Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 6
FORSETAKOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM Kameljónin komast lengst Þegar reynt er aö rýna í þaö mikla auglýsingaglamur og lýðskrum sem forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ganga út á þá er það tvennt sem vekur athygli á þessu stigi málsins: með nokkuð öruggri forustu George Bush sem frambjóðandaefni Repúblikanaflokksins virðast þau öfga- öfl til hægri sem áttu sér foringja í ofsatrúarmönnum sjón- varpsstöðvanna hafa verið kveöin í kútinn í flokknum. Það virðist þó frekar að þakka vasklegri framgöngu vændis- kvenna en staðföstum málflutningi miðjumannanna í flokknum. Annað atriði sem vekur athygli er mikil óvissa í röðum Demókrata þar sem óvæntur árangur Jesse Jackson virð- ist ætla að færa honum úrslitavald um endanlegt val á frambjóðendum flokksins. Þessi mikli árangur Jackson og þau úrslitaáhrif sem kjósendur hafa fært honum eru þeim mun merkilegri sem Jackson er nánast sá eini í hópi frambjóðenda sem kemur fram með heilsteypta og rökstudda stefnu byggða á sam- fylkingu blökkumanna og annarra afskiptra minnihluta- hópa meðal hvítra og annarra þjóðarbrota og með umtals- verðum stuðningi á meðal verkamanna og menntamanna í röðum hvítra. Sá árangur að blökkumaður öðlist úrslitaáhrif um end- anlegt val frambjóðenda Demókrataflokksins til forsetak- osninga í Bandaríkjunum markar tímamót í mannréttinda- baráttu þar í landi. Annars er það undarleg krossgáta að ráða fyrir áhor- fanda úr fjarlægð, að komast til botns í því um hvaða málefni er barist í þessu mikla pókerspili sem lagt er fyrir bandaríska kjósendur í forvali kjörmanna til flokksþinga flokkanna stóru. Þeir frambjóðendur sem náð hafa lengst virðast meðvitað beita aðferð kameljónsins og skipta litum eftir því sem vindurinn blæs hverju sinni og eftir því sem skoðanakannanir segja til um. Galdurinn virðist vera í því fólginn að segja sem minnst til þess að gefa ekki höggstað á sér, en leika frekar á undirmeðvitund kjósenda með tilbúinni ímynd sem sérfróðir menn í almannatengslum móta í samræmi við niðurstöður skoðanakannananna. Fréttaskýrendur reyna síðan að ráða í eyðurnar í því duim- álskerfi sem hin pólitíska barátta er háð á, og verður misjafnt ágengt ekki síður en kremlólógunum sem sér- hæfðir eru í að ráða dulmálskerfi sovéskra stjórnmála. í eftirfarandi samantekt er einkum vitnað til þeirra frétta- manna vikuritanna Time og Newsweek, sem fylgt hafa frambjóðendunum á kosningaferðalögum þeirra og sýnt oft á tíðum örvæntingarfulla viðleitni til þess að skýra út fyrir lesendum blaðanna út á hvað þessi fyrirferðarmikli leikur gengur. GEORGE BUSH Með pálmann í höndunum? Eftir niðurstöður forkosning- anna í suðurríkjunum þriðjudag- inn 15. mars s.l. virtist Ijóst að fátt geti komið í veg fyrir útnefn- ingu George Bush núverandi var- aforseta sem frambjóðanda repú- blikana. Helsti keppinautur hans, Bob Dole, beið þar slíkan ósigur að hann er nánast afskrifaður nema eitthvað óvænt komi uppá. Uppgjörið á milli þeirra réðist þó ekki af málefnalegum ágreiningi, heldur telja fréttaskýrendur að kjósendum hafí þótt Dole hafa litla stjórn á kosningabaráttu sinni, og að starfsaðferðir hans hafi orðið honum að falli. Skoðanakannanir hafa hingað til bent til þess að enginn fram- bjóðandi demókrata ógnaði sigri Bush í kosningum til forseta. Þó birti dagblaðið Washington Post niðurstöður nýrrar skoðana- könnunar síðastliðinn miðviku- dag þar sem fram kom að þótt flestir kjósendur byggjust við sigri repúblikana þá hefði Micha- il Dukakis ríkisstjóri í Massac- husetts nú 50% fylgi á móti 45% fylgi Bush. Þarna kann því að vera mjórra á mununum en menn hafa haldið til þessa. George Bush þykir litlaus stjórnmálamaður og hefur ekki til að bera þá persónutöfra sem miklum leiðtogum eru eignaðir. Hann þykir hins vegar eiga að baki tiltölulega áfallalausan em- bættisferil sem yfirmaður leyni- þjónustunnar CIA, sem fyrsti sendiherra Bandaríkjanna í Kína og sem sendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum auk varaforseta- embættisins. Hann telst ekki til hægri-öfgaaflanna í flokknum, heldur er hann hefðbundinn rep- úblikani og við núverandi að- stæður er þess kannski frekar að vænta að hann muni sækja inn á miðjuna til þess að treysta fylgi sitt. í kosningabaráttunni hefur Bush hins vegar forðast að Iáta í Ijós ákveðnar skoðanir á málum en reynt að fleyta sér áfram á vinsældum Reagans forseta. Engu að síður eru fréttaskýrend- ur þeirrar skoðunar að þeir Reag- an og Bush séu svo ólíkir per- sónuleikar að það muni einnig koma fram í mismunandi starfs- háttum. Á meðan Reagan er hug- myndafræðilegur riddari hinnar einföldu svarthvítu heimsmynd- ar, þá telst Bush frekar vera raun- sæismaður eða tækifærissinni, en grípi síður til hástemmdra yfirlýs- inga og heitstrenginga eins og Reagan er tamt. Hann er ekki heldur talinn líklegur til þess að stíga í vænginn við sjónvarps- trúflokkana á sama hátt og Reag- an. Fréttaskýrendur, sem reynt hafa að spá í spilin telja að verði Bush kjörinn forseti þá muni hann sveigja nokkuð frá stefnu Reagans inn að miðjunni og sinna meira ýmsum félagslegum vandamálum sem Reagan hefur Iátið afskiptalaus. Þá megi búast við því að fulltrúar hinnar ein- földu heimsmyndar Reagans eins og t.d. Edward Meese dómsmálaráðherra verði að ein- hverju leyti látnir víkja úr stjórnkerfinu fyrir mönnum er hafi hæfileika til þess að sjá fleiri hliðar á hverju máli. f þessu sambandi er líka rétt að hafa í huga þá breytingu sem orð- in er á stjórnkerfinu í stjórnartíð Reagans: Þeir „róttæku" fulltrú- ar nýfrjálshyggjunnar sem komu inn í stjórnkerfið með Reagan árið 1976 og ætluðu sér að skera upp allt stjórnkerfið og draga úr ríkisafskiptum á öllum sviðum eru nú farnir að kunna vel við sig í kerfinu og sá „uppreisnarandi“ sem fylgdi stjórnarliði Reagans í upphafi valdatímans er ekki lengur til staðar. í stað róttækra breytinga virðist nú stefnt að ein- hvers konar „stöðugleika" og „öryggi" og sem traustvekjandi og „raunsær“ embættismaður á mælikvarða Repúblikanaflokks- ins virðist Bush frekar geta mætt þessum óskum en djöfulmóðir trúboðar sjónvarpsstöðvanna. Ljónið ó veginum Það er þó einn skuggi sem fell- ur á framboð Bush, en það er Iran/kontra-málið: leynileg og ólögmæt vopnasala Bandaríkja- stjórnar til fran og leynileg og ólögmæt ráðstöfun ágóðans af þeim viðskiptum til kontra- skæruliðanna í Nikaragua. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar í því máli og þótt Bush hafi hingað til afneitað allri ábyrgð á George Bush: hefðbundinn repúblikani og sviplítill leiötogi sem byggir á vinsældum Reagans en mun trúlega sveigja flokkinn nær miðju. málinu þá beinast mörg spjót að honum og Reagan sjálfum og vitneskju þeirra um þessi við- skipti. Sem kunnugt er hefur OIi- ver North liðsforingi í bandaríska sjóhernum verið einn helsti sak- borningurinn í þessu máli. í síð- ustu viku gerðust þau tíðindi í málinu, að North sagði sig úr sjó- hernum frá og með 1. maí næstkomandi. Það þýðir að frá og með þeim tíma verður hann ekki bundinn heraga, og hefur því meðal annars rétt til þess að kalla fyrrverandi yfirmenn sína til vitn- is fyrir rétti í Iran/kontramálinu. Hverjir voru yfirmenn Olivers North? Jú, engir aðrir en George Bush og Ronald Reagan, æðstu yfirmenn Bandaríkjahers. Svo kann að fara að frekari uppljóstr- anir eða yfirheyrslur yfir forset- aframbjóðandanum geti riðið framboði hans að fullu og er sú hugsanlega staða reyndar með ó- líkindum að maður á borð við Ol- iver North geti þannig haft í hendi sér úrslitin í frambjóðenda- vali repúblikana. En þessi hugs- anlegi möguleiki mun helsta skýring þess að Bob Dole, helsti keppinautur George Bush, hafi ekki enn dregið framboð sitt for- mlega til baka. Og ef litið er til skoðanakannana þá virðist þessi mögulega staða einnig vera ein helsta von demókrata um sigur í sjálfum forsetakosningunum. DUKAKIS OG GORE Henlistefnan skilar árangri Gagnstætt því sem gerðist hjá repúblikönum, þar sem úrslitin nánast réðust í forkosningunum í Suðurríkjunum þriðjudaginn 15. þessa mánaðar, þá varð óvissan meiri en nokkru sinni fyrr í röðum demókrata. Einn frétta- manna vikublaðsins Time orðaði það þannig: „Aldrei hafa jafn margir kjósendur gengið til kosn- inga á grundvelli jafn takmark- aðra upplýsinga og skilað máli jafn óútkljáðu.“ Upplýsingaskorturinn felst í þeim leikreglum kosningapók- ersins að enginn gefi upp skoöan- ir sínar en óvissan um niður- stöðuna felst í því að nokkuð fyrirsjáanlegt er að hvorki Mic- hael Dukakis né A1 Gore muni ná nægilegum fjölda kjörmanna til þess að ná útnefningu, og að úr- slitin verði nánast í hendi blökku- mannaleiðtogans Jesse Jackson. Einu marktæku úrslitin fyrir demókrata í þessum mikilvæga áfanga forkosninganna sem fram fóru í 20 ríkjum samtímis, voru þau að Richard Gephardt virtist úr leik, og það athyglisverða var að það var ekki hinn umdeildi „populismi" hans, þjóðernishyg- gjan og áróðurinn fyrir verndar- tollum til þess að draga úr atvinnuleysi, sem varð honum að falli, heldur frekar hitt að þeir Gore og Dukakis tóku upp slagorð Gephardts um leið og þeir réðust gegn honum í samein- ingu. Kosningabarátta þeirra beggja hefur reyndar einkennst af blygð- unarlausri hentistefnu þar sem útilokað er að henda reiður á ákveðnum málefnalegum ágrein- ingi eða baráttumálum. Michel Dukakis er ríkisstjóri í Massachusetts og þykir hafa reynst vel í starfi og sinnt velferð- armálum betur en aðrir ríkis- stjórar í Bandaríkjunum. Hann er af grískum uppruna og hefur það umfram aðra frambjóðendur að tala erlend tungumál. En Dukakis er talandi bæði á grísku og spænsku, og ekki síst spænsku- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.