Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 9
Leikhús
alvarlegur gamanleikur
Kári Halldór: Leikhús á að vera griðastaður fyrir áhorfendur
Kári Halldór: Fyrir mér er raunsæi ekki form heldur afstaða. Mynd - E.ÓI.
gerist í kringum þá. Music Hall
var skemmtileikhús þeirra tíma,
það byggði á miklum hraða og
snöggum tilsvörum, og allt að því
trúðslegum viðbrögðum. Beckett
sækir sínar persónur í Music Hall,
það er til dæmis augljóst í einni af
myndunum sem var gerð eftir
leikriti eftir hann, þar sem Buster
Keaton leikur aðalhlutvekið.
Eins hefur Árni Ibsen, sem hefur
þýtt verkið og unnið að sýning-
unni með okkur, bent okkur á
ýms dæmi þessa.
Þetta eru persónur sem hafa
mjög afmarkaða eiginleika. Pær
eru leiklistarsögulega ákveðin
frumgerð af týpum, samanber
týpurnar í Commedia dell'arte.
Harlequin, Pantalon, Cólumb-
ína, Pulicinella, og svo framveg-
is. En Beckett hefur líka í huga
þegar hann skrifar, að leikarinn
er ekki bara hlutverkið, heldur er
hann einhver sem Ieikur hlut-
verkið. Leikarinn er í hlutverk-
inu og hlutverkið í leikaranum.
Mynd Becketts af því hvað
leikhús er kemur mjög skýrt fram
í verkum hans. Árni Ibsen segir
mjög skemmtilega í formálanum
að þýðingum sínum á Beckett:
„Því leikriti er fyrst og fremst
ætlað líf á meðan sýning þess var-
ir. Að þessu leyti eru form og
innihald verksins órjúfanleg. Þó
við getum síðar lesið textann
okkur til ánægju er endanleg
merking hans fólgin í því lífi sem
kviknar á leiksviðinu meðan á
sýningu stendur. Það undirstrik-
ar Beckett með margvíslegum
áminningum um hinn tilbúna
veruleika á sviðinu. Hann leyfir
okkur að sjá í gegnum blekking-
una og það út af fyrir sig ætti að
hjálpa okkur til skilnings á efni
verksins, því hann er að sýna
okkur þá blekkingu sem allt snýst
um.“
Raunsœtt verk
- Beckett skrifar þetta sem
leikhúsverk og hefur það í huga
að leikhúsið er heimur sem lýtur
eigin lögmálum. Hann er ekki að
reyna að setja fram eftirlíkingu af
veruleika heldur það sem hann
skynjar við veruleikann í megin-
dráttum, það sem honum finnst
að skipti máli. Hann veit að í
leikhúsverkum þarf hann mann-
eskjur af holdi og blóði sem eru
tilbúnar til að lifa sig í gegnum
aðstæður verksins og hann
reiknar með því að verkið mæti
leikurunum. Verkið er svo ekki
fullkomið fyrr en það hefur verið
sett á svið og leikararnir mæta
áhorfendum.
Þú vilt þá halda því fram að
hanrt skynji fólkyfirleitt sem bund-
ið á einhvern klafa,jafnvel bœklað
eins oe þriár af persónunum í
Endatafli?
- Það sem Beckett gerir mjög
mikið í verkum sínum er að hann
afmarkar persónurnar. Tak-
markar getu þeirra. Og ef við
skoðum grannt okkur sjálf og
umhverfi okkar, þá er ljóst að við
höfum tilhneigingu til að afmarka
okkur, bækla okkur til að komast
hjá einhverju sem við höldum að
við óttumst. Svo höfum við nátt-
úrlega skoðun á öllum fjandan-
um sem við kannski vitum lítið
um, og við erum tilbúin að láta
þessa skoðun okkar í ljós í tíma
og ótíma, bara vegna þess að
okkur finnst að með því að tala og
vera svolítið virk séum við að lifa
lífinu, og eins er með persónur
Becketts.
Pað er rangt að kalla þetta
leikrit absúrdverk eins og oft hef-
ur verið gert. Það gerist ekki
heldur við einhverjar stríðsað-
stæður, eða eftir kjarnorkustyrj-
öldina eins og það hefur stundum
verið túlkað. Við að túlka það
þannig er maður í rauninni búinn
að leysa verkið, og ég skynja það
ekki sem ætlun Becketts. Ef hægt
er að tala um raunsæi þá er þetta
raunsætt verk. Fyrir mér er raun-
sæi ekki form heldur afstaða, og
þá fyrst og fremst afstaða áhorf-
andans, það sem hann upplifir
innst inni. Fyrir mér er leikhúsið
hugleiðsla. Vakandi djúp hug-
leiðsla fyrir áhorfandann þar sem
hann upplifir sjálfan sig. Gefur
honum kost á að upplifa hluti sem
hann upplifir ekki dags daglega.
Leikhús er bara spegill á mann
sjálfan. Það sem Aristoteles kall-
ar hreinsun.
Að halda í vonina
Finnst þér þáað það eigi að líta á
Endatafl sem hugleiðingu um van-
mátt manneskjunnar?
- Hlutirnir gerast svo hratt í
dag, að við gerum okkur oft mjög
litla grein fyrir samhengi þeirra.
Við fáum bara einhverjar mynd-
ir, sem eru svo oft ekki einu sinni
kjarni málsins heldur bara ímynd
hans. Ef við gæfum okkur annan
tfma, færum við útfyrir þessi
mörk sem okkur virðist við fyrstu
sýn að verkið fjalli um, færum
inní þennan heim sem Beckett
setur fram og gæfum okkur tíma
til að velta fyrir okkur lögmálum
hans, þá erum við náttúrlega
manneskjur, sem getum haft
áhrif á okkar umhverfi. Ráðum
svo og svo miklu um hvernig það
er, og getum þar af leiðandi valið.
Þér finnst ekki vera neitt von-
leysi í verkinu?
- Beckett upphefur ekki
manneskjuna. Vonin er eins og
dagsskíman í birtingu, við vitum
að það birtir, en spurningin er
hvort við viljum trúa því, halda í
vonina og þróa hana með okkur.
Mér finnst vera von í þessu
leikriti. Beckett hefur hvorki ætl-
að sér að drepa leikara né áhorf-
endur úr leiðindum, hann gerir
meðvitað í því að láta persónur
verka sinna hafa fyrir því að nýta
sér þann tíma sem þær hafa. Von-
in er til staðar þótt hún sé ekki
tekin fram sérstaklega.
Mér finnst þetta eiga við um líf
nútímamannsins. Við erum
svartsýnisrómantíkerar. Hrað-
inn, hlaupin eftir stundargleði; í
gegnum þennan vilja til ytri at-
hafna finnst mér koma fram von,
en það er svo sárt að skilgreina
hana og setja hana í framkvæmd.
Spurningin er um að standa á ystu
mörkum og þurfa að taka erfiða
ákvörðun, helst vill maður að
hún komi af sjálfu sér.
Það er áríðandi að áhorfandinn
fari út með lífsvon, en ekki sekt-
arkennd. Kannski eins sterka líf-
svon og hægt er. Leikhús gefur
manni þessa von með því að segja
sögur. Örlagasögur sem gefa
fólki kost á að upplifa hluti sem
það hefði annars ekki átt kost á
eða þorað að upplifa. Það vekur
kannski skilning á örlögum ann-
arra og kannski á örlögum manns
sjálfs.
Mér finnst mjög mikilvægt við
leikhúsið að það geri hið ósýni-
lega sýnilegt. Það er kannski töfr-
amáttur leikhússins. Ég held að
leikhús verði að vera skemmti-
legt, að maður geti hlegið og grát-
ið í senn. Leikhús á að vera griða-
staður fyrir áhorfendur.
LG
Tónlistarskólinn
Fjölbreytt frumsamin dagskrá
Tónleikar tónfrœðadeildar Tónlistarskólans íReykjavík
Tónfræðadeild Tónlistar-
skólans í Reykjavík heldur
sína árlegu tónleika að Kjar-
valsstöðum, í kvöld kl. 21.00.
Öll verk á efnisskránni eru
frumsamin af nemendum skól-
ans, og endurspeglar það gró-
skuna í Tónfræðadeild skólans
síðastliðin ár. Auk fræðilega
námsins er gert ráð fyrir að ne-
mendur deildarinnar stundi nám í
tónsmíðum, og kemur afrakstur-
inn fram í tónleikum þessum,.
sem hafa áunnið sér fastan sess í
tónleikahaldi skólans og um leið
borgarinnar. Hafa tónleikarnir
jafnan verið vel sóttir vegna hins
ferska og hressilega anda sem oft
fylgir ungu listafólki og verkum
þess. Flutt verða einleiksverk,
kórverk, söngverk, rafverk,
kammerverk og jafnvel verk með
dönsurum auk sérstaks ljósabún-
aðar sem komið verður fyrir.
Tónleikarnir eru öllum opnir.
MENNING
7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir
Miðvikudagur 23. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9