Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.03.1988, Blaðsíða 15
Um helgina 25. til 28. mars Júdó Laugardagi kl.10.00 hefst í íþrótta- húsi Kennaraháskólans íslands- meistaramótiö í karlaflokki. Keppt er í öllum flokkum karla en opinn flokkur hefst um kl. 14.00. Fatlaðir Föstudag kl.19.00 verður íslands- mótið sett í Laugardalshöllinni og hefst keppni í boccia kl.19.10. Laugardag kl.9.30 heldur bocciak- eppni áfram en kl.14.30 hefst keppni einnig í borðtennis. Sunnudag kl.9.30 heldur borð- tennis áfram og kl.12.30 bætist bocc- ia við en lyftingar hefjast kl. 15.30. Badminton Laugardag og sunnudag kl. 14.00 hvorn daginn hefst í TBR húsinu ung- lingameistaramót TBR. Borðtennis Laugardag kl.10.00 ferfram í Foss- vogsskóla punktamót borðtennis- deildar Víkings. Kl. 10.00 hefst keppni í 1. flokki kvenna en kl.12.30 hefst síðan keppni í meistaraflokki og 1. flokki karla. Glíma Laugardag kl. 13.00 fer fram á Laugarvatni Landsflokkaglíman. Sund Föstudag kl.16.00 hefst í Sundhöll Vestmannaeyja Innanhússmeistara- mót íslands og keppt verður þann daginn í 6 einstaklingsgreinum og 2 boðsundum. Laugardag kl.9.00 hefst keppni í undanrásum og kl. 16.00 verða synt. Sunnudag kl.8.30 hefst keppni aft- ur í undanrásum og úrslit kl. 16.00. Að mótinu loknu verður valið í sund- landsliðið. Hlaup Laugardag kl.14.00 verður Hvammstangahlaup USVH haldið á staðnum. Rásmark er við félags- heimilið og hlaupa karlar 8 km en konur, drengir og sveinar 4,5 km og telpur, piltar, stelpur og strákar 1,5 km. Upplýsingar hjá Eggert Karlssyni í símum 95-1403 og 95-1934 og Flemming í símum 95-1368 og 95- 1367- r>. ¦ Blak Laugardag kl.15.30 hefst í Digra- nesi úrslitaleikur í bikarkeppni karla milli l'S og Þróttar. kl.17.00 hefst síð- an úrslitaleikur í kvennaflokki milli Þróttar og Víkings. Það má búast við hörkuleikjum. Mánudag kl.20.00 fer fram í Haga- skóla leikur Þróttar og HK en það er lokaleikurinn í aukaúrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn. Fótbolti Mánudag kl.20.30 leiða saman hesta sína á gervigrasinu Fram og ÍR í Reykjavíkurmótinu. Karfa Föstudag Sauðárkróki kl. 20.00 UMFT-UÍA Ld.ka. Akranes kl. 20.00 IA-HSK Ld.ka. Laugardag Borgarnes kl. 14.00 UMFS-ÍS 1 .d.ka. Seljaskóli kl. 14.00 Léttir-Reynir Njarðvík kl. 14.00 UMFN-UMFG 1d.kv. Sunnudag Grindavík kl. 20.00 UMFG-ÍR úrv. Hlíðarendi kl. 20.00 Valur-KR úrv. Strandgata kl. 20.00 Haukar-UBK úrv. Keflavík kl. 20.00 (BK-Þór úrv. Keflavík kl. 21.30 ÍBK-KR Ld.kv. Handbolti Það verða ekki neinir leikir um helgina nema úrslitaleikir ! 3. flokki karla og 5. flokki kvenna. Leikið verð- ur m.a. á eftirtöldum stöðum: Digra- nesi, Hveragerði, KR-húsi, Seltjarn- arnesi, Varmá og Vestmannaeyjum. IÞROTTIR Karfa Baráttusigur KR vann Hauka íHagaskóla í gœrkvöldi 85-77 á baráttunni ogfaraþví með 8 stig í nesti til Hafnarfjarðar á sunnudaginn Það var barist allan tímann þegar KR fékk Haukana í heim- sókn. Haukar byrjuðu á að kom- ast í fjögurra stiga mun en það tók KR 7 mínútur að jafna 8-8 og komast yfir. Þeir héldu síðan for- skotinu allan hálfleikinn þó að Góflurunum tækist nærri að jafna 24-23. KR hafði samt 7 stiga for- ystu í leikhléi 37-30. Haukar mættu eins ákveðnir í síðari hálfleik og KR-ingar í þann fyrri. Þeir uppskáru launin fyrir það með því að jafna og komast yfir með þriggja stiga körfu frá Pálmari 42-45. Eftir það færðist mikil harka í leikinn og liðin skiptust á að komast yfir. Þegar staðan var 63-63 tók lánið að leika við KR, þeir fiskuðu bolt- ann nokkrum sinnum, hittu vel og náðu að komast létt í gegnum Haukavörnina, sem dugði til að komast í 69-63 og síðan 77-68. Þar með var sigurinn í höfn en hvorugt liðið gafneitt eftir í lokin til að hafa sem best markahlutfall fyrir síðari leikinn. Haukar náðu að halda vel í við þá og KR sigraði 85-77. Mattías Einarsson hefur sjald- an leikið betur með KR en í gær. Góður í vörninni og naskur á að skora. Símon og Jóhannes áttu einnig góðan leik eins og venju- lega. Hjá Haukum var ívar We- bster fremur rólegur í fyrri hálf- leik en frábær í þeim síðari. Hirti svo til öll fráköst, gerði 15 stig og hélt ró sinni þó mikið væri að honum þjarmað. Pálmar og Henning voru einnig góðir. r Fótbolti Aflur jafntefli Víkingar og Leiknismenn gerðu jafntefli 1-1 á gervigrasinu í gærkvöldi. Andri Marteinsson skoraði mark Víkinga og Ragnar Bogason Leiknismanna. Þetta er annar leikur Reykjavíkurmótsins og hafa báðir endað með 1-1 jafn- tefli. Hagaskóli 24. mars Bikarkeppni KKl KR-Haukar 85-77 (37-30) Stig KR: Birgir Mikaelson 24, Matthías Einarsson 18, Jóhannes Kristbjörns- son 17, Guöni Guönason 12, Símon Ólafsson 10, Guömundur Jóhannsson 2, Gauti Gunnarsson 2. 5 vlllur: Matthías Einarsson. Stig Hauka: ívar Webster 25, Pálmar Sigurðsson 17, Tryggvi Jónsson 10, Ivar Ásgrímsson 9, Henning Henn- ingsson 9, Sveinn Steinsson 2, Reynir Kristjánsson 2, Skarphéöinn Eiriksson 2, Ingimar Jónsson 1. Dómarar: Bræðurnir Sigurður og Gunnar Valgeirssynir voru frábærir. -ste tryggvi Jónsson reynir skot að körfunni. Honum og félögum hans tókst ekki að vinna KR I fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppn- innar í gærkvöldi. Karfa IR aldrei langtundan Njarðvíkingar unnu ÍR-inga íNjarðvík í gœrkvöldi 69-62 Það var aldrei gaman að leiknum enda virtust leikmenn ekki hafa neitt sérlega gaman af þessu. Njarðvfk komst strax í fjógurra stiga mun 8-4 og jók hann enn í 18-10. ÍR gafst ekki upp og náði að saxa forskotið nið- ur í 26-24 en þá gerðu Njarðvík- ingar sér grein fyrir stöðunni og juku muninn afturí 41-38. Staðan í leikhléi var síðan 45-40. Síðari hálfleikur var mun ró- legri en sá fyrriþó að sá hefði ekki verið neitt sérstakur. Hann gekk rólega fyrir sig og hittni var alveg í lágmarki. Suðurnesjamenn héldu alltaf forystunni en Breiðhyltingar náðu að halda í skottið á þeim og komust næst því að jafna 54-53-. Þegar staðan var 63-60 Njarðvík í vil, hefur þeim líklega verið litið á stigatöfluna og tóku þá góða rispu, juku for- skotið um leið og þeir unnu leikinn 69-62. Njarðvíkingar virðast ekki hafa gaman af þessu. Helgi Rafnsson kom lítið inná en stóð sig þá vel undir körfunni. Valur og ísak áttu sæmilegan leik. ÍR- ingar voru harðir og oft grófir. Þeirra besti maður var Vignir Hilmarsson en Karl og Jón áttu einnig góðan leik. Þeir áttu góð- an móguleika á fleiri stigum en það vantaði herslumuninn. Njarðvíkingar fara því aðeins með 7 stig í Breiðholtið á sunnu- daginn þegar liðin leika seinni leikinn í bikarkeppninni. -sóm/ste Njarðvík 24. mars Bikarkeppni KKl UMFN-IR 69-62 (45-40) Stig UMFN: Valur Ingimundarson 20, Isak Tómasson 17, Hreiðar Hreiðars- son 8, Helgi Rafnsson 7, Teitur Ör- lygsson 7, Sturla Örlygsson 5, Friðrik Rúnarsson 3, Friðrik Ragnarsson 2. Stig IR: Jón örn Guðmundsson 16, Vignir Hjálmarsson 15, Karl Guð- laugsson 9, Ragnar Torfason 8, Björn Steffensen 6, Jóhannes Sveinsson 6, Bragi Reynisson 2. Dómarar: Ómar Scheving og Kristinn Albertsson voru góðir. -sóm/ste Blak , Stúdentar Islandmeistarar ÍS bar sigurorð af HK í gær- kvöldi 3-2 og urðu þar með ís- landsmeistarar. Sigurinn var fyrst og fremst liðsheildarinnar en Sig- finnur Viggósson átti góðan leik. Hrinurnar fóru 15-11, 15-8, 11- 15, 16-18 og 15-12 en að sögn Kjartans Páls Einarssonar, for- manns Blaksambandsins, hefur þessi aukaúrslitakeppni verið sú allra besta og mest spennandi síð- an blak hófst hér á landi. Breiðabliksstúlkumar unnu sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í blaki þegar þær unnu Víkinga í spennandi leik 3-1, 10-15, 15-11, 15-3 og 17-15. NOA páska/j^eggin Nr. 1 298.70 4 í Nr. 2 149.40 Nr. 3 289.80 Nr. 4 453.20 Nr. 5 711.90 Nr. 6 1098.20 Föstudagur 25. mars 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Laugalæk, sími 686S11 Garðabæ, sími 656400

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.