Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGTO
Alþýðubandalagið Kópavogi
Konur í Kópavogi
Miðvikudaginn 23. mars kl. 20.30 verðum við með kynningarfund um
norræna kvennaþingið (Nordisk Forum).
Elsa Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs mætir á fundinn og
segir frá þinginu og undirbúningi þess hér á landi.
Sjáumst - Konur í ABK
Alþýðubandalagið Kópavogi
Morgunkaffi ABK
Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Sigurður Grétar Guðmundsson fulltrúi í
stjórn Félagsheimilis verða með heitt kaffi á könnunni í Þinghóli, Hamra-
borg 11, laugardaginn 26. mars frá kl. 10-14. Allir velkomnir. - Stjórnin
ABR
Konur á norrænt kvennaþing
Konur sem hafa áhuga á norræna kvennaþinginu í Osló í sumar, mætið í
morgunkaffi laugardaginn 26. mars nk. kl. 11.00, á Hallveigastöðum við
Túngötu.
Konur í Aiþýðubandalaginu.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Fundur í bæjarmálaráði ABH verður haldinn laugardaginn 26. mars kl.
10.00 í Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: Staðan í bæjarmálunum. Útgáfumál og önnur mál. - Formaður
Alþýðubandalagið á Akureyri
Bæjarmálaráð
Fundur í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 28. mars kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. mars. 2) Umhverfismál og
heilbrigðismál. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í viðkomandi nefndum leiða
umræður um þessa málaflokka. 3) Önnur mál. Allir velkomnir.
- Stjórn bæjarmálaráðs.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Skrifstofan opin á miðvikudögum
Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudagskvöldum á milli kl. 20-22. Allar
upplýsingar um starfsemina og stefnumál.
Hringdu, eða það sem betra er, kíktu inn. Kaffi á könnunni.
Æskufýðsfylking Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, sími 17500.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Félagsfundur
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fé-
lagsfund í veitingahúsinu Glæsibæ kl. 20.30
fimmtudaginn 24. mars.
Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
BRÉFBERA
hjá póst- og símstöðvunum í Garðabæ og Hafn-
arfirði. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf með
álagi frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00.
Upplýsingar hjá stöðvarstjórum í Garðabæ í síma
656770 og í Hafnarfirði í símum 50555 og 50933.
Hafnarfjarðarbær
- áhaldahús
Óskum að ráða vélvirkja eða bifvélavirkja. Góður
vinnutími. Góð vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðn-
um. Upplýsingar gefnar í síma 652244.
Yfirverkstjóri.
lÖRFRÉTTTIRi
Sendiherra Ítalíu
á íslandi, Scaglia sem hefur að-
setur í Osló, var staddur hér-
lendis á dögunum og afhenti þá
Sigurði Demetz Franzsyni orðu
frá Ítalíuforseta fyrir vel unnin
störf að tónlistarmálum, en Sig-
urður er einn þeirra ítala sem
unnið hafa ómetanlegt starf við
tónlistarkennslu hér á landi.
Hr. Jacques Mer
hefur verið skipaður nýr sendi-
herra Frakklands á íslandi. Hann
tekur við embættinu af Yves
fyias. Mere hefur starfað sem
ráðunautur í franska utanríkis-
ráðuneytinu og verið vara-
fastafulltrúi Frakka hjá OECD
síðan 1984.
Konur í hreyfingu
sósíaldemókrata á dögum
Weimarlýðveldisins, er efni fyrir-
lesturs sem Cristel Wickert sagn-
fræðingur við frjálsa háskólann í
Berlín flytur í dag, miðvikudag, kl.
17.00 í Kvennaskólanum við
Fríkirkjuveg. Allir eru velkomnir.
Vinnuhópur um
sifjaspellamál
hefur opnað skrifstofu að Vestur-
götu 3 í Reykjavík. Starfsmaður
er Sara Karlsdóttir og er hún þar
við alla virka daga frá kl. 13-17.
Síminn er 21260. Þær konur sem
hafa áhuga á að starfa í sjálfs-
hjálparhóp eru beðnar að
hringja, skrifa eða koma við á
Vesturgötunni.
Helsti sérfræðingur
Norðmanna í verkum Ibsens,
Juel Haslund dósent í norrænum
bókmenntum við háskólann I
Osló, flytur fyrirlestur í boði
heimspekideildar í Lögbergi
stofu 101 I dag kl. 17.15. I fyrir-
lestrinum greinir Haslund frá
helstu einkennum leikrita Ibsens
og jaróun þeirra bæði með tilliti til
efnis og formgerðar.
Útbreiðsla varpfugla
á Reykjanesskaga vorið 1987, er
umfjöllunarefni fræðslufundar
Fuglaverndarfélagsins sem
haldinn verður í Odda í kvöld kl.
20.30. Framsögu um efnið hafa
þeir Kristján Haukur Skarphéð-
insson líffræðingur og Gunn-
laugur Pétursson líffræðingur.
Sýndar verða litskyggnur og er
öllum heimill aðgangur. Aðal-
fundur félagsins verður haldinn í
lok fræðslufundarins.
Þrjú prestaköll
eru nú laus til umsóknar. Það eru
Fellsmúli í Rangárvallaprófasts-
dæmi, Bólstaðahlíðarprestakall í
Húnavatnsprófastsdæmi og
embætti æskulýðsfulltrúa þjóð-
kirkjunnar en í það embætti verð-
ur ráðið frá 1. maí n.k.
Síðustu
áskriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar verða
haldnir á fimmtudagskvöld. Þrjú
verk verða á efnisskránni; Ríma
eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
Píanókonsert í c-moll eftir Mozart
og Sinfónía nr. 1 eftir Sjostako-
vits. Stjórnandi á tónleikunum
verður Pál P. Pálsson og ein-
leikari Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari.
FRETTIR
Tónleikar
Skoller
kemur
aftur
Danski grínistinn og tónlistar-
maðurinn Eddie Skoller held-
ur tvenna tónleika í Islensku ópe-
runni á sunnudag og mánudag
n.k. á vegum Lionsklúbbsins
Njarðar.
Skoller kom til landsins fyrr í
vetur til að skemmta á herra-
kvöldi Lionsklúbbsins og sló þar í
gegn sem víðar. Varð að ráði að
hann kæmi hingað aftur til að
halda opna tónleika á vegum
klúbbsins.
Forsala á miðum á tónleikana
er þegar hafin og víst að hver fer
að verða síðastur að tryggja sér
miða. Hagnaður af tónleikunum
rennur allur til líknarmála en Li-
onsklúbburinn Njörður hefur á
undanförnum árum stutt við
bakið á blindum, og keypt marg-
víslegan búnað fyrir Talmeina-
stöð íslands.
Eddie Skoller hefur undanfar-
in ár verið einn vinsælasti
skemmtikraftur á Norðurlöndum
og víðar. Hann hefur farið í fjöl-
margar hljómleikaferðir um
heiminn og er nýkominn úr einni
slíkri.
Sarnafil
Norræn ráðstefna á íslandi
Nýlega var haldin ráðstefna á
Hótel Sögu þar sem saman
komu 94 fulltrúar fyrirtækja sem
vinna með þakdúkinn „sarnafil“.
Að sögn Hallgríms Axelssonar
hjá Fagtúni hf., hefur undanfarin
ár orðið ör þróun í þakþéttingum
bæði á íslandi og hinum Norður-
löndunum.
Auk þess að sitja ráðstefnu
Sarnafil var farið í skoðunarferð
m.a. á Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins og einnig nutu
gestirnir útivistar í Bláa lóninu og
neyttu þar hákarls og íslensks
brennivíns. Þá var farið í dags-
ferð að Gullfossi, Geysi og á
Þingvöll. Bjuggu ráðstefnugest-
irnir á Hótel Sögu meðan á ráð-
stefnunni stóð, en þeir voru sér-
staklega ánægðir með allan að-
búnað.
LESENDABREF
Gráa svæðið
Hvað skyldi það nú vera?
Skyldi það vera einhver hjálpar-
stofnun í landinu er benti fólki á
leiðina til bjartrar framtíðar, þar
sem hægt væri að lifa óhultur fyrir
skuldum og basli, þar sem unga
fólkið prjónaði sín plön og gamla
fólkið ætti fyrir skuldum í ellinni?
Væri þetta ekki yndislegt þjóðlíf?
En því miður. Nafnið er
óneitanlega skuggalegt svo ekki
sé meira sagt. Gráa svæðið er
nefnilega nafnið á undirheimum
peningalífsins þar sem fjármálar-
ottur skríða með veggjum og
stunda sína iðju. Talið er að um-
svifin á þessu þokkalega svæði
skipti tugum miljarða í þjóðfé-
laginu. Þarna eru lagðar línurnar
að óhamingju fólks er verður að
líða ævilangt fyrir kúgun og
hrekki er þessir fjármáladólgar
beita fólk oft í sárri neyð, sérstak-
lega er talið að unga fólkið hafi
orðið fyrir barðinu á þessu kerfi,
oft barnmargar fjölskyldur sem
eru að fleyta sér á skyndiokurlán-
um á þeim langa biðtíma eftir
húsnæðisláni sem myndast vegna
svika ríkisstjórnarinnar. Og
hvert á þá að leita til að bjarga
málunum þegar ættingjar og nán-
ir vinir geta ekki lengur hjálpað,
annað en í klærnar á okrurum
gráa svæðisins?
Ríkisstjórnin Iætur einsog ekk-
ert sé og hirðir ekki um að hafa
hendur í hári þessara þorpara
sem eru að maka krókinn á þessu
húsnæðislausa fólki og fé-
lagsmálaráðherrann virðist vera
kominn í dúfnaflokkinn á þinginu
og segist vera að flytja annað
frumvarp um húsnæðismál sem
verði tilbúið í haust. Á meðan
keppist undirheimalýðurinn við
að mala gull á kostnað húsnæðisl-
eysingjanna með tölvuapparö-
tum og telexum og ann sér vart
hvíldar.
Hvar eru nú hersveitir Jóns
Baldvins sem eiga að sjá um þessi
mál? Eiga þær ekki að rétta hlut
almennings gagnvart skattsvikur-
um, ná þeim fram í dagsljósið og
láta þá standa fyrir máli sínu? Ég
minntist á þessi mál við Jón mál-
vin minn hjá Borgaraflokknum
og foringja hulduhersins um dag-
inn og spurði hann álits á þessum
hersveitum Jóns Baldvins er ættu
að skakka leikinn og láta alla
skattsvikara standa fyrir máli
sínu og laga þjóðfélagið. Jón
gamli tók sér góðan tíma til að
svara mér þartil hann fruktaði
loks og sagði:
Ertu svona mikið barn að
halda að þessar hersveitir hafi
nokkra þjálfun og aga til að taka
að sér svona mál sem eru flókin
og vandasöm? Til þess þarf þjálf-
aðan her eins og hulduherinn er
sýndi ljóslega hvers hann var
megnugur í sambandi við síðustu
kosningar.
Ef ég tæki slík mál að mér
skyldi ég vera fljótur að svæla alla
skattsvikara upp á yfirborðið og
fara með þá fyrir rétt, og láta þá
finna hvar Davíð keypti ölið.
Hvernig má það vera? spurði ég
Það er hernaðarleyndarmál laxi,
annars verð ég í kristilegu starfi
um páskana, á meðan sinni ég
ekki veraldlegum málum. Það er
annað með heiðingja eins og ykk-
ur kommana sem kunnið ekki að
signa ykkur og best gæti ég trúað
að þið kynnuð hvorki faðirvorið
né sálminn Blessaði Jesú bjarg-
aðu mér. Og þar með var karlinn
farinn, í grátt brókarhald eins og
segir hjá Laxness í íslandsklukk-
unni um nafna hans Hreggviðs-
son. Með kveðju,
Páll Hildiþórs
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. mars 1988