Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 2
I rósa- garðinum GETA ÞEIR EKKIEINU SINNIVERIÐ SIÐLAUSIR LENGUR ÞJÓÐVILJA- MENN? Frétt Þjóðviljans brýtur ekki í bága við siðareglur Blaða- mannafélags íslands. Fyrlrsögn í Morgunblaðinu. AFMANNÚÐARÁSTÆÐUM VÆNIMINN Hvernig stóð á því að fólki yfir sextugt var meinuð seta í dóm- nefnd Söngvakeppni sjónvarps- ins? Fjölmlðlarýni Morgunblaðsins. ÉG VILDIBARA AÐ ÉG HEFÐI YKKAR VANDAMÁL Undirritaður gleymir því aldrei þegar hann var að byrja í stjörn- uspeki og hitti fólk sem hann hafði áður gert kort fyrir sem sagði: „Heyrðu ég var að frétta að ég er víst ekki fædd klukkan fimm heldur tíu mínútur yfir fimm. skiptir það máli?“ Auðvitað brá mér... Stjörnuspekingur Morgunblaðs- ins ÉGÆTLA ÞÁ EKKIAÐFÁ HINN BITANN Annar hver biti ókeypis. Auglýsing um útsölu á lambakjöti. ÉG GENG í HRING... Yfirleitt eru dægurlög hér sam- in þannig að þau verka eins og labbitúr í kringum ekki neitt. Tíminn. GÓÐMENNSKAN GILDIR EKKI Það verður ekki unniö með sómanum einum að ná langt í neinu verki. Tíminn. ÞIÐ VITIÐ HVERNIG ÞESSI TÓNSKÁLD ERU Maðurinn (Sverrir Stormsker) er hvorki sléttur né felldur. Það var Beethoven ekki heldur. Lelðari Tímans. ÆÞESSIR ÚTLENDU ISMAR ALLIR Eins og kapítalisminn og aðrar róttækar öfgastefnur, þá var an- arkisminn byggður á algjörri van- þekkingu. Tíminn. VERTU ÍLÍFINU SJÁLFUM ÞÉR TRÚR Fólk á rétt á trúnaði varðandi handtöku og geymslu á sjálfu sér. Tíminn LAUSN EFNAHAGS- VANDANS? Sum staðar eru risastórir steinar, fjaðrir og kræklinga- skeljar miklu vinsælli en næfur- þunnir peningaseðlar seðla- bankans. Tíminn. SKORAÐ ER ÞÁ SKALLI FINNUR Eigendur Orkugeislans segja að meðferð skallavandamála í leysi- tækjum eigi að vera þannig að viðkomandi finni fyrir tækjunum. DV. FAGUR FISKUR ÚR SJÓ Arnór fiskaði vítaspyrnu. fþróttasíða Morgunblaðsins. MINNISVERÐ TÍÐINDI Jón Grétar kom heim rétt til að skipta um föt. Fyrirsögn í Morgunblaðinu. Dándimaður vikunnan SKAÐI SKRIFAR Við skulum flylja út frið Steingrímur vinur minn Hermannsson er á faralds fæti eins og fyrri daginn. Ég hafði samt upp á honum fyrir klíkuskap þar sem hann sat í flugvél á leiðinni yfir Atlantshafið, ég man nú að vísu ekki í hvora áttina hann var að fara. Aldrei er friður fyrir þér, Skaði, sagði Steingrímur, en var ekki mjög önugur samt, öðlingurinn þessi. Ég mátti til með að tala við þig Denni, sagði ég. Það eru allir að tala um að þú ælir að fara að tala við Arafat. Já og hvað með það? Þorsteinn er reiður. Iss, hann hefur gott af því að fá sér eins og eina geðshræringu drengurinn. Já en Denni, Arafat er bara svona gemen hryðju- verkamaður, þú veist. Nei góði, það veit ég ekki. Var ekki Jónas frá Hriflu kallaður hryðjuverkamaður í Mogganum á sinni tíð? Og þaðan af verra. Ég veit ekki betur. Já en hvurs vegna að gera upp á milli manna í þessum kolrugluðu Austurlöndum nær, Denni. Það fer allt í hass. Vertu ekki svona svartsýnn, Skaði, sagði Denni. Ég gæti fyllsta jafnvægis í byggð landsins, nei heimsins meina ég. Fyrst gerði ég ísraelum greiða, þú manst, ég fór til þeirra og sagði þeim hvernig þeir ættu að slátra hjá sér verðbólgunni. Shalom sögðu þeir og voru glaðir. Og nú verður maður að gera eitthvað fyrir Arafat. Hann verður að fá sitt ríki eða eitthvað svoleiðis. Já en Denni, hvað með viðskiptin og hagsmunina og allt það? Þarna komstu með það vinur, sagði Steingrímur. Það sem ég er að gera eru hrein viðskipti og hags- munir. Ég er að flytja út friðinn. Flytja út friðinn? Já skilurðu (Dað ekki? Ég hefi mikið verið að hugsa um þetta Skaði, og nú er ég búinn að komast til botns í vandanum. Við erum alltaf að reyna að framleiða eitthvað íslendingar, en það er barasta engin eftir- spurn eftir neinu í heiminum. Enginn vill lambakjöt og smjör, allir halda það sé óhollt og jafnvel dýrt. Það má ekki svo sjást ormkvikindi í fiski hinum megin á hnettinum, þá er fiskmarkaðurinn hruninn. Lopa- peysuframleiðslan er flúin til Kóreu. Allt fullt af áli og káli og stáli. Það er sama hvert litið er. Ég veit Denni, en... Ekkert en með það, Skaði. Ég hefi hugsað málið djúpt og ég sé að eina varan sem eftirspurn er eftir í heiminum er friður. Það vantar allstaðar frið. Það er góður prís á honum núna.í Líbanon og Palestínu og Persaflóa og Afganistan og Eþíópíu og Marokkó og Tsjad og Indónesíu og Kampútseu og Púndsjab og Sri Lanka og Perú og Nikaragva og El Slvador og írlandi og Hondúras og Súdan og... Helvíti ertu góður í landafræði Denni, sagði ég aðdáunarfullur. Maður hugsar svona hnattrænt, sagði Steingrímur hæversklega. Þetta kemst upp í vana. En sem ég segi, hélt hann áfram, það vantar frið. Og hann eigum við íslendingar að búa til og flytja út. Það gafst vel að taka þá Reagan og Gorbatsjov og hleypa á þá íslenskum friðarstraumi í réttum stólum, réttri birtu, réttu prana, réttri lífmögnun (drauga- gangi) og undir minni verndarhendi. Eiginlega eigum við að flytja deiluaðila inn og friðinn út, svo rétt sé að orði kveðið. Við þurfum að reisa stóra friðarhöll í Reykjavík og svo eina í hverjum landsfjórðungi til að efla atvinnu í hinum dreifðu byggðum landsins, og hótel þurfum við og fjarskiptastöðvar og allskonar græjur og fimmtíu sérþjálfaða samningamenn á hverjum stað. Við veiðum allar deilur í net kær- leikans og skjótum þær í kaf. Þegar við erum búnir með stóru málin, þá tökum við minni málin og svo smámálin og þegar þau eru búin þá verða einhver stórmál komin aftur. Það er ekkert að óttast. Frið- urinn er eins og brennivínið, það verður alltaf heilmikl eftirspurn. Munurinn er bara sá, að það geta hvaða asnar sem er framleitt brennivín, en það er ekki nema á fárra færi og útvaldra að framleiða frið. Eins og þú veist sjálfur Skaði. Kæri Steingrímur, sagði ég, og ég neita því ekki að þegar hér var komið sögu var mér farið að vökna um augu. Þetta er stórkostlegt. En það er bara eitt sem hrellir mig. Hvað er það vinur? spurði Steingrímur samúðar- fullur. An er illt gengi nema heiman hafi, sagði ég Hvað meinarðu með því? spurði Steingrímur. Sjáðu til Denni, ég var að hugsa si sona: Hvernig getur þú sætt til dæmis ísraela og Araba fyrst þú getur ekki sætt þá Erlend og Guðjón þarna í SÍS? Erlend og Guðjón? Já, ég nefndi þá. Já en kæri Skaði - það er allt annað mál. Þeir bölvuðu þverhausar ef ég má segja svo. Þar er ekki við menn að eiga.... 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN;Sunnudagur 27. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.