Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF
„Höfum við
efni á því að greiða góðum
kennurum góð laun?“
Opið bréffrá kennara tilJóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráðherra
Kæri Jón!
Fyrir nokkrum dögum boöaöir
þú til blaðamannafundar vegna
þess að samningar kennara eru
lausir og framundan var at-
kvæðagreiðsla um verkföll á vor-
dögum í skólum landsins. Þér til
hægri handarhafðirðu embættis-
mann þinn, Indriða H. Þorláks-
son, formann samninganefndar
ríkisins, og var sá ekki glaður í
bragði, handlangaði tölur til þín
og andrúmsloftið var þrungið
ábyrgð og hneykslun yfir kröfum
kennara. Kennararhafa áðurséð
framan í Indriða og búast ekki við
neinni kátínu af honum en var
það rett sem mér sýndist af
skjánum? Leið þér verr í flóð-
birtu sjónvarpsvélanna en endra-
nœr?
Satt að segja kæmi mér það
ekki á óvart. Þú hefur ekki gegnt
starfi fjármálaráðherra nema
tæpt ár. Þú varst lengi kennari við
gagnfræðaskóla og svo skóla-
meistari í Menntaskólanum á ísa-
firði. Síðar varðstu þingmaður
eins og alþjóð veit og því ekki
undarlegt að kennarar teldu sig
geta átt þar hauk í horni. Enda
kom það á daginn. Þegar kennar-
ar stóðu í ströngu í mars 1985
komu mál þeirra til umræðu utan
dagskrár á hinu háa alþingi og
urðu ýmsir til að leggja orð í belg.
Einn þeirra var Jón Baldvin
Hannibalsson, þá utan ríkis-
stjórnar. Ég sat á þingpöllum
ásamt fleiri kennurum, en hér
þarf ekkert að treysta minninu
því að ræða þín er prentuð í heild í
Alþingistíðindum eins og allt sem
sagt er á þingi, en hún tekur þar
heila blaðsíðu.
í ræðu þinni 14. mars 1985 er
heldur betur stungin tólg og verð-
ur að ráðleggja mönnum að lesa
hana í heild því hér gefst ekki rúm
til að taka langa kafla úr henni.
Þú lýsir þar m.a. hvernig „ein-
hver besti starfskraftur sem ég
hef nokkurn tíma haft í starfi þar
sem ég hef haft mannaforráð" er
nú að hverfa úr kennslu og ráða
sig hjá „litlu fyrirtæki í Reykjavík
í einkageiranum.“ Og auðvitað
fyrir þreföld kennaralaun. Fyrir-
sögn þessa bréfs sæki ég í ræðu
þína. Ég held að öllum hljóti að
þykja fróðlegt eins og mér að lesa
eftirtalda bjóra úr ræðunni undir
lok hennar og því tek ég hér orð-
rétt upp:
„... Þegar svo er komið að
ríkisvaldið er svo nánasar-
legur atvinnurekandi að því
helst ekki á góðu fólki og hef-
ur ekki skilning á nauðsyn
þess að manna skólana með
góðu fólki, þá er ekki von á
góðu.
Ég óttast það ekki að kenn-
arar verði á flæðiskeri staddir.
Það vill svo til að þeir munu
allir eiga þess kost að taka upp
miklu betur launuð störf þar
sem þekking þeirra og starfs-
hæfni verður metin til launa.
Það vill bara svo til að það er
íslenska ríkið sem telur sig
ekki hafa efni á því að greiða
þeim laun sem nægja til fram-
færslu fjölskyldu. Spurningin
er síðan: Eru til peningar til
þess að greiða þeim laun?
Höfum við efni á að greiða
góðum kennurum góð laun?
Við gætum eins orðað þessa
spurningu á annan veg: Höf-
um við efni á að greiða þeim
ekki almennileg laun?
Þeir sem eru kunnugir ríkis-
búskapnum geta spurt sjálfa
sig einnar spurningar. Halda
menn að það þurfi að leggja á
nýja skatta eða halda menn að
til séu þeir liðir í fjárlögum
ríkisins þar sem auðvelt er að
sýna fram á að peningum er
illa varið, þar sem mætti flytja
þá til annarra og þarfari hluta,
m.a. til að greiða góðum
kennurum góð laun? Það er
ekki mikið vandamál að
benda á þá liði. M.ö.o., vand-
amálið er ekki það að ekki séu
til peningar...
Menn þurfa ekki að óttast
það að þetta þjóðfélag fari á
hvolf vegna verðbólgu þó að
ríkisvaldið settist niður í al-
vöru og reyndi að móta sér
stefnu um það hvernig það
ætlar að brúa bilið milli hins
opinbera geira og markaðs-
kerfisins og hvað það vill á sig
leggja og hvað það vill greiða
til þess að skólunum haldist á
hæfum kennurum.
Það á að gera strangar kröf-
ur til skóla en það á líka að
borga markaðslaun fyrir störf
hæfra kennara. Við höfum
ekki efni á öðru.“
(Alþt. 17. hefti 1984-85)
Eftir þennan lestur velta menn
sjálfsagt ýmsu fyrir sér. Getur
þessi ræða verið eftir sama mann-
inn og þann sem sat við hlið Ind-
riða á blaðamannafundinum fyrir
nokkrum dögum og veifaði með-
altölum sem Indriði hefur
reiknað af yfirvinnu og rektors-
launum og við vitum ekki hverju
og kallar svo meðallaun kenn-
ara? Þetta er gamalkunnur
blekkingaleikur sem hver fjár-
málaráðherrann á fætur öðrum
hefur fengið þennan embættis-
mann til að annast fyrir sig og
miðar að því að festa í sessi lág-
Jón Baldvin Hannibalsson, tyrrverandi skólameistari á ísafirði og byltingarsinnaður þingmaður, núverandi fjármálaráð-
herra.
stakkaskipti hafi orðið á kjörum
kennara sem þingmaðurinn Jón
Baldvin lýsti eftir í mars 1985?
Mér sýnist að þú verðir að halda
kannanir og skýrslur gerðar af
óvilhöllum aðilum ættu að færa
kennurum stórbætt kjör. Síðast
tók fjármálaráðuneytið sjálft þátt
„Síðast tók fjármálaráðuneytið sjálft
þátt í að vinna að tillögum sem byggja
skyldi endurreisn skólakerfisins á. En
þegar komið er að því að opna budduna
segir þú að rennilásinn sé ryðgaður
fastur. Ætlarðu þá að kokgleypa stóru
orðin frá 1985?“
launastefnu og yfirvinnufargan í
skólum. Var það ekki einmitt
þetta sem þú varst að gagnrýna í
þinni skeleggu ræðu þar sem þú
barst hag kennara svo mjög fyrir
brjósti fyrir þremur árum? Talar
þú þá aðeins eftir því hvernig
vindurinn blces og snýst eins og
vindhani á burst eftir því hvort þú
ert í ríkisstjórn eða ekki? Slíkt er
lýðskrumara háttur. Eða ætli þau
því fram ef þú átt að geta vænst
þess að nokkur maður taki mark
á þér eftir þessa kúvendingu.
Öllum sem vita vilja er kunn-
ugt um að kennarar hafa gengið
inn í skólana aftur eftir vinnu-
stöðvanir sínar án þess að hafa
fengið þær kjarabætur sem þú og
aðrir virtust sammála um að þeim
bæri. Þeir hafa fallið fyrir bókun-
um" um að réttsýnar matsgerðir,
í að vinna að tillögum sem byggja
skyldi endurreisn skólakerfisins
á. En þegar komið er að því að
opna budduna segir þú að renni-
lásinn sé ryðgaður fastur. Ætl-
arðu þá að kokgleypa stóru orðin
frá 1985? Til sæmræmis væri þá
eðlilegt að mælast til þess að
kennarar kyngi bókunum og
skýrslum rétt einu sinni og láti
það verða sína magafylli. Þá hef-
ur ekki annað gerst en að einn
ráðherra héti lýðskrumari og
nokkur hundruð kennarar mættu
heita skaplausir menn.
Haldir þú á hinn bóginn fast við
það að kröfur þínar fyrir hönd
kennara frá því í mars 1985 hafi
nú verið uppfylltar og það hafi
einmitt verið núverandi ástand
sem þú varst að biðja um, þá er
ekki annað eftir en að biðja þig
að útskýra tvö smáatriði fyrir mér
og öðrum lesendum. Þau eru
þessi:
1. Hvernig stendur á því að
skólarnir halda ekki góðum og
vel menntuðum kennurum í
samkeppni við hinn almenna
vinumarkað og því helst ekki
nema lítill hluti þeirra, sem ný-
lega hafa lokið kennaranámi,
við kennslu?
2. Telur þú það til góðs fyrir
menntun ílandinu að kennarar
vinni þá gegndarlausu yfir-
vinnu sem nú þekkist í skólum
landsins samkvœmt upplýs-
ingum embættismanna þinna?
í von um greinargóð svör
Bjarni Ólafsson, kennari
í Hinu íslenska kennarafélagi
Miðvikudagur 23. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5