Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 31.03.1988, Síða 3
FRÉTTIR Búseturöskun Neyðaróp frá Byggðastofnun Alvarlegar horfur umþróun byggðar. Aðflutningur á höfuðborgarsvœðið þjóðinni ekki lengur hagkvœmur. Stjórnvöld geta ekki setið aðgerðarlaus. Forsœtisráðherra vill heildarúttekt - Byggðastofnun telur ekki verjandi að stjórnvöld sitji að- gerðarlaus. Öflugt atvinnulíf og mannlíf á landsbyggðinni er þjóð- inni nauðsyniegt, ekki síst vegna þess hverju mikill hluti útflutn- ingstekna þjóðarbúsins skapast þar, segir m.a. í ítarlegu og harð- orðuðu bréfi sem Byggðastofnun hefur sent forsætisráðherra þar sem lýst er alvarlegum horfum um þróun byggðar í landinu. Síðustu fjögur ár hefur orðið umtalsverð fækkun íbúa á lands- byggðinni á sama tíma og stór- fjölgun hefur orðið á íbúatölu höfuðborgarsvæðisins. Er nettót- ap landsbyggðarinnar í fyrra vegna búferlaflutninga innan- lands áætlað yfir 1.300 manns. - Flutningur fólks milli landshluta getur átt sér eðililegar skýringar í breyttum forsendum byggðar í landinu, en samsöfnun fólks vegna framboðs á þjónustu en án tillits til grundvallarforsendna þjóðarbúsins er óæskileg og stenst ekki til lengdar, segir í bréfi Byggðastofnunar. Stofnunin bendir á að í starfsá- ætlun ríkisstjórnarinnar hafi átt að taka tillit til byggðasjónar- miða í fiskveiðistjórnun en sú hafi raunin ekki orðið. Mesta hættan fyrir einstaka útgerðar- staði sé sú að veiðiheimildir fylgja skipunum algerlega. Lán- astofnanir þrýsta síðan á fisk- vinnslustöðvar sem eiga í rekstr- arerfiðleikum að selja veiði- skipin, vegna þess að eigið fé fyrirtækjanna liggi í verðmæti veiðiheimildanna. Hætta sé á því að sjávarútvegur þróist í það að safna saman hráefni til vinnslu er- lendis. Fólkið flytji suður á höf- uðborgarsvæðið en eftir standi vannýtt þjónustumannvirki. Landflutningarnir suður séu þjóðinni alls ekki lengur hag- kvæmir. Byggðastofnun telur sér því skylt að benda stjórnvöldum á að þau þurfa að breyta til í veru- legum atriðum varðandi opinber- ar framkvæmdir og uppbyggingu þjónustu á landsbyggðinni. Nauðsynlegt sé að stokka upp og breyta um áherslur í opinberum fjárveitingum til byggðamála. Forsætisráðherra, Porsteinn Pálsson ákvað í gær eftir að hafa lesið yfir bréf Byggðastofnunar að fela stofnuninni að gera heildarúttekt á þróun byggðar í landinu og stöðu höfuðatvinnu- greina. -•g- Byggðaröskunin síðustu árin sést glögg- lega á þessu súluriti. Eftir 1982 hefur brott- fluttum fjölgað verulega ár frá ári og nánast engin fjölgun I staðinn. 2000 tsoo tooo 500 o -500 1000 1500 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 980 E1 Fjölgun B3 Flulningar alls Pórshöfn Mjólkin vart drykkjarhæf íbúar á Þórshöfn kaupa mjólkfrá Akureyrifrekar en að drekka heimaframleiðsluna. Sigurður Gunnarsson, lœknir: Lagðitil að stöðinni yrðilokað. Heilbrigðisfulltrúa hótað illu. Daníel Árnason, sveitarstjóri: Mest um vert að kaupfélagið hefur tryggt úrbætur. Komfyrir óhapp í vetur - Ég hef skrifað Hollustuvernd ríkisins bréf og farið fram á að hún rekist í þessu máli og loki mjólkurstöðinni, þar sem heil- brigðisfulltrúi Norðurlands Ey- stra virðist hafa heykst á því að loka stöðinni 30. mars vegna hót- ana um að kaupfélagið færi með málið í ráðherra ef til lokunar kæmi, sagði Sigurður Gunnars- son, heilsugæslulæknir á Þórs- höfn. Fyrsta mars rann út sá frestur sem heilbrigðisfulltrúi og Vegna gallaðra og lélegra raf- skauta sem hafa verið í noktun í tæpt ár með smáhléum, hefur Ál- verið í Straumsvík orðið fyrir verulegu framleiðslustapi og hef- ur stjórn þess farið fram á bóta- kröfur á hendur framleiðanda rafskautana. Að sögn Ragnars Halldórs- sonar forstjóra Álversins var framleiðslutap fyrirtækisins í fe- brúar og mars um 500 tonn á áli vegna gölluðu rafskautana. Hann sagði að nú loksins hefðu fram- leiðendur skautana viðurkennt heilbrigðisnefnd Þórshafnar höfðu gefið kaupfélaginu til að gera allra brýnustu úrbætur á mjólkurstöðinni, svo að tryggt væri að mjólk sem frá henni kem- ur væri drykkjarhæf en heilbrigðisnefndin hefur veitt stöðinni áframhaldandi rekstrar- leyfi þrátt fyrir að kröfum um úr- bætur hafi ekki vcrið sinnt í neinu. - Það kom fyrir slys hér í vetur og komst málmsvarfi í mjólkina, að gæði þeirra hefðu ekki verið sem skyldi, en það hefði tekið nokkurn tíma að sannfæra þá um það. Ragnar sagði að stjórn Ál- versins hefði farið fram á bóta- kröfur á hendur framleiðanda rafskautana en vildi ekki tjá sig um hve þær væru háar. Raf- skautin eru framleidd af dóttur- fyrirtæki Alusuisse í Hollandi. Gölluðu rafskautin hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hefur verið að vinna mun meiri yfirvinnu en oft áður við lítil fagn- arlæti starfsmanna. Þeim hefur en ég veit ekki til þess að mjólkin hafi verið gölluð að öðru leyti, sagði Daníel Árnason, sveitar- stjóri. Hann sagði mest um vert að kaupfélagið hefði fallist á að fá til stöðvarinnar mjólkurfræðing einu sinni í mánuði og eftirlit yrði hert með framleiðslunni og sýni yrðu send daglega til Akureyrar til greiningar. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri, sagði að menn gerðu sér fastlega vonir um að skikk hefði fundist það vera alveg nóg að klára sína vakt þó ekki sé verið að vinna yfirtíð í jafn lélegri vinnu- aðstöðu og verið hefur í kerskál- anum. Von er á nýjum og betri raf- skautum von bráðar og ef þau verða betri en þau sem að undan- förnu hafa verið í noktun sjá starfsmennirnir loksins fram á manneskjulegri vinnustað sem er laus við reyk og mikinn hita sem hefur gert þeim vinnuna nánast óbærilega í tæpt ár með smá- hléum. ~grh verið komið á þetta mál. - Hér voru bæði heilbrigðisfulltrúi og mjólkurfræðingur og það hefur ekkert komið fram sem bendir til að ekki sé hægt að halda fram- leiðslunni áfram. - Mjólkin frá mjólkursam- laginu hefur lengi verið mjög slæm. Reglulegar sýnatökur breyta engu þar um. Nú síðast hefur komið í ljós að hreinsibún- aður er að nokkru bilaður. Ég lagði það til að stöðinni yrði lok- að meðan allra brýnustu lagfær- ingar færu fram sem tryggðu íbú- unum drykkjarhæfa mjólk og óskaði eftir því að starfsmenn stöðvarinnar yrðu sendir í starfs- þjálfun til að kynna sér hvernig gott mjólkurbú væri rekið, sagði Sigurður. Að sögn Þórshafnarbúa sem Þjóðviljinn ræddi við, hefur mjólkin um langan tíma verið nær ódrekkandi. Á stundum hef- ur hún bæði þefjað torkennilega og bragðast og geymst illa. Þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda hefur Kaupfélagið, sem rekur mjólkurbúið, til þessa brugðist bæði seint og illa við að kalla inn gallaða mjólk og daufheyrst við tilmælum um úrbætur. Frá því í febrúar hefur nokkur hluti heimila á Þórshöfn tekið sig saman og pantað frá Akureyri drykkjarhæfa mjólk og hafa þannig borist nokkur hundruð lítrar af mjólk á viku hverri til Þórshafnar. -rk Álverið Vemlegt framleiðslutap Ragnar Halldórssonjorstjóri: Töpuðum 500 tonna álframleiðslu ífebrúar og mars. Höfumfariðfram á bótakröfu vegna gallaðra rafskauta Fimmtudagur 31. mars 1988 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Fiskverð Nálægt maikaðsverði Lágmarksverð Verð- lagsráðs sjávarútvegsins aðeins til á pappírnum. Á svæðinu frá Þorlákshöfn og allt vestur með til Akraness greiða fiskkaupcndur nálægt makraðsverði fyrir aflann og hafa til hliðsjónar verðin sem ganga á helstu fískmörkuðunum, þrátt fyrir gildandi lágmarksverð hjá Verðlagsráði sjávarútvegs- ins. Að sögn framkvæmdastjóra Sjómannasambands fslands sýnir þetta vitleysuna sem viðgengst í Verðlagsráðinu og sannar ótví- rætt að verðlagning ráðsins er ekki í neinu samræmi við þann raunveruleika sem almennt ríkir um sölu og kaup á fiski. Þrátt fyrir það lepja sjómenn á hefðbundnum vertíðarbátum dauðann úr skel, það sem af er yfirstandandi vertíð. Aflabrögð hafa verið með eindæmum léleg og það eru ekki nema þeir bjartsýnustu sem vonast eftir hrotu eftir páska. Kauptrygging háseta á hefðbundnum vertíðar- bát er ekki nema 45.811 krónur á mánuði og fæðispeningar 430 krónur á dag. Fari fæðiskostn- aðurinn umfram það verða þeir að borga mismuninn úr eigin vasa. „Það fer tvennum sögum af því af hvaða völdum þetta aflaleysi stafar og finnst mörgum vera kominn tími til, að mun betur verði gert við Hafrannsókn en nú er, til að efla fiskirannsóknir. Því ef fiskurinn hverfur af miðunum er lítið eftir að lifa á hér á landi og að afleiðingunum þurfa menn ekki að spyrja,“ sagði Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands. -Srh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.