Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 7
FORSETAKOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM JESSE JACKSON Samviska Demókrata- flokksins Hver verða skilyrði Jesse Jack- son fyrir því að veita þeim Dukak- is eða Gore stuðning á flokksþingi Demókrataflokksins í sumar? í þessari spurningu kristallast sá vandi sem Demókrataflokkur- inn stendur nú frammi fyrir þar sem allt virðist benda til þess að Jesse Jackson muni mæta til þingsins með að minnsta kosti 1000 kjörmenn á bak við sig. En það þýðir jafnframt að hvorki Dukakis né Gore eru líklegir til þess að ná þeim 2082 kjör- mönnum, sem nauðsynlegir eru til þess að tryggja útnefningu sem frambjóðandi flokksins. Hinn óvænti árangur Jacksons hefur sýnt að honum hefur tekist að yfirstíga kynþáttaþröskuld- inn. Hann er ekki lengur bara leiðtogi blökkumanna og forystu- maður í mannréttindahreyfing- unni, heldur hefur hann náð að mynda virkt pólitískt afl í banda- rískum stjórnmálum, sem sam- einar alla þá minnihlutahópa sem hafa verið afskiptir í bandarísku þjóðfélagi og nær auk þess til um- talsverðs hluta verkalýðsstéttar- innar og umbótasinnaðra hvítra menntamanna. Fréttaskýrendur benda á að skýringarinnar á hinum glæsilega árangri Jackson sé ekki bara að leita í afdráttarlausum og mál- efnalegum málflutningi hans og öruggri ræðumennsku, sem hefur þótt skapa honum sérstöðu með- al annarra frambjóðenda, heldur megi einnig rekja hana til þess að Jackson klæði nú málflutning sinn í annan og „stofuhæfari" búning en í kosningabaráttunni 1984. Hann hefur nú komið sér upp virðulegum jakkafötum og bindi og tekið upp landsföðurlegt fas. Hann er ekki eins neikvæður í málflutningi og áður, höfðar meira til bjartsýni og er ekki lengur ógnvekjandi í augum hvítra og millistéttarhópa. Þótt utanríkisstefna hans sé nánast óbreytt og hann vilji til dæmis ennþá að Bandaríkja- stjórn viðurkenni ríkisstjórn Fi- del Castro á Kúbu og að öllum stuðningi við kontra-skæruliða verði hætt, þá hefur hann ekki flíkað kunningsskap sínum við þá Fidel Castro, Daniel Ortega, og Jassir Arafat eða aðra þá leiðtoga sem Bandaríkjamenn eru aldir upp við að líta á sem holdger- vinga djöfulsins. Hin siðferðilega sterka staða Jackson sem óumdeild leiðtoga hins svarta hluta Demókrata- flokksins hefur einnig gert þeim Gore og Dukakis erfitt um vik að ráðast gegn Jackson, þar sem slíkar árásir gætu orðið þeim dýr- keyptar í atkvæðum þegar til forsetakosninganna kemur í nóv- ember. Þess vegna velta fréttaskýrend- ur því nú fyrir sér hvað muni ger- ast að forkosningunum loknum, þegar þeir Dukakis, Gore og Jackson mætast með sína kjör- menn sem engum nægja til út- nefningar. Mun Gore fara fram á að Jack- son styðji hann til varaforseta- embættis? Hverju mun Dukakis svara ef Jackson fer fram á að fá varaforsetaembættið sjálfur? Hvaða skilmála mun Jackson setja fyrir stuðningi við annan hvorn aðilann? Skoðanakönnun vikuritsins Newsweek gefur til kynna að ef Jackson færi fram sem forseta- frambjóðandi á móti George Bush, þá fengi hann 35% at- kvæða á móti 58%. Samsvarandi tölur fyrir Dukakis í þeirri skoð- anakönnun eru 43% á móti 49% og fyrir Gore 37% á móti 55%. Rétt er að hafa í huga að nýjasta Jesse Jackson og kona hans Jackie: með góðum árangri í forkosningunum hefur honum tekist að yfirstíga kynþátta- þröskuldinn og mynda nýtt pólitískt afl sem Demókrataflokkurinn verður að taka tillit til. skoðanakönnun Washington Post gefur Dukakis hins vegar nauman vinning yfir Bush. En skoðanakönnun Newsweek gefur einnig til kynna að um 46% kjós- enda telji að framboð Jacksons til varaforseta myndi ekki breyta af- stöðu þeirra til flokksins, 23% segja að það mundi auka líkurnar á að þeir kysu hann en 25% sögðu að það drægi úr líkum þess að forsetaframbjóðandi demókrata yrði fyrir valinu. Það er þessi fjórðungur bandarískra kjósenda sem lætur ráðast af kynþáttasjón- armiðum sem áreiðanlega mun vega þungt í ákvörðun Dukakis og um leið setja hann í þá klípu sem hann á vandratað úr. Því hann getur ekki hafnað Jackson opinberlega á kynþáttaforsend- um. Enn er óvíst hvaða skilyrði Jackson mun setja á flokksþing- inu, en hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann líti á kosningabar- áttu sína sem virkan þátt í breytingarskeiði sem nú sé hafið í bandarískum stjórnmálum. Ljóst er að hann mun nýta lykilstöðu sína á flokksþinginu í sumar þessu endurnýjaða afli í banda- rískum stjórnmálum til fram- dráttar. Michael Dukakis með konu sinni Kitty: virðist helsta von demókrata um sigur Al Gore Jr. og kona hans, Tipper: metnaðarfullur hentistefnumaður en hefur gegn Bush en þykir sviplítill eins og keppinauturinn. aldurinn á móti sér. kunnáttan hefur reynst honum vel vegna hins fjölmenna hóps spænskumælandi Bandaríkja- manna. Dukakis á það hins vegar sameiginlegt með George Bush að hann þykir litlaus persónuleiki og því lítið leiðtogaefni. Og hvernig sem fréttaskýrendur reyna að finna einhvern málefna- legan flöt eða nýbreytni í kosn- ingabaráttu hans þá tekst þeim það ekki, því eitt er uppi í dag og annað á morgun, allt eftir því hvernig vindarnir blása. Helsti ágreiningurinn á milli Dukakis og Gore hefur verið í öryggis- og varnarmálum, þar sem Gore hefur reynt að koma fram sem „haukur“, meðal ann- ars til þess að höfða til hinna íhaldssömu demókrata í Suður- ríkjunum. Árangurinn varð þó minni en til stóð og í ljós kom að áhuginn á kjarnorkuvígvæðingu virtist engu meiri meðal demó- krata í Suðurríkjunum en annars staðar. Albert Gore Jr. er öldunga- deildarþingmaður frá Tennessee, og gengur þar í fótspor föður síns. Hann er sagður hafa fengið upp- eldi er nánast miðaði að því að hann yrði forseti Bandaríkjanna, en hann er aðeins 39 ára. Hann tók þátt í stríðinu í Víetnam og hefur beitt sér fyrir málum er varða vígbúnað og umhverfis- vernd á þingi. Eiginkona hans er þekkt fyrir baráttu gegn klámi í dægurlagatextum. Fréttamenn sem fylgt hafa þeim Dukakis og Gore í kosning- abaráttunni kvarta sáran undan því að ekki sé hægt að finna bita- stæð stykki í ræðum þeirra og að stefna þeirra sé óskráð blað. Þannig segir blaðamaður Newsweek að það gæti verið áhugavert að heyra þá félaga deila um ákveðið málefni eins og til dæmis Midgetman-eldflaug- ina, sem Gore vill láta smíða, af því að hún stuðli að öryggi en Dukakis segir að kosti of mikið. Eða einhver önnur málefni. En, segir fréttaritarinn, „ef kosninga- barátta þeirra væri þannig háð á málefnalegum grunni, þá fjallaði þessi grein ekki urn þá, heldur um einhverja aðra frambjóðendur, því Gore og Dukakis hefðu þá verið dottnir út fyrir löngu.“ Niðurstaða Newsweek er því sú að kosningabarátta sem háð er á grundvelli ákveðins málstaðar sé fyrirfram glötuð í Bandaríkjun- um. Og er þá ekki nema eðlilegt að okkur hér á íslandi gangi erf- iðlega að skilja út á hvað þessi inikli gauragangur gengur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.