Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 5
Alþingi ÞJOÐMÁL Atök um sterka ölið Allirflokkar riðlast. Neðri deild hafnarþjóðaratkvœða greiðslu með eins atkvœðis mun. Talið vístað efri deild samþykki bjórinn í gær samþykkti neðri deild al- þingis þær breytingar á áfengis- löggjöfinni að fella skuli niður bann við bruggun og sölu á áfengu öli. Ekki munaði nema einu atkvæði þegar fellt var að Hvai í gær varð allsnörp umræða utan dagskrár á alþingi um sam- skipti ríkisins við kennara. Það var Svavar Gestsson sem hóf um- ræðuna. Hann spurði hvaða ráð- stafanir fjármálaráðherra hygð- ist gera í kjaramálum kennara til þess að tryggja að nægur fjöldi kennara með lögbundna starfs- menntun fengist til starfa á næsta skólaári. Einnig spurði hann hvernig fjármálaráðuneytið ætl- aði sér að vinna að framgangi til- lagna frá starfskjaranefndum málið skyldi borið undir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Allar breyting- artillögur voru felldar nema það að skipuð skuli nefnd sem gera á tillögur að því hvernig stuðla má að minni áfengisneyslu. Bjórmál- kennarasamtakanna en ráðu- neytið átti fulltrúa í þeim. Að- dragandi yfirstandandi kjara- samninga var m.a. starf þessara nefnda. Taldi Svavar einsýnt að sama skilningsleysið á starfsemi skóla hefði ríkt hér frá 1983 og ekkert breyst með þeirri ríkisstjórn er nú situr. Deilan við kennara leystist ekki fyrr en fram kæmi marktækt tilboð frá ríkisstjórninni þar sem gert væri ráð fyrir einhverjum ið gengur nú til efri deildar en talið er að þar sé meirihluti fyrir því og er búist við að það verði að lögum nú í vor. Ýmsar breytingar- og frávísun- launahækkunum strax í upphafi samningstímans. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra taldi að tilboð ríkisins um 13,5% launahækkun á fyrirhuguðum samningstíma væri við hæfi. En þessu tilboði ríkisins hafa kennarar tekið held- ur fálega. í umræðunum tóku einnig þátt þau Albert Guðmundsson, Dan- fríður Skarphéðinsdóttir og Hjörleifur Guttormsson. ÓP artillögur höfðu komið fram og tók því atkvæðagreiðslan nokkuð langan tíma, einkum vegna þess að í nær öllum tilfellum var farið fram á nafnakall. Byrjað var á að greiða atkvæði um frávísunartil- lögu sem Ragnhildur Helgadóttir og fleiri þingmenn höfðu lagt fram og var í henni skírskotað til þess að enn væri ekki búið að móta heildarstefnu í áfengismál- um, því væri ekki tímabært að lögfesta breytingu á einum þætti áfengismála og skyldi vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Beðið var um nafnakal! og kom þá strax í ljós að allir flokkar riðluðust og að þingmenn höfðu óbundnar hendur. Frávísunartillagan var felld með 23 atkvæðum gegn 16. Einn þingmaður, Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra, greiddi ekki atkvæði, en tveir voru fjarver- andi. Tillaga Steingríms J. Sigfús- sonar um að óheimilt skyldi vera selja áfengt öl af öðrum styrk- leika en 3,25-4% var felld með 26 atkvæðum gegn 2. Næst var tekin til afgreiðslu breytingartillaga Sverris Her- mannssonar og fleiri um að á bjórinn skyldi lagt gjald sem rynni í sérstakan safnasjóð. Að viðhöfðu nafnakalli var hún felld með 22 atkvæðum gegn 12, 6 sátu hjá. Mest var spennan er nafnakall fór fram um tillögu Árna Gunn- arssonar o. fl. um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um mál- ið. Tillagan var felld með 19 atvæðum gegn 18, 3 greiddu ekki atkvæði. Felld var með 19 atkvæðum gegn 16 tillaga Steingríms J. Sigfússonar um að eftir gildistöku laganna skuli næstu 10 árin varið úr ríkissjóði til fræðslu og for- varnarstarfa gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna jafngildi a.m.k. 75 miljóna króna á núgild- andi verðlagi. Ragnar Arnalds o. fl. fluttu til- lögu um að aftan við lögin kæmi ákvæði til bráðabirgða um að skipuð skyldi 5 manna nefnd til að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildarneyslu áfengis, fjalla um verðlagningu áfengis og leiðir til að vara við hættum er því fylgja. Þessi tillaga var samþykkt með 23 atkvæðum gegn 9. Málið verður tekið fyrir í efri deild innan tíðar. Fróðir menn þykjast vita að af 21 þingmanni í deildinni séu a.m.k. 11 fylgjandi bjórnum. Því er talið nær því ör- uggt að bjórinn verði lögleiddur. ÓP Kennarar á að gera? VIÐHORF A-flokkasamstarfánýjum grundvelli Gestur Guðmundsson skrifar Helsta verkefni félagshyggju- fólks í stjórnmálum nú er að vinna að bandalagi A-flokkanna og Kvennalistans, og þá skoðun hef ég þegar viðrað á þessum stað. Margir sem ég hef hitt hafa tekið undir hana, en sumir hafa bent á ýmis tormerki sem eru á slíku samstarfi. Vitaskuld er margt sem skilur þessa flokka og mikil tortryggni á milli þeirra, en ætli menn að gera eitthvert átak í stjórnmálum, þarf alltaf að vinna bug á erfiðleikum. Það er vinsæl skoðun að Kvennalistinn eigi mjög erfitt með að taka afstöðu, hvað þá með að taka þátt í ríkisstjórn. Eg er ekki svo viss um þetta. Að mínu mati hefur Kvennalistinn fyrst og fremst sýnt skynsamlega varkárni til þess að festast ekki í því neti sem hinir flokkarnir hafa smám saman spunnið og torveld- ar allar djúptækar umbætur á ís- lensku samfélagi. Ég held líka að þær Listakonur séu almennt nógu skynsamar og praktískar til að sjá að þeim er ekki hollt að standa mörg kjörtímabil utan ríkis- stjórnar, ef gott tækifæri gefst. Það tækifæri er nú í augsýn, þar sem þessir þrír flokkar hafa möguleika á að ná jafnvel meiri- hluta á Alþingi og allavega vel yfir 40% atkvæða. Og það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að grundvallarstefna Kvennalist- ans á almennt séð ágæta samleið með stefnu A-flokkanna, hvað sem líður hnútukasti þarna á milli. Ég held raunar að sú verði þrautin þyngri að sætta A- flokkana. Það er einkum þrennt sem skilur þá að: 60 ára saga harðra átaka þeirra um forystu fyrir hreyfingu verkalýðs og sós- íalista. Gerólík afstaða til efnahags- og atvinnustefnu. Stefnan í herstöðvamálinu. Hvað varðar síðastnefnda at- riðið eiga flokkarnir töluvert langt í land með að ná samstöðu. Hér hlýtur það að vera verkefni Alþýðubandalags og Kvennalista að móta sameiginlega stefnu og þrýsta á kratana, þannig að þeir taki upp svipaða stefnu gegn víg- búnaði og systurflokkar þeirra í nágrannalöndunum. Það hefur oft torveldað sam- starf A-flokkanna að á milli ein- staklinga í forystu þeirra hefur verið arfgeng andúð. Ungir sósí- alistar voru jafnan aldir upp í fyrirlitningu á svikurum eins og Stefáni Jóhanni og Guðmundi L Guðmundssyni, en kratadrengj- unum var tamið að líta á þá Einar og Brynjólf sem slæga útsendara hins rússneska fjanda. Þessi il- leiðir og hörku í baráttunni blönduðust óskyld erlend mál og ýmsar annarlegar kreddur. Hreyfing verkalýðs og sósíalisma á íslandi hefur enn fremur alltaf goldið þess, að hún óx ekki að ráði fyrr en þessi alþjóðlegi klofningur var orðinn; hún fór á mis við vaxtarskeið miklu sjálf- stæðari leitar og hún fór á mis við anarkismann. Flestir verkalýðssinnar í dag eru sammála um að fjandskapur á milli verkalýðsflokkanna hafi „Flestir verkalýðssinnar eru sammála um að fjandskapur á milli verkalýðsflokkanna hafi verið óeðlilega mikill og unnið sameiginlegum málstað þeirra tjón. Þá kröfu verður að gera að menn haldi ekki sjálfkrafa í hann heldur kæli blóð sitt og líti á þau málefni sem enn skilja flokkana að. “ lindi virðast ætla að erfast eins og landamerkjadeilur og hreppa- rígur, og sennilega þarf þriðja flokkinn til að hægt sé að setja þessi illindi niður og skoða af skynsemi hvar menn eru sam- mála og hvar ósammála. Kvenna- listinn er eflaust vel fallinn til þess, með sínum jarðbundna og málefnalega stíl. Klofningur A-flokkanna hófst á 3. áratugnum. Fræðingar af ýmsum gerðum hafa keppst um að leiða að því rök, að klofning- urinn hafi ýmist orðið að skipun frá Moskvu eða frá krataflokkum á Norðurlöndum. Ég held að þetta sé ekki kjarni málsins. Verkalýðsöflin voru þá klofin eftir sömu línum um alla Evrópu og víðar. Við fluttum inn erlenda reynslu í verkalýðsbaráttu og er- lendar hugsjónir, og við kom- umst ekki hjá því að fá þennan klofning með í pakkanum. Hins vegar varð hann til þess að saman við málefnalegan ágreining um verið óeðlilega mikill og unnið sameiginlegum málstað þeirra tjón. Þá kröfu verður að gera að menn haldi ekki sj álfkrafa í hann, heldur kæli blóð sitt og líta á þau málefni sem enn skilja flokkana að. Áður er minnst á herstöðva- málið, en kannski verður erfiðara fyrir þessa flokka að brúa það bil sem er orðið milli efnahags- og atvinnustefnu þeirra. Sá á- greiningur á lítið sem ekkert skylt við klassískan ágreining krata og komma um sósíalisma og leiðir til hans, heldur er séríslenskur, ef svo má að orði komast. Sósíalistaflokkur og Alþýðu- bandalag hafa fra því á stríðsár- um lagt meginkapp á að efla undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar, fiskveiðar, fiskvinnslu og iðnað. Kratar höfðu hins vegar fremur veikburða efnahags- og atvinnustefnu fram að Við- reisnarstjórninni, en þá tóku þeir upp þá stefnu að minnka höft og efla markaðinn, en grípa jafn- framt til félagslegra aðgerða til að hamla móti neikvæðum áhrifum slíkrar stefnu á kjör láglauna- fólks. Grundvallarhugsun beggja flokka er í vissum skilningi sú sama, að stækka kökuna og skapa þannig tækifæri á bættum lífskjörum. Leiðirnar eru hins vegar ólíkar. Báðir flokkar ættu að geta við- urkennt nú að þeir eru komnir í ógöngur og verða að leita nýrra leiða. „íslensk atvinnustefna" Alþýðubandalagsins hefur átt þátt í offjárfestingum og óhag- kvæmu skipulagi frumfram- leiðslugreinanna. „Viðskiptafr- elsið“ sem alþýðuflokksmenn hafa unnið að með sjálfstæðis- mönnum, hefur hins vegar kallað yfir þjóðina offjárfestingu og gegndarlaust bruðl í verslun og aukið enn á misskiptingu þjóðar- tekna. Misskiptingin er reyndar orðin með þeim formerkjum að arður manna af störfum þeirra er nánast í réttu hlutfalli við það, hversu óarðbær þau eru. Það er ekki nóg með það að markaðshyggjan ráði alfarið í Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki, heldur hefur hún eflst í Alþýðubandalaginu líka. Þessu fólki gleymist oft að frjáls mark- aður getur ekki þrifist á mörgum sviðum hins smávaxna og dreifða íslenska efnahagslífs nema í skrumskældri mynd. Lítið er um það að samkeppni leiði til kosn- aðarlækkunar en þeim mun meira um hitt að „frelsið“ sé not- að til að hækka álagningu. Þegar samkeppnin nær að gegna hreinsunarhlutverki sínu, verður það oftar en ekki til þess að heilu byggðarlögin verða bjargarlaus. „Frjálsar hreyfingar markaðar- ins“ verða heldur marklítill bók- stafur þegar menn hafa bundið eigur sínar í atvinnutækjum og íbúðarhúsnæði í afskekktum byggðarlögum. Á vinnumarkaði birtist frelsið og hrun verkalýðs- baráttunnar í því að launþegar skiptast upp í vel borgað sérhæft fólk og illa borgað, almennt vinnuafl. Atvinnu- og efnahagsstefna sem tekur mið af þörfum fólks- ins, þarf að byggjast á góðri stjórnun og skipulagningu. Af- kvæmi offjárfestinganna þarf að grisja á þjóðhagslega hag- kvæman hátt en ekki í gegnum duttlunga markaðarins. Þó er sjálfsagt að láta markaðinn vinna, þar sem hann er besta verkfærið, og það væri kannski mátulegt á verslunina að láta samkeppnina hreinsa til í offjárf- estingum þar, eftir að laun versl- unarmanna hafa verið gerð mannsæmandi, svo að samkeppnin verði háð á raunhæf- um grundvelli. Bættri stjórnun í efnahags- og atvinnumálum þarf að fylgja stór- aukið lýðræði. Gefa þarf almenn- ingi kost á að kynna sér og ræða áætlanir og afleiðingar þeirra, og tryggja þarf margháttuð áhrif hans í gegnum sveitarstjórnir, al- mennar atkvæðagreiðslur, fund- ahöld og virkt aðhald að þeim sem bera ábyrgð á slíkum áætlun- um. Aðalatriðið er að greitt verði úr núverandi vanda með viðam- iklum og vel unnum aðgerðum, sem taka mið af því að jafna lífs- kjör í landinu. Um þetta mark- mið ættu A-flokkarnir og Kvennalistinn að geta sameinast þegar þeim verður ljóst að það dugar ekkert einfalt hókus pókus í efnahagsmálum. Gestur er félagsfræðingur og vinnur við ritstörf. Hann skrifar nú vikulega viðhorfsgreinar í Þjóðviljann. Þriðjudagur 19. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.