Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 15
Handbolti IÞROTTIR Agætis afþreying í Hölliimi Framarar unnu KR-inga í markaleik 30-27 Leikurinn þróaöist á þá leið að KR skoraði fyrsta markið og komst fljótt þrentur mörkum yfir 5-2. Stefán Kristjánson var þá í essinu sínu og skoraði fyrstu fjögur mörkin. Fram náði fljótt að jafna og komst í fyrsta skipti yfir 7-8. Síðan var jafnt á flestum tölum en Framarar leiddu með þremur mörkum í hálfleik 17-14. í síðari hálfleik reyndu KR- ingar að brúa bilið en Framarar urðu ávallt fyrri til og náðu fljótt fimm marka forskoti 19-24. Vest- urbæingarnir voru ekki á því gefa eftir, skoruðu næstu tvö mörk en Laugardalshöll 22. mars 1. deild HSl KR-Fram 27-30 (14-17) Mörk KR: Stefán Kristjánsson 10 (3v), Jó- hannes Stefánsson 5, Konráö Olavson 5 (1 v), Guðmundur Pálmason 3, Guðmund- ur Albertsson 2, Sigurður Sveinsson 2. Varin skot: Leifur Dagfinnsson 16. Útaf: Guðmundur Albertsson 4 mín, Jó- hannes Stefánsson 2 mln. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 9, Atli Hilm- arsson 8, Hermann Björnsson 5, Ragnar Hilmarsson 2, Egill Jóhannesson 2, Hann- es Leifsson 2, Júllus Gunnarsson 2. Varin skot: Jens Einarsson 7 (1 v) og Guð- mundur A. Jónsson 9 (3v). Útaf: Egill Jóhannesson 6 mín og þaraf leiðandi rautt spjald. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnar Kjarlans- son dæmdu vel. Maður leiksins: Hermann Björnsson Fram. -gói/ste misstu svo Framara aftur fram úr sér sem unnu 27-30. Hjá KR var Stefán Kristánsson atkvæðamestur og gekk mótherj- unum illa að stoppa hann. Stefán er í mikilli framför og verður gaman að fylgjast með honum næsta vetur við hlið Páls og Al- freðs. Leifur Dagfinnsson, sem kom í stað Gísla Felix í markið, stóð sig vel og er þar mikið efni á ferð. Jóhannes Stefánsson og Konráð Olavson stóðu sig einnig ágætlega. Hjá Fram voru at- kvæðamestir Birgir Sigurðsson og Atli Hilmarsson og skoruðu þessir baráttujaxlar bróðurpart- inn af mörkum Fram. Hermann Björnsson gerði mikla lukku meðal áhorfenda en hann skoraði fimm gullfalleg mörk og gaf frá- bærar sendingar. Hermann var með 100% nýtingu úr færum sín- um og er gaman að sjá að Björ- gvin Björgvinsson, þjálfari Fram, er farinn að auka hlut hans í leikkerfum liðsins. Jens Einars- son stóð í marki Fram mestallan leikinn og fór lítið fyrir honum. Guðmundur A. Jónsson kom inná um miðjan síðari hálfleik og varði mörg skot úr opnum fær- um. meðal annars 3 vítaskot. Óli Ólsen og Gunnar Kjartans- son komust vel frá dómgæslunni og voru rökfastir í ákvörðunum sínu. Handbolti Þórsarar bitu frá sér Blikar sigu framúr á lokamínútum og sigruðu með tveggja marka mun 24-26 í hörkuleik á Akureyri ígærkvöldi Frameftir leiknum leit út fyrir að Akureyringunum tækist að vinna en þeir misstu sinn besta mann útaf á erfiðu augnabliki í síðari hálfleik og urðu að sætta sig við tap undir lokin. Leikurinn byrjaði mjög jafnt og var jafnt á flestum tölum þar til staðan var 10-10 en þá sigu Þórsarar framúr og komust í 12- 10. Þeir bættu um betur og höfðu 14-11 þegar leiktíminn var úti en Björn Jónsson minnkaði muninn beint úr aukakasti eftir það, 14- 12. Blikar náðu að minnka muninn fljótlega í síðari hálfleik og jöfn- uðu 18-18. Síðan var mjög jafnt með liðunum en Þórsarar misstu Akureyri 22. mars l.delld HSl Þór-UBK 24-26 (14-12) Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 8 (3v), Jó- hann Samúelsson 5, Sigurpáll Árni Aðal- steinsson 4, Kristján Kristjánsson 3, Er- lendur Hermannsson 2, Gunnar M. Gunn- arsson 2. Varin skot: Axel Stefánsson 17 (1v). Útaf: Sigurður Pálsson 6 mín og þar af leiðandi rautt spjald, Jóhann Samúelsson 2 mín, Gunnar M. Gunnarsson 2 mín. Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson 8 (3v), Björn Jónsson 5, Þórður Davíðsson 4, Hans Guðmundsson 4, Aðalsteinn Jónsson 2, Svavar Magnússon 1, Andrés Magnússon 1, Ólafur Björnsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5 og Þórir Sigurðsson 5. Útaf: Björn Jónsson 4 mín., Þórður Da- víðsson 2 min. og Hans Guðmundsson rautt spjald. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson voru slakir. Maður leiksins: Axel Stefánsson Þór. -KH/ste Sigurð Pálsson útaf þegar nokkr- ar mínútur voru til leiksloka og staðan var 22-22. Blikarnir náðu að nýta sér það og unnu leikinn 24-26. Fótbolti Jafntefli í fyrsta leik Fyrsti leikurinn í Reykjavík- urmótinu var háður í gærkvöldi þegar Þróttur og Fylkir gerðu jafntefli 1-1. Fylkir var betri í fyrri hálfleik og náði Gísli Hjálmtýsson að skora þegar 6 mínútur voru til leiksloka. í síðari hálfleik kom Þróttur mun meira inní leikinn. Það var ekki fyrr en á 70. mínútu að Sig- urði Hallvarðssyni tókst að skora eftir varnarmistök Fylkismanna. Þeir áttu ágætisfæri, meðal ann- ars skot í stöng. Undir lok leiksins fékk síðan Þróttur auka- spyrnu rétt utan vítateigs en Guð- mundur Erlingsson varði af stakri snilld. -ösp/ste Frosti Guðlaugsson átti góðan leik í gærkvöldi en það dugði ekki til. Handbolti Hörkuleikur KA bjargaði sér úrfallhœttu með því að sigra ÍR í Seljaskóla í gœrkvöldi 18-24. Hrikalega lélegir dómarar Það var barist af fullum krafti þegar KA og ÍR reyndu hvað þeir gátu til að bjarga sér úr falibar- áttunni í gærkvöldi. Barist var af fullum krafti allan tímann og settu hávaðinn og dómararnir sitt mark á leikinn. Jafnt var með liðunum framan af 2-2 og 6-6 en þá tóku Breiðhyltingar af skarið og kom- ust í tveggja mark forystu 8-6. KA menn náðu að minnka mun- inn í 8-7 og fengu gott tækifæri til að jafna þegar þeir fengu vítak- ast. Hrafn, markvörður ÍR varði snilldarlega, boltinn skaust langt út á völl þar sem Frosti Guðlaugs- son náði honum og skoraði 9-7. KA-menn létu ekki bugast og gerðu 5 mörk í röð á skömmum tíma án þess að heimamönnum tækist að gera neitt í málinu 9-12 og náðu undirtökunum í leiknum. Enn gerðu liðin sitt markið hvort en Ólafur Gylfa- son, sem var sá eini sem reyndi að komast í gegnum vörn KA, átti síðasta orðið í fyrri hálfleik þegar hann skoraði úr vítakasti 11-13. í síðari hálfleik höfðu varnirn- ar tekið sig á og liðunum gekk ákaflega illa að komast í gegn. ÍR náði ekki að saxa neitt á forskotið þó þeir reyndu að taka Guðmund Guðmundsson KA úr umferð. Borðtennis Ágætt hjá landsliðinu íslenska borðtennislandsliðið keppti um helgina í Evrópu- keppni landsliða í París. Þeir lentu í 3. sæti í sínum riðli sent er besti árangur til þessa og setur þá í 28. sæti í keppninni, en alls tóku þátt 35 þjóðir. Úrslit Ísland-Spánn 0-5 Ísland-Portúgal 0-5 Island-irland 0-5 Ísland-Malta 5-3 Ísland-Guernsey 5-0 KA-menn brugðu þá á það ráð að taka Guðmund Þórðarson úr um- ferð og á því tímabili gekk boltinn á milli Breiðhyltinga án þess að nálgast markið. Nokkrar sóknir enduðu með því að dæmdar voru tafir. ÍR-ingar fengu góð færi á að jafna en Ólafur Gylfason skaut boltanum yfir úr vítakasti og Orri Bollason náði ekki að skora úr hraðaupphlaupi fyrir Brynjari Kvaran. Þegar 3 mínútur voru til leiksloka var staðan 17-20 KA í vil og það fór að bera á kæruleysi hjá IR. KA-menn voru ekki eins kærulausir og gerðu 4 ntörk á skömmum tíma á meðan Ólafur Gylfason misnotaði annað vítak- ast og Brynjar varði úr hrað- aupphlaupum. Það var síðan Finnur Jóhannesson sem átti síð- asta markið í leiknum þegar hann náði að minnka muninn í 18-24. Leikmenn ÍR voru góðir í vörninni en komust lítið áfram í sókninni. Ólafur Gylfason ógn- aði langmest en Guðmundur Þórðarson stjórnaði spilinu þó að hann sýndi engin tilþrif t sókn- inni. Hjá KA var Pétur Bjarna- son lykilmaðurinn og stjórnaði spilinu. Hann var einnig marka- hæstur en Erlingur Kristjánsson og Friðjón Jónsson voru einnig góðir. Áhorfendur og dómarar Það allélegasta í gærkvöldi voru dómaranir. Þeir Guðmund- ur Kolbeinsson og Þorgeir Páls- son höfðu engin tök á leiknum. Þeim voru oft ósammála í dóm- unt sínum og þá í leiðinni báðir dómarnir vafasamir. Þeir svei- fluðu gulum spjölduni í gríð og erg í staðinn fyrir að reyna að ná svolitlum tökum á leiknum. Dómar þeirra bitnuðu meira á KA, enda virtist hávaðinn rugla þá alveg i ríminu. Áhorfendur úr Breiðholti minntu undirritaðan á þrjúbíó. Gífurlegur hávaði allan tímann, oft óháð því sem var að gerast inná vellinunt. Það dugði ÍR ekki til sigurs en var nóg stundum til að stressa norðan- mennina þannig að þeir glutruðu niður sóknunum og fara alveg með dómarana. Ðrynjar Kvaran: Það var gott að vinna þetta. Það hafa verið erfiðir tímar á botnin- um en við erum ennþá í 1. deild og ætlum að vera þar áfram. í leiknum var það baráttan og liðs- heildin sem skóp sigur enda vor- um við betra liðið. Ég vil þakka áhorfendum okkar fyrir stuðn- inginn og ef þeir verða með okk- ur næsta tímabil verðum við ör- ugglega uppi. Pétur Bjarnason: Þetta voru góð úrslit og sýnir okkar rétta andlit. Það var eins gott að við unnum því ég lofaði að ég skyldi hætta við að fara í frí til Parísar ef við töpuðum. Seljaskóli 22. mars 1. deild HSl ÍR-KA 18-24 (11-13) Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 7 (3v), Guö- mundur Þóröarson 5, Frosti Guðlaugsson 4, Finnur Jóhannesson 2. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9 (1v). Útat: Ólafur Gylfason 4 mín. Mörk KA: Pétur Bjarnason 9, Erlingur Kristjánsson 7, Friðjón Jónsson 4, Axel Björnssou 3, Guömundur Guömundsson 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 9 (1v), Gísli Helgason 2. Útaf: Pétur Bjarnason 2 mín, Erlingur Kristjánsson 4 mín, Guömundur Guö- mundsson 2 mín, Eggert Tryggvason 2 mín, Brynjar Kvaran 2 min. Dómarar: Guömundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson - alveg glataöir. Maður leiksins: Pétur Bjarnason KA. -ste I kvöld Handbolti Hafnarfjörður kl.20.00 FH-Víkingur 1 .d.ka. kl.21.15 FH-Haukar Ld.kv. Digrares kl 19.00 Stjarnan-KR l.d.kv. kl.20.15 Stjarnan-Valur Ld.ka Hlíðarendi kl.20.00 Valur-Þróttur Ld.kv. Blak Hagaskóli kl.20.00 ÍS-Þróttur karlaflokki. Þetta er fyrsti leikurinn í aukaúrslitakeppni íslandsmeistarakeppninnar og að öllum líkindum alveg hörkuspenn- andi leikur. Miðvikudagur 23. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.