Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 20
Fyrstu hvalveiði- mennimir fundnir? Nýr fornleifafundur veitir upplýsingar um steinaldarmenningu ó Grœnlandi Fornleifafræðingar hafafund- ið stærstu forsögulegu mannvistarleifarnar sem hingað til hafafundist á Grænlandi. Uppgötvun þessi var gerð á lle de France, sem liggur utanvið Fredrik Vll‘s Land á Norðaustur- Grænlandi. Byggðin sem þarna hefur verið hefur mælst 300x200 m að flatar- máli, og hafa fornleifafræðing- arnir fundið svo margar húsatóft- ir og eldstæði að þeir álíta að þarna hafi búið allt að 1000 fjöl- skyldur, sem er stór byggð jafnvel á nútímamælikvarða á Grænlandi. Fram að þessu hafa menn álitið að forsöguleg byggð í Grænlandi hafi verið dreifð og fámenni á hverjum stað. Þessi nýi fundur kollvarpar fyrri hugmyndum um heimskautabyggðir á þessum tíma. Forstöðumaður þjóðminja- safnsins í Grænlandi, Claus And- reasen, segir að margt bendi til þess að heimskautafólkið hafi tekið sér bólfestu á þessum slóð- um um það bil 2000 árum fyrir Krist, og að umrædd byggð hafi verið í notkun allt fram undir 1000 eftir Krist. í uppgreftrinum fannst meðal annars talsvert af tilhöggnum flögusteini, nokkrir vel mótaðir spjótsoddar og efri hluti höfuð- kúpu og hluti kjúkubeins af manni. Tilgáta fornleifafræðinganna er sú að steinaldarþjóðflokkur sem kallaður hefur verið Inde- pendance II, og sem menn hafa til þessa talið hafa átt heimkynni sín í Peary Land, hafi haft Ue de France sem verstöð. Og að þeir Þessi höfuðkúpa er hugsanlega af einum af fyrstu hvalveiðimönnunum á Grænlandi. Hún fannst í mikilli steinaldabyggð á lle de France (1). Önnur steinaldarbyggð hefur einnig fundist í Germaníubyggð (2) en báðar byggðirnar eru taldar komnar frá Peary-landi (3). hafi ef til vill stundað þaðan veiðar á stærri sjávarspendýrum, sem þarna eru í ríkum mæli. Sjór- inn í kringum Ile de France er auður stóran hluta úr árinu og veiðiaðstæður þaðan eru taldar geta hafa verið góðar. En annar fornleifafundur hef- ur styrkt þessa tilgátu, en það eru mannvistarleifar frá svipuðum tíma á svokölluðu Germaníu- landi. Það vakti furðu manna að tóftirnar sem þarna fundust voru á vindasamasta staðnum á svæð- inu. Þaðan var hins vegar mjög gott útsýni yfir flóann í norðri, þar sem sjávarspendýrin bylta sér í sjónum. íbúarnir þarna hafa haft útsýni yfir sama hafsvæði og íbúarnir á Ile de France, og því er ekki óhugsandi að þarna hafi fundist mannvistarleifar fyrstu hvalveiðimannanna á Græn- landi. ólg/Illustreret videnskab Ahrifaríkur bílþvottur þarf ekki endilega að vera erfiður Nýja sjálfvirka þvottastöðin er á Laugavegi 180 Nýja sjálfvirka þvottastöðin hjá Skeijungi á Laugavegi 180 er annálaður þýskur gæðagripur. Þvottur og bón tekur aðeins 6-8 mínútur, og árangurinn er glansandi góður. Meðan þú færð þér ilmandi kaffisopa í vistlegri setustof- unni hamast sú þýska hinum megin við glerið undir vökulu eftirliti þvottastöðvarstjórans: 1. Úðað með hreinsiefni sem leysir upp tjöru og önnur óhreinindi. 2. Háþrýstiskolun fjarlægir allar efnisagnir sem annars gætu sest í burstann og orsakað fínar rispur í lakkið. 3. Heit sápa borin á og burstað. 4. Skolun. 5. 60°C heitu bóni úðað yfir. 6. Lokaskolun. 7. Vindþurrkun. Á sama tíma hafa sérstakir burstar þrifið felgurog dekk, og einnig er hægt að láta háþrýstiþvo undirvagninn. Þvottastöðin á Laugavegi 180 er opin frá kl. 8:00 - 20:00 mánudaga til laugardaga, og frá kl. 10:00 - 20:00 á sunnudögum. Skeljungur hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.