Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Blaðsíða 12
Afl snjóflóða getur verið ógurlegt, eins og þessi mynd af rústum síldarverksmiðjunnar í Neskaupstað ber með sér. SnjóflóðahœHa í byggð Snjóflóð hafa í gegnum aldirnar verið mannskæðustu náttúruhamfarir á íslandi. Frá byrjun 12. aldar hafa um 600 dauðsföll verið skráð af völd- um þeirra, en þau hafaeflaust verið mun fleiri en skráðar heimildirgetaum. Áþessari öld hafa um 130 manns farist í snjóflóðum og þau hafa einn- ig valdið ómældu eignatjóni. Verksmiðjur, íbúða- og gripa- hús, síma- og raflínur hafa afl- mikil snjóflóð brotið niðurog sópað með sér, eins og fis væri. Á síðustu hundrað árum hafa víða með stöndum landsins myndast þéttbýli, sem standa undir bröttum fjallshlíðum. Slík staðsetning býður heim hættunni á snjóflóðum við ákveðnar veðuraðstæður og hefur á sumum stöðum haft hörmulegar afleið- ingar. Oft getur liðið langur tími milli þess sem snjóflóð falla og vilja þau þá gjarnan gleymast, þegar farið er að skipuleggja nýja byggð. I grein í Jökli 1975, segir Sigur- jón Rist að hinir voveiflegu at- burðir í Neskaupstað í desember 1974, hafi vakið allan landslýð af „þyrnirósarsvefni andvaraleysis- ins“. Sama og ekkert hafði verið gert af hálfu opinberra aðila í því að safna heimildum um snjóflóð og vinna að forvarnarstarfi, sem dregið gæti úr hættunni á skaða af völdum snjóflóða. Vegna áhuga Ólafs Jónssonar á þessum mál- um, eru til ómetanlegar heimildir um snjóflóð á íslandi í bók hans Skriðuföll og snjóflóð, sem út um hœtlumat Von á Guðjón sagði að lögin um of- anflóð hefðu verið send til allra sveitarfélaga og þeim bent á að þau gætu sótt um úttekt á snjófl- óðahættu til nefndarinnar. „Við setningu laganna lágu fyrir um- sóknir frá Siglufirði og ísafirði og voru þær strax teknar fyrir. Auk þess hafa Neskaupstaður, Seyðis- fjörður, Súðavík og Flateyri haft samband við nefndina." Guðjón sagði að við forgangsröðun verk- efna væri tíðni snjóflóða höfð til hliðsjónar og áhugi sveitarfélag- anna. „Mörg sveitarfélög hafa sýnt grátlega lítinn áhuga á hættumati og á meðan nóg er af áhuga- sömum aðilum er ekki verið að eltast við hina,“ sagði Guðjón. Patreksfjörður hefur t.d. ekki beðið um neina þjónustu, þrátt fyrir að þar hafi 4 látist og gífur- reglum legt eignatjón orðið í janúar 1983. Ofanflóðasjóður greiðir alla vinnu við gerð hættumatsins, sem felst f því að kanna öll þekkt snjóflóð á viðkomandi svæði og teikna síðan inn á snjóflóðakort. Verður bannað að byggja ó hœttusvœðum Reglur um hættumat eru vænt- anlegar á næstunni og sagði Guðjón að í byrjun yrðu svæði annað hvort skilgreind sem hætt- usvæði eða ekki. Síðar gæti verið að tekin yrði upp mismunandi flokkun á hættusvæðum. „Þegar reglurnar um hættumat eru af- greiddar, verður kominn grund- völlur til að banna byggingar á hættusvæðum, og þar sem byggð er fyrir eiga sveitarfélögin að setja upp varnarvirki." „Sveitarfélögin eiga að gera til- lögur um varnarvirki til ofanflóð- anefndar og ef þær verða sam- þykktar þurfa sveitarfélögin að láta vinna þau,“ sagði Guðjón. Ofanflóðanefndin greiðir 80% kostnaðar við gerð virkjanna en sveitarfélögin 20%. „Kostnaður- inn getur skipt milljónum og get- ur reynst erfiður fyrir lítil og fá- tæk sveitarfélög. Ég er hræddur um að sum komi til með að hum- ma fram af sér að byggja varnir vegna kostnaðarins." Guðjón sagði að ef kostnaður við gerð varnarvirkja yrði mun meiri en húsin sem vernda ætti, kæmi e.t.v. til greina að kaupa þau og rífa. Sem dæmi um hversu dýrt er að byggja varnarvirki nefndi Guðj- ón, að á verðlagi 1985 átti að kosta 4,2 milljónir að byggja keilur fyrir ofan Kubbahverfi á ísafirði. Til að fá virkin samþykkt þurfa þau að standast ákveðnar kröfur um stærð og styrk. Til að ákveða þau mörk hefur verið gert sérstakt reiknilíkan, þar sem reynt er að meta hraða, dýpt og þrýsting hugsanlegra snjóflóða. Að sögn Guðjóns hefur ofan- flóðasjóður nú til umráða um 26 milljónir. Hann hefur fastar tekj- ur af iðgjaldatekjum Viðlagatr- ygginga, auk framlags af fjár- lögum. Siglufjörður og ísafjörð- ur hafa fengið loforð um styrk en hvorugt sveitarfélagið hefur enn sótt sitt fé vegna innri galla heimafyrir, eins og Guðjón orð- aði það. Hitaveituleiðslan sem verja átti á Siglufirði er ónýt og ísfirðingar vilja breyta fyrirhu- guðu varnarvirki, sem þótti ljótt. Vel fylgst með veðri Páll segir að í sumum byggða- lögum hafi verið ráðnir sérstakir mælingamenn, til að fylgjast með snjóalögum og mæla úrkomu. Laun þeirra greiða sveitarfélögin til hálfs á móti Veðurstofunni. „Við vörum þá við ef hætta er á að bæti stórlega við snjóalög og þeir okkur ef talið er að ástandið sé tæpt. Við forðumst að valda óttaástandi að óþörfu. Venjulega er mest samband á bak við í al- mannavarnanefndunum en ef nauðsyn þykir gefum við út við- vörun. Getur það t.d. átt við ef fólki stafar hætta af ferðalögum," sagði Páll.“ Telurðu að málin séu komin í gott horf? „Það er tvímælalaust hægt að bæta þetta kerfi. Spurningin er hvað á að kosta til. Góð sam- vinna úr öllum áttum er nauðsyn- leg, ef forvarnastarf á að ganga eins og best verður á kosið.“ Páll sagði að 3-4 undanfarnir vetur hefðu verið mildir og því lítið um snjóflóð. Aftur á móti hefðu komið kuldakaflar í vetur og þá hefði myndast ákveðin hætta bæði á Siglufirði og Seyðisfirði, en vel hefði tekist að spá fyrir um hana og gera viðeigandi ráðstaf- anir. Hvaða aðstaður auka líkur á snjóflóðum? „Áhættuþættirnir eru margir. Hættan eykst ef mikill snjór er fyrir og hún eykst verulega ef mikið bætist á yfir einn sólahring, hvort sem það er snjór eða rign- ing. Hlémeginn við fjöll er hætt- 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1988 an mest. Þar skefur snjó af há- lendinu og bætist við það sem fyrir er. Það má segja að vindur og úrkoma séu aðaláhættuþætti- rnir. Svo skiptir miklu hvernig snjórinn liggur. Það geta mynd- ast losaraleg skil milli snjóalaga við hitabreytingar. Ef veruleg hitahvörf verða í snjónum er hætta á að losni um hann. Við erum sérstaklega á varðbergi ef aðstæður eru tæpar fyrir og mikil úrkomulægð er á leiðinni.“ kom 1957. Ásamt Sigurjóni safn- aði hann síðan heimildum um snjóflóð til 1975 er Veðurstofa ís- lands tók að safna þessum upp- lýsingum. Fyrir tæpum þremur árum voru sett lög um ofanflóð og hef- ur 5 manna nefnd unnið að skipu- lagi forvarnastarfs frá þeim tíma. Hér verður athugað hvaða starf er verið að vinna nú og hvar helstu hættusvæði landsins eru. „Nú er allur grundvöllur til að koma snjóflóðavörnum í horf. Spurningin snýst um hvað sveitarfélögin eru vakandi,“ svar- aði Guðjón, er spurt var um stöðuna í dag. Nú er ofanflóða- nefnd að ganga frá bæklingi um snjóflóð og snjóflóðavarnir, sem dreift verður til fólks á hættu- svæðum. „Þó við séum oft gagnrýndir fyrir að vekja upp ótta hjá fólki, gerist ekkert ef hann er ekki fyrir hendi.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.