Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1988, Blaðsíða 8
Leikhús Baráttan við Slána mús Revíuleikhúsið tekur aftur upp sýningar á œvintýrasöngleiknum Sœtabrauðskarlinum Revíuleikhúsið hefur aftur hafið sýningar á ævintýra- söngleiknum Sæta- brauðskarlinum eftir David Wood. Eins og menn eflaust muna var Sætabrauðskarlinn sýndur í Gamla Bíói á síðasta ári, en verður nú tekinn upp í nýja leikhúsinu í Félagsheimili Kópavogs, Höfuðbólinu. Sætabrauðskarlinn var upphaf- Iega kynntur af Towngate leikhúsinu, Basildon, var settur þar upp af Théatre Royal um jólaleytið 1976. Síðan hefurhann verið sýndur víðsvegar um heim og var árin 1980-1981 valinn vinsælasta barnaleikritið í Vestur-Þýskalandi. Söngleikurinn gerist á gömlum eldhússkenk. Nýbakaður sæta- brauðskarl hittir herra Salta og frú Pipru, og herra Gauk Von Kúkkú, sem býr í gauksklukku. Herra Gauk er illt í hálsinum, sem er alveg hræðilegt því það eyðileggur fyrir honum kúkkúið svo hann á á hættu að lenda í ruslafötunni. Sætabrauðskarlinn býðst til að hjálpa honum til að lækna hálsinn, en þá koma til sög- unnar þorpararnir sem vilja koma í veg fyrir það. Það eru þau mafíuþorparinn Sláni Mús og Gamla Hlussan, en hún er gömul tegrisja sem býr uppi á efstu hillu, og sem enginn vill heimsækja. Þórarinn Eyfjörð leikur Gauk Von Kúkkú, Bjarni Ingvarsson herra Salta, Alda Arnardóttir frú Pipru og Ellert Ingimundarson Sætabrauðskarlinn. Saga Jóns- dóttir leikur Gömlu Hlussuna og Grétar Skúlason Slána Mús. Hálsinn aumur, kúkkúið horfið og ruslafatan blasir við. Hvað gerir vesalings Gaukur von Kúkkú nú? Leikstjóri er Þórir Steingríms- Wood í útsetningu Össurar son og aðstoðarleikstjóri Lilja Geirssonar. Revíuhljómsveitin Guðrún Þorvaldsdóttir. Leik- Þe'r Sigurður Marteinsson og mynd gerir Stígur Steinþórsson, Gmar Jóhannesson. þýðandi er Magnea J. Matthías- Næstu sýningar á Sæta- dóttir, Helena Jóhannsdóttir sér brauðskarlinum verða á laugar- um dansana, Jóhann Pálmason daginn kl. 14:00, og á sunnudag- um lýsingu og Sigurður Jónsson *nn kl. 14:00 og 16:00. um hljóð. Tónlistin er eftir David LG Norskir bókadagar Henrik Ibsen-dagskrá Fyrirlestur um verk Ibsens og leiklestur úr verkum hans áfyrsta degi norsku bókadaganna í dag hefjast norskir bókadag- ar í Norræna húsinu. Bókadag- arnir eru liður í norrænni bókakynningu sem Norræna húsið gengst fyrir í samvinnu við sendikennarana í Norður- landamálum við Háskóla ís- lands. í ár hefur Norræna húsið tekið upp á því nýmæli að kynna bók- menntir eins lands sérstaklega nokkra daga í senn, og er að þessu sinni fjallað um Noreg og norskar bókmenntir, með bóka- sýningum, fyrirlestrum og rit- höfundakynningum. Fyrst á dagskrá bókadaganna er háskólafyrirlestur um John Gabriel Borkman - Sluttstenen i Henrik Ibsens dramatiske byg- gverk (síðasta steininn í drama- byggingu Henriks Ibsens). Fyrir- iesturinn verður í Lögbergi, her- bergi 101, í dag kl. 17:00. Fyrir- lesarinn er Lic. phil. Fredrik Juel Haslund, dósent í norrænum bókmenntum við Oslóarháskóla, og einn fremsti Ibsen- sérfræðingur Noregs. Haslund ræðir fyrst um einkenni og þróun dramatúrgíu Ibsens, og tekur svo sérstaklega fyrir John Gabriel Borkman. í kvöld heldur svo bókakynn- ingin áfram í Norræna húsinu, með Henrik Ibsen-dagskrá, sem hefst kl. 20:30. Gunnar Eyjólfs- son stjómar leiklestri úr verkum' Ibsens, lesendur með honum eru Baldvin Halldórsson, Guðrún Þ. Stephensen, Halldór Björnsson og Þórdís Arnljótsdóttir. Knut Ödegaard tengir saman atriðin og segir frá skáldinu. Á morgun halda bókadagarnir áfram með dagskrá fyrir börn. Kl. 14:00 kemur hinn víðkunni barnabókahöfundur Anne Cath. Vestly í heimsókn, og eins verður sýnd videomynd gerð uppúr einni af bókum hennar. Kl. 16:00 kynna Ingibjörg Hafstað og ne- mendur í norsku við Háskóla ís- lands barna- og unglingabækur. Um kvöldið, kl. 20:30 verður ljóðakvöld. Finn Jor menning- arritstjóri dagblaðsins Aften- posten heldur fyrirlestur um nor- ska ljóðlist, og Hjörtur Pálsson les upp ljóð. Norsku bókadagarnir standa til mánudagskvölds með fjöl- breyttri dagskrá alla dagana, meðal annars vísnasöng Eriks Bye, upplestri rithöfundarins Kjell Askildsen sem les úr verk- um sínum og upplestri og frá- sögnum Anne Cath. Vestly. LG 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 23. mars 1988 Anna Júlíana Sveinsdóttir. Háskólatónleikar Söngvar óða bæna- haldarans AnnaJúlíana Sveinsdóttir og Lára Rafnsdóttir Níundu Háskólatónleikará vormisseri veröa haldnir í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Á tónleikunum flytja þærAnna Júlíana Sveinsdótt- irog Lára Rafnsdóttir verk eftir F. Chopin, Jónas Tómas- son og K. Szymanowski. Fyrst á efnisskránni eru tvö lög eftir Chopin við Ijóðin Hringur- inn eftir Witwickiego og Yndið mitt eftir Mickiewicza. Chopin er fyrst og fremst þekktur fyrir píanótónsmíðar sínar, en þó liggja eftir hann nokkur sönglög, samin á ýmsum tímum ævi hans. Þessi sönglög voru flest samin í nokkrum flýti, en samt ein- kennast þau af hans persónulega stfl og bera snilligáfu hans fagurt vitni. Athygli vekur að Chopin, hinn mikli píanóvirtúós, leggur áherslur á einfaldleika í píanó- undirleiknum, sem er fyrst og fremst til stuðnings söngvaran- um, og millispil eru hógvær og melódísk. Næst á efnisskránni er nýtt lag Jónasar Tómassonar við ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur, Hvíti trúðurinn. Jónas samdi lagið sér- staklega fyrir Önnu Júlíönu í til- efni af tónlistarhátíð í Björgvin í vor. Þetta er frumflutningur í Reykjavík. Síðast á efnisskránni eru Söngvar óða bænahaldarans eftir Karol Szymanowski við ljóð Iw- aszkiewicz. Szymanowski var af vellauðugri, pólskri aðalsætt, sem tapaði eigum sínum í rússnesku byltingunni, en Rússar réðu Póllandi í þá daga. Eftir fyrri heimsstyrjöldina settist Szymanowski að í Varsjá og árið 1926 varð hann skólastjóri tónl- istarháskólans þar í borg. Þangað til hafði hann verið á eilífu flakki, heimilislaus heimsborgari, bæði sem maður og tónskáld, en nú var hann í frjálsu Póllandi, og varð pólskur „allt í gegn“, enda ber tónlist hans þess mjög merki. Szymanowski var „lýrískt“ tón- skáld, en j afnframt er tónlist hans full ástríðu. Hann strengdi til- finningasviðið til hins ýtrasta - nálgast stundum jafnvel al- gleymið. Szymanowski samdi Söngva óða bænahaldarans árið 1918, en á þeim tíma hreifst hann mjög af menningu Austurlanda. í söngvunum gætir áhrifa arab- ískra tónstiga (einkum í fyrsta laginu), og hafa þessi lög eflaust þótt framandi fyrir 70 árum. Söngvar óða bænahaldarans, Hringurinn og Yndið mitt eru til í íslenskri þýðingu Jóns R. Gunn- arssonar. Grafí í kvöld kl. 20:30 frumsýnir leikhópurinn Gránufjelagið Endatafl eftir Samúel Beckett í bakhúsi við Laugaveg 32. Kári HalldórGránufjelags- maður leikstýrir sýningunni og leikureitthlutverkanna, auk þess sem hann setti ný- lega upp barnaleikrit með nemendum þriðja bekkjar Leiklistarskólans, og leikstýrir Háskólakórnum sem frum- sýnir Disneyrímur nú á föstu- daginn. En það var Beckett sem ég hafði í huga þegar mér hafði loksins tekist að fá Kára Halldór til að gefa sér tíma til að svara nokkrum spurningum, og þá til að byrja með, hvort Gránufjelagið hefði einhverja sérstaka á- stæðu til að vilja sýnafólki Endatafl. - Einhverja aðra en að þeim þætti leikritið gott? - Við veljum þetta verk vegna þess að það gerir kröfu til okkai allra, ekki bara sem leikara og listamanna, heldur líka mann- eskjulegar og fflósófískar kröfur, segir Kári Halldór. - Beckett leiðir okkur þarna að landamær- um sem ekki svo margir aðrir höf- undar leiða menn að. Við að setja upp þetta leikrit tökumst við á við annan raunveruleika en þann sem við tökum eftir dags daglega. Þó er það raunveruleiki sem er allt í kringum okkur og sem stendur okkur mjög nærri, þó við neitum yfirleitt að horfast í augu við hann. Þér fmnst þetta ekki vera nokk- uð ömurlegur og niðurdrepandi raunveruleiki? - Það er engin hugsjóna- mennska í Beckett. Hann segir eins satt og rétt frá og hann getur. í einu af þeim fáu viðtölum sem höfð hafa verið við hann, var hann spurður að því hver Godot væri. Hann svaraði: „Ef ég vissi það hefði ég sagt frá því.“ - Mað- ur finnur hjá öðrum höfundum að þeir hafa ákveðna afstöðu til lífsins og tilverunnar. Þeir hugsa stórt og hafa ákveðna lausn í huga fyrir manneskjuna eða jafnvel mannkynið. Beckett hef- ur mér vitanlega aldrei farið þá leið. Hjá honum lifir maðurinn í því hlutverki sem hann hefur skapað sér, og það hlutverk eða hiutskipti getur verið mjög dökkt og erfitt. Persónur sóttar í Music Hall - Nú hljómar þetta eins og leikritið sé í meira lagi þungt, heimspekilegt og drungalegt. ls- lendingar eru svo mikið í moll. Það er eins og við kunnum ekki að hugsa í dúr, heldur tökum við allt frá þungu hliðinni. En þegar við leikararnir veltum leikritinu fyrir okkur í samspili við áhorf- endur, fannst okkur að ef við ætt- um að setja á það einhvers konar merkimiða myndum við kalla það grafalvarlegan gamanleik. - Þegar maður skoðar verk Becketts kemur í ljós að hans fyr- irmynd er að miklu leyti enska Music Hall leikhúsið, sem Chapl- in og fleiri leikarar þöglu mynd- anna koma frá. Til dæmis Gög og Gokke, og Buster Keaton, - maðurinn með jarðarfararand- litið. Þessir leikarar eiga það sameiginlegt að vera allir með ákveðnar manngerðir. Ákveðnar týpur með fastmótað útlit og eiginleika sem breytast aldrei, hvað sem þeir gera og hvað sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.