterk mála-
miðstöð í hægra heilahveli, auk
þess sem þar hefur orðið óeðli-
legur frumuvöxtur, og er orð-
blindan talin stafa af því að heila-
hvelin keppa hvort við annað um
að stjórna málnotkuninni, bæði
tali, lestri og skrift. Mál-
myndunarstöðvar eru reyndar í
báðum heilahvelum hjá öllum
mönnum, en það er sú vinstra
megin sem er þroskaðri að öllu
jöfnu. Talið er að þessi afbrigði-
legi vöxtur í hægra heilahveli
verði á 4.-7. mánuði fóstur-
skeiðsins, á meðan heilabörkur-
inn er að þroskast, en þar eru
háþróuðustu stöðvar heilabúsins
er stýra meðal annars greind og
málnotkun. Talið er að þessi af-
brigðilegi vöxtur geti stafað af
veirusýkingu, af streituálagi á
móðurina eða af karlkyns-
hormóninu testosteron, sem vit-
að er að getur haft áhrif á þróun
heilans. Lesblinda er mun al-
gengari á meðal karla en kvenna.
Hún virðist ná til 5-15% allra fæ-
ddra og skapar lesörðugleika sem
erfitt reynist að losna við, þrátt
fyrir þjálfun. Lesblinda hefur
ekkert með gáfur að gera og
margir afburðamenn hafa verið
haldnir lesblindu eins og t.d. Al-
bert Einstein, Thomas Edison og
Winston Churchill.
- Úr Illustreret videnskap