Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR
Frakkland
Forsetinn í
forsetaframboð
Loksins, loksins greindi Francois Mitterrandfrönsku
þjóðinnifrá ákvörðun sinni. Allarspár benda til
öruggs endurkjörs hans
Francois Mitterrand, forseti
Frakklands, lýsti því yfir í
gærkveldi að hann myndi sækjast
eftir endurkjöri í forsetakosning-
unum dagana 24ða apríl og 8unda
maí.
Mitterrand gaf sér góöan tíma
til þess aö taka ákvörðun um
framboð enda kominn af léttasta
skeiði, 71 árs. Frakklandsforseti
situr í embætti um sjö ára skeið
svo fremi ekkert óvænt velti hon-
um úr sessi og verður Mitterrand
því tæplega áttræður þegar hann
stígur loks uppúr stólnum. Nái
hann kjöri!
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma nær hann því og fer létt
með fjendur sína af hægri vængn-
um. Hefði kjörið farið frarn um
helgina hefði Mitterrand sigrað
Jacques Chirac forsætisráðherra:
55,5-44,5. Fyrrum forsætisráð-
herra Frakklands, Raymond
Barre, hefði heldur ekki sótt gull
í greipar kjósenda; forsetinn
hefði lagt hann að velli með 54 af
hundraði atkvæða gegn 46. Þetta
segja nýjustu viðhorfskannanir
okkur og eru samhljóða ótal-
mörgum öðrum en eldri spám.
Yfirlýsinguna gaf forsetinn í
sjónvarpsviðtali. Einsog sakir
stæðu væri hann eini einstakling-
urinn sem gæti borið klæði á vopn
stríðandi fylkinga í frönsku
samfélagi og eflt frið þegna á
meðal.
„Ég vil að Frakkland sé
ósundrað. Það verður ekki uppi á
teningnum ef það lendir í hönd-
um óumburðarlyndra eiginhags-
munaseggja, hvort sem það eru
einstaklingar, stjórnmálaflokkar
eða ættsveitir.“
Forsetinn vandaði þeim Chirac
og Barre ekki kveðjurnar: „Ég
hef hlýtt á mál þeirra og í öllum
þeim skarkala greini ég ógeð-
felldan grunntón um að þjóðinni
verði sundrað einsog svo oft hef-
ur orðið hlutskipti hennar.“
Francois Mitterrand er fyrsti
sósíalistinn í embætti forseta
Francois Mitterrand er ekki á förum úr Elyseehöll.
Frakklands frá því Charles de
Gaulle reisti „fimmta lýðveldið"
á rústum þess fjórða árið 1958.
Hann hafði bæði tögl og hagldir í
frönskum stjórnmálum árin
1981-1986 vegna trausts þing-
meirihluta flokks síns. í þingkjör-
inu í hittifyrra settu sósíalistar
ofan og neyddist forsetinn þá til
þess að skipa Chirac í embætti
forsætisráðherra. Síðan hafa þeir
deilt völdum í skrykkjóttri
„sambúð“ sem nú sér fyrir
endann á. Reuter/-ks.
Palestína
Dauði og
fögnuður
Prítugur Palestínumaður var
skotinn til bana í gær. Naím
Lehija var á ferð í bifreið sinni á
Gazasvæðinu þegar hann var
veginn. Lögrcgluyfirvöld lýstu
því yfir að hann hefði verið
„myrtur i uppgjöri bófahópa“ en
vildu engu að síður ekki útiloka
'<ð tilræðismaðurinn hafi ætlað
að hæfa bifreið Israelsmanns sem
var skammt undan. Palestínskir
heimildamenn Reuters skýrðu frá
því að lengi hefði leikið grunur á
að Lehija starfaði með erkifjend-
unum, ísraelsku leyniþjónust-
unni.
Yitzhak Shamir kom í gær
heim úr Bandaríkjareisu og lenti
heilu og höldnu á Jórsalaflug-
velli. Þar tóku um 2,500 eldheitir
aðdáendur á móti honum, dönsu-
ðu og sungu, og jusu hann lofi
fyrir að hafa „staðist þrýsting frá
Bandaríkjastjórn." Hann var að
vonum kátur, litli maðurinn, að
finna hve samhuga þau eru í óbil-
girnisinni, þjóðinoghann. „Eng-
inn vogaði sér að reyna að þvinga
mig til þess að ganga í berhögg
við vilja og óskir unnenda ísra-
elsríkis.“
Reuter/-ks.
Frakkland
Námsmannauppreisnin tvrtug
Þann 22. mars árið 1968 hófufranskir námsmenn á loft kröfur um róttœkar
háskólaumbætur. Um tveggja mánaða skeið riðaðifimmta lýðveldið tilfalls
Igær voru liðin rétt tuttugu ár
frá því stúdentauppreisnin
fræga hófst í París. Því þótti við
hæfi að láta þekktasta foringja
byltingarseggjanna, Daníel
Cohn-Bendit, skiptast á skoðun-
um við barnunga franska náms-
menn við Nanterre háskólann.
Það menntahreiður er steinsnar
frá París og á frægð sína að þakka
því að það hlúði að cgginu sem
‘68 hreyfingin skreið alsköpuð úr
þann 22. mars anno domini 1968.
Áður en við beinum athyglinni
að skoðanaskiptum kynslóða þá
er vert að halda tuttugu ár aftur í
tímann og skyggnast um á lóðum
franskra háskóla. Þann 22. mars
fer allt í bál og brand í Nanterre.
Cohn-Bendit, Alan Geismar og
fleiri reiðir nemar af báðum kynj-
um rísa upp gegn forneskjulegu
skólakerfi og krefjast umbóta.
Máli sínu til áréttingar leggja þau
ýmsa rangala háskólabyggingar-
innar undir sig. Skólastjórnin
gerir þá reginskyssu að kveða
fjölmenna kylfusveit lögreglunn-
ar á vettvang.
Þeir saumuðu óspart að honum
og sögðu hann og fyrrum vopna-
bræður hans hafa sagt skilið við
hugsjónir sínar með því að slá
skjaldborg um borgaralegt lýð-
ræði og styðja hægrikratann
Mitterrand.
Cohn-Bendit reyndi að höggva
sér leið útúr herkvínni: „Við höf-
um ekki snúið baki við hugsjón-
um okkar. Við æskjum enn
breytinga en höfum lagt
draumarugl fyrir róða, róman-
tískar hégiljur um skjóta bylt-
ingu.“
Reuter/-ks.
Fyrir 20 árum var Daníel Cohn-Bendit ástríðufullur og hávær bylting-
arsinni. Árin hafa óneitanlega sett sitt mark á manninn sem nú er
spakur og skynsamur og örlítið þybbinn. Að auki snýr hann baki í eldri
útgáfu sjálfs sín.
Námsmannauppreisnin fer
sem eldur um sinu franskra há-
skóla. Um tveggja mánaða skeið
ríkir hernaðarástand í París,
námsmenn ná Svartaskóla á sitt
vald og berjast á degi hverjum við
lögreglumenn á götum. Verka-
lýðshreyfingin er á báðum áttum
og Charles de Gaulle forseti riðar
til falls. Að lokum linnir látunum
en áhrif uppreisnarinnar vara enn
þann dag í dag, réttum tuttugu
árurn síðar.
Það kom glögglega í ljós á
fundi hins „aldna“ Cohn-Bendit
með námsmönnum í Nanterre.
Sovétríkin
Bækurá boðstólum á ný
Sovésk almenningsbókasöfn eignuðust um 3,500 „bannverk“ ífyrra
Það er alkunna að fátt fer
meira í taugar valdhafa sem
deila og drottna í trássi við landa
sína en frjálst streymi upplýsinga.
Til skamms tíma lögðu
Kremlverjar sig í framkróka um
að hafa stjórn á vitneskju Sovét-
manna í því augnamiði að sérhver
þegnanna endurómaði í hugsun
og athöfn þá útgáfu „sann-
leikans“ sem ráðamenn töldu
hverju sinni að þjónaði „lang-
tímamarkmiðum októbcrbylting-
arinnar.“
En nú er öldin önnur. Hinn nýi
óðalsbóndi í Kreml sá ávexti
þröngsýni og ritskoðunar forvera
sinna vaxa hvarvetna í víðfeðmu
ríki sínu og söðlaði því algerlega
um þegar hann settist í húsbónda-
sætið árið 1985. Nú skyldi hverj-
um og einum heimilt að segja hug
sinn allan og alþýðu manna
tryggður aðgangur að traustum
upplýsingum, ella væri tómt mál
að tala um „perestrojku.“
í hittifyrra var skipuð nefnd til
að sjá um að almenningur kæmist
í tæri við bækur sem fyrrum voru
bannaðar. Vladimir Solodin
veitir henni forystu og tjáði hann
fréttamönnum í gær að í fyrra
hefðu almenningsbókasöfn víðs
vegar um Sovétríkin eignast um
3,500 verk sem áður var glæpur
að hafa í fórum sínum. Þorri
verkanna hefði lent í ónáð ásamt
höfundum sínum á valdaskeiði
Jósefs Staiíns. Þeirra á meðal
væru ritsmíðar eftir tvo af leið-
togum októberbyltingarinnar og
fumkvöðlum sovétskipulagsins,
þá Alexei Rykov og Nikolaí
Búkarín. Þeir urðu báðir Grúsíu-
manninum grálynda að bráð á of-
anverðum fjórða áratugnum.
Solodin greindi frá því að hugs-
anlega yrðu verk ýmissa rússn-
eskra samtíðarmanna sem byggju
erlendis gefin út í „gamla
landinu“ svo fremi þau væru ekki
andsovésk áróðursrit. Hann
hermdi ennfremur að nefndin
hefði hafnað umsóknum um út-
gáfu rúmlega 500 bóka til dreif-
ingar á almenningsbókasöfn
sökum þess að þær hefðu að
geyma „upplýsingar sem ýmist
væru ögrandi eða gætu afvega-
leitt fólk.“ Reuter/-ks.
Miðvikudagur 23. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Afganistan
Samning
fyrst
Sovéski utanríkisráðherrann,
Eduard Shevardnadze, dvelur
um þessar mundir í Washington í
góðu yfirlæti bandarísks kollega
síns. Áður en viðræður þeirra
hófust í gær skýrði hann frétta-
mönnum frá því að hann og hús-
bóndi sinn heima í héraði kysu að
samninganefndir Afgana og Pak-
istana næðu samkomulagi í Genf
áður en heimkvaðning sovésks
herliðs frá Afganistan hæfist.
Þessi orð utanríkisráðherrans
stangast á við yfirlýsingu háttsetts
undirmanns hans frá því í fyrri
viku um að Kremlverjar myndu
kalla 115 þúsund dáta sína heim
frá grannríkinu í suðaustri þótt
karp og málastapp fulltrúa í Genf
yrði unnið fyrir gýg.
„Það er öllum fyrir bestu að
samningar verði undirritaðir í
Genf. Það er fýsilegasti kostur-
inn.“
Ummæli undirsátans voru bor-
in undir yfirboðarann og sagðist
hann ekki hafa hugmynd um
hvað hann hefði sagt eða hvenær
hann hefði látið orðin falla.
„...við skulum bíða og sjá.“
Reuter/-ks.