Þjóðviljinn - 18.03.1988, Qupperneq 6
HVORT ER Á UNDAN NATÓ I
Hershöfðingjar
Nató halda því
fram að eftirlNF-
samninginn sé
hœtta á sovéskum
hernaðaryfirburð-
um íEvrópu.
Óháðir
sérfrœðingar draga
þessarfullyrðingar
mjög í efa og telja
að staðan sé íraun
líkust þrátefli.
Þegar við bœtist að
Sovétríkjunum er
lítill akkur að yfir-
ráðum íVestur-
Evrópu œttu leiðir
að standa opnar til
verulegra afvopn-
unarsamninga
í Evrópu er samankominn
meiri vígbúnaður en á nokkrum
öðrum stað á jörðunni og meiri en
nokkurn tíma hefur þekkst í sög-
unni. 6 miljónir manna gegna
virkri herþjónustu og aðrar 4
miljónir eru í varaliði, hernaðar-
bandalögin eiga samtals nærri 70
þúsund skriðdreka, 20 þúsund
herflugvélar, 10 þúsund skamm-
dræg og meðaldræg kjarnavopn
og undan ströndum Evrópu lóna
2600 herskip og kafbátar.
Af þeim 1000 miljörðum
Bandaríkjadala sem árlega er
varið til hernaðar í heiminum
fara rúmiega tveir þriðju hlutar í
að greiða þennan herkostnað í
Evrópu eða um það bil 690 milj-
arðar dollara. Þar af greiða Nat-
óríkin 430 miljarða dollara.
Sumir segja að þetta hafi tryggt
frið í Evrópu undanfarin 40 ár,
aðrir að friður hafi haldist þrátt
fyrir allan þennan vígbúnað -
efnahagslegar og pólitískar for-
sendur fyrir styrjöld í þessum
heimshluta hafi einfaldlega ekki
verið fyrir hendi.
Andinn frá Reykjavík
Þeir voru fáir sem í fyrstu átt-
uðu sig á því hvað eiginlega gerð-
ist á Reykjavíkurfundi þeirra Re-
agans og Gorbatsjovs, jafnvel
ekki leiðtogarnir sjálfir ef marka
má vonbrigðin sem skinu út úr
ásjónum þeirra er þeir kvöddust
á tröppum Höfða að loknum
fundinum. Flestir töldu fundinn
misheppnaðan. Þeir voru þó
nokkrir sem skynjuðu hvað var á
ferðinni, ekki síst þeir sem ánetj-
aðastir eru kjarnavopnum eins og
stæði þá berskjölduð fyrir innrás
herja Varsjárbandalagsins sem
hefðu á að skipa miklu fleiri her-
mönnum og öflugri hefðbundn-
um vopnum. Reagan stóð þó
keikur á sínu - hann hefði í raun-
inni ekki gefið neitt eftir ;
stjörnustríðsáætlunin var sá
skjöldur sem varði hann gegn
friðaratlögum Gorbatsjovs.
Sannleikurinn er sá að á
Reykjavíkurfundinum var ekki
verið að ræða neinar hugmyndir
sem ekki höfðu verið settar fram
áður og að því leyti hefðu þær
ekki þurft að koma neinum á
óvart. Reagan hafði sjálfur lagt
fram tillöguna um hina tvöföldu
núlllausn árið 1982 þar sem gert
var ráð fyrir að eyða öllum so-
véskum og bandarískum með-
aldrægum kjarnaflaugum í Evr-
ópu og Asíu. Reaganstjórnin
hafði frá upphafi lagt áherslu á að
teknar yrðu upp viðræður milli
risaveldanna um fœkkun lang-
drægra kjarnavopna, START, í
stað þessa að ræða takmörkun
þeirra eins og gert hafði verið í
SALT-samningunum. í ávarpi
sem Reagan hélt í breska þinginu
sumarið 1982 lagði hann til þriðj-
ungsfækkun langdrægra kjarna-
odda (sem er í rauninni það sem
verið er að semja um núna). Bæði
risaveldin lögðu til 50% niður-
skurð Iangdrægra kjarnavopna á
leiðtogafundinum í Genf haustið
1985 þótt inntak þessara tillagna
væri gjörólíkt.
Síðast en ekki síst var það ekk-
ert nýtt að Reagan sæi fyrir sér
kjarnorkuvopnalausan heim;
geimvopnaáætlunin átti jú að
gera öll kjarnavopn úrelt og
allan tímann háðar því skilyrði að
Bandaríkin fengju óáreitt að
halda áfram með stjörnustríðsá-
ætlunina.
Frumkvæði
Gorbatsjovs
Frumkvæðið í viðræðum
Reykjavíkurfundarins var hins
vegar að öllu leyti í höndum Gor-
batsjovs. Fljótlega eftir að hann
tók við völdum í Sovétríkjunum
hóf hann undirbúning að mikilli
„friðarsókn“. Hann dustaði rykið
af ýmsum fyrri tillögum Sovét-
manna, og lét ekki þar við sitja
heldur gerði ýmsar tillögur
Bandaríkjamanna, svo sem
núlllausnina, að sínum og fékk
einnig sitt lítið af hverju að láni
hjá vestrænum friðarhreyfingum.
Allt þetta setti hann saman í
einn pakka sem hann kynnti í árs-
byrjun 1986 undir nafninu:
Kjarnorkuvopnalaus heimur fyrir
árið 2000. Þar er gert ráð fyrir
afvopnunarþróun í þremur
áföngum, (1) 50% fækkun lang-
drægra kjarnavopna, (2) banni
við þróun geimvopna samhliða
frystingu allra kjarnavopna og
(3) útrýmingu meðaldrægra
flauga í Evrópu og síðan áfram-
haldandi eyðileggingu allra
kjarnavopna. Það var skýrt tekið
fram að bann við geimvopnum
væri algert skilyrði fyrir því að
samið yrði um langdrægu vopnin
en ekki eins ljóst hvort sama gilti
um meðaldrægu flaugarnar.
Um þennan pakka sömdu þeir
Reagan og Gorbatsjov á Reykja-
víkurfundinum að verulegu leyti
öðru en því að strandaði á
Vigfús Geirdal
skrifar
Kjarnorkuvopnin,
hernaðarbanda-
lögin og ísland
2. grein
Reagan og Gorbatsjov í Höfða. „Andinn frá Reykjavík" kom flatt uppá þá sem höfðu bundið trúss sitt við síaukinn
kjarnorkuafla.
HEIMURINN
7
ýmsir áhrifamiklir herforingjar,
vígbúnaðarsérfræðingar og jafn-
vel stjórnmálaleiðtogar í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum. Þeir
tóku fljótlega að reyna að kveða
niður „andann frá Reykjavík".
Þeir ásökuðu Reagan um að
hafa farið langt út fyrir þau mörk
sem honum hefðu verið sett;
hann hefði látið hafa sig út í það
að ræða hugmyndir sem aldrei
hefðu verið á dagskrá í Washing-
ton eða Nató og því hefðu menn
ekki vitað hvaðan á þá stóð veðr-
ið þegar nánast var búið að semja
um útrýmingu meðaldrægra eld-
flauga í Evrópu, 50% fækkun
langdrægra kjarnavopna og
jafnvel upprætingu allra kjarna-
vopna í tiltölulega náinni fram-
tíð.
Fyrir þá sem vanist höfðu á að
setja allt sitt traust á tilvist kjarn-
avopna voru þessar hugmyndir
hreinasta martröð. Evrópskir
Natóleiðtogar óttuðust að
Vestur-Evrópa nyti ekki lengur
skjóls af kjarnorkuregnhlíf
Bandaríkjanna ef hinn svokallaði
INF-samningur yrði gerður; hún
gagnslaus. I sögufrægri ræðu sem
hann hélt um utanríkismál, 16.
janúar 1984, um það leyti sem
Stokkhólmsráðstefnan um öryggi
og samvinnu í Evrópu var að
hefjast, lét hann í ljós ótta um að
kjarnorkustyrjöld gæti orðið til
þess að útrýma mannkyninu:
„Og það er þess vegna sem ég
Iagði fyrir tveimur árum síðan
fram núlllausnina varðandi með-
allangdrægar flaugar. Markmið
okkar var og er að uppræta með
öllu tiltekna gerð kjarnavopna.
Þar að auki styð ég núlllausn
varðandi öll kjarnavopn. Eins og
ég hef sagt áður þá er draumur
minn sá að fá að lifa þann dag sem
öll kjarnavopn hafa verið upp-
rætt af jörðinni.“
Það er önnur saga að fæstir
tóku þessar tillögur Reagans al-
varlega heldur litu á þær sem
hvern annan lið í áróðursstríði
risaveldanna. Þess ber einnig að
gæta að þessar hugmyndir voru
geimvopnaáætluninni. INF-
samninginn gerðu þeir síðan á
desemberfundinum í Washing-
ton á síðasta ári og góðar líkur
virðast á því að samkomulag um
langdræg kjarnavopn náist á
fyrirhuguðum leiðtogafundi í
Moskvu nú í vor þótt hæpið verði
að teljast að sá samningur verði
staðfestur fyrr en niðurstaða er
fengin í deilunni um geimvopnin.
Stendur Nató
verr að vígi?
Eftir að INF-samningurinn
hafði verið gerður urðu þær radd-
ir háværari sem sögðu að efla yrði
varnir Nató í Evrópu til að vega
upp á móti hernaðaryfirburðum
Varsjárbandalagsins, annað
hvort með því að láta ný kjarna-
vopn taka við hlutverki Pershing
2 og Tomahawk flauganna sem
fjarlægðar verða og auka jafn-
framt hefðbundinn herstyrk
Nató, eða með því að semja um
verulega fækkun hefðbundinna
vopna. En standast þessar full-
yrðingar? Eru ekki nægilega
mörg kjarnavopn í Vestur-
Evrópu til að fæla Sovétmenn frá
því að gera árás og fengi Nató
ekki varist innrás Varsjárbanda-
lagsherja með hefðbundnum
vopnum?
Ef fyrst er litið á kjarnorkufæl-
inguna þá er því til að svara að
Pershing 2 flaugarnar og Toma-
hawk stýriflaugarnar 572 eru ekki
nema hluti af þeim rúmlega tvö-
þúsund kjarnavopnum sem Nató
hefur yfír að ráða og ætlaðar eru
til árása á skotmörk innan landa-
mæra Sovétríkjanna. INF-
samningurinn gerir ráð fyrir mun
meiri fækkun sovéskra kjarna-
vopna en bandarískra. Munurinn
nemur 1000 kjarnaoddum. Þetta
þýðir að eftir að Sovétríkin hafa
upprætt SS-20, SS-12/22, SS-4 og
SS-5 flaugar sínar þá hefur með-
aldrægum kjarnavopnum þeirra
fækkað um alls 600 frá árinu 1979
þegar Nató tók ákvörðun um að
setja upp meðaldrægar flaugar í
Evrópu. Nató kemur hins vegar
til með að ráða yfir mun fleiri
kjarnavopnum en bandalagið
gerði 1979, einkum ef haft er í
huga að Bretar og Frakkar eru að
stórfjölga meðaldrægum kjarna-
vopnum sínum.
Ótti evrópskra ráðamanna um
að Bandaríkjamenn muni ekki
beita langdrægum kjarnavopnum
sínum í átökum á meginlandi
Evrópu af ótta við sovéska kjarn-
orkuárás á Bandaríkin er ástæð-
ulítill. Það verður að teljast ólík-
legt að Bandaríkin héldu að sér
höndum ef þau teldu alvarlega
ógnun steðja að þeim rúmlega
300 þúsund bandarísku her-
mönnum sem taka þátt í vörnum
Nató í Evrópu. Það verður líka
að teljast harla ótrúlegt að So-
vétríkin myndu eitthvað frekar
hlífa bandarísku landsvæði ef
bandarískum kjarnavopnum yrði
skotið frá Evrópu en ekki frá
Bandaríkjunum eða kafbátum
einhvers staðar í höfunum. Full-
yrðingar um að ógnarjafnvægið
hafi raskast í Evrópu við gerð
INF samningsins eru því út í hött.
Viðræður um
hefðbundin vopn
Undanfarin 14 ár hafa farið
fram umræður milli Nató og Var-
sjársbandalagsríkja um gagn-
kvæman niðurskurð og jafnvægi
herafla og hefðbundins vígbún-
aðar í Mið-Evrópu, svokallaðar
MBFR-viðræður (Mutual and
Balanced Force Reductions).
Þessar viðræður hafa verið nær
árangurslausar og eru í þann veg-
inn að renna út í sandinn.
Það sem einkum hefur strand-
að á er gjörólíkt mat hernaðar-
bandalaganna á styrk hvors ann-
ars. Varsjárbandalagið heldur
því fram að herstyrkur bandalag-
anna sé nokkurn veginn sá sami
og því beri að fækka nokkurn
veginn jafnt í herjum beggja,
bæði hvað varðar mannafla og
búnað. Nató telur aftur á móti að
hefðbundinn herafli Varsjár-
bandalagsins hafi mikla yfirburði
og því beri fyrst að vinna að því að
jafna þetta misvægi áður en farið
er að semja um jafna fækkun í
herjum beggja aðila.
MBFR-viðræðurnar gætu
einkum leitt til tvennskonar já-
kvæðra niðurstaðna: í fyrsta lagi
ef gert yrði samkomulag á grund-
velli tillagna Natóríkja frá 1985
um smávægilega fækkun í herliði
beggja blokkanna, 5000 hjá Nató
og 11500 hjá Varsjárbanda-
laginu, og gagnkvæmt eftirlit á
vettvangi með vígbúnaði sem
gæfi aðilum tækifæri á að safna
nákvæmum upplýsingum um
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNFöstudagur 18. mars 1988