Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 8
í vörslu óskilamunadeildar lögreglunnar er margt óskilamuna svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, glerauguo.fi. Er þeim sem slíkum munum hafa glatað bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113, (gengið inn frá Snorrabraut), frá kl. 14.00-16.00 virkadaga. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á upp- boði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 30. apríl 1988. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. apríl 1988 Frá Grunnskólanum í Mosfellsbæ Innritun nýrra nemenda í Grunnskóla Mosfells- bæjar, næsta skólaár, fer fram dagana 18. og 19. apríl nk. kl. 10-14. í Varmárskóla (&-12 ára) í síma 666154 og Gagnfræðaskólanum (13-15 ára) í síma 666186. Skólastjórar. NÁMSGAGNASTOFNUN PÓSTHÓLF 5192 • 125 REYKJAVÍK ■ SÍMI 28088 ~ Kynningarfulltrúi Námsgagnastofnun vill ráða kynningarfulltrúa frá 1. ágúst nk. að telja. Áskilið er að umsækjandi sé kennaramenntaður og hafi staðgóða þekkingu á námsefni og reynslu af skólastarfi. Starf kynningarfulltrúa mun m.a. felast í: - kynningu á náms- og kennslugögnum. - umsjón með kynningarfundum, námskeiðum, sýningum o.fl. - umsjón með útgáfu ýmissa kynningargagna. Nánari upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu- stjóra. Umsóknum skal skila til Námsgagnastofnunar, Laugavegi 166 eða í pósthólf 5192, 125 Reykja- vík, fyrir 6. maí n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. TONLIST/4RSKOLI KOPPNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Tónleikar verða haldnir miðvikudaginn 20. apríl kl.20.30 í sal skólans, Hamraborg 11,3. hæð. Lengra komnir nemendur leika. Skólastjóri Útlitsteiknari Þjóðviljinn óskar að ráða útlitsteiknara. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur til 22. apríl. Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra. lllÓaMIILJINN SKAK 7- Heimsbikarmótið í Briissel Úrslitin í Saint John sitja enn í Kortsnoj Anatoly Karpov hefur örugga forystu á 1. heimsbikarmóti GMA (alþjóðasamband stór- meistara) sem nú stendur yfir í Brússel í Belgíu. Að loknum 13 umferðum hafði hann hlotið 9 vinninga en 14. umferðin var tefld í gær og er úrslita að leita annarsstaðar í blaðinu. Karpov sat þá yfir en hann hefur í þessum skrifuðum orðum teflt einni skák meira en helstu keppinautar hans en þó virðist fátt benda til þess að sigur hans í mótinu sé í hættu. Hann á t.d. eftir að tefla við heimamanninn Winants sem er langneðstur keppenda. Eins og áður hefur verið drepið á er þátttaka Karpovs íslenskum skákáhugamönnum forvitnileg fyrir þær sakir að hann mun mæta Jóhanni Hjartarsyni í næstu hrinu áskorendakeppninnar. Karpov var seinn í gang en stórkostlegur sigur hans yfir Jan Timman kom honum á bragðið og síðan hefur hann halað inn vinninga af miklu öryggi. Alexander Beljavskí vann Karpov snemma í mótinu og virtist ætla að ógna gengi hans verulega en úrslit í 12. umferð, er Karpov lagði Viktor Kortsnoj að velli og í þeirri þrettándu er Belj- avskí tapaði fyrir John Nunn, hafa mjög styrkt stöðu heims- meistarans fyrrverandi. 1. Karpov 9 v. (af 13) 2. Salov V/i v. (af 12) + 1 biðskák. 3.-4. Beljavskí og Nunn l'/z v. (af 12) 5. Portisch 7 v. (af 12) 6. Andersson 7 v. (af 13) 7.-8. Speelman og Nikolic 6Vi v. (af 12) 9. Ljubojevic 6 (af 11) + 1 biðskák 10.- 12. Tal, Timman og Seirawan 6 v. (af 12) 13. Nogueiras 5Vz v. (af 13) 14. Sokolov 5 v. (af 12) 15. Sax 4Vz v (af 12) 16. Kortsnoj 4 v. (af 12) 17. Win- ants 1 Vz v. (af 12). Eins og sjá má af þessari upp- talningu er Viktor Kortsnoj langt frá sínu besta. Það er ljóst að ein- vígið í Saint John situr enn í hon- um. Úrslitin virðast hafa valdið Kortsnoj miklum vonbrigðum ef marka má viðtal við hann í tíma- ritinu Mannlíf. Eftir einvígið átti ég þess kost að spjalla lítillega við aðstoðarmann hans Dmitry Gur- evic sem oft á tíðum virtist eins og illa gerður hlutur milli þeirra Petru Leewerjik og Viktors. Gurevic vildi meina að hinn sam- stæði íslenski hópur í Saint John hefði sett sinn mann út af laginu. Þar átti hann ekki aðeins við Jó- hann, aðstoðarmenn og fulltrúa Skáksambandsins, heldur einnig blaða- og fréttamennina kátu Sig- urdór Sigurdórsson DV, Pál Magnússon Stöð 2, Guðmund Hermannsson Morgunblaðinu, Jón Gauta Kristjánsson Útvarp- inu og Vigfús Geirdal frá Modern Iceland. „Þetta er bara eins og sovésk sendinefnd," sagði galdramaðurinn frá Riga, Mikha- el Tal og glotti. Gurevic kvað Kortsnoj standa í þeirri trú að Friðrik Olafsson hefði verið sískrifandi bréf til dómara einvígisins en mér vitan- lega var aðeins eitt bréf sent. Áður höfðu verið bornar fram ó- formlegar kvartanir vegna hegð- unar Kortsnojs. Kannski er það að renna upp fyrir Kortsnoj að hann verður ekki heimsmeistari úr þessu og þykjast ýmsir hafa séð teikn þar um á iofti fyrir allnokkru. Skák- menn eru oft býsna óraunsæir. Dæmi er að finna þegar Vasily Smyslov og Garrí Kasparov háðu einvígi sitt vorið 1984 um réttinn til að skora á Anatoly Karpov. Smyslov hafði unnið Robert Hú- 12. Bg5-f6 13. Bd2-Be7 14. Bc3-0-0 15. Rd4 (Karpov skorðar veikleikann á d5 áður en hann ræðst til atlögu við það. Þessi staða minnir mann ósjálfrátt á skákir þeirra úr ein- vígjunum þegar Kortsnoj sat hvað eftir annað uppi með stakt peð á d5 en hélt jafnan vel á þeim stöðum og komst Karpov lítið áleiðis og er þó annálaður fyrir að tefla vel gegn „staka peðinu“.) 15. .. Rxd4 16. Dxd4-Bc5 17. Dd2-Dd6 (Ekki 17. .. d4 18. Ba5 og vinn- ur skiptamun.) 18. b4-Bb6 19. Bd4-Bf5 20. Hacl-Be4 21. Bh3-Hfe8 22. Hfdl-He7 23. a3-Kf8 24. Dd2-Hc7 25. Hxc7-Dxc7 26. Hd2-Hd6 27. Bg2-He6 28. e3-Ke7 29. h4-a6 (Staðan lætur ekki mikið yfir sér en sannleikurinn er sá að hvít- um bjóðast ýmis færi með smásp- ili hér og þar. Pað er allt annað en auðvelt að sitja í þessum töflum mótspilslaus með öllu og ekki bætir úr skák ef bullandi tíma- hrak er yfirvofandi en þannig var einmitt ástatt fyrir Kortsnoj.) 30. Bxb6-Dxb6 31. Hdl-Dc7 32. Dd4-Dc4 33. Da7-Dc7 (Dæmigerðir tímahraksleikir.) 34. Hd4-Kf7?? (Þessu mátti hann alls ekki leika. Nú vinnur Karpov peð með einfaldri fléttu og úrvinnslan er tæknilegt atriði eitt.) bner og Zoltan Ribli. Gott afrek hjá 63 ára gömlum manni en ekki var gefið mikið fyrir möguleika hans gegn Garrí. Fáir vissu að Smyslov var nánast sannfærður um að hann næði að sigra Kaspar- ov og endurheimta síðan heimsmeistaratitilinn í einvígi við Karpov. Einvígin þrjú sem þeir Karpov og Kortsnoj háðu á árunum 1974- ’81 voru geysihörð. Þessvegna vekur það ávallt athygli þegar þessir tveir setjast að tafli. í Brússel var beðið með eftirvænt- ingu eftir viðureign þeirra: 12. umferð: Anatoly Karpov - Viktor Kortsnoj 1. Rf3-Rf6 2. c4-c5 3. Rc3-Rc6 4. d4-cxd4 5. Rxd4-e6 6. g3-Db6 7. Rb3-d5 (Fyrr í mótinu lék Ungverjinn Guyla Sax. 7. ... Re5 gegn landa sínum Portisch. Sá leikur leiðir til flóknari stöðubaráttu.) 10. .. Be6 11. 0-0-Hd8 35. Hxd5!-Bxg2 (Drottningarendataflið sem kæmi upp eftir 35. .. Bxd5 36. Bxd5 er litlu skárra.) 36. Kxg2-Dc6 37. Dc5-Dxc5 38. Hxc5-He7 39. K13-Ke6 40. Ke4-Kd6+ 41. Kd4-Kd7 42. g4-He8 43. e4-b6 44. Hd5+-Ke7 45. e5-Hf8 46. Hd6-b5 47. Hxa6-fxe5+ 48. Kxe5-Hxf2 49. Ha7+-Kf8 50. h5-H13 51. Kd4-Hf4+ 52. Kc5-Hxg4 53. Kxb5-Hg5+ 54. Kc6-Hxh5 55. b5-Hh6+ 56. Kc7-Hh3 57. b6-Ke7 58. b7-Hc3+ 59. Kb6-Hb3+ 60. Kc6 - og Kortsnoj gafst upp. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.