Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Lífeyrirsgreiðslur Aldraðir auralausir um páska Lífeyrisgreiðslur ekki borgaðar útfyrr en 5. apríl vegna páskanna. Lífeyrisþegar hafa miklar áhyggjur afþví. Haukur Hafsteinsson: Getum ekki ábyrgstgreiðslurfyrr en fyrsta dag mánaðarins Greiðslurnar verða einsog vanalega á fyrsta virkum degi mánaðarins, sagði Haukur Haf- steinsson hjá Lífeyrissjóði ríkis- ins, en margir lífeyrisþegar hafa haft miklar áhyggjur af því að fá ekki lífeyri sinn greiddan fyrir páska þar sem lífeyrisgreiðslur eru borgaðar út fyrsta hvers mán- aðar. 1. apríl er að þessu sinni föstu- daginn langa og fyrsti virki dagur eftir páska er ekki fyrr en þriðju- daginn 5. apríl. Greiðslurnar koma því ekki til skila fyrr en þá. - Ég veit ekki hvernig ég á að tóra yfir páskana ef ég fær ekki mínar lífeyrisgreiðslur fyrr en þann fimmta, sagði háaldraður lífeyrisþegi sem Þjóðviljinn hafði tal af í gær. Hann sagðist hafa fengið ítrekað þau svör hjá Tryggingastofnun að ekki yrði hægt að borga út úr sjóðnum fyrr en þriðjudaginn fimmta. í gær var haldinn sérstakur fundur í Tryggingastofun vegna þessa máls en aldraðir hafa kvart- að mikið undanfarna daga vegna dráttar á greiðslunum. Niður- staða fundarins var sú að ekki væri hægt að hnika þessu til. Haukur sagði að í flestum til- fellum væri búið að greiða þetta inn á bankareikninga fyrir mán- aðamót, en hinsvegar væri ekki hægt að ábyrgjast að þessar greiðslur væru komnar á reikninga ellilífeyrisþeganna fyrr en þann fyrsta. -Ig/Sáf Á Akureyri er stíft fundað um þessar mundir um gerð nýrra kjarasamninga og má búast við að til tíðinda dragi í dag, þegar tekist verður á um launaliðina og starfsaldurshækkanir. (Mynd y.k.) Samningar Stífar fundasetur fyrir norðan Tekist á um launaliði og starfsaldurshækkanir í dag Kí Úrslitin ótvíræð Verkfallsboðun samþykkt með miklum meirihluta Mikill meirihluti félagsmanna í Kennarasambandi íslands sam- þykkti í allsherjaratkvæða- greiðslu að heimila stjórn og trúnaðarmannaráði að boða til verkfalls með 15 daga fyrirvara, náist ekki samningar fyrir nk. föstudag, 25. mars. Ef verkfall verður boðað kemur það til fram- kvæmda 11. apríl nk. Alls greiddu 3040 félagsmenn atkvæði sem er um 91% kjör- sókn. Meðmæltir verkfallsheim- ild voru 1849 eða 60,8%, á móti voru 1022 eða 36,6%. Auðir seðl- ar voru 130 og ógildir 39. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambandsins, var að vonum ánægð með kjörsóknina og sagði að úrslit atkvæða- greiðslunnar væru alveg ótvíræð. Hún sagði að lítið hefði þokast í átt til samkomulags á samninga- fundi með samninganefnd ríkis- ins í gær, en annar fundur væri boðaður á morgun. Hún vildi engu spá um hvort til verkfalls kæmi og sagði að það kæmi í ljós eftir fund fulltrúaráðsins nk. föstudag. -grh Samningafundur fulltrúa frá 40 verkalýðsfélögum víðs vegar af landinu með samninganefnd vinnuveitenda hófst seinni part- inn í gær norður á Akureyri undir stjórn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Á annað hundrað manns taka þátt í þess- um viðræðum. Strax við upphaf fundarins var liðinu skipt niður í hópa sem fjöl- luðu um starfsaldurshækkanir, desemberuppbætur, lífaldur, sér- hæft fiskvinnslufólk, fatapen- inga, réttindamál ýmiskonar, byggingaverkamenn og tækja- menn. Ekki var rætt sérstaklega um launaliðina í gær en búist er við að tekist verði á um hækkun þeirra á fundi í dag. Það var spá manna í gær að starfsaldurshækkanirnar og launaliðir yrðu aðalmál dagsins í dag en hvort líklegt væri að samn- ingar tækjust í dag, þorðu menn engu um að spá. A miðnætti í nótt skall á yfir- vinnubann hjá Alþýðusambandi Norðurlands. -grh Bjórinn Úr neðri Bolungarvík Hemaðarhagsmunir í fyriirúmi Ratsjárstofnun: Þjálfun starfsmanna miðast eingöngu við eftirlitmeð flugvélum en ekki skipum. Kristinn H. Gunnarsson: Blekkingavefur ratsjársinna afhjúpaður að er misskilningur að sama ratsjáin eigi að þjóna flugvél- um og skipum, heldur er hér um að ræða tvær aðskildar ratsjár. Verðandi starfsmenn eru nú ein- göngu þjálfaðir í að fylgjast með flugvélum en ekki skipum, en það Framsókn Enn bætist við lista þeirra ríkis- stjórnarmála sem mæta and- stöðu innan stjórnarflokkanna. I gær kom til annarrar umræðu í neðri deild frumvarp iðnaðar- ráðherra um að opna fyrir er- lenda þátttöku í íslenskum iðnaði og framsóknarmennirnir Páll Pétursson og Ólafur Þórðarson snerust öndverðir gegn þeim áformum. Páll Pétursson skilaði séráliti í er í athugun að bæta því við þjálf- unina, sagði Jón Böðvarsson, for- stöðumaður Ratsjárstofnunar ís- lands, við Þjóðviljann. Á sínum tíma, þegar þess var farið á leit við bæjarstjórn Bol- iðnaðarnefnd neðri deildar og segir í því að með samþykkt frumvarpsins sé Alþingi að afsala sér valdi í hendur iðnaðarráð- herra. „Það telur undirritaður óskynsamlegt. Réttara er að það sé ákvörðun Alþingis hverju sinni hvort útlendingum er heimilað að eiga meirihluta í fyrirtækjum á íslandi en láta það ekki vera geðþóttaákvörðun iðn- aðarráðherra.“ Ólafur Þórðar^on sagði ungarvíkur að hún leyfði bygg- ingu og rekstur á ratsjárstöð uppi á Bolafjalli var því slegið föstu að mesti ávinningurinn af tilkomu ratsjárstöðvarinnar væri að ör- yggið á sjónum myndi stóreflast. Þetta gekk að vonum vel í Bolvík- heildarstjórn efnahagsmála í landinu ekki í lagi og því væri kol- vitlaust nú að slaka á og opna allar gáttir í þessum efnum. Albert Guðmundsson skrifaði hinsvegar undir meirihlutaálit iðnaðarnefndar, en segir aðra þingmenn Borgaraflokksins hafa óbundnar hendur. Aðrir stjórn- arandstæðingar eru andvígir þessari breytingu á iðnaðarlög- unum. -Sáf inga og þeir gáfu leyfi fyrir upp- setningu ratsjárstöðvarinnar. Að sögn Kristins H. Gunnars- sonar bæjarfulltrúa lögðu ratsjár- sinnar höfuðáherslu á það hvað öryggi sjófarenda yrði mikið með tilkomu stöðvarinnar og sögðu að það væri hægðarleikur að hafa kort í hafnarvoginni þar sem menn gætu séð nákvæmlega stað- setningu skipanna hverju sinni. Kristinn sagðist ekki vera hissa á því að starfsmennirnir hefðu ekki fengið starfsþjálfun í að fylgjast með skipaferðum og það kæmi heim og saman við það sem andstæðingar ratsjárstöðvarinn- ar hefðu alltaf haldið fram, að stöðin væri fyrst og fremst til að þjóna hernaðarhagsmunum Bandaríkjanna en ekki öryggi heimamanna og þar með væri af- hjúpaður sá blekkingavefur sem ratsjársinnar hefðu spunnið um tilgang ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli. -grh deild fyrir helgi? Allsherjarnefnd neðri deildar klofnaði í afstöðu sinni til bjór- frumvarpsins sem meirihluti nefndarinnar flytur og leggur minnihluti nefndarinnar til að frumvarpið verði fellt. TJndir minnihlutaálitið skrifa þeir Friðjón Þórðarson, Geir Gunn- arsson og Ólafur Gránz. Bjórfrumvarpið kom til ann- arrar umræðu neðri deildar í gær og er stefnt að því að afgreiða það úr deildinni fyrir páskafrí, sem hefst í byrjun næstu viku. Þá á frumvarpið eftir þrjár umræður í efri deild, en ekki er búist við jafn miklum orðaflaumi þegar bjór ber á góma þar og í neðri deild. -Sáf Valtýr Sigurbjarnarson landfræðingur og bæjarstjóri á Ólafsfirði hefur verið ráðinn for- stöðumaður stjórnsýslumið- stöðvar Byggðastofnunar á Ak- ureyri. Ríkisstjórnin gegn iðnaðairáðheira Miðvikudagur 23. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.