Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 25. mars 1988 70. tölublað 53. árgangur
Sambandið
Hásetar með aðeins
9000 á mánuði
Pólskir hásetar áfœreysku skipi á vegum Sambandsinsfá 9000 krónur á mánuði.
Ekkertgreittfyriryfirvinnu. Brotá alþjóðlegum töxtum.
Össur Skarphéðinsson: Þingiðgangi í málið
Skip undir færeyskum fána hafa að undanförnu siglt á
vegum Skipadeildar Sambandsins um strandir landsins.
Um borð í þessum skipum eru meðal annars pólskir háset-
ar og bera þeir um 9000 krónur úr býtum fyrir mánaðar
vinnu, þar nieð talin öll aukavinna og helgarvinna. Þetta
kemur fram í grein sem Össur Skarphéðinsson skrifar í
Þjóðviljann í dag.
situr í atvinnumálanefnd Reykja-
víkur, segir í grein sinni að ís-
lensku skipafélögin beri alla
„Þetta eru svokallaðir smala-
bátar, sem sjá um að safna saman
fiski á smærri höfnum og koma í
fraktskip í stærri höfnum," sagði
Óskar Einarsson, sem sér um
ráðningu skipshafna hjá Skipa-
deildinni.
í áhöfn Helenu, sem Össur
fjallar um í grein sinni, eru fjórir
pólskir hásetar og hafa þeir í laun
800 dollara á mánuði, eða 30 þús-
und íslenskar krónur, sem er
töluyert undir lágmarkstöxtum
Alþjóðasambands flutninga-
verkamanna. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur er líklegt að þessir
hásetar vinni um 300 stundir á
mánuði og fyrir aukavinnu sína f á
þeir ekki krónu aukalega, þannig
að reikna má með að þeir séu því
hlunnfarnir um 41.000 krónur á
mánuði, sé miðað við meðaltal af
taxta Alþjóðasambands flutning-
averkamanna.
Pólverjarnir eru tvískattaðir.
Til færeysku landsstjórnarinnar
borga þeir 40% af tekjum sínum
og 20% til pólsku ríkisstjórnar-
innar, þá fær vinnumiðlunarskrif-
stofa í Lundúnum 5% af tekjum
þeirra þannig að um 9000 krónur
eru eftir í launaumslaginu.
Óskar staðfesti þessar tölur og
sagði að daglega rigndi inn á
skrifboð til sín tilboðum erlendis
frá um vinnuafl á þessum
kjörum, en hann sagðist ekki
hafa fyrir því að svara slíkum til-
boðum þar sem nóg úrval væri af
hæfum íslenskum sjómönnum.
Óskar tók fram að Sambandið
réði engu um mannskap né kjör
um borð í þessum leiguskipum.
Hinsvegar sagðist hann þeirrar
skoðunar að réttast væri að ís-
lenskt skip með íslenskri áhöfn
væri í þessum siglingum.
Össur Skarphéðinsson, sem
ábyrgð á þessum smánarkjörum,
og að bletturinn verði ekki þveg-
inn af íslendingum nema Alþingi
gangi í málið með lagasetningu.
Sjá bls. 5
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur felldi samningana með 214
atkvæðum á móti 96. Auðir og
ógildir seðlar voru 11.
f Alþýðuhúsinu á Akureyri
lokuðu samninganefndamenn
að sér í gærkvöldi, til að þvarga
um launaliði nýrra samninga og
starfsaldurshækkanir. Lokatörn-
in er því hafin í samningaviðræð-
unum. Þegar blaðið fór í prentun
í gærkvöldi var allt útlit fyrir að
látið yrði til þrautar reyna á
samningsviljann.
Samkomulag um vinnutíma-
fyrirkomulag tókst undir kvöld-
matarleytið í gær, eftir að hafa
vafist fyrir mönnum mun lengur
en ráð var fyrir gert í upphafi.
Iðja, félag verksmiðjufólks,
samþykkti í gær kjarasamning
Lándssambands iðnverkafólks.
Sjá bls. 3
Þolinmæði starfsmanna sem vinna í kerskálanum hjá Álverinu í Straumsvík er senn á þrotum vegna mikillar
mengunar sem stafar af gölluðum forskautum. Þeir vinna með grímur fyrir andlitinu og fylgja þeim mikil'
óþægindi, ma. köfnunartilfinning.
Alverið
Ekki vinnandi vegna mengunar
Gölluðforskaut valda geysilegri mengun íkerskálanum. Kerin opin og
alltfulltafryki og hita. Verið svo með smáhléum ítœpt ár. Þolinmœði
starfsmanna áþrotum
í tæpt ár með smáhléum hafa
verið í notkun gölluð forskaut í
kerskáianum í Álverinu í
Straumsvík sem hefur gert það að
verkum að ekki er orðið vinnandi
öllu lengur í kerskálanum. Kerin
eru opin og allt fullt af ryki og
mikill hiti.
Berist ekki ný og ógölluð for-
skaut um mánaðamótin apríl-maí
nk., eins og stjórn Álversins hef-
ur lofað, er þolinmæði starfs-
manna á þrotum. Þeir hafa unnið
með andlitsgrímur sem veldur
miklum óþægindum; þeir svitna
mikið og finna jafnvel fyrir köfn-
unartilfinningu.
Þessi óbærilega vinnuaðstaða
hefur leitt til þess að framleiðslu-
geta fyrirtækisins hefur minnkað
og yfirvinna hefur aukíst. Á sama
tíma hefur álverð rokið upp úr
öllu valdi og fást nú 1400 pund
fyrir tonnið.
Sjá bls. 3
Útvegsbankinn
Nær400
árslaun í
banka-
stjórana
Heildartap ríkissjóðs vegna
gjaldþrots Útvegsbankans er
mun meira samkvæmt niðurstöð-
um lokaskilanefndar en áður
hafði verið áætlað. Munar þar allt
að í hálfum miljarði. Upphaflega
var talið að tap ríkisins yrði 1,2
miljarðar en nú er sýnt að það
verður ekki undir 1,6 miljörðum.
Skuldbindingar vegna líf-
eyrisgreiðslna til fyrrum banka-
stjóra, aðalbankastjóra og ekkna
þeirra, samtals 14 manns, kosta
ríkissjóð 222 miljónir. Það eru
hátt í fjögurhundruð árslaun
verkafólks.
Sjá bls. 2
Steingrímur
Frekar
í Túnis
Tilbúinn íviðrœður við
fulltrúaPLO
- Ráðherra sagði að hann
hefði ekkert á móti því að hitta
fulltrúa og framkvæmdastjórn
PLO að máli, en hvenær það gæti
orðið og hvar yrði að ákvarðast
nánar. Eflaust væri betra að slík-
ur fundur ætti sér stað í Túnis
fremur en í Reykjavik, a.m.k. í
fyrsta sinn.
Svo segir í ítarlegri endursögn
frá fundi Steingríms Hermanns-
sonar og dr. Makalofs, upplýs-
ingafulltrúa PLO, í Stokkhólmi í
fyrradag, sem Þórður Einarsson
sendiherra í Stokkhólmi skráði
og utanríkisráðuneytið sendi frá
sér í gær.
Þessi endursögn sendiherrans
staðfestir að mestu leyti innihald
þess fréttaskeytis sem dr. Maka-
lof sendi íslenskum fjölmiðlum
um fund þeirra Steingríms í
Stokkhólmi.
Sjá bls. 3
J