Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Fjármálaráðuneytið
Nýjar auglýsingar
væntanlegar
Stefán Friðfinnsson: Drögum ekki íland með herferðina. Vilhjálmur
Egilsson: Hvað nœst? Káta maskínan sá bœði um auglýsingu
fjármálaráðuneytisins og auglýsingaherferð krata í kosningunum
Ráðuneytið hefur ekki dregið
neitt í land með auglýsinga-
herferð sína um skattkerfis-
breytinguna,“ sagði Stefán Frið-
finnsson, aðstoðarmaður Jóns
Baldvins Hannibalssonar fjár-
málaráðherra, en í gær voru
afturkallaðar nokkrar augiýsing-
ar sem boðaðar höfðu verið á veg-
um ráðuneytisins.
Stefán sagði að á næstunni
væru væntanlegar fleiri auglýs-
ingar um skattkerfisbreytinguna
og að hann kannaðist ekki við
neinar ákvarðanir um breytingar
á auglýsingaherferðinni.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs,
sagði við Þjóðviljann að fjár-
málaráðuneytið hefði farið yfir
strikið með því að auglýsa þessa
skattkerfisbreytingu og hvetja
fólk til stuðnings við hana. „Þetta
er spurning um fordæmi og hvar
ætla menn að draga markalín-
una? Hvað segja menn ef land-
búnaðarráðherra fer að auglýsa
ágæti búvörulaganna eða sjávar-
útvegsráðherra kosti kvótakerfis-
ins - og má búast við að svona
auglýsingar verði notaðar sem
tæki í kosningabaráttu? Okkur
fanns ástæða til að vekja athygli á
þessu og vekja upp umræðu um
hvort þetta geti talist eðlilegt,“
sagði Vilhjálmur.
I bréfi frá Verslunarráði til
ríkisendurskoðunar segir að með
því að eyða fé til beinna pólitískra
auglýsinga sé verið að fara inn á
mjög varhugaverða braut þar
sem ómögulegt sé að draga
markalínu milli þess sem er í þágu
skattgreiðenda almennt og þess
sem notað er í flokkspólitískum
tilgangi. Tilefni þessa bréfs er
opnuauglýsing fjármálaráðu-
neytisins, þar sem tilgangur
skattkerfisbreytinganna er út-
skýrður og reynt að afla þeim
stuðnings meðal almennings.
Fjármálaráðuneytið svaraði
Verslunarráði og hafnaði algjör-
lega ásökunum þess. Að sögn
ráðuneytisins er tilgangur auglýs-
ingaherferðarinnar sá að kynna
viðamestu skattkerfisbreytingar
síðari áratuga, jafnframt því að
vekja menn til umhugsunar um
eðli og tilgang skattheimtu al-
mennt og að undanskot undan
sköttum sé siðferðilegt mál, jafn-
framt því að vera lagabrot.
Vilhjálmur sagði að þetta svar
ráðuneytisins breytti í engu af-
stöðu sinni og Verslunarráðs til
auglýsingarinnar.
Það vekur athygli að auglýs-
ingastofan Káta maskínan sér um
að hanna auglýsinguna en hún sá
einnig um auglýsingaherferð Al-
þýðuflokksins fyrir síðustu kosn-
ingar.
„Það er rétt að við sáum líka
um að gera auglýsingar fyrir Al-
þýðuflokkinn í síðustu kosning-
um,“ sagði Þorvaidur Guðlaugs-
son hjá Kátu maskínunni.
„Ráðuneytið leitar til okkar þar
sem menn þar þekkja vinnu-
brögð okkar og eru ánægðir með
þau.“
-Sáf
Forstjórinn og stjórnarformaðurinn niðurlútir vegna hins mikla taps sem varð á rekstrinum á síðasta ári. Sigurður
Helgason og Sigurður Helgason í hljóðri bæn um betri tíð. Mynd E.ÓI.
Flugleiðir
Brotlending á rekstrarreikningi
Úr 420 miljóna hagnaði í220 miljóna tap
Iársskýrslu Flugleiða fyrir síð-
asta ár kcmur fram að lítils-
háttar hagnaður náðist með sölu
á flugvél til Saudi-Arabíu en
raunveruleg staða er hinsvegar sú
að félagið stendur frammi fyrir
stórfelldu tapi. Tapið varð rúm-
lega 220 miljónir króna en 1986
sýndi rekstrarreikningur rúm-
lega 420 miljóna hagnað. Milli
áranna hefur staða Flugleiða því
versnað um 640 miljónir.
Norður-Atlantshafsflugið tek-
ur yfir 50% af öllum rekstri fé-
lagsins nú og á því einu varð tapið
um 470 miljónir. Sigurður Helga-
son stjórnarformaður og nafni
hans forstjórinn tóku báðir í þann
streng á blaðamannafundi stuttu
fyrir aðalfund félagsins í gær að
kostnaðarhækkanir innanlands
hefðu kollsteypt félaginu. Þeir
töldu launahækkanirnar sem
urðu á síðasta ári allt of miklar
því launin væru lang stærsti
kostnaðarliður félagsins. Þeir
nefndu sem dæmi að laun fyrir
1985 hafi verið 900 miljónir en
1987 hafi þau verið 1900 miljónir.
Eldsneytisskattur var fyrst
lagður á árið 1987 og sagðist
stjórnarformaðurinn líta svo á að
hann væri að öllu leyti ólöglegur
því hann stríddi gegn alþjóða-
samningi sem íslendingar eru að-
ilar að. „Það er að mínu viti hrein
óskammfeilni að leggja þennan
skatt á miðað við rekstraraðstæð-
ur hér á landi,“ sagði Sigurður.
Aðrar skattaráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar vildu þeir nafnarnir
meina að væru í alla staði ómögu-
legar. Flugleiðir þurftu á síðasta
ári að greiða 716 miijónir en það
svarar til þess að „á hverjum ein-
asta degi reiddi félagið af hendi til
ríkisvaldsins 2 miljónir króna,“
eins og stjórnarformaðurinn
sagði í ræðu sinni á fundinum.
Þegar forráðamenn félagsins
voru inntir eftir leiðum út úr þeim
ógöngum sem N-Atlantshafsflug-
ið væri komið í, sögðust þeir bú-
ast við endurskoðun á flugflotan-
um á leiðinni og jafnvel að vélum
yrði fækkað. Þó var greinilegt að
þeir höfðuðu til ríkisvaldsins um
skattaívilnanir og kostnaðar-
lækkanir. En sem lið í þeim kostn-
aðarlækkunum er greinilegt að
þeir vilja fá lækkun á leigunni í
flugstöð Leifs Eirfkssonar. „Við
greiddum 5 miljónir á ári í leigu í
gömlu flugstöðinni en í nýju flug-
stöðinni greiðum við 5 miljónir á
mánuði. Þetta er of mikið, það
sér hver maður,“ sagði Sigurður
Helgason stjórnarformaður.
-tt
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. mars 1988
Offitukjöt á útsölu
Almenningur getur keypt svokallað offitukjöt á útsöluverði að
Lynghálsi 3. Kjötið sem er frá 1986, og er úr gæðaflokknum D II O,
verður selt á 139 krónur kílóið, en til samanburðar má geta þess að
hámarksverð á heilum skrokkum út úr búð er 265 krónur. Að útsölu-
nni stendur Markaðsnefnd landbúnaðarins, Afurðasala Sambandsins,
Kaupmannasamtökin og Lionsklúbburinn Váli. A myndinni má sjá þá
Auðun Bjarna Ólafsson og Úlfar Eysteinsson matreiða sýnishorn af
kjötinu. Mynd E.Ól.
Lækkanir skila sér ekki
Búsáhöld hafa lækkað að jafnaði um 20-25% í verði frá því um
áramót, samkvæmt nýrri athugun Verðlagsstofnunar, en tollalækkanir
hefði átt að leiða til um 40% lækkunar. Þá hefur verð á filmum lækkað
um 16-18% að meðaltali en hefði átt að lækka um 23% í kjölfar
tollabreytinganna. Verð á hjólum hefur lækkað um 10-30% en hefðu
átt að lækka um 20-30% og verð á barnavögnum og barnakerrum hefur
lækkað um 20-30% en hefði átt að lækka um 41%. Verðlækkanir hafa
því alls ekki komið að fullu til skila ennþá.
Valdið sótt suður
í gær lagði af stað sex manna sendinefnd frá Neskaupstað suður til
Reykjavíkur undir forystu Ásgeirs Magnússonar bæjarstjóra á fund
samgönguráðherra, sem haldinn verður í dag. Ferðin suður er í fram-
haldi af ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Sækjum valdið suður“ og
haldin var í Nesklaupstað fyrir skömmu. Tilgangur fundarins með
samgönguráðherra er sá að knýja á um samgöngubætur og snjóruðn-
ing, en reglur kveða á um að Oddsskarð skuli einungis rutt einusinni í
viku og una Norðfirðingar því illa.
Hróp á frelsi frumsýnd
Nýjasta kvikmynd Richards Attenborough „Hróp á frelsi“ sem segir
frá ógnaröldinni í S-Afríku, ofsóknum lögreglu hvíta minnihlutans
gegn þeldökku fólki og sannsögulegri baráttu blaðamannsins og útgef-
andans Donalds Woods fyrir því að fá að segja sannleikann, verður
frumsýnd í Laugarásbíói á laugardagskvöld. Richard Attenborough
verður viðstaddur frumsýningu myndarinnar hérlendis.
Engan söluskatt á strætó
Svavar Gestsson, ásamt fleiri
þingmönnum Alþýðubandalags,
Kvennalista og Borgaraflokks,
hefur lagt fram á alþingi frum-
varp um að bifreiðar sem notaðar
eru til almenningssamgangna
verði undanþegnar söluskatti og
aðflutningsgjöldum. Frumvarpið
er flutt í samræmi við nýlega sam-
þykkt borgarstjórnar Reykjavík-
ur sama efnis.
Pólugaévskí teflir við stúdenta
Sovéski stórmeistarinn Lev Pólugaévskí teflir fjöltefli við háskóla-
stúdenta í Árnagarði í kvöld. Fjölteflið hefst kl. 19.30 og er öllum
háskólastúdentum boðin þátttaka. Áður hafa stúdentar í HÍ att kappi
við þá Michael Tal fyrrv. heimsmeistara, og Jóhann Hjartarson stór-
meistara í fjöltefli.
Vilja minni skatt á verslun
Landssamband verslunarmanna, Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, Vinnumálasam-
bandið og samstarfsráð verslunarinnar hafa sent forsætisráðherra bréf
í kjölfar nýgerðra kjarasamninga samtakanna þar sem skorað er á
ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir því að felldur verði niður launa-
skattur á verslun og einnig sérstakur skattur sem er á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði. Segir í bréfi samtakanna að „ofsköttun verslunar-
innar vinni gegn kjörum þeirra sem við verslun starfa.“