Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 6
Auglýsing Húsafriöunarnefnd auglýsir hér meö eftir um- sóknum til húsafriöunarsjóðs, sem stofnaður var meö lögum nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt eöa listrænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. sept- ember n.k. til Húsafriöunarnefndar, Þjóðminja- safni íslands, Box 1489, 121 Reykjavík á eyöu- blööum, sem þar fást. Húsafriðunarnefnd jpm: Styrkir til háskólanáms í Portúgal Portúgðlsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1988-89. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms í háskóla. Umsóknareyðublöð fást í sendiráði Portúgala í Ósló, utanáskrift: Ambassade du Portugal, Josefines Gate 37, Oslo-2, Norge, og þangað ber að senda um- sóknir fyrir 1. júní n.k. Menntamálaráðuneytið, 11. mars 1988 Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla. Umsóknarfrestur til 15. apríl. Austurlandsumdæmi: Staða skólastjóra og grunnskólakennara við Fellaskóla. Staða skólastjóra við grunnskólann í Breiðdalshreppi. Norðurlandsumdæmi eystra: Staða skólastjóra við Grunnskólann í Svalbarðshreppi N- Þlngeyjarsýslu. Staða yfirkennara við Grunnskólann á Dalvík. V2 sérkennarastaða við Grunnskólann í Öngulsstaðahreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Akureyri, meðal kennslugreina íslenska, stærðfræði, danska, enska, íþróttir, samfé- lagsfræði, raungreinar, mynd- og handmennt, tónmennt, heimilis- fræði og sérkennsla, Húsavík, meðal kennslugreina sérkennsla, erlend mál, stærðfræði, tónmennt, myndmennt og viðskiptagreinar, Dalvík, meðal kennslugreina íslenska, stærðfræði, danska og íþróttir, Ólafsfirði, hlutastaða í eðlis- og líffræði, Hrísey, meðal kennslugreina íþróttir, tónmennt og mynd- og handmennt, Hrafn- agilshreppi, Svalbarðshreppi, Þórshöfn, meðal kennslugreina íþróttir og handmennt, og Stórutjarnaskóla, meðal kennslugreina íþróttir, smíðar og enska. Norðurlandsumdæmi vestra: Stöður skólastjóra við grunnskólana Hólum og Akrahreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Siglufirði, meðal kennslugreina íþróttir, raungreinar og samfélagsfræði, Sauðár- króki, meðal kennslugreina tónmennt og danska, Blönduósi, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, Hvammstanga, með- al kennslugreina raungreinar og stærðfræði, Staðarhreppi í V- Húnavatnssýslu, Höfðakaupstað, meðal kennslugreina íþróttir, mynd- og handmennt, Hofsósi, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, Rípurhreppi, Haganeshreppi, Laugarbakkaskóla, meðal kennslugreina yngri barna kennsla, Vesturhópsskóla, meðal kennslugreina smíðar og handmennt, Húnavallaskóla, meðal kennslugreina stærðfræði og raungreinar, Varmahlíðar- skóla, og Steinsstaðaskóla, meðal kennslugreina handmennt. Menntamálaráðuneytið Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuö 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til víðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Fjármálaráðuneytið Tvöfalt s/f Sveitarfélög - Einstaklingar Tvöföld hús. Öll hús. Tilbúið efni í gámi til yðar í tiltekinni viku. Verö- hugmyndir: 2ja-5 herbergja hús frá 600-700 þús. - 1200-1300 þús. Bílgeym. aö auki fyrir 200-300 þús. kr. Tvöfalt s/f s. 91-46672. AFMÆLI Sjötugur Magnús H. Gíslason í gær birti Þjóðviljinn myndar- legan blaðauka um landbúnað. Viðtöl og greinar um möguleika framtíðarinnar og vandamál líð- andi stundar. Efnistökin báru sterkt svipmót Magnúsar H. Gíslasonar og efnisþættirnir voru reyndar flestir merktir upphafs- stöfum hans. Höfundareinkenn- in voru þróttmikil og blaðaukinn allur flutti boðskap sóknar og bjartsýni. Hver skyldi trúa því að næsta dag yrði Magnús sjötugur! Bóndinn úr Skagafirðinum sem enn er svo léttur í spori og af- kastamikill að hinir ungu á rit- stjórnarskrifstofunum mega taka á öllu sínu til að fylgja honum eftir. Magnús á Frostastöðum er sjö- tugur í dag. Vinir og félagar sam- fagna en eru samt fullir efa um sannleiksgildi fréttarinnar. Bar- áttumaður sem enn er slíkur fjörkálfur að hann semur sjálfur sína myndarlegustu afmælis- kveðju, því ekkert blað hefur í langan tíma gert landbúnaðinum eins myndarleg skil og Magnús gerði í Þjóðvíljanum í gær. Land- búnaður á íslandi, mannlíf til sveita og gróður jarðar, efling byggðar í öllum landshlutum, fé- lagshyggja og samvinnuhugsjón, sjálfstæði þjóðarinnar og Island án erlendrar hersetu - allt hefur þetta í áratugi verið lifandi þættir í baráttu Magnúsar fyrir betra þjóðfélagi. Bóndinn í Skagafirð- inum, blaðamaðurinn í Reykja- vík, ræðusnillingurinn á málfund- um og í hita kosninga - hvar sem Magnús hefur komið hefur hann haldið fram merki hugsjóna og bjartsýni. Hann er glæsilegur fulltrúi þeirra sem voru burðarásar í bar- áttu félagshyggjufólks og her- stöðvaandstæðinga heima í hér- aði. Virkur í þeirri stóru forystu- sveit sem gert hefur vinstri hreyfinguna á íslandi að lifandi afli um allt land. Samvinnuhreyf- ingin, bændasamtökin, ung- mennafélögin og samtök her- stöðvaandstæðinga voru jöfnum höndum vettvangur starfsins. Hæfnin var slfk að fyrirhafnar- laust gat Magnús sest á rit- stjórnarskrifstofur dagblaðsins og skotið fjölmiðlaséníunum ref fyrir rass. „Það er ekkert lesandi í Þjóðviljanum nema það sem hann Magnús á Frostastöðum skrifar!“ - Hve oft höfum við ekki heyrt þessi ummæli á ferðum um landið. Um árabil hafa skrif Magnúsar verið besta sönnun þess að blaðið hefði sannan metnað til að vera raunverulegt þjóðmálablað. Og nú er Magnús sjötugur í dag. Það verður að endurtaka þessa staðreynd nokkrum sinn- um til að henni sé trúað. Og samt er efast um sannleiksgildi fréttar- innar. Söngmaðurinn góði sem ætíð er hrókur alls fagnaðar. Lif- andi sönnun goðsagnarinnar um sönglist þeirra Skagfirðinga. Sögurnar um kórana, sem sungu allar nætur og daga á sæluvikum, virka sjálfsagt sem skrök á alla sem ekki hafa borið gæfu til að verða vinir og félagar Magnúsar á Frostastöðum. Þegar Þjóðviljinn kvaddi Kjartan söng Magnús öllum betur. Síðan sungu þeir Kjartan saman. Það var ógleym- anleg stund. Magnús vinur okkar frá Frostastöðum er mikil persóna og sannur félagi. Við sendum honum heillaóskir á merkum degi. Það er margt að þakka á slíkum tímamótum. Það var ungum mönnum mikils virði fyrir einum og hálfum ára- tug þegar eldri og hugum stærri menn tóku undir kröfurnar um raunverulega félagshyggju og róttæka 'vmstri stefnu innan flokks sem Magnús hafði þá fylgt 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN í fjóra áratugi. Og þegar sá flokk- ur hafnaði að skipa sér ótvírætt í forystu vinstri fylkingarinnar í landinu þá hikaði Magnús ekki við að segja skilið við flokkinn. Hinir ungu báru hlýjan hug til Magnúsar. Hann var ásamt nokkrum öðrum úr röðum sönnustu samvinnumannanna og félagshyggjufólksins í Framsókn- arflokknum táknrænn merkisberi þess besta sem fólst í hugsjóna- arfleifð flokksins. Ásamt hinum yngri sagði Magnús skilið við flokkinn þegar valið stóð milli stefnunnar og stofnunarinnar. Slíkur var eldur hugsjóna- mannsins. Slík var trúin á gildi málstaðarins. Slíkir voru mannkostirnir að hinir ungu báru til hans óskorað traust. í hugum okkar verður Magnús á Frosta- stöðum ávallt einn af hetjum fé- lagshyggjunnar á íslandi - fulltrúi þess besta í þjóðmálastarfi ís- lenskra bænda og samvinnu- manna á þessari öld. Kæri vinur! Við sendum þér og fjölskyldu þinni hamingjuóskir og þökkum svo margt á liðnum árum. Þú ert enn í fullu fjöri og morgundagurinn ber mörg verk- efni í skauti sér. Baráttan heldur áfram og ávallt verður Magnús á undan okkur hinum. Ólafur Ragnar Grímsson Sem betur fer er það hvunn- dagslegt og meira en sjálfsagt að menn verði sjötugir. En það er óvenjulegt að blaðamaður verði sjötugur í starfi sínu: svo mikil ærusta þykir fylgj a slíkum starfa að þar gera menn einatt stuttan stans á sínu lífshlaupi og koma sér síðan fyrir þar sem skjólbetra er. En þetta á semsagt ekki við um öldunginn í okkar hópi, Þjóð- viljamanna, Magnús H. Gísla- son, sem er sjötugur í dag., Og er nú skemmst frá því að segja, að það hefur verið bæði nytsamlegt og skemmtilegt að eiga samleið með Magnúsi hér á blaðinu. Margfróður bóndi að norðan er um margt holl ögrun og áminning okkur þéttbýlis- mönnum, sem höfum óneitan- lega vafasamar tilhneigingar til að baka okkur í eigin feiti. Og þegar yngra lið í blaðamannastétt vill gjarna gera úlfalda úr mý- flugu í nafni markaðslögmála og fjölmiðlafræða, þá er gott af vita af mönnum eins og Magnúsi í stéttinni; mönnum sem vita sínu viti og starfa í þeim anda án þess að gala mjög af húsþökum. Magnús hefur hjálpað Þjóð- viljanum vel og mikið við að halda tengslum við landsbyggð- ina og nú síðast í gær skrifaði hann fyrir okkur heilt blað um landbúnaðarmál. Hann hefur í áranna rás komið við sögu marg- skonar frétta og efnis eins og verða vill á litlu blaði, en ég vil alveg sérstaklega minnast á það, hve ágætur frásögumaður hann er, greinargóður bæði um minnis- verð tíðindi og næmur á hið furð- ulega og skoplega í ýmsu sem smátt sýnist. Þessa eiginlega hef- ur Magnús einatt sýnt á prenti, og þá ekki síður í þeim hvunn- dagssamtölum yfir kaffibollum dagsins, sem eru salt og krydd hvers sæmilegs vinnustaðar. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með daginn og biðjum hann lifa vel og lengi. Árni Bergmann. Magnús verður að heiman á sjötugsafmælinu í dag. FELAGSFUNDUR ^kshí^ Félagsfundur hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks, verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A fimmtudaginn 24. mars nk. kl. 5 síðdegis. Fundarefni: Kjarasamningarnir. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.