Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 10
Brostnar vonir Jón Baldvin mun hafa gert sér von- ir um það að geta myndað stjórn með íhaldinu einu eftirsíðustu Alþingis- kosningar. Fyrirfram sýndist það ekki svo fráleitur möguleiki. Að vísu slaevðust þær vonir við hin klúðurs- legu vinnubrögð Þorsteins Páls- sonar, sem leiddu til myndunar Borg- araflokksins. Á móti kom að Jóni Baldvin tókst að gleypa Bandalag jafnaðarmanna. Þar reyndust þó um- búðirnar fyrirferðarmeiri en innihald- ið. Bandalag jafnaðarmana hafði alltaf skrölt innan í skinninu frá því að Vilmundar heitins Gylfasonar missti við. Það sveif nánast í lausu lofti. Sameiningin við Alþýðuflokkinn sundraði þessu liði endanlega. Þing- menn þess fengu hvergi að fara í framboð þar sem nokkur lífsvon var nema ef vera skyldi Guðmundur Ein- arsson á Austfjörðum, en þar átti Al- þýðuflokkurinn minna fylgi aö fagna en í nokkru kjördæmi öðru. Mátti þvi teljast hættulítið að lofa Guðmundi þar í framboð. Jón Baldvin glotti kalt því nú hafði Guðmundur gengiö á hönd því kerfi, sem hann hafði áður harðast gagnrýnt. Og þar kúrir Guð- mundur nú og er ekki annað vitaö en hann uni hag sínum hið besta. Þessi óverulega blóðgjöf nægði engan veginn til þess að vega upp á móti tapi íhaldsins. Úrslit kosning- anna feyktu vonum Jóns um sambúð við íhaldið eitt út í veður og vind. Sam- starf við Framsókn þótti honum ekki fýsilegur kostur, enda hafði hann far- ið hinum hraklegustu orðum um þann flokk í kosningabaráttunni. Nú voru góð ráð dýr. Þorsteinn þurfti og vildi vera ráðherra áfram. Jón langaði út af lífinu í ríkisstjórn en fyrir hann var ráðherrastóll ekki pólitísk nauðsyn. Fangaráð þeirra félaga varð að biðla til Kvennalistans. Hann lét ekki ólíklega, að fullnægðum ákveðnum skilyrðum auðvitað. Krafan um lág- markslaun þótti alþýðuforingjanum, Jóni Baldvin, ekki aðgengileg og Þor- steini auðvitað ekki heldur. Tilraun- irnar með Kvennalistannn runnu því út í sandinn. Síðan er Kvennalistan- um borið á brýn ábyrgðarleysi. Hann vilji fiska í gruggugu vatni og þori ekki að taka þátt í alvörupólitík, rétt eins og stjórnarflokkarnir reki slíka pólitík. En „flestir kjósa friðar líf“. Samstarf við íhald og krata hefði reynst Kvenna- listanum banvæntfaðmlag. Það skildu konurnar. Þá reyndist Framsókn hendi næst og sú aldraða var fús til framlaganna. Steingrímur, Halldór og Jón gátu allir verið ráðherrar áfram en Alexander varð að víkja fyrir Jóhönnu og mun aldrei verða svo gamall að hann gleymi þeirri móðgun. Og þar með var Jón Baldvin orðinn ráðherra og kaus sér til samfylgdar Jón hinn þjóð- haga, þótt einhverjum reyndari þing- mönnum Alþýðuflokksins kunni að hafa þótt ómaklega fram hjá sér gengið. Síöan fékk Jóhanna að fljóta með, kannski af því að hún er kona auk þess sem það var skynsamlegt a.m.k. eins og málin horfðu þegar stjórnin var mynduð, og hafa einn raunverulegan Alþýðuflokksmann með í ríkisstjórn, sem Alþýðuflokkur- inn stendur aö. Út á tryggð við hinar gömlu rætur hefur Jóhanna unnið sér vinsældir og traust. Það er hinsvegar óskiljanlegt þeim, sem jafnan eru fús- ir til að fórna stefnunni fyrir völdin. -mhg í dag er 19. apríl, þriðjudagur í síðustu viku vetrar, 29. dagur Einmánaðar. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 5,41 en sólsetur er kl. 21,15 - Þjóðhátíðar- dagurSierra Leone. Atburðir: Hauganesbardagi 1246. UM ÚTVARP & SJONVARPf_ 1001 nótt Útvarp, rás 1, kl. 16.20 Ævintýrasafnið Þúsund og ein nótt hefur mörgum þótt heillandi lesning. Kannski líta færri í „næt- urnar“ nú á tímum hraðans, sjón- varpsins og hinnar fjölbreyttu út- gáfustarfsemi, enda er Þúsund og ein nótt ekki beint árennileg bók, svona utanað að sjá. Sögurnar koma úr ýmsum áttum: Frá flest- um Arabaríkjunum, Indlandi, Persíu, Kína, jafnvel Grikklandi. Þarna koma fram kunnar per- sónur eins og Ali Baba, Sindbað sæfari, Harún Arjasjid og Alla- dín, og ótölulegur grúi annars merkisfólks kemur þarna við sögu. - í Barnaútvarpinu í dag og næstu daga verður lesið úr þessari skemmtilegu, austrænu ævintýra- bók. - mhg Lent í sandbleytu Útvarp, rás 1, kl. 22,20 Þriðjudagsleikrit Rásar 1 er að þessu sinni „Auövitað verður yður bjargað“, eftir Þorstein Marelsson, en 14 ár eru nú liðin síðan það var frumflutt í Útvarp- inu. Leikstjóri er Pétur Einars- son. - Leikurinn gerist að kvöld- lagi í skemmtigarði. Ungur mað- ur er þar á rölti. En oftast sannast það að betri er krókur en kelda. Hann ætlar að stytta sér leið gegnum garðinn en lendir þá í sandbleytu og situr þar fastur. Hvort maður kannast nú ekki við sandbleytuna úr Héraðsvötnu- num. Auðvitað ætti það að vera hegningarvert athæfi að hafa sandbleytupytti í skemmtigarði. Ungi maðurinn í pyttinum getur enga björg sér veitt og setur allt Þorstein Marelsson sitt traust á að einhver rekist á hann þarna og dragi hann upp úr foraðinu. Vonandi byrjar hann ekki á því að brjótast mikið um því þá býð ég ekki fé við honum. - Með helstu hlutverk fara: Sig- mundur Örn Arngrímsson, Arni Tryggvason, Lárus Ingólfsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Karl Guðmundsson og Jón Sigur- björnsson. - mhg Heims- metin Stöð 2, þriðjudag, kl. 18.25 Þátturinn er byggður á Heims- metabók Guinnes. Þar er að finna alla hugsanlega methafa: Þyngstu menn og léttustu, hæstu menn og lægstu, elstu menn (en ekki yngstu), þar er einn, sem lét sig ekki muna um að skálma 36,8 km með fulla mjólkurflösku á hvirflinum og tvo blinda Eng- lendinga, sem plokkuðu skurnið utan af 12.600 eggjum á 7V4 klst. Við íslendingar eigum svo sem þarna okkar fulltrúa og hver skyldi það annar vera en Jón Páll Sigmarsson. - í þessum þáttum Stöðvar 2 er leitast við að sýna spennuna, dramatíkina og jafn- vel fyndnina, sem fylgir meta- fíkninni. - mhg Þessi kona er frá San Antonio í Chile. Börn hennar eru 54. Áður en hún varð 22 ára hafði hún 5 sinnum eignast þríbura og fer nú að verða lítið úr „vífinu í Skálkas- kjóli 2“. GARPURINN KALLI OG KOBBI Jæja Kobbi, í þurrkarann með þig. FOLDA Ég leik mér heldur ein en með svona slúbbertum sem ekki bera virðingu fyrir móðurhlutverkinu. 5 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.