Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 14
Khrúsjov: Eru þessar menntaspírur að kalla mig hans klaufa í hásætinu! Ættfdðirinn er meðnefið niðtiíhvers manns koppi Saga Níkítu Khrúsjovs - Þriðji hluti Áfram er haldið með f rásögn Fjodors Búrlatskís af Khrú- sjov og stjórnartíð hans. Hér á eftir segir m.a. frá því hvers vegna Khrúsjov var hálfvolgur í „sannleika" sinum um Stalín, og hvernig hans eigin skammsýni og hégóma- skapur grófu undan valdi hans í Kommúnistaflokki So- vétríkjanna. ÁB þýddi og stytti örlítið úr Literaturnaja gazeta. Hálfur sannleikur Einmitt Khrúsjov tók að sér það frumkvæði að skapa trygg- ingar gegn því að meinsemdir persónudýrkunar (á Stalín) tækju sig upp aftur. Fyrir því barðist hann af kappi heima fyrir og er- lendis. Hann lagði megináherslu á nauðsyn þess, að afhjúpa sem rækilegast persónudýrkunina og segja sannleikann um glæpi þá sem framdir voru á fjórða árat- ugnum og á öðrum tíma. En því miður var þessi sannleikur ekki sagður nema til hálfs. Þegar í upphafi hrasaði Khrúsjov um sína eigin persónulegu ábyrgð á því sem gerst hafði, því margir vissu um það hlutverk sem hann hafði gegnt í ofsóknum gegn ábyrgðarmönnum í flokknum bæði í Úkraínu og í Moskvu. Úr því hann sagði ekki sannleikann um sjálfan sig gat hann ekki sagt allan sannleikann um aðra. Því voru upplýsingar hans um ábyrgð einstakra leiðtoga og Stalíns sjálfs einatt tvíræðar og fóru eftir því hvernig vindur blés í stjórnmálum. Þegar hann t.d. af- hjúpaði Molotov og Kaganovitsj á 22. flokksþinginu fyrir hlut þeirra í dauða fjölda manna þagði hann um ábyrgð Mikojans, sem varð um þetta leyti tryggur bandamaður hans. Þegar hann ræddi um fjórða áratuginn sneiddi hann jafnan hjá stofnun samyrkjubúa vegna þess að sjálf- ur var hann flæktur í vond mál þeim tengd. Khrúsjov reyndi að skapa sameiginlega afstöðu til Stalínstíma hjá öllum meðlimum forsætisnefndar miðstjórnar. Að hans kröfu áttu allir sem töluðu á 22. flokksþinginu að lýsa viðhorfi sínu til þessa stórmáls. En eftir þingið kom það svo í ljós, að margir þeir sem jusu eldi og brennisteini yfir persónudýrkun- ina á þinginu endurskoðuðu af- stöðu sína eins og að drekka vatn skömmu síðar og sneru í rauninni aftur til fyrri viðhorfa. Burt með alrœði öreiganna Við undirbúning nýrrar stefnu- skrár flokksins var mikil áhersla lögð á tryggingar gegn því að persónudýrkun í einhverri mynd endurtæki sig. Ég tók þátt i þessu starfi. Ég man t.d. eftir því að við gengum frá plaggi til forsætis- nefndar þar sem talað var um að hverfa frá „alræði öreiganna" til „ríkis allrar þjóðarinnar“. Þetta skipti máli vegna þess að klisjan „alræði öreiganna" hafði verið notuð á fjórða áratugnum til að réttlæta ofsóknirnar. Otto Kuus- inen hafði gengið frá textanum sem vakti hneyksli ýmissa leið- toga. Ég man þegar einn þeirra hringdi til hans og æpti í símann. „Hvernig dirfist þið að snerta við því allra helgasta í Lenínisman- um - alræði öreiganna?“ Og það var aðeins eindregnum stuðningi Khrúsjovs að þakka að fyrrnefnd formúla var upp tekin í nýrri stefnuskrá. Að skipta um menn Mjög var deilt um það, hvort taka ætti upp reglur um manna- skipti í æðstu stöðum. Khrúsjov bar sjálfur fram þá hugmynd, en hún varð fyrir mörgum breyting- um. Khrúsjov vildi skapa ein- hverjar tryggingar gegn því að mikið vald safnaðist saman á fárra hendur, að forystumenn sætu í stólum sínum von úr viti. Að því er varðar almennar flokksdeildir var ekki erfitt að semja reglur um mannaskipti, en þegar hærra kom í mannvirðingastigann varð allt miklu erfiðara. Jafnvel Khrúsjov með öllu hans áhrifavaldi og þrjósku, neyddist til að láta undan í þessu máli. Honum tókst hvorki að fá því framgengt að menn sætu í mesta lagi tvö tímabil í háum stöðum né heldur að eng- inn mætti skipa slíkan sess í meira en þrjú tímabil. Málið rann út í sandinn. Bjargvœtti fórnað Sú viðleitni að skapa trygging- ar gegn stjórnarfari persónulegs valds (m.ö.o. gegn uppsöfnun alls valds á hendur eins eða ör- fárra einstaklinga) rakst á óyfirs- tíganlega hindrun: takmarkaðan pólitískan sjóndeildarhring Khrúsjovs sjálfs og hans kynslóð- ar í forystu flokksins. Siðir þeirra báru um margt svip feðraveldis af því tagi sem menn þekktu á bændabýlum landsins áður fyrr. Bukk fyrir ættföðurnum, sem taldi sjálfsagt að vera með nefið í hvers manns koppi, óskeikulleiki patríarksins, skortur á umburð- arlyndi gagnvart annarra skoð- umum - allt voru þetta dæmigerð einkenni aldagamalla hugmynda um vald í Rússlandi. Hér á vel við að minna á at- burði sem fóru á eftir júnífundi miðstjórnar flokksins árið 1957. Eins og menn muna ætluðu full- trúar hinnar gömlu „varðsveitar Stalíns" að notfæra sér meirihluta sinn í forsætisnefndinni til að reka Khrúsjov. Tillaga þar að lút- andi var samþykkt í forsætis- nefndinni. En það tókst að kveða þessa samþykkt niður fyrir at- beina eindreginna stuðnings- manna Khrúsjovs. Zhúkov mar- skálkur hafði lykilhlutverki að gegna í því að berja niður Stalín- istana. Á fundi forsætisnefndar miðstjórnar sagði Zhúkov þessi sögulegu orð: „Herinn er á móti þessari ákvörðun og ekki einn einasti skriðdreki mun hreyfast úr stað án þess að ég skipi svo fyrir. “ Þessi orð gerðu síðar meir út um pólitískan frama Zhúkovs. Ekki leið langur tími eftir jún- ífund miðstjórnar þar til Khrú- sjov knúði fram brottvikningu Zhúkovs úr forsætisnefnd mið- stjórnar flokksins og embætti landvarnarráðherra Sovétríkj- anna. Þetta var gert með þeim hætti sem þá við gekkst - einmitt þegar Zhúkov marskálkur var staddur í opinberri heimsókn er- lendis. Honum gafst enginn kost- ur á því að að útskýra sitt mál, rétt eins og hvorki flokkurinn né þjóðin fengu minnstu útskýringar á því hvers vegna ágætasti hers- höfðingi Föðurlandsstríðisins mikla (heimsstyrjaldarinnar síðari) var látinn víkja af pólitísk- um vettvangi. En ástæðan fyrir brottvikningu hans var ofur hefð- bundin: ótti við sterkan persónu- leika. Hlýddi loftungum Hér kom og fram einn þekktur veikleiki Khrúsjovs sem forystu- manns. Menn höfðu tekið eftir því þegar hann starfaði í Kíev og síðar í Moskvu (sem aðalritari flokksins í þessum borgum) að hann kunni ekki að átta sig á sam- starfsmönnum sínum. Hann hafði alltaf tilhneigingu til að styðjast frekar við loftungur en þá sem í raun og veru voru fylgj- andi umbótaviðleitni hans. Þess vegna skipaði hann sér hið næsta mönnum eins og Podgornyj, sem gláptu upp í hann og voru reiðu- búnir að gera hvað sem hann mælti fyrir. Af sömu ástæðu hafði hann lítinn áhuga á sjálfstæðum og sterkum persónum. Khrúsjov var of öruggur um sjálfan sig til að leita stuðnings hjá öðrum. Og þetta varð eitt af því sem varð honum að falli. Menn, sem innst inni tóku ekki undir umbótahug- myndir hans, töldu þær bera vott um óhæfni hans eða jafnvel sér- visku, og voru reiðubúnir að losa sig við hann við fyrsta hentugt tækifæri. Að vísu hallaði Khrúsjov sér um tíma að hinum betur menntuðu mönnum í flokksapp- aratinu. Það nægir að minna á samband hans við Shepilov, sem hann gerði að ritara miðstjórnar og utanríkisráðherra. En þegar Shepilov brást honum á fyrr- greindum júnífundi 1957, sneri Krúsjov sér fyrir fullt og allt frá „menntaspírunum". Þeir eru að uppnefna þig! Það spillti og mjög fyrir sam- skiptum Krúsjovs við mennta- menn, að hann var mjög bráð- látur og vildi skipta sér af öllum málum og leysa þau snarlega. Og þá varð hann einatt leiksoppur sérgóðra ráðgjafa eða jafnvel laumuandstæðinga, sem voru að undirbúa fall hans. Ég man vel, að þegar hann heimsótti mynd- listarsýningu í Moskvu, sem frægt varð, þá var ástæðan sú að hon- um hafði borist minnisblað nokk- urt. Þar var næsta fátt sagt um vandamál listanna, en þar var óspart vitnað í sönn eða upplogin ummæli hinna og þessara rithö- funda og listamanna um Hrúsjov. Þar sem hann var kallaður „Hans klaufi í hásætinu“, „maðurinn með maísdelluna", „kjafta- skurinn" osfrv. Khrúsjov brást við reiður og skálmaði niður í Manezh- sýningarskálann til að taka listamenn í gegn. Með svip- aðri aðferð drógu laumuandstæð- ingar Khrúsjovs hann inn í Past- ernakmálið (þegar skáldið Boris Pasternak fékk Nóbelsverðlaun var honum hótað því að hann yrði gerður landrækur ef hann tæki við þeim), og komu honum í ósátt við marga ágæta listamenn, vís- indamenn og bókmenntamenn. Niðurlag í næsta blaði. 14 SlÐA - Þ4ÓÐVIUINN Sunnudagur 27. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.