Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Blaðsíða 18
KROSSGÁTA Nr. 607 BRIDGE / 2. s *t i sr <* « ? e 9 £ )0 I) )Z /3 £ <$ U >? )0 )Z é £ )b <y> <=? 17- ié> y )f li *) 1$ <y T 9 / ;; to ^ )D <? z 10 s 10 ) 10 )0 V )0 ; /c? )S /* 6> 8 f )S Zl $ * 12 ZV 22 9 Z /* )(o £ W 2'J ;r ? ZÝ 7 <7 9 8 H- te ;«? 9? b /<? 5' )S 1 20 2S )0 S? 20 1 & )i <P 2 i /9 £ ) * 2? 1 2é )& 20 ¥ )*> W ? )í & i 2? 2 rt 9 2 )(o 2<7 2? a $ z 2? % /4 & 22 y £ tv ;/ ){, )b 9 )0 4 ;<7 ;*? P t /<? 1/ 9 % )0 3/ <e l(, 4; )X L, V 2 )f y 2^ 1 te 8 V 7- %P 2 Vt 2\ )z io V )i 22 5 4 gS "r 7b /$ )S 10 Ko <Y) G> í 2Z $ ? /4l 'Xb )& w 32 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á götu í Reykjavík. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavfk, merkt: „Krossgáta nr. 607". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 2} 1 2 )Z % ¥¦ & 22 2 )0 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið f krossgátu 604 var „Meyjarsæti". Dregið var úr réttum lausnum og verðlaunin, Vísnakver Káins, fær Bolli Á. Ólafsson, Kirkju- teigi 17, Reykjavík. Verðlaunin fyrir þessa gátu verða bókin Þar sem djöflaeyjan rís eflir Einar Kárason, útgefin af Máli og menningu. Ovœnt úrslit Hjördís Eyþórsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Jacqui McGreal og Ólöf Ketilsdóttir urðu ís- landsmeistarar í sveitakeppni kvenna 1988. Sveitin spilaði til úrslita við þær Dröfn Guðmunds- dóttur, Lilju Einarsdóttur, Soffíu Guðmundsdóttur og Stefaníu Sigurbjörnsdóttur. í 3. sæti varð svo sveit Þorgerðar Pórarinsdótt- ur og sveit fv. íslandsmeistara Estherar Jakobsdóttur hafnaði í 4. sæti. í yngri flokki varð sveit Ragn- ars Jónssonar Kópavogi sigur- vegari, eftir úrslitaleik við sveit Hard Rock Café (Matthías Þor- valdsson, Hrannar Erlingsson, Júlíus Sigurjónsson, Ólafur Týr Guðjónsson og Eiríkur Hjalta- son) fv. íslandsmeistara. í 3. sæti varð svo sveit Ara Konráðssonar frá Laugarvatni og í 4. sæti sveit M.H. Yfir 20 sveitir (samtals) tóku þátt í mótunum, sem spiluð voru í Sigtúni. Óformlegt boð hefur borist Bridgesambandi íslands um þátt- töku í árlegri keppni bandaríska bridgeklúbbsins Cavendish Club í Nevy York. Keppnin er tvískipt, annars vegar 36 para tvímenn- ingskeppni, sem af mörgum er álitin ein sú allra sterkasta í heimi (og Alan Sontag gerir góð skil í bók sinni Pover Precision) og hins vegar sveitakeppni sömu para. Spiladagar eru 7.-10. maí nk., sem þýðir að nokkuð knapp- ur tími gefst til að undirbúa hugs- anlega þátttöku héðan að þessu sinni. Opna stórmótið á Laugarvatni (34 pör) hefst kl. 11 í dag (laugar- dag). Spilað er í Menntaskólan- um, barometer með 2 spilum milli para. Mjög góð verðlaun eru í boði. Skráning stendur yfir í Opna stórmótið á Akureyri, sem spilað verður helgina 19.-20. mars nk. Stefnt er að þátttöku 50 para. Stórglæsileg verðlaun eru í boði. Skráð er á skrifstofu BSÍ og hjá stjórn B.A. nyrðra. Undanrásir íslandsmótsins í sveitakeppni hefjast næsta fimmtudag í Gerðubergi í Breiðholti. 32 sveitir taka þátt í undanrásunum, víðs vegar að. Spilað er í 4 riðlum og komast 2 efstu í A-úrslit og 2 næstu í B- úrslit, sem spiluð verða um pásk- ana á Loftleiðum. Spilamennska hefst kl. 20 á fimmtudeginum og kl. 13 á föstudeginum. Spiluð eru 32 spil í leik, alls 7 leikir. Nv. íslandsmeistari er sveit Pólaris (sem i dag er tvískipt, Pólaris og Verðbréfamarkaðurinn). Kepp- nisstjóri verður Agnar Jörgen- son, 6 kvennapör sóttu um þátttöku í forvali fyrir landsliðið, sem keppa mun á NM í sumar. Pörin eru Esther Jakobsdóttir - Val- gerður Kristjónsdóttir, Erla Sig- ÓLAFUR LÁRUSSON urjónsdóttir - Kristjana Stein- grímsdóttir, Margrét Margeirs- dóttir - Júlíana Isenbarn, Guð- rún Jörgensen - Sigrún Péturs- dóttir, Anna Þóra Jónsdóttir - Hjördís Eyþórsdóttir og Margrét Þórðardóttir og Jóhanna Kjart- ansdóttir. Umsjón með kvenna- liðinu hefur Jakob R. Möller. Meistarastigaskrá Bridgesam- bandsins hefur verið dreift til allra félaga innan BSÍ (sent á skráða formenn). All nokkur fé- lög hafa ekki sent inn stig til skráningar og sum engin stig um árabil. Ekki þarf að minna á að viðkomandi félagsmenn eiga heimtingu á að félögin standi sig í þessu verki. Þegar upp er staðið frá spilamennsku, eru stigin oft- lega það eina sem spilarar hljóta. Og markmiðið hlýtur ætíð að vera það, að bæta sig og ná betri árangri. Ef félögin fylgja þessu grundvallarlögmáli ekki eftir (þ.e. félagar í viðkomandi félagi) verður ekkert um úrbætur. Komandi mót á vegum Bridge- sambandsins eru: íslandsmótið í sveitakeppni, undanrásir 10.-13. mars, úrslit um páskana. íslands- mótið í tvímenning, undanrásir verða helgina 16.-17. aprfl og úr- slit 30. apríl-1. maí (24 efstu pör- in komast í úrslit). íslandsmót í parakeppni 14.-15. maíogBikar- keppni Bridgesambandsins hefst í maí. FJOLMIÐLAPISTILL Tölvuvœddur prenlvillupúki Loksins! Loksins! Eftir þrjátíu ára dyggan lestur Þjóðviljans rættist martröð mín. Prentvillan sem ég hef beðiö eftir öll þessi ár leit dagsins Ijós um síðustu helgi og valdi sérekki amalegan siaö. í tveggja dálka fyrirsögn ofarlega áforsíðu laugardagsblaðsins stendur: Hyggst kæra Þjóviljann. Þetta er held ég það versta sem getur hent Þjóðviljann með ð-i. Þetta er verra en þegarTím- inn ávarparflokksmenn sína með orðinu Framsóknarfól! Þessi prentvilla gefur nef nilega til kynna að Þjóðviljinn sé málgagn fyrireinhverja allt aðra hagsmuni eða hneigðir en þær sem taldar eruuppíhausnum. Mér varð svo mikið um þessa prentvillu að ég greip það ekki fyrren á mánudaginn að Jó- hanna félagsmála væri búin að kæra Þjóðviljann fyrirsiðanefnd. Ég ætla þó ekki að fjalla um kær- una en dálítið um prentvillur sem sagðar eru runnar undan rifjum púkans fræga. Ákafir blaðalesendur hljóta að hafa tekið eftir því hversu mjög prentvillum hefur fjölgað í ís- lenskum dagblöðum á undan- förnum árum. Ástandið versnaði verulega eftir að tölvusetning og offsetprentun leystu blýið af hólmi en þó keyrði fyrst um þver- bak þegar ný kynslóð setningar- tölva kom til skjalanna snemma á þessum áratug. Þá fór að bera fyrir alvöru á orðskiptingarvillun- um sem nú eru orðnar allt of al- gengar. Vitlausarorðskiptingar hafa búið til ýmis orðskrípi eins og f ord-ómar og kyn-dill svo vitnað sé í dæmasaf n Elíasar Marar. Svona villur geta stundum haft skemmtigildi en oftast og til lengdar eru þær hvimleiðar og pirra mann óskaplega við lestur- inn. Þessi orðskiptingarvandi er ekkiséríslenskurheldurgerir hann vart við sig víðast hvar þar sem tölvum er beitt við setningu eða ritvinnslu (þó veit ég ekki hvernig tölvan leikur kínverskt og arabískt letur). Tölvur eru nefni- ÞRÖSTUR HARALDSSON lega í rauninni svo heimskar að það er borin von að kenna þeim málfræði, í það minnsta enn sem komið er. Væntanlega ersú stund ekki langt undan að allar tölvur verði með innbyggðu orðskiptingarfor- riti sem tryggir villulausa setn- ingu, jafnt á íslensku sem öðrum málum. En þangað til sú stund rennur upp sé ég ekki önnur ráð en að vanda enn f rekar til próf- arkalestraren hingaðtil, þótt það kosti bæði tíma og peninga. Það er því beinlínis forkastanlegt að gera eins og þeir á Mogganum sem hafa að miklu leyti lagt niður prófarkalestur. Það þýðir að það er enginn aðili sem les yf ir texta sem blaðamenn skrifa á tölvur sínar. Enda hef ég séð orðið yður notað í merkingunni innyf li í fyrirsögn í Mogganum. Allir sem fást við skriftir vita að menn geta veriðgripnirstafblindu, ekki síst þegar þeir eru að lesa ýfir eigin texta nýorpinn. Þá lesa þeirþað sem á að standa en ekki endilega það sem er. Og til þess eru próf- arkalesarar að varna því að vit- leysursem laumast inn ítextann viðslíkaraðstæðurfari allaleiðí prentvélarnar. En því fer fjarri að hægt sé að kennatölvunum einum um hnignun réttritunarog annan sóðaskapíprentverki. Eftirað offsetprentunin kom til sögunnar, eða öllu heldur með tilkomu pappírsumbrotsins, hafa vinnu- brögð í prentsmiðjum gerbreyst. Hraðinn hef ur aukist og f átítt er að mönnum gef ist tími til að nostra við handverkið. Það eru allir að reka á eftir öllum og því miðurhefurþessiauknihraði sem tölvutæknin gerir mögu- legan komið niður á vand- virkninni. Þessu ætti að vera hægt að breyta. Envitanlegaverðaáfram gerð mistök sem oft er hlæjandi að en ekki öðru um að kenna en mannlegum breyskleika. Eins og þegarsegirífrétt: „svosemsjá má á meðfylgjandi mynd..." og svo erengin mynd meðfréttinni. Eða þegar myndatextar víxlast og valinkunn sómakona breytist í vatnadrekann ógurlega. 18 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 6. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.