Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR
Khahil Al-Wazir, til hægri, skoðar ásamt Jassír Arafat vegsummerki eftir loftárás fsraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í Túnis fyrir nokkrum
Túnis/Palestína
Israelar fremja hryðjuverk
Leyniþjónusta, floti og landher ísraelsmanna skipulögðu morðið á Wazir
Íranir/Kanar
Sjóorrusta
á Persaflóa
Reagan kvartar óspart
undan óábyrgri hegðan
írana á Persaflóa
Bandaríski flotinn sökkti fjölda
íranskra herskipa og annarra víg-
agnoða í sjóorrustu sem stóð í
naer allan gærdag á Persaflóa.
Fjölmörg fley löskuðust. Það sem
í upphafi átti einvörðungu að
vera „takmörkuð hefndarað-
gerð“ Bandaríkjamanna óx
semsé allmjög þegar á hólminn
var komið.
Talsmaður bandaríska varn-
armálaráðuneytisins greindi frá
því í gærkvöldi að eldflaugar
sinna manna hefðu sökkt írön-
skum eldflaugabáti og stór-
skemmt tvær freigátur. Þrír árás-
arharðbátar hefðu ýmist verið
skotnir í kaf eða laskaðir mjög.
Einnar bandarískrar þyrlu væri
saknað.
„Við gripum til þessara að-
gerða til þess að tryggja að íranir
ali ekki með sér neinar ranghug-
myndir um afleiðingar óábyrgs
háttalags," sagði Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti í gær, skömmu
eftir að honum höfðu borist frétt-
ir af orrahríðinni. „Ógni þeir
okkur fá þeir að súpa seyðið af
því,“ sagði forsetinn ábyrgi enn-
fremur.
Bandarískt herskip sigldi á
dögunum á tundurdufl sem yfir-
mennirnir segja að hafi verið
persneskt. Nokkrir sjóliðar særð-
ust. í gær átti síðan að hefna og
réðust herskip Sáms frænda á tvo
íranska olíuborpalla. En hið
„óvænta“ gerðist, íranski flotinn
snerist til „óábyrgrar" varnar og
því fór sem fór.
Reuter/-ks.
Skák
Kaipov
efstur
Anatólí Karpov, fyrrum
heimsmeistari í skák, sat hjá þeg-
ar fjórtánda umferð heimsbik-
armótsins í Brussel var tefld í
gærkveldi. Þrátt fyrir það heldur
hann forystunni á mótinu og hef-
ur hreppt níu vinninga úr 13
viðurcignum. Keppinautar hans
hafa nefnilega þann háttinn á að
rífa fjaðrirnar hver af öðrum.
Þau óvæntu úrslit urðu í gær að
Belgíumaðurinn lítt kunni, Luc
Winants, sigraði Ungverjann Gy-
ula Sax. Ulf Andersson sigraði
Jasser Seirawan, Jesus Nogueiras
sigraði Predrag Nikolic og Lju-
bomir Ljubojevic sigraði Lajos
Portisch.
Valery Salov og Viktor Korsc-
hnoi sættust á skiptan hlut. Sömu
sögu er að segja af Mikhael Tal
og Jónatani Speelman og Alex-
ander Beljavskí og Andrei Sokol-
ov. Skák Jans Timmans og Johns
Nunns fór í bið.
Einsog að ofan er getið trónar
Karpov á toppinum. í öðru sæti
er Salov landi hans með 8,5 vinn-
inga úr 14 skákum. Þriðji er Belj-
avskí en hann hefur 8 úr 13.
Fjórði er Andersson með 8 úr 14.
Fimmti er Nunn með 7,5 úr 12 +
biðskák.
í 6.-8. sæti eru Ljubojevic,
Portisch og Speelman með sjö
vinninga úr 13 skákum. 9.-10. eru
Tal og Nicolic með 6,5 úr 13. 11.
er Nogueiras með 6,5 úr 14. Tim-
man hefur hreppt 6 vinninga úr
12 skákum en á eftir að útkljá
viðureign sína við Nunn. Hann er
í 12. sæti.
13.-14. Sokolov og Seirawan
með 6 úr 13. 15.-16. Korchnoi og
Sax með 4,5 úr 13. Lestina rekur
heimamaðurinn Winants með 2,5
vinninga úr 13 skákum.
Reuter/-ks.
Israelskir heimildamenn skýrðu
fréttamanni Reuters frá því í
gær að þarlendir ráðamenn
hefðu gefið fyrirskipun um morð
PLO foringjans Khahil Al-
Wazirs sem veginn var á heimili
sínu í Túnis aðfaranótt laugar-
dags. Þeir sögðu morðið hafa ver-
ið skipulagt og framið í samein-
ingu af leyniþjónustunni Mossad,
ísraelska flotanum og sveit úr-
valsdáta landhersins.
í gær lýsti einn af félögum Waz-
irs hinum örlagaríku atburðum
laugardagsnæturinnar. Heimild-
armaðurinn, sem sagður er náinn
aðstoðarmaður Jassírs Arafats,
vildi ekki láta nafns síns getið.
Þótt frásögn hans stangist að
ýmsu leyti á við fullyrðingar lög-
Danskur varnarmálaráðherra,
Johan Collet að nafni, sagði
svo geta farið að Danir yrðu
dregnir að kjörborði á næstunni.
Orsök þessa væru hörð viðbrögð
mikilsháttar bandamanna Dan-
merkur í Nató við nýlegri þing-
samþykkt um að auka eftirlit með
vopnabúnaði gestkomandi her-
skipa.
„Ég er þeirrar skoðunar að
efnt verði til þingkosninga vegna
þeirra viðbragða sem við höfum
orðið vitni að.“ Hann ítrekaði þó
að valdið væri Pauls Schlúters. Sú
saga gengur fjöllum hærra í Dan-
mörku að forsætisráðherrann
hyggist efna til kosninga í næsta
mánuði, annaðhvort þriðjudag-
inn lOnda eða 17da.
Allar götur frá árinu 1957 hafa
kjarnorkuvopn verið bannvara á
dönsku yfirráðasvæði. En sú hefð
hefur verið við lýði að ráðamenn
hafa ekki spurt yfirmenn her-
skipa bandamanna sinna óþægi-
legra spurninga þótt þau hafi
lagst við festar í dönskum
höfnum.
Einsog skýrt var frá hér í Þjóð-
regluyfirvalda í Túnis þykir hún
trúverðug.
Hann stendur á því fastar en
fótunum að árásarseggirnir hafi
verið um 30 talsins. Þeir hafi ver-
ið vopnaðir skammbyssum og
vélbyssum búnum hljóðdeyfum.
Þeir hafi slegið hring um heimili
Wazirs í hafnarhverfi Sidi Bou
Said, rofið símasamband og myrt
einkabílstjóra Wazirs sem sat
undir stýri og átti sér einskis ills
von.
Hryðjuverkamennirnir hafi
augljóslega gjörþekkt húsa-
skipan, svo örugglega gengu þeir
til verks. A leiðinni inní húsið
felldu þeir tvo lífverði Wazirs.
Sjálfur var hann á fyrstu hæð
hússins þegar honum var gert að-
vart, hann dró upp skammbyssu
viljanum samþykkti danska þing-
ið á dögunum tillögu jafnaðar-
manna um að rjúfa þá hefð. Héð-
anífrá verða skipstjórar erlendra
herfleyja inntir eftir því hvort
kjarnorkuvopn séu um borð.
Hinsvegar er óvíst til hvaða að-
gerða yrði gripið svöruðu þeir
játandi.
Bæði Bandaríkjamenn og
Bretar fylgja þeirri stefnu að
halda því leyndu hvort herskip
þeirra hafi kjarnorkuvopn innan-
borðs. Þeir kvarta því sáran
undan margumræddri samþykkt
og Collet er ekki unt sel: „Öítkur
hefur verið hótað því að hið
hreyfanlega lið Breta muni ekki
liðsinna okkur á ófriðartímum.“
Einsog menn rekur minni til
fór ríkisstjórn Nýja-Sjálands
fram á það við bandaríska ráða-
menn í fyrra að þeir veittu henni
tryggingu fyrir því að herskip
þeirra sigldu ekki með kjarn-
orkuvopn inní nýsjálenskar hafn-
ir. Bandaríkjamenn brugðust ó-
kvæða við þessari málaleitan og
sögðu snimmhendis upp varnar-
samningi ríkjanna.
Reuter/-ks.
sína en var um leið skotinn til
bana í augsýn eiginkonu sinnar
og tveggja dætra.
Arafat var staddur í Bahrain
við Persaflóa þegar Wazir var
myrtur en sneri strax heim til
Túnis þegar honum bárust fréttir
um hryðjuverkið.
Til gífurlegra mótmæla kom á
herteknu svæðunum á laugardag-
inn eftir að fréttir bárust um
morð Wazirs í Túnis. Að sögn
Reuters höfðu fréttirnar hinsveg-
ar góð áhrif á baráttuandann í
sveitum ísraelshers enda skutu
þeir hvorki fleiri né færri en 14
manns til bana á laugardag.
Átökin voru ekki jafn hatrömm í
fyrradag en í gær voru tveir Pal-
estínumenn skotnir til bana á
Gazasvæðinu, annar þeirra var
26 ára gömul sex barna móðir að
sögn Reuters.
Æðsta stjórn PLO lýsti því yfir
í fyrradag að Wazir yrði jarð-
sunginn í Amman, höfuðborg
Jórdaníu, en ígær voru þær fréttir
bornar til baka. Wazir verður til
moldar borinn í Damaskus í Sýr-
landi en þar eru háaldraðir for-
eldrar hans búsettir. Svo virðist
sem samkomulag hafi tekist með
Arafat og Assad forseta unt að
allir forystumenn PLO geti verið
viðstaddir útförina. Gera ýmsir
fréttaskýrendur því skóna að
þessir tveir fjendur sættist yfir
moldum Wazirs og leiðir þá
dauði hans til annarrar niður-
stöðu en ísraelskir ráðamenn
hugðu er þeir lögðu á ráðin um
vígið.
John Demjanjuk eða „ívan grimmi" hlýðir á málflutning í Jerúsalem.
ísrael
Demjanjuk er hran
Israelskur dómstóll úrskurðarað bandaríski
iðnverkamaðurinn John Demjanjuk sé
böðullinn sem gekk undir viðurnefninu „Ivan
grimmi“ í Treblinka og sé því meðsekur um
870 þúsund morð
Israelskur dómstóll fann í gær
John Dentjanjuk sekan um
stríðsglæpi og sagði hann vera
böðulinn sem gekk undir heitinu
„ívan grimmi“ í Treblinka út-
rýmingarbúðum nasista. A mán-
udaginn verður greint frá hegn-
ingu Johns/ívans en svo kann að
fara að hann vcrði hengdur.
„Við höfum fundið hinn
ákærða sekan um glæpi gegn gyð-
ingaþjóðinni, glæpi gegn
mannkyni, stríðsglæpi og glæpi
gegn ofsóttu fólki,“ sagði Dov
Levin dómari meðal annarra
orða í gær.
Það tók 12 klukkustundir að
reifa málið og lesa úrskurðinn í
gær en sjálfur hélt Demjanjuk
kyrru fyrir í klefa sínum. Lög-
ntaður hans, Joram Sheftel, kvað
skjóistæðing sinn hafa ákveðið að
fylgjast með lestrinum úr fjar-
lægð þar eð hann hafi rennt grun í
hver niðurstaðan yrði.
Demjanjuk hefur ætíð haldið
fram sakleysi sínu og segist vera
talinn allt annar ívan en hann sé í
raun og veru. Því fari fjarri að
hann sé ívan sá er með glöðu geði
tók þátt í útrýmingu 870 þúsund
gyðinga í gasklefum Treblinka.
En Levin dómari segir að rétt-
urinn sé algerlega sannfærður um
að John Demjanjuk og „ívan
grintmi“ séu einn og sami maður-
inn. „Við staðhæfum hiklaust og
án Tiokkurs vafa að hinn ákærði
er ívan sá er gekk undir heitinu
„ívan grimmi“ í Treblinka
dauðabúðunum."
Reuter/-ks.
Danmörk
Kosningar
ínánd?
Eru kjarnorkuvopn um borð eður ei?
Spurningþessi kann að hafa kollvarpað
dönsku stjórninni
Þriðjudagur 19. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17