Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 12
Áhugi SÍS gufaði upp SÍS kom ekki Smárahvammi inn á landakortið. Var SÍS að hóta því að flytja ÍKópavog til að ná fram kröfum sínum ÍReykjavík? KRON fœrlóð undir stórmarkað ÍKópavogi Hefurbæjarstjórn Kópavogs, undirforystu Alþýðubanda- lagsmanna, gengið ísveit meðfrjálshyggjuliðinu sem vill samvinnuhreyfinguna feiga? Brá bæjarstjórn fæti fyrir SÍS þegar Kópavogsbær var látinn neyta forkaupsrétt- ar að Smárahvammslandi? Er það ekki ábyrgðarhluti að ýta f rá sér stórfyrirtæki á borð við Sambandið þegar f réttir af álagningu fasteignagjalda benda til að bæjarsjóður þurfi á meiri tekjum að halda? Þessar og margar aðrar spumingar höfðu velkstfyrir blaðamanni. Og þær voru því upphaf viðræðna hans við Heimi Pálsson, bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins og va- raformann bæjarráðs í Kópa- vogi. Það er alveg rétt, bæjarsjóður Kópavogs þyrfti að fá miklu meira fé. Þess vegna liggur á að hann fái nýja tekjustofna svo að meginþorri teknanna sé ekki fenginn með útsvari og fast- eignagjöldum sem lögð eru á ein- staklinga. Okkur vantar fleiri fyr- irtæki í bæinn til að auka þar veltu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það ekkert tiltakanlega góð aðferð að sveitarfélög afli sér tekna með því að leggja fast- eignagjöld á íbúðarhúsnæði af venjulegri stærð. Persónulega hef ég þó talið að það ætti að vera mönnum gleðiefni að þeir fái að leggja fé í sameiginlega sjóði, en þau sjónarmið eru án efa orðin gamaldags. Nú hafa tekjur Kópavogs skroppið saman um 16 miljónir króna við þá ákvöTðun ríkis- stjórnarinnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Núna þakkar maður fyrir að það var ákveðið að nota aðra tekju- stofna til fulls. Það þarf mikið fé til að standa undir þjónustu og uppbyggingu í sveitarfélgi sem er í jafn örum vexti og Kópavogur. Þar eru mörg stór verkefni í gangi. Ég get tekið sem dæmi annars vegar endurbyggingu félagsheimilisins, þar sem nú hafa orðið verkJok, og hins vegar sundlaugarbygeine- una þar sem stórum áföngum er enn ólokið. En var þá ekki einmitt mikils virði aðfá Sambandið íKópavog? Ég vil gjarna geragrein fyrir samskiptunum við SÍS en þau hafa gert okkur hissa, sár og reið. Sem varaformaður bæjarráðs leiddi ég þessar viðræður af hálfu Kópavogsbæjar og hef af því til- efni fengið gusur bæði í Tímanum og Helgarpóstinum. Það er misskilningur að enginn hafi litið til Smárahvammslands fyrr í haust. Það var ekki SÍS sem kom Smárahvammi „inn á landa- kortið". Bæjaryfirvöld hafa lengi reiknað með að þarna verði innan tíðar „hjarta" Stór- Reykjavíkursvæðisins. Upp- byggingarhraði í nýjum hverfum skiptir sköpum og einmitt þess vegna gerði Kópavogsbær 1985- 86 samning við landeigendur um að uppbyggingu svæðisins skyldi lokið 1995. Austan við Smára- hvammsland, hinum megin Reykjanesbrautar, er stórt svæði sem væntanlega mun byggjast upp á næstu 10-15 árum. Þar verður stór íbúðabyggð með sérs- töku skólahverfi. Áður en SÍS gerði kaupsamning um Smára- hvammsland voru ýmsir aðrir að- ilar búnir að velta fyrir sér kaupum á því. Bæjaryfirvöld í Kópavogi glöddust mjög þegar það fréttist þann 9. október sl. að SÍS ætlaði að kaupa um 30 ha af Smára- hvammslandi og það fylgdi sög- unni að þangað yrðu höfuðstöðv- ar Sambandsins fluttar. Svona tíðindi hefðu að sjálfsögðu orðið öllum sveitarstjórnum gleðiefni. Skömmu síðar var haldinn fundur með forystumönnum SÍS. Það var ljóst að SÍS myndi ekki nýta allt landið strax og að upp- byggingu yrði ekki lokið 1995. Bæjaryfirvöld töldu að stærð og styrkleiki SÍS gæti nokkuð vegið þar á móti. Þar sem ekki hafði gefist tími til að gera stífar áætl- anir var ákveðið að framlengja forkaupsfrest bæjarins. SíS fékk tíma fram í miðjan desember til að láta vinna áætlanir um upp- byggingu svæðisins. Var það aðeins meirihluti Al- þýðubandalags og Alþýðufíokks sem ráðskaðist með svona veiga- mikið tnál? Þess hefur verið gætt að minnihiuti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengi að fylgjast vel með, enda hafa allar ákvarðanir verið samþykktar einróma í bæj- arstjórn af fulltrúum allra flokka. Daginn fyrir Þorláksmessu var haldinn fundur á skrifstofum SÍS og þar urðum við fyrir miklum vonbrigðum. Okkur var sagt að höfuðstöðvar Sambandsins yrðu innan tíðar fluttar inn á Kirkju- sand. Breytingar á frystihúsinu þar ættu að kosta svipað og sölu- verð Sölvhólsgötueigna Sam- bandsins eða um 220 miljónir króna. Guðjón Ólafsson forstjóri og Kjartan P. Kjartansson fjármála- stjóri boðuðu gjörbreytta afstöðu SÍS. Okkur var sýnt plastlíkan af svæðinu og sagt að á því miðju væri stórmarkaður. Við spurðum hvort til stæði að flytja Holta- garða en borgarstjórn Reykja- víkur var þá nýbúin að fram- lengja um 10 ár leyfi til að þar væri verslunarstarfsemi. Þá sagði Guðjón Ólafsson: „Það getur verið að á næstu 5-10 árum komist menn að þeirri niðurstöðu að byggja eigi stór- markað af þessari stærð og gerð." Þegar við spurðum um frekari áætlaða starfsemi á svæðinu, var okkur sagt að kannski kæmi þarna bensínstöð ESSO. Okkur fannst það ekki mjög spennandi þar sem bæjarstjórn var nýlega búin að úthluta lóð skammt frá fyrir bensínstöð SHELL. Þá fengum við að heyra almennan fyrirlestur um starfsemi SÍS og ýmis fyrirtæki sem Sambandið rekur. Þegar við vildum fá meira að heyra um uppbyggingu í Smárahvammi, var okicur sagt að kannski mætti hafa þarna hótel. Lfkanið var jafnmerkingarlaust og ég eða þú hefðum búið til húsaþyrpingu úr Legó-kubbum. Okkur fannst þetta að vonum þunnur þrettándi. Mörgum spurningum var ósvarað en mikið var til vinnandi að fá Sambandið með starfsemi til bæjarins. Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti að lengja enn forkaupsfrest- inn, nú fram í miðjan febrúar, og gefa þar með SÍS lengri tíma til að koma fram með hugmyndir um nýtingu svæðisins. Þann 20. janúar hittum við aft- ur þá Guðjón og Kjartan. Allt var við hið sama: módelið á sín- um stað og sami fyrirlesturinn um SÍS. Okkur var sagt að SÍS myndi aldrei nota nema helming lands- ins, kannski þriðjung. Gjarna mætti bærinn yfirtaka helming- inn. Áhuginn virtist horfinn. Auðvitað vissum við af við- ræðum SÍS við borgaryfirvöld í Reykjavík. Gat hótun þeirra um að flytja í Kópavog hafa valdið því leyfið fyrir Holtagarða var framlengt? Búið var að sam- þykkja lengingu á hafnargarði inni í Holtagörðum og SÍS fékk leyfi til að breyta frystihúsinu á Kirkjusandi í verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Það gekk og fjöl- lunum hærra að í fyllingu tímans fengi SÍS lóð Strætisvagna Reykjavíkur inni við Kirkjusand. Auðvitað læddist að okkur sá grunurað íþessu formi, þ.e. ýms- um leyfisveitingum Reykjavíkur- borgar, teldi SIS sig hafa fengið Smárahvamm endurgreiddan. Það hefði svo sem ekki verið í fyrsta skipti að fyrirtæki segðist ætla að flytja frá Reykjavík í Kópavog til að pressa á afgreiðslu mála hjá borginni. Við þekkjum þann leik. Önnur fyrirtæki höfðu auga- stað á landinu, m.a. BYKO í samvinnu við önnur fyrirtæki, en BYKO er eitt af öflugustu fyrir- tækjunum í Kópavogi. Við viss- um að búið var að leggja í nokkra skipulagsvinnu og þar var verið að tala um mun hraðari uppbygg- ingu en hjá SÍS. Það var ekki fyrr en for- kaupsfresturinn var um það bil að renna út að forsvarsmenn SÍS skildu loks að bæjarstjórn Kópa- vogs var alvara. Þá gripu þeir til skyndiviðbragða. Éghef fyrirsatt að þeir hafi föstudaginn 5. febrú- ar falið Hagvirki hf. að gera drög að skipulagi og áætlun um upp- byggingu svæðisins og Hagvirkis- menn voru búnir að skila af sér næsta þriðjudag. Samkvæmt þeim hugmyndum ætlaði SÍS ekki að vera með starfsemi nema á litlum hluta landsins. Megnið af því átti að selja á almennum markaði. Þótt mér sé ekki sama um samvinnuhreyfinguna, met ég hana ekki umfram önnur fyrir- tæki ef um er að ræða lóðabrask. Og bœjarstjórn var einhuga um afgreiðslu málsins? Eins og ég hef áður sagt unnu meiri- og minnihlutinn saman í málinu. Niðurstaða bæjarstjórn- ar var einróma. Var KRON ekkert inni í viðrœð- unum með SÍS? Á allra síðustu augnablikunum höfðu fulltrúar KRON samband við okkur en þá höfðu engar við- ræður farið fram milli þeirra og SÍS. Þeim þótti þó líklegt að KRON fengi aðild að stórmark- aði þarna með SÍS. En nú eruð þið búin að úthluta Kron lóð undir stórmarkað. Á síðasta ári sótti KRON um lóð og hefur nú endurnýjað hana. Bæjarráð hefur samþykkt að KRON fái lóð austan Reykjanes- brautar. Eins og áður sagði á að byggja þar stórt íbúðahverfi, það stórt að reiknað er með sérstöku skólahverfi eða skólahverfum. Hér er verið að tala um svæði á stærð við Kársnesið. Hvað með skipulagsvinnu? Nú hefur bæjarráð staðfest fyrir sitt leyti samþykkt skipu- Iagsnefndar um að fram fari hug- myndasamkeppni um skipulag á svæði sem nær frá Reykjanes- braut, milli landamæra við Reykjavík og Arnarnesvegar, allt að Elliðavatni. Svæðinu þarf að skipta niður þannig að unnt verði að skoða einn og einn hluta þess við gerð deiliskipulags. Einn slíkur hluti er það svæði sem KRON hefur nú fengið lóð á. Þetta er mjög spennandi svæði. Miðað við daglegt líf á höfuð- borgarsvæðinu - og kannski má segja á landinu öllu - verður þetta miðdepill heimsins í ýmsum skilningi. Þess vegna er mikilvægt að safnað sé saman hugmyndum um skipulag svæðisins og til þess er hugmyndasamkeppni heppi- legasta aðferðin. ÓP Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.